Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Eigendur sjávarútvegsfyrirtækis-
ins Hafnarnes Ver hf. í Þorlákshöfn
hyggjast halda áfram starfsemi,
eftir bestu getu, þrátt fyrir sölu á
meginhluta kvóta fyrirtækisins til
HB Granda hf. Hráefni hefur verið
tryggt til vinnslu út árið með leigu
á aflaheimildum frá HB Granda og
öðrum verkefnum.
Hafnarnes Ver er í eigu Hann-
esar Sigurðssonar útgerðarmanns
og fjölskyldu hans. „Þetta eru mjög
þung spor. Það var erfitt að standa
fyrir framan starfsfólkið í gær
[fyrradag] og segja frá þessu. Al-
veg sama þótt fólkið haldi vinnunni.
Það er áfall fyrir það að heyra að
búið sé að selja aflaheimildirnar.
Við vorum líka hálfdofin,“ segir
Ólafur Hannesson framkvæmda-
stjóri, sonur Hannesar Sigurðsson-
ar.
Skuldirnar hækkuðu
Hannes keypti fyrirtækið
Hafnarnes á árinu 2006 og samein-
aði fyrirtæki sínu á árinu 2006.
Ólafur segir að það hafi verið gert
til að halda aflaheimildunum í
byggðarlaginu. „Svo kom hrunið.
Skuldirnar stökkbreyttust og tekj-
urnar minnkuðu vegna verðfalls í
Portúgal og á Spáni sem var okkar
helsta markaðssvæði. Það er sama
sagan hjá okkur og öðrum fyrir-
tækjum og heimilum í landinu,“
segir Ólafur, spurður um ástæður
þess að kvótinn var seldur.
Hann segir að bankinn hafi gert
þeim ákveðið tilboð um greiðslu
lána sem fól í sér að selja þurfti
kvótann. Það hafi verið tímasett nú.
„Það var það eina sem hægt var að
gera,“ segir Ólafur og bætir því við
að betra hafi verið að selja kvótann
en að eiga á hættu að missa allar
eignirnar.
Hann segir að fyrst hafi verið
reynt að selja kvótann til fyrir-
tækja í byggðarlaginu. Rætt hafi
verið við fleiri en einn aðila í dágóð-
an tíma en samkomulag ekki náðst.
Meginhluti aflaheimilda fyrir-
tækisins var seldur. Ólafur segir þó
að áfram verði barist. „Við munum
halda fólki í vinnu, eftir bestu getu.
Starfsemin verður óbreytt næstu
mánuðina. Við leigjum aflaheimild-
irnar til að tryggja það. Það er
sameiginlegur hugur allra sem að
þessu standa að halda sem flestum í
vinnu,“ segir Ólafur.
Uppistaðan í rekstri Hafnarness
Vers hefur verið útgerð þriggja
báta og saltfiskvinnsla. Einnig hafa
verið unnin sæbjúgu, humar og
fleiri tegundir. Ólafur segir að leit-
að verði að öðrum verkefnum fyrir
skipin og vinnsluna. Fyrirtækið
muni leigja aflaheimildir og kaupa
fisk á markaði og verði væntanlega
áfram með báta í viðskiptum. HB
Grandi er að byggja upp hátækni-
fiskvinnslu á Vopnafirði og mun
nota aflaheimildirnar meðal annars
til að afla hráefnis fyrir hana.
Vinnslan á að vera tilbúin í lok
október.
Þegar HB Grandi kynnti áform
sín um bolfiskvinnslu á Vopnafirði
kom fram að hráefnið myndi ekki
verða tekið af öðrum starfsstöðvum
fyrirtækisins. Vilhjálmur Vil-
hjálmsson forstjóri segir að horft
hafi verið til þess að nota aukningu
í úthlutuðum kvóta til að vinna á
Vopnafirði. Bjartsýni hafi ríkt um
að þorskkvótinn yrði aukinn
um10%. Það hefði þýtt 940 tonna
viðbót hjá HB Granda. Aflamark
var hins vegar lítið aukið og því hafi
þurft að leita annarra leiða.
Að sögn Vilhjálms hefur ekki
verið ákveðið hvernig aflanum
verður komið til vinnslu. Hvort
honum verði landað á Vopnafirði
eða ekið þangað frá öðrum stöðum.
„Þetta er okkar viðleitni til að
viðhalda byggð á staðnum. Við er-
um langstærsti atvinnurekandinn á
Vopnafirði og verðum að geta boðið
fólki upp á vinnu allt árið, sem það
getur haft viðunandi afkomu af,“
segir Vilhjálmur.
Milljarða fjárfesting
Áætlað er að endurnýjun hús-
næðisins á Vopnafirði og vinnslu-
búnaðar kosti um einn milljarð
króna. Aflaheimildirnar, tæplega
1.600 þorskígildistonn, eru keyptar
á tæpar 4 milljarða. Vilhjálmur tek-
ur fram að ekki sé hægt að færa
alla þá upphæð á verkefnið á
Vopnafirði því með í kaupunum sé
meðal annars aflahlutdeild í humri
sem ekki henti fyrirtækinu að nota
og verði væntanlega seld.
HB Grandi er kvótahæsta sjávar-
útvegsfyrirtæki landsins. Aflahlut-
deild þess fer úr 43.800 þorskígild-
istonnum í um 45.400 tonn við þessi
kaup, eða úr 10,7% af heildarafla-
hlutdeild í um 11,1%. Fyrirtækið er
enn vel undir hámarkinu sem er
12% í heildina.
Erfitt að þurfa að selja kvóta
Eigendur fyrirtækisins Hafnarnes Ver halda áfram starfsemi í Þorlákshöfn þrátt fyrir sölu
aflaheimildanna HB Grandi nýtir aflaheimildirnar fyrir nýja vinnslu sína á Vopnafirði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfn og bær Þorlákshöfn er stærsta byggðin í Sveitarfélaginu Ölfusi. Þar hefur verið útgerð í 80 ár þótt höfnin sé
yngri. Stór hluti af aflaheimildum byggðarlagsins hefur verið seldur í burtu á síðustu árum.
„Það verður mikil breyting á atvinnuháttum á Vopna-
firði og skiptir sköpum fyrir byggðarlagið,“ segir Ólafur
Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, um
uppbyggingu HB Granda á bolfiskvinnslu. Kaupin á
kvótanum eru grundvöllur uppbyggingar. „Það er mik-
ilvægt fyrir samfélagið að hafa jafnöflugan bakhjarl og
HB Granda. Þetta fyrirtæki gerir allt með mikilli reisn.
Rekur fyrirtæki sín vel og hugsar vel um starfsfólk sitt
og byggðarlögin.
Ólafur Áki var bæjarstjóri Ölfuss á árunum 2002 til
2010 og viðurkennir að hann hugsi þangað núna. „Ég
skil vel mitt fólk í Ölfusi en veit að það vinnur sig út úr þessu. Ölfus er
landmikið sveitarfélag og býr yfir miklum náttúruauðlindum. Ég veit að
það á bjarta framtíð, þótt aðeins skyggi á núna.“
Skil vel mitt fólk í Ölfusi
SVEITARSTJÓRINN VAR ÁÐUR BÆJARSTJÓRI Í ÖLFUSI
Ólafur Áki
Ragnarsson
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
íslenskra myndlistarmanna
myndlist.is
Opið virka daga kl. 10–18
Sumarperlur
Vaxtalaus kaupleiga
á listaverkum í allt að 36 mánuði
Haraldur Bilson
Pétur Gautur Soffía Sæmundsdóttir
Magnús Jónsson
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Daði GuðbjörnssonDIMMALIMM
ÚTSALA ÚTSALA
50%
afsláttur
Nýjar haustvörur streyma inn
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | www.dimmalimmreykjavik.is
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
Fyrrverandi eigandi kampavíns-
klúbbsins Strawberries hefur verið
ákærður fyrir meiriháttar skatta-
lagabrot, en samkvæmt ákærunni
var velta rekstrarfélags klúbbsins
vantalin um tæplega 231 milljón
króna árin 2010-’13. Eigandinn er
sakaður um að hafa vantalið tekjur
á eigin skattframtölum sömu ár
upp á 64 milljónir vegna þess að
viðskiptavinir Strawberries lögðu
inn á persónulegan reikning hans.
Þetta kom fram í fréttum RÚV í
gær. Þar sagði að krafa væri gerð
um að ýmis verðmæti yrðu gerð
upptæk, þ. á m. bankainnistæður
félaga í eigu mannsins, skartgripir,
skemmtibátur, 19 ökutæki og fast-
eignir. Þá krefst fjármálaráðherra
bóta upp á 80 milljónir.
Lögðu inn á reikning eiganda Strawberries