Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 10

Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti forseta Íslands næstkomandi mánudag, 1. ágúst, á frídegi verslunar- manna. Athöfnin fer fram í Alþingis- húsinu og verður með hefðbundnum hætti. Að þessu sinni verða þó gerðar minni kröfur um klæðaburð og orður og er það gert að ósk forsetaefnisins. Til athafnarinnar er boðið fjölda gesta, alþingismönnum embættis- mönnum, fulltrúum erlendra ríkja fulltrúum félagasamtaka og ein- staklingum sem forsetaefni óskar eftir að séu á gestalista og taki þátt í at- höfninni. Hingað til hefur verið gerð krafa um að karlar klæð- ist kjólfötum og konur síðkjólum. Að þessu sinni er ekki gerð krafa um að almennir boðs- gestir séu í kjólföt- um og síðkjólum og ekki er gerð krafa um að almennir boðsgestir beri heiðursmerki og orður. Hins vegar munu forsetaefnið, frá- farandi forseti, Ólafur Ragnar Gríms- son, og handhafar forsetavalds klæð- ast kjólfötum. Þá mun Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti, klæðast síðkjól. Öll munu þau bera orður. Mikill undirbúningur Forsætisráðuneytið hefur annast undirbúning innsetningarathafnar- innar. Að sögn Ragnhildar Arnljóts- dóttur ráðuneytisstjóra hófst undir- búningsvinna árið 2015 þegar ráðuneytið óskaði eftir sérstakri fjár- veitingu til að standa straum af inn- setningunni. „Margir tugir manna hafa komið að undirbúningi, frá ráðuneytum, Alþingi, Hæstarétti, lögreglunni, kirkjunni, svo ég nefni helstu aðilana. Þar að auki verða starfsmenn á innsetningardag- inn mun fleiri,“ segir Ragnhildur. Hún segir að allt sé að smella sam- an. „Undirbúningur er á lokastigi og við vonumst til þess að það verði gott veður þennan dag svo almenningur geti komið saman á Austurvelli og not- ið þess að vera þarna og fylgjast með.“ Athöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en sjálf innsetningar- athöfnin verður í Alþingishúsinu. Að henni lokinni stíga forsetahjónin fram á svalir Alþingis og forsetinn ávarpar mannfjöldann. Útvarpað verður frá báðum athöfn- um út á Austurvöll. Þá verður Ríkis- sjónvarpið með beinar útsendingar, sem hefjast klukkan 15:50 á mánudag- inn. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær hefur innsetningarathöfnin verið í mjög föst- um skorðum frá því Sveinn Björnsson var fyrst settur í embætti 1. ágúst 1945. Hann var þá þjóðkjörinn en hafði verið þingkjörinn 1944. Vænt- anlega hafa ráðmenn þess tíma litið til þess hvað tíðkaðist með innsetningu þjóðhöfðingja á Norðurlöndum, sér- staklega í Danmörku. Þar og í Noregi og Svíþjóð er konungsríki eins og kunnugt er. Í Finnlandi ríkir þjóðkjör- inn forseti eins og hér á landi og þar er innsetningarathöfnin látlausari. Segja má að nú séu Íslendingar að færast nær Finnum að þessu leyti. Þar er klæðaburður frjálslegri og orðuburður einnig frjálslegri. Innsetning nýs forseta er á ábyrgð handhafa forsetavaldsins, þ.e. fulltrúa dómsvalds, Markúsar Sigurbjörns- sonar, forseta Hæstaréttar, fram- kvæmdavalds, Sigurðar Inga Jó- hannssonar forsætisráðherra, og löggjafarvalds, Einars Kr. Guðfinns- sonar þingforseta. Þeir bjóða til sam- komunnar og stýra henni. Umboð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, rennur út á miðnætti 31. júlí. Þá taka handhafar forseta- valdsins við og fara með forsetavaldið í nokkrar klukkustundir uns nýr for- seti, Guðni Th. Jóhannesson, hefur verið settur í embættið síðdegis 1. ágúst. Forsætisráðuneytið sótti í fyrra um fimm milljóna tímabundið framlag til að standa straum af athöfninni. Stærstu útgjaldaliðir eru vegna borða í þingsal, flutnings í geymslu ásamt enduruppsetningu og tengingum. Einnig falla til útgjöld vegna tónlistar og skreytinga í Alþingishúsinu og í Dómkirkjunni. Látlausari innsetningarathöfn  Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti forseta Íslands á mánudaginn  Undirbúningur athafnarinnar er á lokastigi  Að ósk forsetaefnisins er dregið úr kröfum um klæðaburð og orður Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingsalurinn Allt er tilbúið í Alþingishúsinu fyrir innsetningu forseta Íslands á mánudag. Aðeins er eftir að skreyta salinn og verður það gert um helgina. Ragnhildur Arnljótsdóttir Forsetaefnið Guðni Th. Jóhannesson mun bera forseta- keðjuna við innsetninguna. Sú hefð hefur ekki skapast að hengja keðjuna á forsetann við athöfnina sjálfa og mun hann fá hana afhenta að morgni innsetningardags. Skrifstofa forseta Íslands varðveitir keðjuna en for- setinn er yfirmaður fálkaorðunnar. Keðjan sem um ræðir ber heitið „keðja ásamt stór- krossstjörnu“, sem er æðsta stig fálkaorðunnar. Alls eru stig fálkaorðunnar fimm. Þessa orðu mega einungis þjóðhöfðingjar bera. Þetta stig er einnig veitt þjóðhöfð- ingjum Norðurlandanna líkt og þeir veita forseta Íslands sínar orður á æðsta stigi, svokallaða Fílaorðu. Æðsta stig fálkaorðunnar FORSETINN FÆR KEÐJUNA Á INNSETNINGARDAG Guðni Th. Jóhannesson Morgunblaðið/Eggert Embættistaka 2012 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands flytur ræðu. Vertu upplýstur! blattafram.is VANDINN LIGGUR OFT HJÁ OKKUR SJÁLFUM. SAMÞYKKIR ÞÚ KYNFERÐISOFBELDI? Síðumúla 20, 108 Reykjavík • Sími 551 8258 • storkurinn.is Hafsjór af tölum Opið: Mán.-F ös. 11-18 Laugavegi 52 | 101 Reykjavík Sími 552 0620 | gullogsilfur.is Núna á föstudag mun ferðaþjón- ustufyrirtækið Reykjavík Ex- cursions hefja skipulagðar poké- mon-dagsferðir í Reykjavík sem byggjast á farsímaleiknum vinsæla Pokémon GO og verða þær í boði allar helgar. Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Reykjavík Ex- cursions, kveðst ekki vita til þess að aðrir hafi boðið upp á slíkar ferðir áður. Íslenskir pokémon-þjálfarar verða með í för og lét fyrirtækið hanna fyrstu íslensku pokémonana í tilefni þessarar nýstárlegu ferðar; lundann Puffy, hestinn Norton og hrútinn Rampage. Fréttir af vinsældum farsíma- leiksins um heim allan, þar sem m.a. hafi frést af fólki keyrandi ut- an í lögreglubíla á pokémon- veiðum, hafi hins vegar orðið til þess að ákveðið var að slá til. „Það verður ekið um þá staði í borginni þar sem vinsælustu og verðmætustu pokémonarnir halda sig,“ segir Einar sem segir ferðina bæði fyrir erlenda ferðamenn og Ís- lendinga. annaei@mbl.is Bjóða upp á skipulagð- ar pokémon-ferðir Ljósmynd/Reykjavík Excursion Pokémon Vinsældir leiksins Pokémon GO hafa verið miklar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.