Morgunblaðið - 28.07.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.07.2016, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 Atvinnuauglýsingar Blaðbera Áhugasamir hafi samband við Guðbjörgu í síma 860 9199 vantar í sumarafleysingar í Keflavík Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Gjábakki Handavinna kl. 9. Gullsmári Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, handavinna kl. 13. Hár- greiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir! Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, spilað botsía kl. 10, matur kl. 11.30. Spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala í hléi, fótaaðgerðir, hársnyrting. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, bóka- bíllinn kl. 10-10.30, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfs- manni kl. 14. Uppl. í síma 411 2760. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald ✝ Guðrún Gunn-arsdóttir var fædd 7. sept. 1933. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hömrum í Mosfells- bæ 23. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Kristín María Jóhanns- dóttir og Gunnar Guðjónsson, bóndi að Gestsstöðum í Sanddal í Borgarfirði. Systkini Guðrúnar voru Guðmundur kennari, Jóhanna húsfreyja, og Sesselja hjúkrunarfræðingur. Guðrún giftist 25. des. 1956 Ingimar Sveinssyni, bónda á Eg- ilsstöðum á Völlum. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson, bóndi á Egilsstöðum, og Sigríður Fanney Jónsdóttir húsfreyja. Börn Ingimars og Guðrúnar eru: 1) Sigríður Fanney, f. 23. apríl 1957, líffræðingur, gift Lars Christensen hagfræðingi; þau eiga tvö börn, Magnús og Maríu, og er fjölskyldan búsett í Danmörku. 2) Gunnar Snælund- ur, f. 19. feb. 1960, fjármála- stjóri, kvæntur Anne-Mette Skovhus viðskiptatúlki; þau eiga þrjú börn, Marenu Kristínu, Markús Snælund og Önnu Vig- dísi og er fjölskyldan búsett í hún starfaði með Kvenfélaginu Bláklukku um áratuga skeið og var formaður þess um árabil, einnig sat hún í barnavernd- arnefnd Egilsstaðahrepps og hafði umsjón með orlofssjóði Sambands austfirskra kvenna. Þegar börnin voru komin á legg fór hún aftur að vinna utan heimilis og vann á skrifstofu Kaupfélags Héraðsbúa. Guðrún hafði yndi af hestum og starfaði lengi með Hesta- mannafélaginu Freyfaxa og var formaður þess um tíma og keppti á fjölmörgum hesta- mannamótum. Hún var fulltrúi á landsþingi hestamannafélaga um árabil og sat í stjórn Lands- sambands hestamanna, en hún var fyrsta konan sem tók sæti þar. Guðrún hafði dómararétt- indi í góðhesta- og íþrótta- keppni hestamanna og dæmdi á lands- og fjórðungsmótum auk móta heima í héraði. Ingimar og Guðrún bjuggu á Egilsstöðum til ársins 1986 en fluttu þá til Hvanneyrar þar sem Ingimar tók við kenn- arastöðu við Landbúnaðarhá- skólann. Þar var Guðrún gjald- keri Landbúnaðarskólans til ársins 2002. Árið 2011 fluttu þau í Mosfellsbæ þar sem þau hafa búið síðan. Útför Guðrúnar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 28. júlí 2016, kl. 13. Minningarathöfn verður í Egilsstaðakirkju 30. júlí og jarðsett verður í heima- grafreitnum á Egilsstöðum að henni lokinni. Danmörku. 3) Kristín María, f. 31. mars 1962, mynd- listarmaður og kennari, gift Jó- hannesi Eyfjörð Ei- ríkssyni öryggis- stjóra; þau eiga þrjú börn, Guðrúnu Ýri, Matthías og Andra; þau búa í Mosfellsbæ. 4) Ás- dís, kennari, f. 7. nóv. 1967, d. 13. sept. 2012. 5) Sveinn Óðinn, f. 2. nóv. 1972, verkefnastjóri, kvæntur Guð- rúnu Halldóru Vilmundardóttur verslunarmanni; þau eiga tvö börn, Ingimar Örn og Hafdísi Rún, og er fjölskyldan búsett á Selfossi. Guðrún var þrjá vetur í Reykholti, frá 1950-1953, og lauk þar landsprófi, fór síðan í Samvinnuskólann og lauk prófi þaðan árið 1954. Að honum loknum réðist hún sem ritari á skrifstofu til Kaupfélags Hér- aðsbúa á Reyðarfirði og vann þar við skrifstofustörf þar til hún settist að á Egilsstöðum þar sem eiginmaður hennar, Ingi- mar Sveinsson, var bóndi. Síðar vann hún einnig hjá Brunabóta- félagi Íslands á Egilsstöðum. Guðrún var virk í félagsmálum; Það var ávallt gott að vera í ná- vist tengdamóður minnar, Guð- rúnar Gunnarsdóttur, því þar fór kona sem bjó yfir mikilli hjarta- gæsku. Þegar við fjölskyldan fór- um í heimsóknir á Hvanneyri, þar sem þau Ingimar eiginmaður hennar bjuggu um árabil, og síðar í Mosfellsbænum, þá voru móttök- urnar ávallt höfðinglegar. Guð- rúnu var alltaf mikið í mun að taka vel á móti gestum og að öllum liði vel í hennar félagsskap. Guðrún var stolt yfir því sem var henni kærast, börnunum sínum og barnabörnum sem voru hennar ríkidæmi. Hún lagði metnað sinn í að halda gott heimili fyrir fjöl- skylduna og sjá til þess að allir hefðu það sem þeir þurftu og í öllu hennar amstri þá bjó hún yfir miklum myndugleika. Eitt af stóru áhugamálunum sem hún og Ingimar stunduðu saman var hestamennskan. Hana stundaði Guðrún af kappi allt þar til hana skorti þrótt til að sinna hrossun- um sem þau hjónin lögðu mikla natni við að gera að einstökum gæðingum. Það voru að sjálfsögðu ávallt til staðar „barnahestar“ og við eigum margar ljúfar minning- ar frá þeim góðu stundum er Guð- rún á sinn ljúfa hátt leiðbeindi börnunum varðandi það sem sneri að hestamennskunni. Ljóðagerð var Guðrúnu einnig hugleikin og hafði hún einstaka ánægju af því að yrkja um sín hugðarefni. Hún átti það til að heiðra fjölskyldu og vini við hátíð- leg tækifæri með því að fara með heilu bálkana sem hún hafði ort í tilefni afmælis eða annars við- burðar. Þessir upplestrar voru Guðrúnu afar gefandi og veittu mikla gleði. Guðrún hafði einnig einstak- lega mikla ánægju af hannyrðum og prjónaskap og ófáar peysur og ullarsokkar sem hafa yljað okkur og sérstaklega börnunum í gegn- um tíðina. Hafa barnapeysurnar gengið barn fram af barni enda einstakar og fallegar gæðaflíkur sem af prjónum hennar runnu. Allt sem Guðrún tók sér fyrir hendur á þessu sviði bar með sér mikið listfengi og margt af því sem hún skapaði í höndunum var einstaklega vandað og fallegt. Það eru hlýjar minningarnar sem fylgja þessum flíkum því natnin við handverkið og listfengið var einstakt og hugurinn sem fylgdi var elskulegur, heill og einlægur. Þegar við Stína komum með börnin í heimsóknir á Hvanneyri á sínum tíma þá var hátíð hjá Guð- rúnu því að fátt fannst henni skemmtilegra en að fá að njóta samvista við barnabörnin. Var þá iðulega búið að finna til leikföng, bækur, skipuleggja ferðir í hest- húsið og reiðtúra, fara í könnunar- ferðir til þess að rýna í rósir og önnur gull í garðhúsinu, skoða lömbin og svo náttúrulega að koma útsæðinu niður í garðinn á Hvanneyri. Að liðnum degi þá fylgdi þessum ævin- týraheimsóknum kaffi og kleinur, dúkað borð, lambalæri, sykraðar kartöflur og tilheyrandi meðlæti. Allt eru þetta kærar minningar um einstaka og hjartahlýja tengdamömmu og ömmu. Minningin sem lifir áfram er um sterka og hlýja konu sem bjó yfir mikilli reisn og átti meira en nóg af umhyggju og ástúð fyrir þá sem hún unni. Við kveðjum tengdamóður og ömmu með hlýj- um minningum og söknuði. Jóhannes Eyfjörð. Elsku amma. Fyrstu minningar mínar um þig eru þegar ég fór í heimsókn til þín og afa á Hvanneyri þar sem ég fékk að skoða allar gullfallegu og ilmandi rósirnar sem þú ræktaðir í garðhúsinu. Eftir að hafa skoðað þær vel og vandlega og fundið rós- ina sem blómstraði hvað best og var fallegust af þeim öllum klippt- ir þú hana úr rósabeðinu, gafst mér og svo fékk ég að taka hana með mér heim. Eftir heimsóknirnar til þín, þegar við keyrðum úr hlaði stóðst þú undantekningarlaust í dyrun- um, óskaðir okkur góðrar ferðar og veifaðir þar til að við vorum komin úr augsýn. Mér þykir svo ofboðslega vænt um þessar minningar, elsku amma, því þú ert rósin sem blómstraðir hvað best og varst fal- legust af þeim öllum. En eins og rósina í garðhúsinu þá er nú búið að klippa þig úr rósa- beðinu og fara með þig heim, og nú er það ég sem stend í dyrunum, veifa þér og óska þér góðrar ferð- ar, amma mín. Guðrún Ýr Eyfjörð. Síðastliðinn laugardag, þann 23. júlí, lést elskuleg amma okkar á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ í faðmi fjölskyldu sinnar – eiginmanns, barna og barnabarna. Við ólumst upp í Danmörku og því gátum við ekki heimsótt ömmu oft á ári, en þegar við vorum litlar eyddum við sumarfríunum á Hvanneyri hjá ömmu, afa og Ás- dísi, og hlökkuðum til þess á hverju ári þegar nær dró sumri. Stundir okkar með ömmu eru meðal okkar bestu æskuminn- inga. Þessi frí voru ein óslitin skemmtun, þrungin kærleika og óteljandi skemmtilegum atburð- um sem eru dýrmætar minningar. Amma gerði sérhvert frí að ein- hverju alveg sérstöku. Amma var mikil hannyrðakona og við höfum eytt löngum stund- um við að fylgjast með og læra af henni. Hún var alltaf boðin og bú- in að hjálpa okkur og kenna, eink- um þegar við misstum niður lykkju eða þurftum að þræða nál. Amma og Maren stofnuðu sauma- klúbb þegar við hin fórum í reið- túr. Þó að amma gæti ekki lengur farið á hestbak kom hún samt oft með. Hún kom á bílnum og fann góða útsýnisstaði þar sem hún gat fylgst með okkur ríðandi um sveit- ina. Í lengri reiðtúrum útbjó hún nesti og færði okkur og borðaði með okkur á áningarstað. Og ekkert sumar leið án þess að amma bakaði: kleinur, vöfflur og pönnukökur í stöflum. Þá var ekki skorið við nögl í sykri eða rjóma þegar við öll – amma, afi, Ásdís, Magnús, Maren og María – sett- umst saman eftir langan dag með saumaskap, prjónaskap, reiðtúr- um og annarri skemmtun, að pönnukökuborðinu. Pönnsurnar hennar ömmu voru feitar af þeytt- um rjóma og heimatilbúinni sultu sem við úðuðum í okkur þar til við stóðum á blístri. Sem börn áttum við erfitt með að skilja þá erfiðleika sem amma þurfti að takast á við í sjúkdómi sínum en eftir að við urðum eldri skiljum við betur hve sterk og ákveðin hún var. Við höfum dáðst að kjarki hennar og viljastyrk til að halda alltaf áfram og láta sjúk- dóminn ekki vera sér fjötur um fót þegar við vorum annars vegar. Með mikilli ástúð og kærleika munum við ætíð geyma allar dýr- mætu minningarnar um ömmu okkar. María og Maren. Guðrún Gunnarsdóttir, eigin- kona Ingimars móðurbróður míns, er látin eftir langvinna sjúk- dómsbaráttu. Sem barn að aldri man ég þeg- ar þær amma mín og mamma hvísluðust á um það hvað hann Ingimar skryppi oft niður á Reyð- arfjörð og það tísti svolítið í þeim. Svo flutti Guðrún heim í ömmuhús þar sem þau Ingimar bjuggu á meðan þau byggðu húsið sem þau síðan bjuggu í lengst af sína bú- skapartíð. Skömmu síðar eignuð- ust þau sitt fyrsta barn og ég, þá fimm ára, hafði aldrei séð neitt dásamlegra. Guðrún kom vetrarpart í Hús- mæðraskólann á Hallormsstað þar sem móðir mín var skólastýra, til að frama sig í hannyrðum og matseld. Hún var með Siggu Fanneyju litlu með sér og ég hafði hana fyrir brúðu þótt svo ætti að heita að ég ætti að leika við hana. Mín mesta sorg þennan vetur varð að ég fékk umgangspest og fékk bara að sjá Siggu Fanneyju í fangi móður sinnar í dyrunum að herberginu þar sem ég lá. Börn Ingimars og Guðrúnar urðu fimm og segja má að þau hafi verið mér sem yngri systkini og heimilið þar, sem mitt annað heimili. Þar var mér ætíð tekið með kærleik og blíðu og flauels- graut með berjasaft út á í kaup- bæti á sunnudögum! Á þessum ár- um þótti mér undarlegt, þegar þau hjónin drifu sig á hestbak eftir kvöldmat eftir langan vinnudag, en bæði höfðu þau yndi af hestum og áttu margar yndisstundir á hestbaki á björtum sumarkvöld- um í fögru umhverfi Egilsstaða. Guðrún var afar góður knapi og glæsileg á hestbaki og þótti tíð- indum sæta þegar hún fór að keppa á hestamannamótum en slíkt lögðu konur ekki mikið fyrir sig í þá tíð. Guðrún var félagslynd og tók virkan þátt í félagsstarfi. Ásamt móður minni og ömmu var hún mikilvirk í Kvenfélaginu Blá- klukku á Egilsstöðum og var for- maður þess um hríð. Guðrún var vinamörg og vinaföst og einn traustasti vinur móður minnar var hún á meðan sú síðarnefnda lifði. Að loknum umbrotatímum á ung- lingsárum mínum sagði mamma mér að þá hefði Guðrún haldið í sér vitinu. Guðrún og Ingimar fluttu til Hvanneyrar um miðjan níunda áratuginn og þótti Guðrúnu gott að koma aftur í sína heimasveit, Borgarfjörðinn, þótt hún hefði alltaf unað sér vel á Egilsstöðum. Þá tók hún aftur upp samband við gamla vini og skólafélaga og eign- aðist marga nýja og þar, ekki síð- ur en fyrir austan, var hún virt og vinsæl. Það var mikið áfall þegar Guð- rún greindist með Parkinsons- veiki um og upp úr sextugu en hún tók því af æðruleysi og tókst á við sjúkdóminn af kjarki og þolgæði. Þrátt fyrir sjúkdóminn áttu þau Ingimar mörg góð ár á Hvanneyri og undu sér þar vel og alltaf var yndislegt að koma til þeirra. Ann- ar sjúkdómur, sem þó herjaði ekki á Guðrúnu sjálfa, tók ekki síður á hana, en dóttir þeirra, Ásdís, barðist við hvítblæði í sjö ár, þar til hún loks féll fyrir þeim vágesti fyrir fjórum árum. Var hún for- eldrum sínum, sem og öllum sem hana þekktu, mikill harmdauði. Nú eru þær mæðgur samein- aðar á ný í sólarlaginu. Ég votta Ingimar frænda mín- um og Siggu Fanneyju, Monna, Stínu Maju og Sveini Óðni og fjöl- skyldum þeirra samúð mína við fráfall góðrar og merkrar konu. Ingunn Ásdísardóttir. Guðrún Gunnarsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.