Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 33

Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Hópurinn er svolítið að skoða sam- starf sitt sín á milli á tónleikunum. Við ákváðum því að umrita lagið „Perth“ eftir Amiinu og flytja það. Það vill einmitt svo skemmtilega til að flautuleikarinn í hópnum er frá Perth í Ástralíu,“ segir fiðluleikarinn Halla Steinunn Stefánsdóttir en hún fer fyrir kammerhópnum Nordic Af- fect sem efnir til tónleikanna SPÍR- ALL í kvöld klukkan 20. Tónleikarnir eru hluti af tónlistarhátíðinni Sumar- tónleikar í Skálholti en tónleikarnir um helgina eru þeir fimmtu og jafn- framt þeir síðustu í sumar. Sumar- tónleikar í Skálholti, sem nú eru haldnir í fertugasta og annað sinn, eru elsta tónlistarhátíð sinnar teg- undar á Norðurlöndum. Samkvæmt venju er sérstök áhersla lögð á bar- okktónlist og samtímatónlist í flutn- ingi framúrskarandi listamanna. Hita upp fyrir Maríu Huld Að vanda einkennir frumleiki verk- efnaval hópsins eins og segir í til- kynningu, en þau munu frumflytja verk eftir Georg Kára Hilmarsson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Leo Chadburn. Einnig verða umritanir á efnisskránni ásamt verki sem tengist vespum. Jafnframt hitar Nordic Af- fect upp fyrir sumarið 2017 með því að flytja verk eftir væntanlegt staðar- tónskáld, Maríu Huld Markan Sig- fúsdóttur. „Spírall er í raun titill á verki sem María Huld Markan í Amiinu skrifaði fyrir okkur á sínum tíma. Við munum ekki flytja það verk á tónleikunum en okkur fannst titillinn fanga svolítið skemmtilega það sem maður gerir í tónlistinni. Maður er í allskonar sam- starfi og oft heldur samstarfið áfram í langan tíma og það gerðist til að mynda með Maríu Huld. Hún skrifaði til dæmis verk fyrir mig árið 2010 sem verður flutt á tónleikunum. Þá er hún einnig að semja verk fyrir hópinn sem verður frumflutt í Bandaríkjun- um á næsta ári. Við eigum í mjög skemmtilegu samstarfi við hana,“ segir Halla Steinunn. Kammerhóp- urinn var opinberlega stofnaður árið 2005 og er hann búinn að senda frá sér nokkrar plötur. Meðlimir hópsins eru fimm en aðeins fjórir munu koma fram á tónleikunum í kvöld, þær Halla Steinunn á fiðlu, Hanna Lofts- dóttir á selló, Guðrún Óskarsdóttir á sembal og þverflautuleikarinn Georgia Browne. Þess má geta að Nordic Affect kemur einnig fram á laugardaginn í Skálholti klukkan 14 með hljómleik- um sem nefnast Þvert á landamæri. Klukkan 16 sama dag endurtekur hópurinn síðan dagskrána frá því í kvöld. Kammertónlist í forgrunni  Nordic Affect efnir til tónleikanna SPÍRALL í Skálholti í kvöld klukkan 20  Umrita og flytja meðal annars lagið „Perth“ sem Amiina gaf út á sínum tíma Ljósmynd/David Oldfield Kammer Nordic Affect kemur einnig fram á laugardaginn klukkan 14 á hljómleikunum Þvert á landamæri. Englendingurinn Morrissey tilkynnti í gær um fyrirhugað tónleikaferðalag sitt um heiminn og mun það teygja anga sína víðsvegar um Evrópu, Bandaríkin, Asíu og Ástralíu. Þessi fyrrverandi söngvari The Smiths tjáði fjölmiðlum fyrr á árinu að hann hygð- ist aðeins spila á einum tónleikum á Englandi í ár áður en hann træði upp á Riot Fest-hátíðinni í Chicago. Það kom því mönnum á óvart hversu viða- mikið fyrirhugað tónleikaferðalag er. Tvö ár eru síðan síðasta plata hans, World Peace Is None of Your Bus- iness, kom út en sú fékk fína dóma, til að mynda fjórar stjörnur af fimm í The Guardian. Tónleikaferðalag kappans hefst í Berlín í Þýskalandi þann 16. ágúst næstkomandi og lýkur í El Paso í Bandaríkjunum 23. nóv- ember. Morrissey leggur land undir fót Morgunblaðið/Eggert Söngvari Síðasta plata Morrissey kom út fyrir um tveimur árum síðan.  Englendingurinn hefur tónleikaferðalagið sitt í Berlín í ágúst næstkomandi og endar það í El Paso í nóvember Bandaríska sjónvarspsstöðin MTV tilkynnti það í gær hver ætti von á því að vinna til verðlauna á verð- launahátíð tónlistarmyndbanda sem fram fer sunnudaginn 28. ágúst. Beyoncé fer þar fremst í flokki en hún er tilnefnd til ellefu verðlauna, þar á meðal fyrir besta tónlistar- myndband ársins við lagið „Form- ation“ og besta samstarfsmynd- bandið fyrir lagið „Freedom“ sem hún vann með Kendrick Lamar. Þau sem keppa um aðalhnossið að þessu sinni, tónlistarmyndband ársins, eru þau Beyoncé fyrir „Formation“, eins og áður segir, Adele fyrir „Hello“, Drake fyrir „Hotline Bling“, Justin Bieber fyrir „Sorry“ og Kanye West fyrir „Famous“. Beyoncé með ellefu tilnefningar Vinsæl Beyoncé fær m.a. tilnefningu fyrir besta tónlistarmyndband ársins.  MTV tilnefnir fyrir myndbönd Vatnskæld kælitæki Einstaklega hljóðlát tæki fyrir t.d. kerfis- loft eða á vegg hitataekni.is Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is Fjölbreytt vöruúrval Strekki- filmur glærar Bóluplast 1,5 m br. 100 m á rúllu Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is Bóluplast 1,2 m br. 100 m á rúllu Bylgjupappír Ruslapokar svartir Ruslapokar glærir Umbúða- pappír Límbönd Mini strekki- filmur Strekkifilmur svartar JASON BOURNE 5, 8, 10:35 GHOSTBUSTERS 5, 8 THE INFILTRATOR 8, 10:35 ÍSÖLD ÍSL.TAL 3:50, 5:50 CENTRAL INTELLIGENCE 10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.