Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • 6 x hreinna - betri þrif • Vinnuvistvænt • Minni vatnsnotkun Nýja ENJO vörulínan er komin á markað Ferskari, líflegri og enn meiri gæði Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stefnt er að því að ljúka umhverfis- mati vegna uppbyggingar hálend- ismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum næsta vor, að sögn Páls Gíslasonar, framkvæmdastjóra Fannborgar ehf. Skipulagsstofnun ákvað að hefja mætti fyrsta áfanga án umhverfis- mats en að heildaruppbyggingin skyldi háð mati. Landvernd kærði ákvörðunina til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem ákvað að áhrif framkvæmdarinnar allrar þyrftu að fara í umhverfismat. Gera á miklar endurbætur. Færa á gistingu úr smáhýsum og stórum svefnsölum með svefnpokaplássum í byggingu með tveggja manna her- bergi, sem flest eru með sér salerni og sturtu. Nýbyggingin verður ein- faldari og ódýrari í rekstri og þægi- legri fyrir gesti, að sögn Páls. Gestir þurfa meðal annars ekki lengur að fara út til allra sinna þarfa, upphitun nýtist betur og ræsting verður auð- veldari. Þungamiðjan í rekstrinum í Kerl- ingarfjöllum er sala á gistingu. Nú er þar pláss fyrir um 140 næturgesti í húsum og er allt yfirfullt um þessar mundir. Fyrir um 15 árum var pláss fyrir um 160 næturgesti. Húsnæði hefur verið endurskipulagt til að mæta kröfum tímans og við það hef- ur gistirýmum fækkað. Búið er að byggja nýja aðstöðu með 20 tveggja manna herbergi og eru áform um áframhaldandi uppbyggingu á staðnum, að sögn Páls. „Nú erum við á fullu við að klára umhverfismatið, sem við vorum byrjuð á, og þegar því er lokið þá höldum við áfram.“ Skipulagður hefur verið bygging- arreitur sem getur rúmað allt að 120 tveggja manna herbergi auk annarr- ar aðstöðu. Gert er ráð fyrir gisti- plássi fyrir allt að 280-300 manns, að sögn Páls. Hann sagði að spurn eftir svefnpokaplássi og gistingu í stórum rýmum væri að minnka. Krafan um sér herbergi vex aftur á móti. Áfram verður boðið upp á svefnpokapláss og tjaldstæði í Kerlingarfjöllum. „Við sem ferðamannaþjóð þurfum að mæta þörfum og óskum viðskipta- vinarins,“ sagði Páll. „Við getum ekki bara troðið ferðamönnum sam- an í svefnsali eins og þótti í lagi fyrir 50-70 árum. Það er komið árið 2016.“ Þróunin kallar á viðbrögð Páll benti á að fjöldi ferðamanna til landsins hefði rúmlega þrefaldast á aðeins sex árum. Þeir voru innan við 500.000 á ári allt til 2010 en nú stefnir í að þeir verði um 1.500.000 á þessu ári. Hann sagði að það þyrfti að mæta þeirri þróun m.a. með upp- byggingu vega og aðstöðu á hálend- inu. „Ef við í Kerlingarfjöllum hefð- um fylgt þróuninni eftir þá ættu að vera langt yfir 300 gistipláss hjá okk- ur nú,“ sagði Páll. Ástand Kjalvegar brennur mjög á þeim í Kerlingarfjöllum. Páll sagði að þau teldu það vera bæði náttúru- vænt og sjálfbært að lagfæra veginn líkt og helstu umferðaræðar á há- lendinu. „Það er sama hver kemur þarna upp eftir. Fólk spyr hvernig standi á því að ekki sé búið að laga vegina. Okkur finnst það vera fráleitt hjá Landvernd að kæra til að knýja fram umhverfismat á lagfæringu á vegi sem er niðurgrafinn og algjörlega ómögulegur,“ sagði Páll. Hann sagði að Kjalvegur hefði verið þokkalega góður í sumar vegna þurrviðris. En um leið og fari að rigna muni veg- urinn vaðast upp í djúpum holum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kerlingarfjöll Unnið er að uppbyggingu hálendismiðstöðvar með nútímalega gistiaðstöðu á staðnum. Brugðist við þörf  Ör fjölgun ferðamanna kallar á endurbætur á gistiaðstöðu í Kerlingarfjöllum  Mikil þörf er á að endurbæta Kjalveg Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framkvæmdastjóri Páll Gíslason hjá Fannborgu ehf. sem á og rekur ferða- þjónustuna í Kerlingarfjöllum. Þar er þröngt setinn bekkur þessa daga. Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Mikilvægt er að hafa umræðu um kynferðisleg brot yfirvegaða og fag- lega. Opin umræða um slík brot er erfið en engu að síður af hinu góða. Þetta segir Þóra Sigfríður Einars- dóttir, sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. „Það sem mér finnst skipta mestu máli er hvort við séum að tala um upplýsingar um að ákveðið mörg kynferðisbrotamál, fíkniefna- mál og svo framvegis hafi verið framin, eða hvort um sé að ræða lýsingar á málsatvikum. Það er eig- inlega grundvallarspurningin. Ég hef ekki séð neitt, hvorki faglegar rannsóknir né af minni klínísku reynslu, sem bendir til þess að það sé skaðlegt fyrir þolendur að tíðni- upplýsingar birtist,“ segir Þóra. Á hinn bóginn telur hún að ít- arleg umfjöllun um kynferðisbrot í fjölmiðlum geti verið skaðleg fyrir þolendur. „Það er mjög íþyngjandi og getur verið meiðandi fyrir þol- endur þegar það koma fram ítar- legar lýsingar í fjölmiðlum á einni erfiðustu lífsreynslu sem fólk hefur upplifað. Það eru ekkert bara kyn- ferðisbrot, það birtast líka mjög ít- arlegar og ljótar lýsingar á líkams- árásum. Það getur aukið á vanda þolandans. Frá sjónarhorni hans myndi ég halda að tíðniupplýsingar ættu ekki að vera skaðlegar en að ítarlegar upplýsingar geti svo sann- arlega verið það.“ Umfjöllun getur hvatt þolendur til að stíga fram Þóra telur að opin umræða um kynferðisbrot hafi orðið til þess að fleiri aðilar stígi fram, tilkynni kyn- ferðisbrot og leiti sér aðstoðar. „Það koma oft svona bylgjur, eins og í Kastljósinu var um tíma mikið fjallað um kynferðisbrot, og þá verðum við fagaðilar mjög varir við það því það stíga yfirleitt þolendur fram og leita sér hjálpar í kjölfar- ið.“ - Hvernig geta vinir og fjöl- skylda þolandans hjálpað? „Það eru margar rannsóknir sem sýna fram á að jákvæður stuðningur í kjölfar ofbeldis skiptir afar miklu máli og getur haft mjög þýðingarmikil áhrif á bata ein- staklingsins. Það er kannski fyrst og fremst að trúa einstaklingnum, hlúa að honum og gera sér grein fyrir því að viðbrögðin eru ekki endilega rökrétt, þolendur geta oft verið í hálfgerri afneitun í upphafi og eru kannski svolítið ringlaðir. Það er mjög gott á hátíðum eins og Þjóðhátíð sem ég veit að hefur tek- ið þessi mál mjög alvarlega, að hafa ákveðinn stað sem allir vita að mað- ur geti snúið sér til. Það er kannski gott fyrir ættingja og vini að hjálpa þolandanum á rétta staði, eins og neyðarmóttökuna,“ segir Þóra. Einnig segir hún að það sé mikil- vægt að líta ekki öðruvísi á þoland- ann eftir atvikið. „Þolendur óttast oft að þeir séu skemmdir á ein- hvern hátt, það er mikilvægt að sýna að svo sé ekki.“ Þóra segir að fólk ætti að var- ast að láta stjórnast af tilfinningum sínum þegar um kynferðisbrot er að ræða. „Það er auðvitað þannig að við vitum aldrei alveg hvað gerð- ist, og það er ekki gott fyrir þoland- ann þegar það er reynt að geta í eyðurnar og vera með alls kyns upphrópanir.“ Erfitt en nauð- synlegt að hafa opna umræðu  Jákvæður stuðningur skiptir miklu Morgunblaðið/Styrmir Kári Djammað Það verður fjör á útihá- tíðum um land allt næstu helgi Verslunarmannahelgi » Oft koma upp kynferðis- brotamál, fíkniefnamál og of- beldismál um verslunarmanna- helgi. » Mikilvægt er að tryggja að umræða um slík atvik sé yfir- veguð og fagleg, ekki háð til- finningum, því það þjónar best hagsmunum þolenda. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Freskur Víðistaðakirkju hafa orðið fyrir skemmdum vegna umgangs og rakaskemmda í kjölfar þakleka í kirkjunni. Sótti sóknarnefnd kirkj- unnar um styrk hjá Hafnarfjarðar- bæ upp á 1,5 milljónir króna til að standa straum af viðgerð og greiða Baltasar Samper listmálara, sem gerði verkin fyrir tæpum 30 árum, fyrir lagfæringuna. Bærinn veitti 250 þúsund krónur í styrk og í bréfi til bæjaryfirvalda lýsir sóknar- nefndin yfir vonbrigðum með þær málalyktir. Til að upplýsa bæjarráð hefur sóknarnefndin boðið því í heimsókn í kirkjuna í næsta mánuði til að fá upplýsingar frá fyrstu hendi. Hjör- leifur Þórarinsson, formaður sókn- arnefndarinnar, hefur ekki fengið viðbrögð bæjarráðs við þessu boði en býst við að málið verði tekið upp þegar sumarleyfum ljúki. „Þetta eru mjög merkilegar myndir og stærð þeirra og umfang er óþekkt í öðrum kirkjum landsins. Við viljum hlúa að þeim og kostnaðaráætlun, sem yrði laun listamannsins, sem við sendum inn hljóðaði upp á 1,5 milljónir króna. Þess vegna viljum við eiga fund með bæjarráðinu til að útskýra hvaða vinna þarf að fara fram,“ segir Hjörleifur. Kirkjan ætlar sjálf að standa straum af kostnaði vegna þaklekans. Það tók Baltasar um tvö ár að undirbúa gerð myndanna þar til endanlegu takmarki var náð. Upp- setning þeirra tók ekki langan tíma, því hann málaði þær á röskum þremur mánuðum frá hausti 1986 og til 9. janúar 1987 segir á heima- síðu kirkjunnar. Verk Baltasars skemmdust  Báðu Hafnarfjarðarbæ um 1,5 milljónir og fengu 250.000  Sóknarnefndin býður bæjarráði í heimsókn til að skoða Morgunblaðið/Þórður Skemmdar Freskur Baltasars hafa vakið athygli í hartnær 30 ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.