Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Massey Ferguson sláttutraktorar Verð frá Kr. 379.000 Toro sláttutraktorar Verð frá Kr. 849.000 Gróðurhús Plast og gler Verð frá Kr. 69.132 Sláttuvélar Frá Massey Ferguson og Toro Verð frá Kr. 89.000 SLÁTTUVÉLAR & GRÓÐURHÚS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við erum búin að grafa upp 43 grafir og nokkuð stæðilega kirkju sem hefur verið stafverkshús með torfveggjum,“ segir Guðný Zoëga, mannabeinafræðingur og deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til þess að í sumar hefur fornleifa- deild safnsins, í samstarfi við bandaríska fornleifafræðinga frá Massachusetts-háskóla í Boston, unnið við rannsóknir í Hegranesi í Skagafirði undir merkjum skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknarinnar. Hluti af verkefninu er uppgröftur kirkjugarðsins sem er við bæinn Keflavík og segir Guðný hann hafa verið tekinn í notkun skömmu eftir kristnitöku, um árið 1000, og var fólk grafið þar fram á fyrstu áratugi 12. aldar. Guðný segir uppgröftinn hafa leitt ýmislegt áhugavert í ljós. „Við sjáum t.a.m. hvernig grafirnar voru merktar á sínum tíma, það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Steinar hafa verið lagðir við bæði höfuð- og fótenda grafa á yfirborði. En einnig voru steinar lagðir í grafirnar, ofan á kistur og þá sem í þeim voru,“ segir hún. Aðspurð segist Guðný ekki vita hvers vegna steinunum var komið fyrir með þessum hætti. „Þetta er þó þekkt úr samtíða kirkju- görðum erlendis, en þessi siður er nú löngu horfinn.“ Þá hefur einnig komið í ljós að kirkjugarðurinn í Kefla- vík var, líkt og margir kirkjugarðar úr frumkristni, kynja- skiptur, þ.e. konur lágu norðan megin kirkju og karlar sunnan megin. Það sama má sjá í sumum íslenskum og er- lendum miðaldakirkjugörðum. „Kynjaskiptingin hér virð- ist hins vegar vera talsvert meira afgerandi en víðast ann- ars staðar þar sem hún virðist alger og nánast án undantekninga,“ segir Guðný, en siður þessi lagðist að mestu af snemma á miðöldum. Aðspurð segir hún sjaldnast muni að finna í þessum görðum, en hópurinn fann þó fallegan silfurpening. Ljósmyndir/Byggðasafn Skagfirðinga Uppgröftur Kirkjugarðurinn er hringlaga og 17 metrar í þvermál, en búið er að grafa þar upp alls 43 grafir. Fornir siðir litu dags- ins ljós í Skagafirði  Steinum var komið fyrir í og ofan á kistum látinna Leifar Myndin sýnir beinagrind konu sem grafin var í kistu, en ofan á fótenda hennar var steini komið fyrir. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Lögreglustjóri lögreglunnar á Vest- urlandi hefur verið boðaður á fund bæjarráðs Akraness í dag. Hyggst ráðið taka fyrir málefni lögreglunnar í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðs- ins í gær, um niðurskurð hjá fáskip- uðu lögregluliði embættisins. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, segir bæjaryfirvöld líta stöðu lögreglunnar alvarlegum aug- um, en þau mótmæltu harðlega stað- setningu lögreglustjóra við samein- ingu lögregluembættanna árið 2014 og bentu ráðuneytinu ítrekað á að kaupstaðurinn væri sá langfjöl- mennasti á Vesturlandi, á Akranesi væri fjöldi af- brota mestur í fyrirhuguðu um- dæmi, auk þess sem þar væri starfandi miðlæg rannsóknardeild fyrir allt Vestur- land. Þannig sé Akranes með um helming allra hegningar- og sérrefsilagabrota í umdæminu, auk þess sem um 60% af alvarlegustu brotunum séu framin innan bæjarins. „Svörin sem ráðamenn gáfu okkur voru að með sameiningunni yrði styrking á löggæslunni á Akranesi, meðal annars með tilkomu sólar- hringsvakta sem áður höfðu verið lagðar af,“ segir Regína. „Nú er ljóst að það hefur ekki gengið eftir og okkur finnst það mjög alvarlegt að ekki sé vakt hér allan sólarhringinn, í ljósi þess að hér búa sjö þúsund manns. Við teljum einfaldlega að hér séu verkefni og mál sem þarfnast þess að stjórnun lögreglunnar sé mun nær vettvangi en nú er raunin,“ segir hún og bætir við að hún hafi fengið ábendingar um tilvik þar sem enginn hafi verið á vakt lögreglunnar í Akranesi fyrir hádegi í miðri viku. „Við munum leita skýringa á þessu á fundi okkar með lögreglu- stjóranum.“ Funda með lögreglunni  Bæjaryfirvöld Akraness líta stöðu lögreglunnar alvar- legum augum  Fullyrðingar ráðamanna ekki gengið eftir Regína Ásvaldsdóttir Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ung kona sem telur að sér hafi ver- ið byrluð ólyfjan á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur gagnrýnir að hún hafði hvorki verið send á bráðamóttöku Landspítalans né tekin af henni skýrsla hjá lögreglu. Að sögn Kristjáns Inga Krist- jánssonar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefði samkvæmt al- mennu verklagi átt að senda kon- una á bráðamóttöku til blóð- og þvagsýnatöku. Hann segist ekki þekkja til málsins þar sem viðkom- andi lögreglumaður starfi ekki í kynferðisbrotadeildinni og hvert tilvik þurfi að vega og meta fyrir sig. Að sögn konunnar kom ítrekað fram í máli hennar og vinkonu hennar, sem með var í för, við lög- reglu að þær teldu að henni hafi verið byrluð ólyfjan. Í dagbók lög- reglu segir að konan hafi fundist inni á salerni og að hún hafi verið sjáanlega ölvuð. Hún hafi þó gengið af sjálfsdáðum út af skemmtistaðn- um. Fólk leiti á bráðamóttöku Auk lögreglu var sjúkrabíll kall- aður á staðinn. Að sögn konunnar ber hún engan kala til lögreglu- mannanna sem hafi verið kurteisir. Hins vegar geti talist ámælisvert að þeir hafi hvatt hana til þess að fara heim í leigubíl í stað þess að beina henni á bráðamóttöku nauðgana. Hefði stúlkan farið þangað hefði málið ratað inn á borð rannsóknar- lögreglu eins og verklag segir til um og væri því í öðrum farvegi en nú er. „Verklagið á að vera þannig að ef grunur leikur á þessu þá á að senda fólk á bráðamóttökuna og blóð er tekið úr því,“ segir Kristján. Hann bendir þó á að lögreglumenn séu oft í útköllum þar sem drukkið fólk á í hlut. Þeirra sé að vega og meta hverju sinni til hvaða úrræða beri að grípa til. Kristján segir þó fulla ástæðu til þess að hvetja fólk sem telji að því hafi verið byrluð ólyfjan að leita til bráðamóttöku. Ísköld og skjálfandi Atvikið átti sér stað á aðfaranótt sunnudags skömmu eftir miðnætti. Að sögn ungu konunnar höfðu hún og vinkona hennar drukkið hóflega þetta kvöld. Fóru þær í framhald- inu á ónefndan skemmtistað í mið- borginni og fengu sér hvítvínsglas á barnum. Eftir skamma stund hefði hún gengið nokkur skref og fallið í gólfið. Að sögn hennar voru þær einungis búnar að drekka um hálft hvítvínsglas hvor þegar hún féll í gólfið. Eftir það man hún lítið sem ekkert eftir kvöldinu. Atvikalýsing, það sem eftir lifði kvölds, er að mestu byggð á frásögn vinkonu hennar. Eftir að hafa fallið í gólfið fór hún inn á baðherbergi þar sem hún kastaði upp í um 20 mínútur sam- fellt að eigin sögn. Að sögn vinkonu hennar varð hún í framhaldinu ís- köld og skalf. Gat hún með engu móti tjáð sig þó augun hafi verið opin. Það næsta sem hún man er þegar hún vaknaði á heimili sínu daginn eftir. Setji sér viðbragðsáætlun Unga konan segist ekki vilja koma fram undir nafni þar sem hún leiti ekki eftir athygli, en vill koma því á framfæri að mikilvægt sé fyrir fólk sem lendir í slíkum aðstæðum að leita til bráðamóttöku. Þá árétt- ar hún fyrir fólki að hafa augun á drykkjum sem það hefur meðferðis. Einnig segir hún mikilvægt að skemmtistaðir setji sér viðbragðs- áætlun þegar slík tilvik komi upp. Hefði átt að vera send á bráðamóttöku  Telur sér hafa verið byrluð ólyfjan  Var hvött til að fara heim í leigubíl Ljósmynd/Getty Images Ólyfjan Atvikið átti sér stað á skemmtistað í miðborginni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.