Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 22

Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 ✝ KolfinnaBjarnadóttir fæddist 30. maí 1937 í Blöndudals- hólum í Bólstað- arhlíðarhreppi í Austur-Húnavatns- sýslu. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans 18. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Bjarni Jón- asson, f. 24. febrúar 1891, d. 26. janúar 1984, og kona hans, Anna Margrét Sigurjónsdóttir, f. 4. október 1900, d. 5. febrúar 1993. Þau voru bændur í Blöndudals- hólum, Bjarni var kennari, hreppstjóri og kunnur fræði- maður. Systkini Kolfinnu voru: 1) Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 10. maí 1925, 2) Elín Bjarnadóttir, f. 23. sept. 1927, 3) Jónas B. Bjarnason, f. 4. mars 1932, 4) Sigurjón Bjarnason, f. 10. ágúst 1941, d. 7. des. 1945, 5) Ólafur S. Bjarnason, f. 29. feb. 1944, d. 2. apríl 2009. Kolfinna giftist Hinriki um í æsku og lauk barnaskóla- námi í heimasveit, síðan lá leiðin til Akureyrar þar sem hún tók landspróf í MA 1953 og stúdents- próf 1957. Kennaraprófi lauk hún 1958, kenndi við barnaskól- ann í Keflavík 1958-60, 1960-66 við Vogaskóla í Reykjavík en frá 1967 til starfsloka um aldamótin 2000 kenndi hún við Hvassaleit- isskóla í Reykjavík. Hún var ung sumarstarfsmaður hjá Morg- unblaðinu, sótti fjölmörg nám- skeið á vegum menntamála- ráðuneytisins og Kennara- háskóla Íslands, sat í stjórn Stéttarfélags barnakennara í Rvík 1974-76 og í fulltrúaráði SÍB 1975-77. Kolfinna var virk í klúbbi Rótarý-kvenna, Inner- Wheel Breiðholt, sat þar í stjórn og gegndi forsetaembætti. Hún samdi námsbækur fyrir börn: Orðaskyggni, 1982, og Litli og stóri (með Guðrúnu Gísladóttur) 1983. Í mörg ár rak hún heima- gistingu fyrir ferðamenn í húsi fjölskyldunnar. Kolfinna var ásamt manni sínum ötull safnari gamalla gripa. Safn sitt, Minja- safn Hinriks og Kolfinnu, færðu þau Víkinni – sjóminjasafni Reykjavíkur með gjafabréfi 31. maí 2006. Útför Kolfinnu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 28. júlí 2016, kl. 15. Bjarnasyni, kenn- ara, 23. mars 1963. Hann varð síðar framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur og dagskrárstjóri í Ríkisútvarpi- sjónvarpi, f. 8. júlí 1934 á Stokkseyri. Foreldrar hans voru Bjarni Sig- urðsson, f. 6. ágúst 1893, d. 16. nóv. 1954, sjómaður og bóndi í Ranakoti, og kona hans, Þuríður Guðjónsdóttir, f. 19. mars 1900, d. 10. apríl 1963. Börn Kolfinnu og Hinriks eru: 1) Bjarni, f. 6. sept. 1963, myndlist- armaður og grafíker hjá frétta- stofu RÚV. Hann á soninn Breka, f. 12. jan. 1994, sálfræðinema í BNA, móðir Dana F. Jónsson. 2) Anna Hinriksdóttir, f. 9. júní 1965, menningarmiðlari og yf- irþýðandi hjá RÚV-sjónvarpi. Sonur hennar er Hinrik Kolmar Önnuson, f. 23. júlí 2011. Kolfinna ólst upp á Blöndu- dalshólum, gekk þar að bústörf- Kolfinna Bjarnadóttir, mág- kona mín, hefur kvatt þennan heim eftir harða baráttu við óvæg- inn sjúkdóm sem engu eirir og sigrar að lokum. Hún sýndi mikla baráttu og viðnámsþrótt til síðasta dags og naut góðrar hjálpar lækna og hjúkrunarfólks en varð að gefa eftir að lokum. Fyrir rúmlega 50 árum leit ég mágkonu mína fyrst augum. Hlýlegt viðmót hennar, fallegt bros, lipurlegar hreyfingar og tindrandi brún augun vöktu at- hygli mína. Það kom mér, í raun og veru, ekki á óvart þegar bróðir minn trúði mér fyrir því að í henni hefði hann fundið konuefni sitt. Ég óskaði honum hjartanlega til hamingju og seinna sannfærðist ég um, að hann hefði valið sér rétt- an lífsförunaut til að fylgja sér í gegnum lífið. Kolfinna ólst upp að Blöndu- dalshólum í Húnaþingi. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónasson, kennari, fræðimaður og sveitar- höfðingi, og kona hans, Anna Sig- urjónsdóttir húsmóðir. Skóla- ganga Kolfinnu var hefðbundin og lík skólagöngu barna í sveit þeirra tíma. Þegar unglingsárin voru að baki, hélt hún til Akureyrar, stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri, þaðan sem hún lauk stúdentsprófi 1957. Áfram var haldið á námsbrautinni og að loknu kennaraskólaprófi vorið 1958 gerðist hún barnaskólakenn- ari og varð það ævistarf hennar ásamt því að sinna húsmóður- störfum og uppeldi barna sinna. Lengst af kenndi hún við Hvassa- leitisskóla. Og við þann skóla urðu starfslok hennar. Hannyrðir og lestur góðra bóka voru eftirlætistómstunda- iðja Kolfinnu. Hér má segja að eplið fellur sjaldan langt frá eik- inni. Anna móðir Kolfinnu var af- bragðs handavinnukona og svo verksækin að henni féll aldrei verk úr hendi. Heklunálar, prjóna-og saumanálar léku í höndum hennar og hún var ósínk að deila hvers kyns handverki, á þessu sviði, meðal ættingja og vina. Hinrik og Kolfinna bjuggu lengst af í Langagerði. Þar reistu þau sér myndarlegt hús og þar var oft gestkvæmt og glatt á hjalla. Kaffi og kræsingar á borð- um samfara fjörlegum umræðum um allt milli himins og jarðar. Á þessum stundum naut mágkona mín sín vel. Alltaf tilbúin til skoð- anaskipta og lét sér hvergi bregða við andstæðar skoðanir viðmæl- enda. Kolfinna var dul að eðlisfari og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hún hafði góða kímnigáfu og í um- ræðu var hún oft glettin og spaug- söm. Afskiptalaus var hún um annarra hagi og kvað ekki upp sleggjudóma yfir mönnum eða málefnum og gekk að hverju starfi að vel hugsuðu máli og kastaði ekki höndum að neinu verki. Geð- prýðiskona sem skipti sjaldan skapi en var þó föst fyrir ef því var að skipta. Í kennslustarfinu fann Kolfinna sig vel og var áfram um að koma nemendum sínum til svo mikils þroska sem unnt var. Sama má segja um börn hennar sem nutu tilsagnar hennar og hjálpar hvenær sem þörf var á. Nú þegar þrautagöngu mág- konu minnar er lokið sendi ég ætt- ingjum og fjölskyldu mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Góð kona hefur kvatt þetta jarðlíf. Hún skilur eftir sig sjóð minninga og í hann munum við leita ótal sinnum í framtíðinni. Blessuð sé minning Kolfinnu Bjarnadóttur. Sigurður Bjarnason. Varmahlíð haustið 1953. Ég er að bíða eftir rútunni að sunnan sem á að flytja mig til Akureyrar. Rútan rennir í hlað og út streyma farþegarnir, mestmegnis fólk á mínum aldri. Ég virði glaðværan ungmennaskarann fyrir mér. Sér- staka athygli vekur snaggaraleg lagleg stúlka, frjálsleg í fasi sem virðist þekkja alla. Mér verður starsýnt á flott dress sem hún er í og hugsa með mér að sennilega sé þetta Reykjavíkurdama. Fyrsta skóladaginn í MA kom í ljós að stúlkan sú var í sama bekk og ég. Þetta var hún Kolfinna. Það er skemmst frá því að segja að þarna hófst vinskapur sem staðið hefur í 63 ár og aldrei borið skugga á. Það kom svo upp úr kaf- inu að áðurnefnt dress hafði Kolla hannað og saumað sjálf og var að- eins lítið sýnishorn af því sem hin haga hönd hennar skapaði. Hún sló okkur bekkjarsystrunum margfalt við í hvers kyns mynd- arskap. Og okkur var kunnugt um að hún var annálaður dugnaðar- forkur þegar kom að bústörfum heima í Blöndudalshólum þar sem hún gekk í flest störf. Árin í MA liðu við lærdóm, leik og annað sýsl. Þarna var saman- kominn hópur unglinga alls staðar að af landinu, sum hver að fara að heiman í fyrsta sinn til lengri dval- ar og þurftu nú að standa á eigin fótum. Skólinn var heimur út af fyrir sig og þarna mynduðust vin- áttubönd sem hafa haldist og eflst með árunum ef eitthvað er. Þetta voru skemmtileg ár og margs að minnast. Eftir stúdentspróf dreifðist hópurinn eins og eðlilegt er. Við hittumst þó alltaf til að fagna stúdentsafmælum og hin síðari ár höfum við hist oftar og reglulega. Við vorum 41 sem útskrifuðumst árið 1957, en erum nú aðeins 22 eftir. Ótímabær andlát hafa þjappað okkur saman. Við bekkj- arsystur höfum tengst sérstökum böndum. Það var ekki síst Kollu að þakka sem oftar en ekki hóaði okkur saman, reiddi fram ljúf- fengar veitingar eins og hendi væri veifað og skapaði notalegt andrúmsloft. Myndarskapurinn samur við sig. Það var reiðarslag þegar hún varð fyrir áfalli sem skerti lífsgæði hennar til muna. Það má geta nærri að það var erfitt hlutskipti fyrir dugnaðarfork sem aldrei féll verk úr hendi að þurfa nú að tak- ast á við nýjan raunveruleika. Hún átti gott líf, góða fjölskyldu, far- sælan starfsferil, hafði ferðast með sínu fólki vítt og breitt um heiminn. Hún hafði stjórnað heim- ili sínu af rausnarskap, og saman höfðu þau Hinrik ræktað garðinn sinn stóra sem skartaði bæði skrautjurtum og matjurtum sem margir nutu góðs af. Kolla tókst á við nýjar aðstæður af meðfæddu æðruleysi og bar sig vel þótt á brattann væri að sækja. Hún var sterk að upplagi. Ég er eilíflega þakklát fyrir vin- áttu hennar og sameiginlegan minningasjóð. Það var gott að vera í návist hennar. Hún hafði heilbrigð lífsgildi að leiðarljósi. Hún var heiðarleg og trygglynd og alveg laus við tildur og sýnd- armennsku; kát og glettin, en íhugul og alvörugefin þegar svo bar undir. Við bekkjarfélagarnir munum sakna hennar og minn- umst hennar með þakklæti og hlýju. Ástvinum sendum við sam- úðarkveðjur. Auður Torfadóttir. Kær vinkona hefur fengið hvíldina eftir erfið veikindi frá árinu 2011. Miserfið, bærileg á milli, en síðasta tímann þráði hún hvíld frá þessari baráttu. Kynni okkar Kolfinnu urðu eft- ir að hún varð konan hans Hinriks, vinar okkar Mána, en þeir tveir, ásamt Sigga frænda, sem er ný- lega látinn, voru mínir bestu vinir og mikið mál að þeir fengju góðar konur, annað gat vart orðið eins og raun bar vitni. Ég var hrifin af vali Hinriks og okkur Kolfinnu féll vel hvorri við aðra. Þessir vinir mínir voru allir kennaramenntaðir og vann Kolfinna alltaf við þau störf. Svo kom að fæðingu barnanna þeirra, Bjarna og Önnu. Þar fékk ég hlutverk ljósunnar og gladdi það mig ósegjanlega og síðan að sjá þau vaxa upp og þroskast í mæta einstaklinga. Vart var við öðru að búast með foreldrana sem þau áttu. Þau voru mjög samheld- in fjölskylda. Síðan bættust tveir gleðigjafar í hópinn, Breki Bjarnason og Hinrik Kolmar Önnuson, sem veitti mikilli gleði inn í líf ömmu sinnar ekki síst á þessum erfiða veikindatíma. Þau voru heppin með þessa tvo drengi og börnin sín. Það er mikið lán að eiga slíka afkomendur. Á besta aldri veiktist Hinrik af höfuðmeini og varð hann að fara í tvær ferðir til Svíþjóðar í stórar aðgerðir. Þá stóð Kolfinna eins og klettur við hlið hans, flutti út um tíma með börnin. Hinrik kom heill heim úr þessum hremmingum og lífið hélt áfram hjá þessari góðu fjölskyldu. Vinátta okkar við þessa fjöl- skyldu er orðin löng. Við Máni, ásamt þeim hjónum og Sigga og Jónu, höfum átt margar ánægju- stundir á heimilum okkar, í ferða- lögum innanlands og utan, ógleymanlegar sem geymast í minningunni. Þau hjón áttu stórt hús og garð. Í garðinum voru ræktaðar ýmsar matjurtir og annaðist Hinrik flest þau störf, sem þar þurfti að vinna. Oft nutum við góðs af þessari ræktun. Einnig leigðu þau út her- bergi bæði fyrir ferðafólk og námsmenn og kom það meira í hlut Kolfinnu að sinna því. Það var því oft annríki á heimilinu. En ávallt var maður velkominn að líta inn, eins og gert var í sveitinni í gamla daga. Þau voru nú flutt í fal- lega og þægilega íbúð í Hvassaleiti og þar leið Kolfinnu best á þessum erfiða tíma. Kæru vinir, Hinrik, Bjarni, Anna, Breki og Hinrik Kolmar, við Máni sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls eiginkonu, móður og ömmu. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Í guðsfriði. Kristín Ingibjörg Tómasdóttir. Kolfinna Bjarnadóttir kennari er horfin af heimi. Hún var mikil afbragðskona sem við minnumst með virðingu og þökk. Kolfinna var Húnvetningur, fædd og alin upp í Blöndudalshólum. Að henni stóð vel gefið dugnaðarfólk. Móðir hennar var Anna Sigurjónsdóttir húsfreyja en faðirinn Bjarni Jón- asson, kennari og ættfræðingur. Hann var afkomandi Jóns Bjarna- sonar í Þórormstungu sem var orðlagður fyrir fróðleiksþorsta á sinni tíð. Í Blöndudalshólum var menningar- og myndarheimili. Anna var bráðsnjöll og hyggin við búrekstur en Bjarni þjóðkunnur ættfræðingur. Í Blöndudalshólum er að sögn skáldsins og fagurker- ans Matthíasar Johannessen feg- urst bæjarstæði á Íslandi, en þangað á hann ættir að rekja eins og aðrir af Blöndalsætt. Anna var brautryðjandi í skógrækt og sýndi fram á að þar um sveitir er mjög gott skógræktarland. Kolfinna nam í Menntaskólanum á Akur- eyri. Hún var ágætur námsmaður og góður félagi, glaðvær og skemmtileg og í miklum metum meðal bekkjarfélaga sinna, sem nú sakna einstakrar vinkonu. Kolfinna gerði kennslu að ævi- starfi sínu. Hún giftist Hinrik Bjarnasyni, kennara og útvarps- manni. Þau komu sér upp fallegu heimili og þeim var annt um að menningarverðmæti glötuðust ekki. Komu þau sér upp safni fá- gætra muna á heimili sínu, aðal- lega frá fyrri tíð. Þegar Sjóminja- safnið í Reykjavík, „Víkin“, var stofnað sýndu þau þann einstaka höfðingsskap að gefa Sjóminja- safninu þetta einkasafn sitt, alls á milli sjö og átta hundruð gripi, allt skrásett og flokkað og greint frá uppruna. Þetta var ungu safni ómetanleg gjöf og efndi safnið strax til sýningar á henni undir heitinu „Til sjávar og sveita“. Kolfinna átti við vanheilsu að stríða síðustu árin. Naut hún þá góðrar umhyggju Hinriks. Við vottum honum og öðrum ástvinum hennar innilega samúð okkar. Með okkur lifir minningin um kæra vin- konu sem alltaf bætti allt í kring- um sig. Blessuð sé minning henn- ar. Sigrún Magnúsdóttir, Páll Pétursson. Ég kem auga á stúlku í hópnum. Hún er grönn, dökkhærð, brú- neyg, kvik í hreyfingum og það er eitthvað gerðarlegt við hana. Við erum að hefja nám í MA og fyrir tilviljun setjumst við saman í fremstu röð. Hún segist heita Kol- finna og vera úr Húnavatnssýslu. Hvorug okkar veit að þennan dag hefjumst við handa við að setja upp vefinn í vináttuböndin sem eiga eftir að endast ævilangt. Skólaárin eru tími mikillar mót- unar og þess vegna er það mikil gæfa að eignast þá sanna og trausta vini. Slíkur vinur var Kolla. Heilsteypt, traust, gjöful á sjálfa sig og óumræðilega umhyggjusöm fyrir utan það hvað hún var skemmtileg. Stúdentsárin eru bestu ár ævinnar. Ef einhver dreg- ur í efa þessa fullyrðingu þá er ég bara búin að steingleyma ef ein- hvern tíma eitthvað var leiðinlegt eða erfitt á þessum árum. Við norðanstelpurnar áttum erfitt með að ljúka samvistunum eftir Akureyrardvölina. Þá bjugg- um við bara saman í mismunandi „hollum“ eftir því sem hentaði. Í flestum hópunum var Kolla. Stelp- an úr Húnaþingi, sem var fræg um alla sveit fyrir hvað hún var flink að keyra traktor (gat meira að segja bakkað með heyvagn aftan í), kom nú alflutt suður. Og einn dag seint í mars 1963 erum við staddar í Langholts- kirkju; hún til að gifta sig og ég til að staðfesta að engir meinbugir séu á. Sem ég sit hér við skrifborð- ið horfi ég á giftingarmyndina af henni og Hinriki „frænda“, mynd af sviphreinu, ungu fólki sem mér þykir svo vænt um. Þau eru aug- ljóslega af sömu rót. Nýja heimilið er gestkvæmt enda bæði vinamörg og stöðugt fjölgar vinunum. Og nú er sultað, saftað, súrsað og soðið niður, hekl- að, saumað, prjónað og gróðursett. Hér ganga skörungar um garða. En best af öllu er þó umvefjandi hlýjan. Þetta vita þeir sem voru inni á gafli hjá þeim um áratuga skeið með vandamál sín, raunveru- leg eða ímynduð. Fáar fjölskyldur fara varhluta af erfiðleikum lífsins. Kolla sýndi á áþreifanlegan hátt hvaða mann hún hafði að geyma þegar Hinrik veiktist alvarlega og þurfti að fara í erfiðar skurðaðgerðir til Svíþjóð- ar. Hún vinkona mín var ekki skap- laus þó skapgóð væri. Hún gat ver- ið mjög föst fyrir og sagði mein- ingu sína umbúðalaust eins og gott fólk gjarna gerir. Það er mann- bætandi að eiga slíkan vin og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Síðustu ár voru Kollu þungbær. Ég minntist á umhyggju hennar áðan. Nú fékk hún endurgoldið ríkulega. Sjaldan hef ég séð fjöl- skyldu jafnsamhenta og þau Hin- rik, Bjarna og Önnu í veikindum hennar. Við Friðrik sendum Hinriki, Bjarna, Breka, Önnu og Kolla sólargeisla svo og systkinum hennar, Elínu, Ingibjörgu og Jón- asi, okkar hlýjustu samúðarkveðj- ur. Alexía Margrét Gunnarsdóttir. Kolfinna Bjarnadóttir  Fleiri minningargreinar um KolfinnuBjarnadóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Elskulegur eiginmaður minn, JÓN STEFÁNSSON, fyrrverandi bóndi í Hlíð í Lóni, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Höfn í Hornafirði, 22. júlí. . Ragna Gunnarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir, tengdadóttir og amma, SÓLBORG RÓSA HJÁLMARSDÓTTIR, Furulundi 37, Akureyri, lést í faðmi fjölskyldunnar á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 25. júlí. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. ágúst klukkan 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri, reikningsnúmer 162-05-62158, kt. 570397-2819. . Þórmundur Skúlason, Hulda Hákonardóttir, Friðgeir Kemp, Gunnhildur Erla Þórmundsd., Elmar Sveinsson, Birna H. B. Þórmundsdóttir, Ævar Þór Bjarnason, Skúli Már Þórmundsson, Guðmunda Rán Skúlad., Birna H. Jóhannesdóttir, Gunnhildur Þórmundsdóttir, og barnabörn. Heittelskaður sonur okkar, bróðir, mágur, barnabarn og frændi, RÓBERT ANDRI JÓHANNESSON, lést á Landspítalanum 22. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. ágúst klukkan 13. . Guðríður Gunnsteinsdóttir, Jóhannes Ólafsson, María Erna Jóhannesdóttir, Finnur Freyr Harðarson, Gunnsteinn H. Jóhannesson, Helga Ósk Helgadóttir, Ingvar Rúnar Jóhannesson, Elva Dröfn Sigurjónsd., María Erna Sigurðardóttir, Guðbjörg Inga Ágústsdóttir, Ólafur Ingimundarson, Breki, Jóhannes, Guðríður og Embla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.