Morgunblaðið - 28.07.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016
Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM
hjá volvo penta á íslandi
Öflug Volvo Penta þjónusta
Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi
teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum
Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt.
Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa.
HAFÐU SAMBAND Í DAG
• Sími: 515 7070
• Netfang: volvopenta@brimborg.is
• Ný heimasíða: volvopenta.is
Kauptu bestu varahlutina
Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta
á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar
okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjortur@mbl.is
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætis-
ráðherra og varaformaður Fram-
sóknarflokksins, segir að tekin hafi
verið ákvörðun um það í vor að
halda stjórnarsamstarfinu áfram,
ljúka mikilvægum málum og boða
síðan til kosninga. Þingið hafi verið
mjög starfsamt í apríl og maí og
hann hafi enga ástæðu til að ætla að
það verði ekki eins í ágúst og sept-
ember.
Þetta sagði Sigurður Ingi í sam-
tali við mbl.is í gær vegna þeirrar
umræðu sem skapast hefur í kjölfar
þess að Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Framsóknar-
flokksins, sagði ekki víst að þing-
kosningar færu fram í haust.
„Það liggja fyrir þinginu mjög
mikilvæg verkefni sem við ætlum að
klára áður en við göngum til kosn-
inga og að því gefnu að þetta gangi
allt saman upp þá verða að sjálf-
sögðu kosningar í framhaldi af því,“
sagði Sigurður Ingi.
Forsætisráðherra sagði að verk-
efnin sem Alþingi þyrfti að ljúka í
haust væru afnám hafta á einstak-
linga og fyrirtæki, lagasetning um
að fólk geti nýtt séreignasparnað til
þess að lækka höfuðstól lána og
taka þyrfti á verðtryggingunni.
Jafnframt nefndi hann og tillögur að
stjórnarskrárbreytingum sem unn-
ar hafi verið í samstarfi allra flokka.
Höskuldur Þórhallsson, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, sagði á
Facebook-síðu sinni að nýjasta út-
spil formanns flokksins væri til þess
fallið að koma í veg fyrir þá mik-
ilvægu vinnu sem fram undan væri í
þinginu og setja þar allt í upplausn.
Höskuldur kvaðst telja að ekki
komi annað til greina en að standa
við samkomulag Framsóknarflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins frá því í
vor um að kosningar fari fram í
haust.
Ætlum að ljúka málum
Forsætisráðherra trúir því að þingið verði starfsamt
Höskuldur
Þórhallsson
Sigurður Ingi
Jóhannsson
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Starfsmenn Ístaks vinna við afar
sérstakar aðstæður á einu af
nyrstu byggðu bólum heims. Þeir
vinna að endurnýjun búnaðar í
dönsku herstöðinni Station Nord,
nyrst á Grænlandi. Herstöðin er
svo norðarlega og afskekkt að hún
er að mestu utan fjarskiptasam-
bands.
Danskt systurfélag Ístaks, Per
Aarsleff AS, tók að sér endurnýjun
eldsneytistanka og lagna í tveimur
nyrstu herstöðvum danska hersins,
Station Nord og Daneborg sem
báðar eru í þjóðgarðinum mikla á
austurströnd Grænlands. Þær eru
mannaðar af Sirius-hundasleða-
sveitum hersins og gegna einnig
hlutverki í rannsóknum.
Gröfurnar fluttar í pörtum
Ásamt undirverktaka sínum,
Teknis, leggur Ístak til meginhluta
starfsmannanna tólf sem þar eru í
sumar. Framkvæmdum í Daneborg
lauk í fyrra og Karl Andreassen,
framkvæmdastjóri Ístaks, segir
stefnt að því að ljúka verkinu í Sta-
tion Nord í sumar.
Snjóa leysir í Station Nord í
byrjun júlí og aftur er kominn vet-
ur undir lok ágúst. Það er glugginn
sem verktakafyrirtækin hafa til að
vinna verkið. Karl segir að vinna á
þessum stað krefjist mikillar skipu-
lagningar og kostgæfni, jafnt við
innkaup, flutninga og framkvæmd
sjálfs verksins. Nefnir hann sem
dæmi að allir flutningar fari fram
með flutningaflugvélum danska
hersins. Hafa þurfi öll aðföng með
og ekkert megi út af bregða því
erfitt sé að bjarga sér á þessum af-
skekkta stað. Þannig þurfi allt efni
og öll tæki að vera í einingum sem
passi inn í flutningaflugvélarnar.
Nefnir sem dæmi að taka þurfi
gröfurnar í sundur fyrir flutning-
inn og setja aftur saman á vinnu-
stað. Þá hafi þurft að setja lítil
dekk undir hjólaskóflu til að koma
henni inn um dyr flugvélarinnar.
Viðfangsefni starfsmannanna er
óvenjulegt og segir Karl að þeir
hafi verið spenntir fyrir því. Allir
eru þeir vanir að geta notað steypu
frá steypustöð og fá henni ekið
heim að dyrum en í Station Nord
þurfa þeir að hanna steypufram-
leiðslulínu og blanda steypu.
Samfelld vinna í 50 daga
Vegna þess hversu fram-
kvæmdatíminn er skammur er
reynt að hafa sama mannskapinn í
verkinu, skipta sem minnst út.
Mennirnir sem fóru til Grænlands í
byrjun júlí koma ekki til baka fyrr
en langt er liðið á ágúst.
Stöðin er utan við allt venjulegt
fjarskiptasamband. Aðeins er hægt
að skrifa textaskilaboð og ekki
hægt að senda teikningar eða
myndir á milli og heldur ekki fara
á netið eða Facebook. Starfsmenn
og stjórnendur geta þó látið í sér
heyra um gervihnattasíma, ef á
þarf að halda.
Unnið norður undir pól
Starfsmenn Ístaks vinna við endurnýjun Station Nord, nyrst í Grænlandi
Sumarið er tæpir tveir mánuðir Allan tímann utan fjarskiptasambands
Ljósmynd/Ístak
Á hjara veraldar Heldur kuldalegt er um að litast í herstöðinni Station Nord þótt þar sé nú hásumar. Moka þarf snjó frá vinnusvæðinu.
Undirbúningur Lífið snýst um vinnu. Lítið annað er að gera og því er vinnudagurinn langur og tíminn flýgur áfram.
Ólafur Ólafsson,
fyrrverandi land-
læknir, segir að
lítil eftirspurn sé í
Evrópu eftir
sjúkrahúsum sem
geri út á svokall-
aðan „sjúklinga-
túrisma“. Fyrir-
hugað er að í
Mosfellsbæ rísi
einkasjúkrahús af
þeirri tegund, en nú þegar hefur lóð-
inni Sólvöllum verið úthlutað undir
bygginguna.
„Ástæðan er sú að fólk sem hefur
góðar tryggingar og er sæmilega
efnað fær þjónustu í Evrópu. Þau
dæmi sem ég hef séð hafa ekki geng-
ið upp og það virðist ekki vera eftir-
spurn eftir þessu í Evrópu,“ bætir
hann við. Ólafur segist þó ekki and-
vígur einkasjúkrahúsum sem slík-
um, aðeins þeirri gerð sem stendur
til að reisa í Mosfellsbæ.
„Það er þannig að þetta eru mjög
dýrar aðgerðir og menn verða að
hafa mjög góðar einkatryggingar ef
þetta á að ganga. Í Evrópu gengur
þetta ekki vel. Þetta gengur betur í
Bandaríkjunum, en þar er þetta auð-
vitað miklu dýrara,“ segir Ólafur, en
bætir við að í Bandaríkjunum hafi þó
skapast ójöfnuður í þjónustunni.
Minni kröfur hér en á Norð-
urlöndunum
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, ýjaði að
því í grein í Fréttablaðinu nýverið að
ástæða þess að Ísland hefði orðið
fyrir valinu væri að forsvarsmenn
sjúkrahússins teldu að ekki þyrfti að
uppfylla jafn ströng skilyrði til þess
hér á landi og annars staðar. Ólafur
segir að Kári hafi nokkuð til síns
máls.
„Ég spyr: Getur hver og einn rek-
ið sjúkrahús, einungis með því að fá
lóð hjá sveitarfélaginu? Nei. Hann
getur að vísu raðað saman múr-
steinum, en án faglegs leyfis land-
læknis eða ráðherra, ef landlæknir
synjar, gengur dæmið ekki upp,“
segir hann. Skilyrði fyrir leyfisveit-
ingu séu þó t.d. ekki jafn ströng hér
og á Norðurlöndunum.
Spurður hvort hann telji líklegt að
verkefni á borð við sjúkrahúsið í
Mosfellsbæ fái leyfi, segist hann
ekki geta sagt til um það. „Ég er
ekki landlæknir, en ef það tekst að
fjármagna þetta, þá þarf að sjá hvort
uppfylltar verða þær kröfur sem við
gerum og það er líka dýrt.“ segir
Ólafur. jbe@mbl.is
Ekki næg
spurn eft-
ir spítala
Hefur litla trú á
spítala í Mosfellsbæ
Ólafur
Ólafsson
Ístak vinnur að stóru verkefni í Nuuk, höfuðstað
Grænlands, með Per Aarsleff AS. Það er gerð nýrrar
hafnar fyrir bæjarfélagið með 330 metra hafnar-
kanti, aðkomuvegi, vöru-, kæli- og frystigeymslum,
verkstæði og skrifstofuhúsnæði. Þetta er verk upp á
10 milljarða króna og á að ljúka undir lok þessa árs.
Um 130 menn vinna nú við hafnargerðina, Danir,
Grænlendingar og Íslendingar.
Ístak er einnig með þó nokkur verk á Íslandi, meðal
annars fyrir Isavia á Keflavíkurflugvelli og Klepps-
bakka í Sundahöfn fyrir Faxaflóahafnir. „Þetta hefur
mikið verið að glæðast hér á landi. Verkefnastaðan er
góð í ár og fram á það næsta. Það má þó ekki setja of margt í gang í
einu,“ segir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.
Má ekki setja of margt í gang
KARL ANDREASSEN, FRAMKVÆMDASTJÓRI ÍSTAKS
Karl
Andreassen