Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 Æsispennandi og margslungin sakamálasaga eftir einn virtasta sakamálasagnahöfund Norðurlanda. „Unni Lindell leikur sér að lesandanum á fimlegan hátt.“ Dagens Næringsliv Ríkisstjórnin er með mikinnmeirihluta á þingi og end- urspeglar það lýðræðislegan vilja þjóðarinnar í síð- ustu kosningum. Landsmenn vildu að ríkisstjórnarflokk- arnir tækju við völd- um og stjórnar- skráin gerir ráð fyrir að á meðan þeir hafi þingmeiri- hluta, sem þeir hafa, þá skuli þeir starfa í eitt kjör- tímabil. Þeir sem kusu þá eiga kröfu til þess. Þetta er einfalt og þetta er kallað lýðræði.    Nú hefur það gerst að stjórn-arandstöðuflokkarnir fara mikinn í hótunum sínum um að samþykki meirihlutinn á þingi ekki að stytta kjörtímabilið verulega og tilkynni tafarlaust um hvenær kos- ið verði, og það löngu áður en kjör- tímabilið rennur út, muni þeir ekki hleypa neinum málum í gegn.    Þeir hóta með öðrum orðum aðgera þingið óstarfhæft með hvers kyns málþófi.    Fremstir í flokki í þessum hót-unum fara Píratar, sem boðað hafa breytt vinnubrögð en hafa ver- ið iðnir við að hertaka ræðustól þingsins þegar þeim líkar ekki að almenningur kaus núverandi stjórnarflokka til að sitja í meiri- hluta.    Árið 2011, áður en þeir hófuþennan málþófsleik, sagði for- ingi þeirra, Birgitta Jónsdóttir: „Hefðin fyrir því t.d. að taka mál í gíslingu á lokaspretti hvers þings er nánast hvergi stundað í heim- inum nema hjá okkur. ... Mér finnst ómögulegt að minnihlutinn gæti tekið og rústað öllum málum þeirra sem eru handhafar valdsins. Mér finnst það ekki mjög lýðræðislegt.“ Birgitta Jónsdóttir „Ekki mjög lýð- ræðislegir“ Píratar STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.7., kl. 18.00 Reykjavík 20 skýjað Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk 11 heiðskírt Þórshöfn 12 rigning Ósló 18 skúrir Kaupmannahöfn 20 skýjað Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 24 heiðskírt Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 21 skýjað Dublin 18 skýjað Glasgow 15 alskýjað London 23 léttskýjað París 24 skýjað Amsterdam 18 rigning Hamborg 22 skúrir Berlín 18 skúrir Vín 26 skýjað Moskva 23 skúrir Algarve 27 heiðskírt Madríd 37 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 31 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 19 léttskýjað Montreal 27 léttskýjað New York 26 léttskýjað Chicago 25 léttskýjað Orlando 32 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:25 22:45 ÍSAFJÖRÐUR 4:05 23:14 SIGLUFJÖRÐUR 3:47 22:58 DJÚPIVOGUR 3:48 22:21 Lúxusskútan Drumbeat leit vel út við hliðina á skemmtiferðaskipinu stóra, MSC Splendida í Sundahöfn- inni í gær. Skemmtiferðaskipið fangaði at- hygli fólks úr fjarska en þegar nær var komið færðist athyglin á skút- una. Drumbeat siglir úr höfn í næstu viku eftir rúmlega tveggja vikna dvöl í Reykjavík og er stefnan tekin vestur á firði, þegar franski eigandi skútunnar kemur til Íslands. Áhöfn úr öllum heimshornum Áhöfn snekkjunnar var fjöl- þjóðleg, tveir Suður-Afríkumenn, Þjóðverjar og Dani voru meðal þeirra sem blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við í gær. „Leið skútunnar liggur á Sval- barða, síðan til Noregs og sennilega til Portúgals að lokum. Þaðan siglum við til karabíska hafsins í skemmti- siglingu vetrarins,“ sagði sá danski. Skútan var til leigu á 190 þúsund evrur, eða rúmar 25 milljónir króna, á viku en ekkert tilboð virðist hafa borist frá Íslendingum. Spurður hvort leigjendur megi ráða för sagði Daninn að það mætti ekki nema hún væri leigð í mánuð eða lengri tíma. johannes@mbl.is Til leigu á litlar 25 milljónir  Lúxusskútan Drumbeat siglir úr Sundahöfn til Svalbarða í næstu viku Morgunblaðið/Freyja Gylfa Drumbeat Lúxusskútan Drumbeat var tignarleg í Sundahöfn í gær. Ljósmynd/Burgess Yachts Laglegt Gestirnir í Drumbeat lifa eins og konungar um borð. Skútan Drumbeat var smíðuð á Nýja-Sjálandi árið 2002 af Alloy Yachts. Hún hefur tvívegis verið gerð upp, árin 2008 og 2009. Skútan kemst upp í 15 hnúta hraða á klukkustund, hún er 53 metra löng og mastur hennar er 10 metra langt. Pláss er fyrir 11 gesti í skútunni í 5 herbergjum og er margt að gera innan- og utanborðs á skemmtisigl- ingum. Til dæmis er þar netsamband, gestir geta horft á gervihnatta- sjónvarp, farið á spíttbát, kajak, kanó, sjóbretti og margt fleira. Einnig er hægt að fara í köfunarleiðangra. Á veturna siglir Drumbeat um Karíbahafið. Margt að gera um borð FRÓÐLEIKUR UM LÚXUSSKÚTUNA DRUMBEAT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.