Morgunblaðið - 28.07.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016
Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður verslunar ogþjónustu á fyrirtækjasviði Íslandsbanka, á 40 ára afmæli ídag. Hún er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur unnið
hjá Íslandsbanka frá árinu 2000 fyrir utan tvö ár þar sem hún var hjá
FL Group í London. „Ég er því búin að vera meira og minna í fjár-
málastarfsemi síðan ég útskrifaðist úr námi. Fyrirtækjasviðið er með
þjónustu við flest stærstu fyrirtæki landsins og mitt teymi sér um
fyrirtæki sem eru í verslun og þjónustu, þar með talið ferðaþjónustu-
fyrirtæki, iðnað og flutninga. Við erum fimm í mínu teymi en 26
starfa á fyrirtækjasviðinu.
Ég var að byrja í sumarfríi og við erum búin að vera í sumarbústað
stórfjölskyldunnar í Úthlíð, en það eru engin stórplön á afmælisdag-
inn sjálfan. Ég er að vonast til að geta spilað smá golf og jafnvel mað-
ur grilli humar í tilefni dagsins.“
Golfið er eitt helsta áhugamál Kristínar og er hún í Golfklúbbnum
Oddi, en áður en hún eignaðist börnin voru fjallgöngur aðalmálið.
„Ég gekk á alla helstu og stærstu tinda landsins og gekk líka á Mont
Blanc og Kilimanjaro og hefði örugglega gengið á fleiri tinda ef ég
hefði ekki snúið mér að börnunum.“
Eiginmaður Kristínar er Arnar Grant líkamsræktarfrömuður. Þau
eiga saman Örnu Kristínu, f. 2012 og Ásgeir Örn, f. 2015. Fyrir átti
Arnar Ísak Mána, f. 1998 og Hrafnkötlu Sól, f. 2007.
Í Laxá í Kjós Kristín með einn vænan fyrir nokkrum árum.
Golfið tók við af
fjallgöngunum
Kristín Hrönn Guðmundsdóttir er fertug
S
igurður Örlygsson fædd-
ist í Reykjavík 28. júlí
1946 og ólst upp í Hafra-
felli við Múlaveg í Laug-
ardalnum, þar sem nú er
Húsdýragarðurinn.
„Ungur sökkti ég mér í lista-
verkabækur föður míns, impress-
jónistarnir áttu hug minn og einnig
Picasso. Faðir minn var með vinnu-
stofu heima og þangað komu lista-
menn og hart var deilt um stefnur
og strauma í samtímalist.“
Sigurður stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
1967-71, við Konunglega lista-
háskólann í Kaupmannahöfn hjá
Richard Mortensen 1971-72 og við
Art Students League í New York
1974-75.
Sigurður var kennari á Egils-
stöðum og Eiðum 1973-74 og var
kennari við Myndlista- og handíða-
skóla Íslands, Myndlistarskólann í
Reykjavík auk Listaháskóla
Íslands með hléum frá 1980.
Sigurður hefur haldið mikinn
Sigurður Örlygsson myndlistarmaður – 70 ára
Ljósmynd/Arnljótur Sigurðsson
Tvær sýningar Myndlistarsýningarnar Málaðar klippimyndir verða annars vegar í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi
og opnar hún í dag og hins vegar í Listhúsi Ófeigs sem verður opnuð á morgun en báðar hefjast þær kl. 17.
Verður með tvær sýn-
ingar í tilefni afmælisins
Ljósmynd/Gylfi Sigurðsson
Hjónin Sigurður og Ingibjörg á heimili þeirra við Eiríksgötu.
Reykjavík Rakel Dögg Sím-
onardóttir fæddist 28. júlí
2015 og er því eins árs í
dag. Hún vó 3.554 g og var
51 cm löng. Foreldrar henn-
ar eru Jóna Guðlaug Þor-
valdsdóttir og Símon Hall-
dórsson.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
EDDA
HEILDVERSLUN
Stofnsett 1932
Heildverslun með lín fyrir:
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210
eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is
83
ÁRA
Rúmföt, handklæði, sængur, koddar
og annað lín fyrir ferðaþjónustuna
- hótelið
- gistiheimilið
- bændagistinguna
- heimagistinguna
- veitingasalinn
- heilsulindina
- þvottahúsið
- sérverslunina