Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 16

Morgunblaðið - 28.07.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016 BARNAGÆSLA VERÐ1.250,-fyrir barniðSystkynaafsláttur25% Barnapö fyrir k krakk *3 ára og el Börn geta dvalið í allt a ssun áta a* dri. ð 2 klst. í sen www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind SKEMMTUN FYRIR ALLA! á fallegum, notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. ERFIDRYKKJA Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 SVIÐSLJÓS Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hillary Clinton varð í fyrrakvöld fyrst kvenna í 240 ára sögu Banda- ríkjanna til að verða frambjóðandi stórs flokks í forsetakosningum og stefnir nú að því að verða fyrsta kon- an til að gegna forsetaembættinu. Til þess þarf hún að sigra Donald Trump, forsetaefni repúblikana, í forsetakosningunum 8. nóvember og líklegt er að barátta þeirra verði mjög hörð og tvísýn. Samkvæmt nýrri könnun, sem fréttaveitan Reuters birti í fyrradag, er Trump með tveggja prósentustiga forskot. Stuðningsmenn Hillary Clinton fögnuðu ákaft á flokksþingi demó- krata í Fíladelfíu þegar ljóst var að hún yrði formlega útnefnd forseta- efni flokksins og sögðu framboð hennar marka þáttaskil í réttinda- baráttu kvenna í Bandaríkjunum. Keppinautur hennar í forkosningum demókrata, Bernie Sanders, viður- kenndi ósigur sinn og hvatti flokks- menn til að fylkja sér um Clinton í baráttunni við Trump. Hún þurfti að fá minnst 2.383 kjörmannaatkvæði til að verða forsetaefni demókrata en svo fór að hún fékk alls 2.842 og Sanders 1.865. Hillary Clinton hefur verið mjög umdeild í stjórnmálunum, m.a. með- al vinstrimanna í Demókrataflokkn- um. Sumir dásama hana en aðrir fyrirlíta hana. Bæði mjög umdeild Nýlegar viðhorfskannanir benda til þess að margir kjósendanna vestanhafs vantreysti Hillary Clin- ton. Samkvæmt könnun Reuters hafa um 55% Bandaríkjamanna nei- kvæð viðhorf til hennar sem stjórn- málamanns en það bætir hins vegar úr skák að keppinautur hennar í for- setakosningunum er enn óvinsælli. Um 61% þátttakendanna í könnun- inni sagðist hafa neikvæð viðhorf til Trumps. Til að mynda sögðust 53% telja að Trump væri ekki „heiðarleg- Brýtur blað í stjórnmálasögunni  Hillary Clinton fyrst kvenna kjörin forsetaefni stórs flokks í Bandaríkjunum  Stefnir í mjög harðan og tvísýnan slag AFP Styður „besta vininn“ Bill Clinton, eiginmaður Hillary og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flytur ræðu á flokksþingi demókrata í fyrrakvöld. Fulltrúar kristinna manna, músl- ima, gyðinga og búddista áttu í gær fund með Francois Hollande, for- seta Frakklands, og hvöttu til auk- innar öryggisgæslu við guðshús og samkomuhús trúfélaga í landinu eftir að aldraður prestur var myrt- ur í kirkju í Saint-Étienne-du- Rouvray, nálægt Rúðuborg í Frakklandi, í fyrradag. Tveir árásarmenn sem styðja Ríki íslams, samtök íslamista, tóku hóp fólks í kirkjunni í gíslingu áður en þeir skáru prestinn á háls við altarið. Lögreglan skaut árásar- mennina til bana.Tólf dögum áður létu 84 lífið í annarri árás sem gerð var í borginni Nice. Frönsk yfirvöld hafa greint frá nafni annars þeirra sem réðust inn í kirkjuna. Hann hét Adel Kermiche, var 19 ára og hafði tvisvar sinnum reynt að fara til Sýrlands í því skyni að berjast fyrir Ríki íslams. Dag- blaðið Le Monde segir að saksókn- ari hafi óskað eftir því að Kermiche yrði hnepptur í gæsluvarðhald fyrir árásina á kirkjuna en dómari hafn- að beiðninni og dæmt hann í stofu- fangelsi. Samkvæmt dómnum mátti Kermiche fara af heimili sínu í nokkrar klukkustundir á hverjum virkum morgni og hann notfærði sér það til að gera árásina. Trúarleiðtogar vilja aukna öryggisgæslu við guðshús AFP Sorg Presturinn, sem var myrtur, syrgður á Lýðveldistorginu í París. Að minnsta kosti 44 manns létu lífið og 140 særðust í sprengjutilræði í gær í sýrlensku borginni Qamishli, nálægt landamærunum að Tyrklandi. Ríki íslams, samtök íslamista, lýsti árásinni á hendur sér. Þetta er mannskæðasta sprengju- tilræði í Qamishli síðan átökin í Sýr- landi hófust í mars 2011. Slíkar sprengjuárásir hafa verið gerðar reglulega í borginni og hefur Ríki ísl- ams lýst mörgum þeirra á hendur sér. Fréttaveitan AFP hefur eftir sýr- lenskum embættismönnum að árásarmaðurinn hafi sprengt sig í loft upp í flutningabíl. Fréttaritari AFP segir spreng- inguna hafa orðið í grennd við stjórn- sýslubyggingar Kúrda, meðal annars varnarmálaráðuneytisins. Borgin lýt- ur yfirráðum bæði sýrlenskra og kúr- dískra stjórnvalda. Kúrdar eru í meirihluta í Qamishli og nokkur kúr- dísk ráðuneyti eru þar með skrif- stofur. Hræðileg aðkoma Fréttaritari Reuters í borginni seg- ir að aðkoman hafi verið hræðileg, fólk hafi vafrað um alblóðugt í rústum húsa sem eyðilögðust í sprenging- unni. Fólk hafi verið í losti og börn öskrað á meðan öryggissveitir og íbú- ar borgarinnar unnu að því að flytja hina látnu og særðu úr rústunum. Sjúkrahús í borginni eru yfirfull vegna sprengjuárásarinnar og yfir- völd hafa hvatt íbúa að gefa blóð. Yfir 280.000 hafa fallið í átökunum í Sýrlandi frá því þau hófust, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóð- anna. AFP Blóðsúthellingar Sýrlendingar á vettvangi árásarinnar í gær. Mannskæð árás í borg Kúrda  Íslamistar lýsa tilræðinu á hendur sér

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.