Morgunblaðið - 09.09.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. 664 6991 www.sveinnoskar.is sveinnoskar@sveinnoskar.isStétt með stétt Kynslóð með kynslóð Þriðja til fjórða sæti Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi 10. september 2016 Kosningaskrifstofa Hlíðasmára 11, efstu hæð. 201 Kópavogi. Svein Óskar áAlþingi Styðjum Eliza Reid forsetafrú afhenti í gær börnum við grunnskólann í þorpinu Kangerlussuaq á vest- urströnd Grænlands nokkur taflborð frá tafl- félaginu Hróknum. Um er að ræða samstarfs- verkefni Hróksins, sem lengi hefur glatt þarlend börn með þessum hætti, og Flugfélags Íslands sem hóf beint flug til Kangerlussuaq í sumar. Þetta var fyrsta heimsókn Elizu til útlanda eft- ir að hún varð forsetafrú og í ávarpi hennar kom fram að ánægjulegt væri að Grænland hefði orð- ið fyrir valinu enda væri það mitt á milli Íslands og landsins sem hún ólst upp í, Kanada. Með Elizu á myndinni eru Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, og grunnskólastjór- inn í Kangerlussuaq. Afhenti skólabörnum taflborð Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsetafrúin kom færandi hendi til Kangerlussuaq Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ríkiskaup og Vegagerðin tilkynntu á opnunarfundi útboðs nýrrar Vest- mannaeyjaferju að opnun tilboða yrði frestað um viku. Ástæðan er kæra Samskipa til kærunefndar út- boðsmála vegna fyrirspurnar sem ekki var svarað á útboðstíma. Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í smíði nýrrar ferju til fólks-, bíla- og vöruflutninga á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Einnig var ósk- að eftir tilboðum í einkaframkvæmd, það er að þjónustuaðili byggi og eigi ferjuna og annist rekstur hennar í tólf ár. Tilboðsfrestur var framlengdur á dögunum vegna óska áhugasamra bjóðenda. Á tilboðstímanum barst fjöldi fyrirspurna um útboðsgögnin og var þeim flestum svarað með til- kynningu til allra væntanlegra bjóð- enda. Undir lok frestsins barst fyr- irspurn frá Samskipum sem ekki var svarað innan tilskilins frests. Kærðu Samskip útboðið til ógildingar til kærunefndar útboðsmála. Nefndin er með málið til meðferðar. Vega- gerðin og Ríkiskaup eiga að skila greinargerð á mánudag. Þurfti ekki að svara Dagmar Sigurðardóttir, lögfræð- ingur hjá Ríkiskaupum, segir að ákveðið hafi verið að fresta opnun til- boða á meðan verið væri að leysa úr þessu máli og halda opnunarfund 15. september. Bjóðendur geta skilað inn tilboðum fyrir þann tíma eða lát- ið tilboð sín standa. Dagmar segir að ekki hafi verið talin þörf á að svara umræddri fyr- irspurn þar sem málið væri nógu skýrt í útboðsgögnum. Henni var þó svarað með áréttingu á opnunar- fundinum í gær þar sem vísað var til útboðsgagnanna. Tekur Dagmar fram að Ríkis- kaupum og Vegagerðinni hafi ekki borið skylda til að svara fyrirspurn- inni. Átján tilboð bárust í gær. Þrettán þeirra voru frá erlendum skipa- smíðastöðvum og tæknifyrirtækjum og fimm frá innlendum aðilum. Inn- lendu tilboðin eru frá Samskipum, Eimskipi og þrjú sameiginleg tilboð Eimskips og Sæferða. Samskip kæra útboð Herjólfs  Opnunarfundi frestað um viku á meðan kærunefnd leysir úr ágreiningi  18 til- boð bárust frá erlendum og innlendum fyrirtækjum  Greinargerð á mánudag Morgunblaðið/Eggert Ríkiskaup Í ljós kom í gær að tilboðin verða opnuð eftir viku. Könnunarpróf í íslensku og stærð- fræði standa nú yfir í Versl- unarskólanum. Öllum nýnemum er gert að taka próf í þessum grein- um. Ingi Ólafsson skólastjóri segir niðurstöður prófanna samt sem áð- ur ekki koma niður á veru nem- enda í skólanum. Svipað fyrirkomulag hafi verið við lýði í þrjú ár eftir að sam- ræmdu prófin hættu að fylgja nemendum inn í framhaldsskólana fyrir nokkrum árum. Allir nýnem- ar hafi þá tekið könnunarpróf í ís- lensku, dönsku, stærðfræði og ensku úr námsefni grunnskólanna en svo hafi því verið hætt. Samræmdu prófin hafa auðveld- að inntöku nemenda í skólann að sögn Inga. Því eftir að þau hafi hætt að fylgja nemendum hafi ver- ið háværar raddir í þjóðfélaginu um svokallaða „einkunnaverð- bólgu“. Sumir skólar hafi verið að hækka nemendur til að auka líkur á möguleika þeirra inn í fram- haldsskólana. „Það er nokkuð til í því að okkar mati en við hættum þessum könnunarprófum fyrir nokkrum árum. Svo urðu þessar raddir úti í samfélaginu aftur há- værar í vor og ákváðum við því að taka upp þessi könnunarpróf aftur en bara í íslensku og stærðfræði,“ segir Ingi. Hann segir könnunarprófin sem nú séu lögð fyrir hafa tvíþættan tilgang, að finna þá nemendur sem þurfa á hjálp að halda í þessum greinum og líka til að skoða hvort það sé eitthvað til í þessari „ein- kunnaverðbólgu“ sem sögur fara af. „Það hefur borið svolítið á því að nemendur hafi komið til náms- ráðgjafa alveg niðurbrotnir og sagst ekkert skilja í stærðfræðinni. Við viljum kortleggja þetta og finna þessa nemendur og hjálpa þeim. Einnig fáum við með þessu skýrari mynd af því hvort sé verið að blása upp einkunnir,“ segir Ingi að lokum. „Viljum kortleggja stöðuna“ Morgunblaðið/Þórður AðstoðVilja finna þá nemendur sem þurfa hjálp í íslensku og stærðfræði.  Verslunarskólinn með könnunarpróf í ís- lensku og stærðfræði Veðurstofa Íslands varaði í gær við vætutíð í sumum landshlutum næstu daga eftir langvarandi þurrkatíð. Þar kom fram að mikil úrkoma hefði verið á Austfjörðum í gær. Hún olli vexti í lækjum og ám og einnig aukinni skriðuhættu. „Á laugardag og sunnudag er spáð norðanátt og samfelldri rign- ingu á Tröllaskaga, sem og víðar á Norðurlandi. Í aðstæðum sem þess- um er ekki hægt að útiloka stað- bundin skyndiflóð sem gætu valdið tjóni. Þegar líður á næstu viku ganga fleiri lægðir langt sunnan úr hafi upp að landinu. Þær eru í grunninn hlýjar og bera með sér talsverða úrkomu. Fari sem horfir gæti því skapast flóða- og skriðuhætta, t.d. á Norðurlandi. Veðurstofan beinir þeim tilmælum til almennings að huga að holræsum og niðurföllum.“ Mikil væta í kortunum á næstunni  Flóð gætu orðið Morgunblaðið/Kristinn Rigning Von er á votviðri víða á landinu næstu daga. Íslensku landsliðin tvö standa sig vel á Ólympíuskákmótinu í Bakú, að sögn Kjartans Maack, fararstjóra landsliðanna. Íslenska liðið í opnum flokki gerði jafntefli við Tyrkland í 6. umferð sem fram fór í gær. Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grét- arsson, Jóhann Hjartarson og Bragi Þorfinnsson gerðu allir jafntefli. Ís- lenska liðið var þá í 13.-26. sæti með 9 stig af 12 mögulegum og jafn marga vinninga og stórlið heima- manna, Aserbaísjan. Lið Noregs, með heimsmeistaranum Magnus Carlsen, var einnig með 9 stig. Íslenska kvennaliðið tapaði með minnsta mun fyrir Perú, 1,5-2,5 og var hársbreidd frá jafntefli. Íslensku lið- in standa sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.