Morgunblaðið - 09.09.2016, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 10. september 2016
Kjósum Helgu í 2.-4. sæti
Ég vil:
„Lækka tryggingagjaldið í 5,35%“
„Lögfesta rétt barna til dagvistunar
frá 1. árs aldri“
„Afnema skerðingu á bótagreiðslum
vegna atvinnutekna öryrkja og
eldri borgara að fullu“
FRÉTTASKÝRING
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Það umrót sem á sér stað í íslenskum
stjórnmálum á sér engin fordæmi.
Við erum enn að gera upp efnahags-
hrunið. Fylgi við stjórnmálaflokka er
á mikilli hreyfingu og stór hópur
kjósenda er óánægður með þá val-
kosti sem honum standa til boða.
Ekki er í svipinn augljóst hvernig
næsta ríkisstjórn muni líta út og vel
gæti farið svo að næsta ríkisstjórn
mundi staldra stutt við stjórnvölinn.
Mikið fylgi við Pírata er hin augljósu
stóru tíðindi.
Þetta er meðal þess sem þau,
Grétar Þór Eyþórsson og Stefanía
Óskarsdóttir stjórnmálafræðingar,
Egill Helgason fjölmiðlamaður og
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi
ritstjóri Morgunblaðsins, sem hafa
verið áberandi í stjórnmálaumræðu,
hafa að segja um íslensk stjórnmál í
aðdraganda alþingiskosninga í
haust.
Fylgið frá vinstri vængnum
Píratar hafa mælst með mikið
fylgi í vel á annað ár og í könnun
Fréttablaðsins sem birtist í vikunni
mælist fylgið tæp 30%. „Píratar eru
einhvers konar ákall um ný viðbrögð
og uppgjör við hrunið í huga kjós-
enda. Við erum enn að eiga við hrun-
ið,“ segir Grétar. Hann segir að þeg-
ar rýnt er í fylgistölur sé augljóst að
fylgi Pírata komi af vinstri vængn-
um. Stefanía tekur í sama streng.
,,Lausafylgi hefur alltaf verið til
staðar en ekki í sama magni og það
er núna. Nú eru nýir kjósendur þeir
sem voru unglingar og börn í
hruninu og það elst upp í allt öðru
umhverfi en unglingar og börn áður.
Skoðanakannanir hafa sýnt að fylgi
sem safnaðist á Framsóknarflokkinn
fyrir síðustu kosningar, er farið til
Pírata, sem og fylgi Bjartrar fram-
tíðar. En svo virðist sem kjósendur
sem hafa verið tryggir Samfylkingu
séu að færa sig til Píratanna,“ segir
Stefanía.
Píratar hin nýja Samfylking
Egill telur að margt í stefnu Pírata
sé líkt með stefnu Samfylking-
arinnar og til gamans hafi hann nefnt
flokkinn Samfylkingin 2.0. ,,Stjórn-
arskrártal á rætur sínar að rekja til
Vilmundar Gylfasonar, sem Jóhanna
(Sigurðardóttir) tók svo upp. Auk
þess er flokkurinn alþjóðasinnaður
og velferðarflokkur. Píratar eru að
skaða Samfylkinguna langmest,“
segir Egill.
Styrmir tekur hins vegar ekki eins
djúpt í árinni um að stefnur Samfylk-
ingar og Pírata séu líkar. Bendir
hann t.a.m. á að Píratar hafi boðað
beint lýðræði. Það sé síður en svo
nýtt í umræðunni og verði ekki tengt
Samfylkingunni umfram aðra flokka.
„Ég get t.a.m. samsamað mig við
áherslur á beint lýðræði en ég vil
berjast fyrir því í mínum eigin
flokki,“ segir Styrmir sem vísar þar í
Sjálfstæðisflokkinn.
Í síðustu kosningum buðu 15
flokkar sig fram og útlit er fyrir að á
annan tug framboða verði í kosning-
unum í haust. „Ég hallast að því mið-
að við allan þennan fjölda flokka að
kosið verði aftur á næsta ári. Ég tel
það raunhæfan möguleika. Nið-
urstaðan í kosningunum í haust gæti
leitt til þess að allir yrðu hálf-
óánægðir. Kannski verður hægt að
koma á fót einhverri tímabundinni
stjórn, eða minnihlutastjórn. En ég
held að hjá Pírötunum geti bilið á
milli væntinga og raunveruleikans
verið svo stórt að það gliðnar í sund-
ur á milli þeirra. Eins á ég eftir að sjá
gömlu flokkana, sem vinna eftir sín-
um verkferlum, vinna með Píröt-
unum sem styðjast við lausan strúkt-
úr,“ segir Egill.
Ef miðað er við nýjustu skoð-
anakannanir mælist Björt framtíð
ekki með fylgi til að ná inn þing-
manni, en hins vegar er Viðreisn
komin á blað og mældist með 6,7%
fylgi í könnun Fréttablaðsins en hef-
ur einnig mælst með rúm 10%.
Áhyggjuefni Sjálfstæðisflokks
„Í stórum dráttum er Viðreisn til
vegna ólíkra skoðana til aðildar að
ESB innan Sjálfstæðisflokksins,“
segir Styrmir og bætir við. „Í því
samhengi er áhyggjuefni fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að aldrei var efnt til
opinna skipulagðra funda um þennan
ágreining innan Sjálfstæðisflokksins.
Hér í gamla daga hefðu menn tekist
á um þetta á fundum í Valhöll, en
þetta mál hefur einfaldlega ekki ver-
ið rætt innan Sjálfstæðisflokksins,“
segir Styrmir. „Ef Sjálfstæðisflokk-
urinn hefði lagt þetta undir atkvæða-
greiðslu meðal flokksbundinna Sjálf-
stæðismanna, þá hefði t.a.m. verið
mjög erfitt fyrir Þorgerði Katrínu
(Gunnarsdóttur) og Þorstein Pálsson
að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn með
vísan í Evrópumál,“ segir Styrmir,
en þau Þorgerður Katrín og Þor-
steinn hafa tilkynnt stuðning sinn og
hún framboð sitt fyrir komandi kosn-
ingar fyrir hönd Viðreisnar. Að sögn
Stefaníu virðist enn sem komið er þó
að fylgi við Viðreisn komi frá miðj-
unni, fremur en frá Sjálfstæðisflokki
sem mælist með um 29% í könnun
Fréttablaðsins.
Enginn verkalýður eftir
Fylgi Samfylkingar er í sögulegu
lágmarki eða 7,5% skv. sömu könn-
un. Styrmir segir að vond staða
vinstri flokka sé ekki bundin við Ís-
land. „Mér hefur lengi fundist Sam-
fylkingin einna helst endurspegla
viðhorf háskólafólks, ekki hins al-
menna launþega á Íslandi. Kannski
vegna þess að hinn almenni launþegi
er að hverfa sem slíkur … Fólk vinn-
ur meira og meira í verkefnavinnu og
er ekki endilega í stórum fyr-
irtækjum eða einhver einsleitur
massi. M.ö.o. kjósendahópurinn er
horfinn sem vinstri flokkarnir gátu
gengið að,“ segir Styrmir.
Verður tíð næstu stjórnvalda stutt?
Enn verið að gera upp efnahagshrunið Píratar höfða til vinstri manna Viðreisn tilkomin
vegna umræðuskorts um Evrópumál í Sjálfstæðisflokknum Mikil hreyfing á fylgi við flokkana
Morgunblaðið/Golli
Efnahagshrun Sveiflur eru á fylgi flokkanna. Enn er verið að gera upp
efnahagshrunið og það endurspeglast í stjórnmálunum að mati viðmælenda.