Morgunblaðið - 09.09.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 Suðurhrauni 4, Garðabæ | Furuvellir 3, Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Sími 698 7999 og 699 7887 Náttúruolía sem hundar elska Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur NIKITA hundaolía Selolía fyrir hunda Næsta fyr- irlestur í fyr- irlestraröð sem efnt var til í til- efni af 100 ára afmæli Alþýðu- flokksins flytur Guðjón Frið- riksson sagn- fræðingur. Hann nefnist „Alþýðu- flokkurinn – móðurflokkur allra vinstri flokka.“ Fyrirlesturinn flytur Guðjón í tilefni af útkomu bókar sinnar „Úr fjötrum. Saga Alþýðuflokksins“ sem kemur út á næstunni. Fyrirlestur Guðjóns verður fluttur laugardaginn 10. september kl. 14 á efri hæð Iðnós og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Fjórir fyrirlestrar voru fluttir á vormánuðum en fjórir verða fluttir í haust. Fyr- irlestur Guðjóns er sá sjötti í röð- inni. Fyrirlestur um sögu Alþýðuflokksins Guðjón Friðriksson Fyrsta málstofa sameinaðrar Haf- rannsóknastofnunar verður haldin í dag, föstudaginn 9. september kl. 12.30. Kevin D.E. Stokesbury, pró- fessor og deildarstjóri við sjávar- vísindadeild Háskólans í Massachu- setts, Dartmouth, flytur erindi um notkun myndavéla við mælingar á botnfiskum við Nýja-England, Bandaríkjunum. Við mælingarnar er myndavélum komið fyrir í botn- vörpu og þannig er unnt að stækka til muna svæðið sem mælt er á hverju sinni og safna betri og ít- arlegri upplýsingum en þar sem eingöngu er notast við veiðarfæri. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og er öllum opinn. Notkun myndavéla við fiskmælingar Nýtt aðkomutákn Garðabæjar, sem valið var eftir samkeppni á meðal hönnuða og myndlistarmanna, er fléttað saman úr þremur jafnstórum flötum römmum í þrívítt verk. Verk- inu er ætlað að marka aðkomu að bænum og það svæði sem honum til- heyrir. Vinningstillagan kom frá Teikni- stofunni Tröð og var unnin af Sigríði Magnúsdóttur, arkitekt FAÍ, Hans- Olav Andersen, arkitekt FAÍ, Magn- úsi Andersen ljósmyndara og Nínu Solveigu Andersen. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Í verkinu felast margræðar skírskotanir til samfélags fólks og náttúru þar sem einfalt form er sett saman á listrænan hátt svo það myndar flókið samspil. Verkið getur vísað til ólíkra sjónarhorna og það rammar inn síbreytilega náttúru innan bæjarfélags sem er í sókn og vexti. Auðkennismarkið er óvænt og djörf útfærsla sem getur dregið til sín athygli og sómt sér vel í lands- lagi.“ Þá segir að aðkomutáknið geti verið ákjósanlegur áningarstaður fyrir hjólandi og gangandi vegfar- endur. Nýtt að- komutákn Garðabæjar Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is Sýning sem ber heitið Nema fuglinn fljúgandi var opnuð í Galleríi Gróttu í gær. Hún er haldin í tilefni af degi íslenskrar náttúru sem haldinn er 16. september. Gallerí Grótta og Ragnhildur Þóra Ágústsdóttir lista- maður halda sýninguna í samstarfi við Náttúrugripasafn Seltjarnarnes- bæjar. Myndirnar eru unnar á papp- ír og málaðar með vatnslitum, go- uache-litum og kaffi. „Þessi sýning kom til af því að Gallerí Grótta var að leita að sýningu til að setja upp sem rímaði vel við ís- lenska náttúru. Ég átti myndir sem ég hef verið að vinna síðastliðin þrjú ár sem passaði að setja upp af þessu tilefni. Venjulega er ég að vinna með stór olíumálverk en tek mér stund- um frí frá þeim og vinn á pappír. Ég átti gott safn af íslenskum fuglum en svo bætti ég nokkrum við fyrir sýn- inguna,“ segir Ragnhildur Þóra. Þetta eru allt myndir af íslenskum fuglum og svo nokkrum flækings- fuglum en allt eru þetta fuglar sem hafa komið upp að Íslandsströndum, að sögn Ragnhildar Þóru Sýning fyrir alla fjölskylduna Þjóðsögur og hjátrú tengist sýn- ingunni líka og hægt er að nálgast ýmsar skemmtilegar sögur sem tengjast fuglunum á bókasafni Sel- tjarnarness sem stendur við sýning- arsal gallerísins. Ragnhildur segir að skipuleggjendur sýningarinnar vilji hvetja fólk til að koma með börnin sín á hana því hún sé ekki síð- ur fyrir börn. Búið er að setja upp sérstakt barnahorn sem geymir ýmsan fróðleik fyrir börnin. Svo er hægt að skoða uppstoppaða fugla frá Náttúrugripasafninu fyrir fram gall- eríið. Fyrsta sýningin á tímabilinu Listamaðurinn Ragnhildur Þóra er fyrst til að sýna verk sín í Galleríi Gróttu á nýju sýningartímabili sal- arins. Fuglar skipa ríkan sess í þjóð- sögum og hjátrú Íslendinga en á sýningunni eru þessar tengingar raktar í litlu riti sem tekið hefur ver- ið saman, að sögn listamannsins. Ragnhildur á að baki nokkrar einka- og samsýningar þar sem hún sýndi náttúrumyndir sem að stórum hluta voru unnar með olíulitum. Kemur fram á heimasíðu Gallerís Gróttu að náttúrumyndir Ragnhild- ar varpi ljósi á ótal blæbrigði vatns- litanna og séu unnar af einstakri ná- kvæmni og tilfinningu fyrir viðfangsefninu. Sýningin mun standa til 30. september. Nema fuglinn fljúgandi  Sýning opnuð þar sem náttúrumyndir af íslenskum fuglum eru í aðalhlutverki Morgunblaðið/Golli Listamaðurinn Ragnhildur Þóra Ágústsdóttir opnar sýningu á náttúrumyndum sínum í Gallerí Gróttu. Sýning Verkin eru unnin af einstakri nákvæmni og tilfinningu og sýna fugla úr íslenskri náttúru í kyrrstöðu eða ærslafullum leik. Menningarfáni Reykjavíkur var afhentur í gær og að þessu sinni féll hann í skaut þriggja skóla, Ing- unnarskóla og leikskólanna Gullborgar og Sæborgar. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Kjar- valsstöðum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg miðar afhending Menningar- fánans að því að hlúa að listkennslu og skapandi starfi með börnum og ung- lingum í leikskólum, grunn- skólum, frístundamið- stöðvum og skólahljómsveitum. Mark- miðið með viðurkenning- unni sé að framlag barna til menningar og lista verði metið að verðleikum. Hann byggist á menning- arstefnu borgarinnar þar sem áhersla er lögð á að menning og listir séu mik- ilvægir þættir í uppeldi og kennslu barna og ung- menna. Ljósmynd/Reykjavíkurborg Afhöfn Handhafar Menningarfána og fulltrúar borgarinnar á Kjarvalsstöðum. Hlúir að listkennslu  Menningarfáninn afhentur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.