Morgunblaðið - 09.09.2016, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016
fenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr
Íþrótta- og útivistarfólk þarf ekki lengur að velja á milli – fenix 3 er bæði fullkomið íþróttaúr, útivistarúr,
snjallúr og úr sem þú notar daglega í vinnu og leik. Þú getur einnig sérsniðið úrið að þínum þörfum með
mismunandi upplýsingagluggum, forritum eða úraskífu með Connect IQ appinu frá Garmin.
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is
toppaðu
gærdaginn
Reyktur
og grafinn
lax
Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó,
Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin.
• Í forréttinn
• Á veisluborðið
• Í smáréttinn
Alltaf við hæfi
Reykjavík er höf-
uðborg okkar allra
landsmanna, hún er
þungamiðja þegar
kemur að fjölmörgum
málum, hún er
stærsta atvinnusvæði
landsins, hún hýsir
sjúkrahús okkar allra
landsmanna og er
póstnúmer flestra Ís-
lendinga. Skipulags-
valdið liggur hjá
borgaryfirvöldum og það mun
enginn taka það af þeim, ekki
frekar en gert er í öðrum sveit-
arfélögum. En þegar kemur að
málum eins og því hvar innan-
landsflugvöllur á að vera hlýtur að
þurfa að huga að hagsmunum
allra landsmanna og höfuðborgin
þarf að átta sig á hlutverki sínu.
Reykjavíkurflugvöllur sinnir í
dag fjölmörgum hlutverkum.
Hann er stór partur af samgöngu-
neti okkar allra lands-
manna og þaðan ligg-
ur samgönguæð
landsins til allra
landshluta. Öll vitum
við hvernig færð get-
ur verið yfir vetr-
armánuðina og þar er
innanlandsflug á
Reykjavíkurflugvelli
mikilvægur þáttur
þegar kemur að sam-
göngum út á lands-
byggðina. Álag á
vegakerfi okkar er
gríðarlegt samfara
auknum ferðamannastraum og
vart á það leggjandi að fjölga
þeim sem um þá vegi leggja leið
sína, en ljóst er að ef flugvöllurinn
yrði færður til að mynda til Kefla-
víkur væru mun færri sem sæju
það sem valkost að ferðast með
innanlandsflugi. Á álagstímum er
álag á veginn frá Keflavík til
Reykjavíkur gríðarlegt sem gerir
það að verkum að erfitt er fyrir
sjúkraflutninga og aðra umferð að
komast milli staða. Um 60% far-
þega í innanlandsflugi eru íbúar af
landsbyggðinni og í mörgum til-
fellum forsenda þess að höf-
uðborgarbúar geti sinnt starfi á
landsbyggðinni og fyrirtæki af öll-
um gerðum geti haldið úti starf-
semi sinni ásamt því að íbúar
landsbyggðarinnar geti haft tæki-
færi til að starfa á höfuðborg-
arsvæðinu.
Dauðans alvara
Þegar kemur að björgun manns-
lífa þarf að huga að besta mögu-
lega kosti til að nálgast sjúkrahús
á sem skemmstum tíma ásamt því
að koma sérfræðingum og neyð-
arbúnaði hvert á land sem er,
mínútur skipta máli. Viðbragðs-
tíminn í dag er góður og það má
ekki tapa því góða viðbragði sem
nú er. Á hverju ári fara um
Reykjavíkurflugvöll um 600-700
sjúkraflug og gott aðgengi að
Landspítala skiptir sköpum í um
50% bráðatilfella. Það er því mik-
ilvægt að þeir sem fara með
skipulagsvaldið í borginni átti sig
á alvarleika málsins.
Lenda þarf flugvallarmálinu og
festa í skipulagi staðsetningu hans
í Vatnsmýrinni. Ráðamenn
Reykjavíkurborgar hafa valdið
sem stendur og því skora ég á þá
að endurskoða ákvörðun sína og
gera Reykjavík að höfuðborg okk-
ar allra landsmanna, opna augun
fyrir alvarleika málsins og sjá
tækifærin sem bjóðast við það að
flugvöllurinn sé á þeim stað sem
hann er í dag líkt og fjölmargar
erlendar borgir hafa séð. Lands-
menn allir eiga að mínu mati að fá
tækifæri til að kjósa um staðsetn-
ingu flugvallarins ef borgin endur-
skoðar ekki afstöðu sína.
Þjóðaröryggi
Eftir Kristínu Mar-
íu Thoroddsen » Lenda þarf flugvall-
armálinu og festa í
skipulagi staðsetningu
hans í Vatnsmýrinni.
Kristín María
Thoroddsen
Höfundur er varabæjarfulltrúi í
Hafnarfirði og gefur kost á sér í 2.-4.
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Suðvesturkjördæmi.
Nú hef ég verið þátt-
takandi sem frambjóð-
andi í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í
Suðvesturkjördæmi,
Kraganum svokallaða,
frá því að ég tók eig-
inlega skyndiákvörðun
fyrir um fjórum vikum
síðan um að stökkva
inn í hringiðu stjórn-
málanna frekar en að
vera að reyna að lemja á henni utanfrá
eins og ég hef verið að gera innan
Hagsmunasamtaka heimilanna (HH)
frá 2009.
Það hefur verið eins og að skvetta
vatni á gæs að fá stjórnvöld til að af-
nema verðtrygginguna af lánum heim-
ilanna og viðurkenna framfærsluvand-
ann, bæði hvað þessa ríkisstjórn
varðar sem nú situr við völd og lofaði
öllu fögru, og að ekki sé talað um fyrr-
verandi ríkisstjórn sem lofaði skjald-
borg heimilanna.
Á framboðsfundi Sjálfstæðis-
flokksins hefur aðallega komið eldra
fólk og það fólk er nánast allt á sama
máli um að það geti ekki lifað af því
sem það fær í veskið sitt eftir að hafa
byggt upp það samfélag sem við lifum
í á sama tíma og þeir sem tala fyrir
hönd núverandi þingliðs flokksins
keppast við að segja að allt gangi svo
vel og allar hagtölur séu löngu komnar
á fullt.
Raunar veit ég að neyðin er alveg
jafn mikil hjá barnafjölskyldunum og
yngra fólkinu en það er eins og það
fólk sé orðið svo sárt, reitt og uppgefið
á því að eitthvað gott geti gerst að það
fólk nennir ekki einu sinni að mæta á
þessa fundi eða til að kjósa í prófkjör-
inu eins og tölurnar sýna í Reykjavík.
Breytinga er þörf og vil ég stuðla að
og leggja mitt af mörkum til að gera
íslenskt samfélag betra fyrir alla. Í
mínum huga snúast grunnþarfir heim-
ilanna ekki um hægri eða vinstri,
blátt, rautt eða aðra regnbogans liti
stjórnmálaflokkana. Allir sem koma
að stjórnmálum hljóta fyrst og fremst
að huga að því að grunnþarfir almenn-
ings og heimilanna séu þannig tryggð-
ar að hægt sé að lifa góðu og mann-
sæmandi lífi. Sérstaklega þarf að huga
að þeim sem hafa lægstu launin, ömm-
um okkar og öfum og þeim sem ein-
hverra hluta vegna mega sín minna og
þurfa á aðstoð samfélagsins að halda.
Ég býð mig fram fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn, sem ég er búinn að vera
skráður í frá því ég fékk kosningarétt,
vegna þess að ég er sáttur við grunn-
gildi og grunnstefnu flokksins en að
sama skapi verð ég að segja að ég hef
ekki verið alls kostar ánægður með
hvernig þeim hefur verið framfylgt í
langan tíma. Ég veit að hinn venjulegi
sjálfstæðismaður er ekki sáttur við
hvernig komið er fyrir heimilum
landsins og hvernig gæðum landsins
er skipt og ég veit að hann vill breyt-
ingar alveg eins og hinn venjulegi Ís-
lendingur. Hef ég sagt við börnin mín
að ég muni gera allt sem í mínu valdi
stendur til að breyta þessu og þess
vegna stíg ég fram.
Aðaláherslumál mín eru:
1. Afnám verðtryggingar á neyt-
endalánum heimilanna m.a. vegna
áhrifa hennar á heimilin og hagstjórn-
ina. Inn í afnámi verð-
tryggingarinnar felst
líka að stöðva það sem
Seðlabankinn hefur
skapað, án þess að hafa
til þess lagaheimild að
mínu mati, að setja eigi
verðtrygginguna inn á
höfuðstól lána heim-
ilanna sem gerir ekkert
annað en fela vaxtaokrið
sem er eins og sterar eða
eiturlyf fyrir alla, örv-
andi fyrir banka og fjár-
málakerfið en sljóvgandi fyrir heim-
ilin.
2. Afnám framfærsluvandans eða ef
maður kallar það réttu nafni, fátæktar,
með því að viðurkenna vandann og að
allt of margir geta ekki lifað mann-
sæmandi lífi t.d. eldra fólk, öryrkjar og
allt of margt fullvinnandi fólk. Finna
þarf út hvað það kostar að lifa hóf-
sömu, mannsæmandi lífi á Íslandi eins
og gert er í þeim löndum sem við mið-
um okkur almennt við og stilla svo
þjóðfélagið út frá þvi.
3. Breytt og bætt stjórnsýsla og
réttarfar. Gera þarf fólki sem t.d.
missti heimili sín, nafn eða æru á
grundvelli ólöglegra lána fært að
sækja rétt sinn. Í þessu felst m.a. að
skilja þarf með afgerandi og skýrum
hætti á milli löggjafar, framkvæmdar
og dómsvalds í landinu.
4. Svo eru það ýmis önnur mál eins
og heilbrigðismál, auðlindamál,
menntamál, samgöngumál og allt ann-
að sem snýr að venjulegu lífi fólks sem
er í algjöru uppnámi á Íslandi og þarf
að endurskilgreina og endurhanna að
mestu þannig að unga fólkið okkar og
hinn venjulegi Íslendingur geti hugsað
sér að búa áfram á þessu yndislega og
ríka landi okkar.
Þessu til stuðnings er ég með skoð-
anakönnun sem Hagsmunasamtök
heimilanna létu gera sem sýnir að 80
% kjósenda Sjálfstæðisflokksins
styðja afnám verðtryggingarinnar af
lánum heimilanna. Þar fyrir utan er ég
að vinna út frá landsfundarályktun
Sjálfstæðisflokksins frá 2015, sem Ár-
mann Kr. Ólafsson flutti og samþykkt
var með miklum meirihluta atkvæða,
þar sem segir:
„Landsfundur leggur til að ríkis-
stjórnin ráði færustu erlendu sérfræð-
inga til að leggja mat á hvernig hægt
er að skipta út verðtryggðu lánaum-
hverfi og taka upp lánakjör sem þekkj-
ast í nágrannalöndum okkar“. Lands-
fundarályktanir eru til að fara eftir.
Þetta er því einfalt, ef þú vilt breyt-
ingar, hafa áhrif og fá að lifa við sam-
bærileg kjör og íbúar hinna Norður-
landanna, þá mætir þú í prófkjör
okkar Sjálfstæðismanna núna á laug-
ardaginn 10. september og setur mig í
annað sætið.
Þetta er einfalt
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason
» Þetta er einfalt, ef þú
vilt breytingar, hafa
áhrif og fá að lifa við
sambærileg kjör og íbú-
ar hinna Norðurland-
anna, þá setur þú mig í
annað sætið.
Höfundur er formaður Hagsmuna-
samtaka heimilanna.
BRIDS
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
brids@mbl.is
Tólf borð hjá FEBR
Mánudaginn 5. september var
spilað á 12 borðum hjá bridsdeild
Félags eldri borgara í Reykjavík.
Efstu pör í N/S
Örn Isebarn – Örn Ingólfsson 270
Guðl. Bessason – Trausti Friðfinnss. 253
Björn Árnason – Auðunn Guðmss. 243
A/V
Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjörnss. 282
Margr. Gunnarsd. – Vigdís Hallgrímsd. 250
Kristján Guðmss. – Björn E. Péturss. 244
Fimmtudaginn 1. september var
spilað á 10 borðum.
Efstu pör í N/S:
Hrafnhildur Skúlad. – Hulda Hjálmsd. 274
Guðm. Sigursteinss. – Jónas Elíasson 254
Siguróli Jóhanns. - Bergur Ingimundars.234
A/V
Jón Þ. Karlsson – Björgvin Kjartanss. 258
Helgi Hallgrss. – Björn E. Pétursson 256
Ragnar Haraldss.– Davíð Sigurðss. 254
Vetrarstarf Bridsfélags
Hafnarfjarðar að hefjast
Vetrarstarf Bridsfélags Hafnar-
fjarðar hefst mánudaginn 12. sept-
ember með léttum einskvölda tví-
menningi. Spilamennska hefst að
venju klukkan 19. Spilað í Sal eldri
borgara, Hraunseli, Flatahrauni 3.
Lokamót Sumarbrids
Lokamót Sumarbrids fer fram
föstudaginn 9. september og hefst kl.
19.
Spiluð verða 36 spil, 4 spil milli
para. Mótið er silfurstigamót.