Morgunblaðið - 09.09.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.09.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 ✝ Sigurður Ei-ríksson fæddist 22. júlí 1949 á heimili fjölskyld- unnar við Suður- landsbraut í Reykjavík. Hann lést á Landspítal- anum við Hring- braut 31. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Ingibjörg Oddsdóttir, f. 13.1. 1916, d. 8.5. 1994, og Eiríkur Kúld Sig- urðsson, f. 17.9. 1917, d. 11.2. 1988. Alsystkini hans eru Kristín, f. 11.5. 1943, d. 23.1. 2007, Helgi, f. 6.6. 1944, og El- ín Ólöf, f. 29.6. 1951. Hálfsystkini Sigga, samfeðra, eru Eygló Kúld, f. 10.6. 1963, og Margeir Kúld, f. 22.10. 1965. Útför Sigurðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 9. september 2016, klukk- an 13. Elsku pabbi minn. Ég á enn erfitt að trúa því að þú sért far- inn frá okkur. Þú varst orðinn svo veikur í hjartanu þínu og fórst svolítið oft upp á spítala, en ég veit að þér líður mjög vel núna. Enginn kvíði, engir verkir og núna getur þú hlaupið og gert allt sem þig langar að gera Við Stjáni höfum nokkrum sinnum ætlað að fara að hringja í þig og gá hvernig þú hefðir það og hvort allt sé ekki í góðu hjá þér, en svo fattar maður að þú ert farinn. Ég veit að ég á eftir að sakna þín rosalega mik- ið og sakna þess að taka þig með í bíltúr og fara að fá okkur ís og svo var alltaf svo notalegt hjá okkur öll jól. Þú varst alltaf hjá okkur og það var svo dásamlegt að hafa alla saman. Þetta er bara svo erfitt, fyrst kvaddi mamma okkur í fyrra og nú þú. Það hefur nú verið fagnaðar- stund þegar þú hittir þau öll sem við höfum misst frá okkur, þar á meðal Ellu frænku, sem kvaddi okkur ekki fyrir löngu. En ég veit að þér líður miklu betur og það skiptir svo miklu máli. Það er bara eitt, að ég mun sakna þín mikið. Þín dóttir, Hulda Ósk. Ég kynntist Sigga 1995 þeg- ar ég byrjaði að búa með dóttur hans. Þá bjuggum við Hulda í Reykjavík. Við fórum oft að veiða í Elliðavatni með krakk- ana, þú hafðir gaman af því. Árið 2000 fórst þú í hjartaað- gerð sem tókst ekki of vel, þú varðst sjúklingur eftir það. Árið 2000 fluttum við Hulda austur á Rauðalæk ásamt börnunum Sigurjóni og Kristjönu Rós. Ár- ið 2001 í mars fæddist Sóley og hinn 16. júní sama ár giftumst við Hulda. Þú varst duglegur að koma austur til okkar og hjálpa við að smíða pallinn okkar og ferðast með okkur. Árið 2010 fékkst þú heila- blóðfall og lamaðist hægra meg- in. Það skerti lífsgæðin mikið. Á þessu ári í júní veiktist þú aftur, þá kom í ljós að hjartað var byrjað að gefa sig. Svo gafstu upp 31. ágúst. Ég á eftir að sakna þín. Þinn vinur og tengdarsonur, Kristján. Elsku afi minn. Það var alltaf gaman hjá okkur. Til dæmis þegar við spiluðum lúdó þegar þú komst í heimsókn. Svo var líka alltaf gaman að fara í bíltúr eða útilegur með þér. Líka þeg- ar rúmlega öll fjölskyldan hitt- ist á hverju ári. Þótt ég sakni þín vona ég að þér líði vel núna. Elska þig, afi minn, og sakna þín endalaust. Þitt barnabarn, Sóley. Sigurður Eiríksson ✝ Guðrún Krist-insdóttir var fædd á Önguls- stöðum í Eyjafjarð- arsveit 29. janúar 1928. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 1. september 2016. Foreldrar henn- ar voru Kristinn Sigurgeirsson bóndi á Önguls- stöðum, f. 18. apríl 1890, d. 14. nóvember 1966, og Guðný Teitsdóttir frá Lambleiks- stöðum á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu, f. 30. sept- ember 1892, d. 20. júní 1979. Höllu, f. 18. október 1959. Halla Sveinsdóttir er gift Jóni Ágúst Aðalsteinssyni, f. 24. nóvember 1956, húsasmíða- meistara, börn þeirra eru: 1) Andri Sveinn, f. 12. mars 1981, málari, unnusta hans er Guðrún Björnsdóttir, f. 21. apríl 1981, hjúkrunarfræðingur, börn þeirra eru María Katrín og Elvar Ágúst, f. 24. júlí 2006, Eva Berglind, f. 29. október 2015. 2) Þóra Guðrún, f. 17. apríl 1985, leikskólakennari, sam- býlismaður hennar er Emil Kristófer Sævarsson f. 2. júní 1983, rafvirki og háskólanemi, dóttir þeirra er Ylfa Árelía, f. 3. febrúar 2014. 3) Sigurlína Guðný, f. 12. mars 1991, sjúkraliði og há- skólanemi. Útför Guðrúnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 9. sept- ember 2016, kl. 13.30. Guðrún átti sjö systkini, þau eru: Helga, f. 10. apríl 1918, d. 18. sept- ember 2007, Sigríð- ur, f. 9. maí 1920, d. 8. desember 2006, Haraldur, f. 4. apríl 1923, d. 13. september 1997, Ásta, f. 14. nóv- ember 1925, d. 31. október 2015, Þór- dís, f. 26. apríl 1930, Regína, f. 19. febrúar 1934, og Baldur, f. 19. febrúar 1934. Guðrún eign- aðist með Sigursveini Kristni Magnússyni, f. 1. apríl 1937, d. 11. nóvember 2005, dótturina Við systkinin vorum svo heppin að amma Gunna bjó hjá okkur fjölskyldunni öll okkar bernskuár. Hún var ávallt til staðar fyrir okkur og þótti okk- ur skemmtilegt að fara með henni í gönguferðir og heim- sóknir hingað og þangað. Við áttum góðar stundir með ömmu þegar pabbi og mamma fóru utan, þá komum við systk- inin með óskalista yfir hvað okk- ur langaði að fá í matinn og þar rættust allar óskir. Ósjaldan biðu okkar nýbakaðar lummur er við komum heim úr skólan- um. Þetta voru heimsins bestu lummur með sykri og með þeim var drukkin heilmikil mjólk. Amma hafði mjög gaman af að spila og kenndi hún okkur hin ýmsu spil svo sem rommí, borð- vist og margt fleira og ávallt þurfti að „bekenna“. Hún tók okkur með í jóla- og páskabingó á vinnustað sínum hjá ÚA og var þá spilað á mörg spjöld í einu og einhvern veginn tókst henni alltaf að vinna. Einnig kenndi amma okkur hin ýmsu kvæði og lög sem seint munu gleymast. Ófáar ferðir voru farnar inn á Öngulsstaði í kartöflur, heyskap og fjárhúsin að ógleymdum öll- um kaffiboðunum. Alltaf var hún amma boðin og búin að hjálpa okkur við allt. Snemma fórum við að vinna okkur inn vasapening við blað- burð og var hún amma jafnvel farin af stað á undan okkur, svo mikil var hjálpsemin. Amma Gunna hafði mótandi áhrif á okkur systkinin og hefur gert okkur að betri einstakling- um. Minningin um ömmu lifir í hjörtum okkar og verður henn- ar sárt saknað. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Elsku amma Gunna, takk fyr- ir allan þinn kærleik og hlýju, Andri Sveinn, Þóra Guðrún og Sigurlína Guðný. Guðrún Kristinsdóttir Smáauglýsingar Geymslur Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól- hýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð. Sími 499-3070. Sólbakki. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Til sölu KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Glæsileg úrval af kristalsljósa- krónum, veggljósum, matarstellum, kristalsglösum til sölu. BOHEMIA KRISTALL, Grensásvegi 8. Sími 7730273. Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðar-lausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Þjónusta Háþrýstiþvottur, sandblástur og veggjaslípun. Öflug tæki - Gott verð S.860 2130 Ýmislegt Pierre Lannier úrin í 20 ár á Íslandi 20- 70% afsláttur á þessum vönduðu frönsku armbandsúrum af því tilefni. Mikið úrval. Það er líka hægt að gera góð kaup á Íslandi. ERNA, Skipholti 3, www.erna.is Til leigu Til leigu nýlegt 285 - 1.000 fm atvinnuhúsnæði í Reykjavík 285 fm bil með allt að 9 m lofthæð, stórar innkeyrsludyr, góð malbikuð lóð, og greið aðkoma. Nánari upplýsingar veitir Sverrir í s. 661 7000 Þjónustu- auglýsingar Þarft þú að koma fyrirtækinu þínu á framfæri Hafðu samband í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is og fáðu tilboð Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, BRYNDÍSAR DÓRU ÞORLEIFSDÓTTUR, Mánatúni 2. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns fyrir alúðlega umönnun og góða kveðjustund. Hinn svarti steinn sorgarinnar mun slípast í skæran demant minninga sem lifir áfram. . Jón Þór Jóhannsson, Þorleifur Þór Jónsson, Þórdís H. Pálsdóttir, Stefanía Gyða Jónsdóttir, Benjamín Axel Árnason, Jóhann Þór Jónsson, Þórunn Marinósdóttir, Bergrún Svava Jónsdóttir, Ragnar Baldursson og barnabörn. Hjartans þakkir til ættingja, vina og allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR HANNESSONAR byggingameistara, Víðilundi 5, Akureyri. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar og Heimahjúkrunar á Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda, . Soffía Georgsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.