Morgunblaðið - 09.09.2016, Side 8

Morgunblaðið - 09.09.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða? Iðnaðarmann Bílstjóra Bifvélavirkja Þjónustufólk Öryggisvörð Lagerstarfsmann Matreiðslumann Rekstrarumhverfi fjölmiðla vartil umræðu í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Helgi Hjörvar sagði fjölmiðla hornstein lýðræðisins og að það væri „verulegt áhyggjuefni að rekstrarumhverfi þeirra hefur farið hríðversnandi, niðurskurður og hallarekstur er staðreyndin“.    Helgi benti á aðþað væri „verulegt áhyggju- efni hvernig tækniþróun og al- þjóðleg samkeppni hefur verið að breyta rekstrar- umhverfi íslenskra fjölmiðla. Auglýs- ingamarkaðurinn er að minnka í harðri samkeppni við stór alþjóðleg fyrir- tæki eins og Google og Facebook sem ekki borga skatta hér en hins vegar eru þungar skattaálögur á miðlana sem eru að reyna að halda úti frétta- og menningarumfjöllun á tungumáli sem aðeins 0,3 milljónir manna tala.“    Í framhaldi af þessu hvatti Helgi tilþess að rekstrarumhverfi allra fjölmiðla yrði bætt og spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort rekstrarskilyrði yrðu bætt. Ill- ugi tók undir áhyggjur Helga og sagði aðgerðir til skoðunar í ráðu- neytinu til að bæta starfsumhverfi fjölmiðlanna.    Jákvætt er að slíkar umræður farifram á þingi en þær verða að sjálfsögðu til lítils ef engar aðgerðir fylgja. Því miður hafa einu aðgerð- irnar á þessu kjörtímabili verið þær að hækka skatta á áskriftarmiðla.    Því þarf að snúa við og ein augljósleið er að taka upp núllskatt líkt og gert hefur verið í Noregi svo dæmi sé tekið. Aðgerðir Norðmanna sýna að það er vel hægt að bæta rekstrarumhverfið, ef viljinn er fyr- ir hendi. Helgi Hjörvar Ein augljós leið STAKSTEINAR Illugi Gunnarsson Veður víða um heim 8.9., kl. 18.00 Reykjavík 8 rigning Bolungarvík 8 rigning Akureyri 10 alskýjað Nuuk 4 léttskýjað Þórshöfn 13 skýjað Ósló 20 léttskýjað Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 26 heiðskírt Brussel 26 heiðskírt Dublin 16 skýjað Glasgow 16 rigning London 22 heiðskírt París 23 skýjað Amsterdam 25 heiðskírt Hamborg 25 heiðskírt Berlín 29 rigning Vín 25 heiðskírt Moskva 15 léttskýjað Algarve 28 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 skýjað Róm 27 heiðskírt Aþena 26 skýjað Winnipeg 15 léttskýjað Montreal 24 alskýjað New York 27 léttskýjað Chicago 22 alskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:36 20:15 ÍSAFJÖRÐUR 6:36 20:25 SIGLUFJÖRÐUR 6:19 20:08 DJÚPIVOGUR 6:04 19:46 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Forval verktaka vegna Dýrafjarð- arganga var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu í byrjun maí sl. Óskum um þátttöku átti að skila inn í síðasta lagi 28. júní sl. Alls lýstu sjö aðilar áhuga á því að taka þátt í útboðinu. Vegagerðin hef- ur farið yfir innsend fjárhagsgögn og önnur innsend gögn og uppfylltu allir sjö umsækjendur sett skilyrði, að því er fram kemur í frétt á heima- síðu stofnunarinnar. Vegagerðin áætlar að senda útboðsgögn til verk- taka í næsta mánuði. Eftirtaldir aðilar óskuðu eftir að taka þátt í útboðinu: 1. ÍAV hf., Íslandi og Marti Cont- ractors Ltd., Sviss. 2. Ístak hf., Ís- landi og Per Aarsleff A/S, Dan- mörku. 3. Metrostav a.s., Tékklandi og Suðurverk hf., Íslandi. 4. LNS Saga ehf., Íslandi og Leonhard Nil- sen & Sønner AS, Noregi. 5. MT Höjgaard Iceland ehf., Íslandi og MT Höjgaard A/S, Danmörku. 6. C.M.C di Ravenna, Ítalíu. 7. Aldesa Construcciones, Spáni. Í upptalningunni er fyrrnefndi að- ilinn tilnefndur í forsvari fyrir verk- ið, þegar tveir eð fleiri verktakar bjóða sameiginlega. Framkvæmd Dýrafjarðarganga felur í sér lagningu nýs vegar og nýrra ganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum. Sú leið sem þykir koma til greina gerir ráð fyrir vegstæði frá Mjólká í Arn- arfirði að Dýrafjarðarbrú; 8,1 kíló- metra nýlagningu vegar og 5,6 km löngum göngum. Því er um að að ræða 13,7 km langt vegstæði og 27,4 km styttingu á Vestfjarðavegi. Áformað er að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á fyrstu mánuðum ársins 2017. Fram- kvæmdir hefjist svo eftir mitt ár 2017 og taki um þrjú ár. Óviðunandi vegasamband Í fétt á vef Vegagerðarinnar segir að samvinna og samskipti á land- svæði eins og Vestfjörðum hljóti að vera háð því að samgöngur séu greiðar. Með það í huga sé núver- andi vegasamband á milli Barða- strandar- og Ísafjarðarsýslu óvið- unandi; hvort sem er út frá vegtæknilegu sjónarmiði, af öryggis ástæðum eða fyrir þær sakir að veg- urinn er ófær stóran hluta vetrar og þar sé snjóflóðahætta oft mikil. Sjö bjóða í Dýrafjarðargöngin  Uppfylltu allir sett skilyrði  Framkvæmdir hefjast eftir mitt næsta ár Dýrafjarðargöng Þingeyri Arnarfjörður Vestfjarðavegur (60) Ný leið um Dýrafjarðargöng Hrafnseyrarheiði Grunnkort/Loftmyndir ehf. Kaffi Laugalækur verður opnað á Laugarnesvegi í dag í húsinu þar sem Verðlistinn var lengi til húsa. Eigendur kaffihússins finna fyrir gríðarlegri eftirspurn í hverfinu en mikil fjölskyldustemning mun ein- kenna staðinn þar sem gott kaffi verður í lykilhlutverki. Eigendur kaffihússins, Hörður Jóhannesson og Björn Hauksson, fengu húsnæðið afhent í apríl og þurfti töluverðar framkvæmdir til þess að gera húsið hæft fyrir veit- ingastarfsemi. Nú er það þó tilbúið og verður kaffihúsið opnað klukk- an 11. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Félagar Hörður og Björn eru æskuvinir. Nú hafa þeir opnað saman kaffihús. Opna dyrnar klukkan 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.