Morgunblaðið - 09.09.2016, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Skoðanakann-anir eru líf-ið og sálin í
stjórnmálum líð-
andi stundar.
Þeir, sem fá lítið
út úr þeim þá
stundina, segja gjarnan að
eina marktæka könnunin sé
sú sem kjósendur birta á kjör-
dag. Það er ágæt afstaða. En
hún á það til að breytast fari
frambjóðandanum að ganga
betur. Trump, nafni Ducks,
vitnaði meira en flestir aðrir í
kannanir, enda fór hann
löngum með himinskautum.
Fyrst eftir landsþing sitt sló
hann mjög myndarlega um
sig með könnunum. En svo sló
harkalega í bakseglin og þá
tóku önnur umræðuefni upp
allt pláss svo kannanir kom-
ust ekki að. En nú er aftur,
nokkuð óvænt, orðið mjótt á
munum „samkvæmt könn-
unum“ á milli Trumps og
Clintons, nafna Everest-
farans, og hefur Donald því
tekið að hampa þeim aftur.
Hillary sagði hins vegar í við-
tali við blaðamenn í flugvél
sinni, þar sem bara heyrist í
henni en ekki blaðamönn-
unum, að hún geri ekkert með
kannanir og hafi aldrei gert.
Það síðasta er ekki nákvæmt.
Hér heima eru einnig
margvísleg tilþrif í könn-
unum. Birt var könnun frá
fyrirtækinu MMR þar sem
sagði að okkar ágæti forseti
mældist með tæplega 70 pró-
sent vinsældir og hefði enginn
forseti annar mælst með ann-
að eins í sögu fyrirtækisins.
mbl.is varð eins og öðrum
fjölmiðlum það á að birta
þetta athugasemdalaust, en
glöggur lesandi benti á að
MMR væri tiltölulega ungt
fyrirtæki og hefði aldrei áður
mælt vinsældir nýkjörins for-
seta!
Þetta breytir auðvitað engu
um gott álit fólks á Guðna Jó-
hannessyni, en lítur ekki vel
út fyrir fyrirtækið né þann
sem keypti spurninguna, ef
þannig háttar til.
Nýjasta dæmið er svo
könnun Fréttablaðsins um
fylgi við flokka. Fréttablaðið
ætlaði sér augljóslega að sjá
hvort tveir nafngreindir
stjórnmálamenn, annar fyrr-
verandi ritstjóri blaðsins, sem
hlaupið höfðu til Viðreisnar
hefðu ekki örugglega fram-
kallað bylgju stuðnings. Og
fyrirsögn blaðsins virtist svo
sannarlega gefa slíkt til
kynna. Þar sagði: „Viðreisn
bætir við sig fylgi.“ Þegar
málið var skoðað
kom í ljós að
Fréttablaðið var
að miða við eigin
könnun fjögurra
mánaða gamla!
Miðað við allar
aðrar kannanir, og sumar
mjög nýlegar, var augljóst að
skyndikönnun Fréttablaðsins
benti til að Viðreisn missti
fylgi við komu nýliðanna, en
bætti ekki við sig, hvað sem
síðar verður.
Það hefur lengi legið á
grunur að lökustu kannarar
geri meira en að kanna. Þeir
leitist við að hafa áhrif á kjós-
endur með sínum „athug-
unum“. Tímasetningar sumra
þeirra, óvísindaleg vinnu-
brögð og hversu mjög þær
skera sig einatt frá öðrum
niðurstöðum, hefur ýtt undir
þessa trú.
Af þessum og öðrum ástæð-
um, telja ýmsir rétt að tak-
marka og jafnvel banna að
gerðar séu skoðanakannanir,
í það minnsta nærri kjördegi.
Það gera sumar þjóðir. En
það er rangt að bregðast
þannig við. En æskilegt er að
sem flestir geri sjálfir kröfur
og meti hversu marktækar
einstakar kannanir eru. Og
hafi vara á sér gagnvart fram-
setningu þeirra.
Reyndar virðast kannanir
nú mæla verr en áður hvernig
land liggur og er talið að
fyrirtækin séu ekki búin að ná
fullum tökum á sínum aðferð-
um eftir að símakannanir
urðu óaðgengilegri en áður.
Dæmi um þetta eru mörg, en
þó einkum erlendis frá.
Bresku þingkosningarnar og
„brexit“-kosningarnar má
nefna.
Og sé horft í vesturátt kem-
ur á óvart hversu miklu mun-
ar iðulega á milli niðurstaðna
stórra og virtra könnunarfyr-
irtækja. Er sá mismunur oft
langt utan við viðurkennd
skekkjumörk.
Í Bandaríkjunum hafa sum-
ir fjölmiðlar brugðið á það ráð
að velja úr birtingar frá 4-6
könnunarfyrirtækjum, sem
þeir treysta best og mæla
fylgi á landsvísu og í þeim
ríkjum þar sem að úrslit
þykja tvísýn. Birta þessir fjöl-
miðar meðaltal þessara kann-
ana sem leiðir til þess að
sveiflur verða minni. En þá er
ekki útilokað að þegar óvænt-
ar og miklar sveiflur verða
séu þau tíðindi að nokkru
þurrkuð út með þessari að-
ferð. Í þessu sem öðru er
vandlifað.
Það eru ekki allar
kannanir jafn
merkilegar og
þær þykjast vera}
Hæfilega marktækar
kannanir
T
ilkynnt var um sögulegan klofning
hægrimanna í ritstjórnargrein á
vefritinu Kjarnanum á dögunum.
Fullyrt var í talsverðum æsi-
fréttastíl að frjálslyndir bók-
staflega flykktust úr Sjálfstæðisflokknum og
yfir í Viðreisn. Síðar í umfjölluninni kom hins
vegar með réttu fram að miðað við skoðana-
kannanir væri fylgi Viðreisnar að koma úr
flestum öðrum áttum en frá Sjálfstæðis-
flokknum. Þá aðallega frá Pírötum en einnig
Samfylkingunni og Bjartri framtíð enda hefur
ríkt upplausn vinstra megin við miðju.
Varla þarf að koma á óvart að fylgi Við-
reisnar komi einkum frá vinstri í ljósi meg-
instefnu flokksins og ástæðunnar fyrir stofnun
hans. Það er að koma Íslandi inn í miðstýrt,
gamaldags tollabandalag í ætt við íslenzka
landbúnaðarkerfið sem seint verður talið sérlega hægri-
sinnað eða frjálslynt stefnumál. Þar er vitanlega átt við
Evrópusambandið. Tollabandalög eru í eðli sínu and-
stæðan við frjáls milliríkjaviðskipti enda tilgangur þeirra
fyrst og fremst að vernda innlenda framleiðslu fyrir ut-
anaðkomandi frjálsri samkeppni með tollamúrum og öðr-
um viðskiptahindrunum.
Viðreisn vill enda ekki leggja landbúnaðarkerfið af
heldur aðlaga það landbúnaðarkerfi Evrópusambandsins
undir því yfirskini að um umbætur yrði að ræða. Styrkir
yrðu þar með ekki tengdir við framleiðslu, það er verð-
mætasköpun, heldur fyrst og fremst það eitt að eiga land-
svæði óháð nýtingu þess. Þetta er einmitt tí-
undað í stefnu Viðreisnar. Þar er fjálglega talað
um afnám tollverndar á landbúnaðarvörur í
áföngum en í raun er ljóst að markmiðið er ein-
ungis að skipta út hérlendum tollum fyrir tolla-
múra og aðrar viðskiptahindranir Evrópusam-
bandsins.
Meginstefnan um inngöngu í Evrópusam-
bandið er ennfremur ávísun á stóraukna út-
þenzlu hins opinbera hér á landi og hærri álög-
ur á skattgreiðendur. Þannig kom til að mynda
fram í gögnum Evrópusambandsins í tengslum
við hina dauðadæmdu umsókn vinstriflokkanna
um inngöngu í sambandið að stjórnsýslan hér á
landi væri alltof lítil til þess að innleiða og
starfa að fullu í samræmi við regluverk þess.
Fyrir vikið þyrfti að fara í viðamikla stofnana-
uppbyggingu hér á landi. Fjárframlög til
stjórnsýslunnar væru ennfremur af skornum skammti.
Fleira mætti nefna en kemst fyrir í stuttum pistli um
ætlað frjálslyndi Viðreisnar sem í það minnsta er ekki sér-
lega hægrisinnað. Sama gildir um meinta alþjóðahyggju
flokksins. Forystumenn innan Evrópusambandsins hafa
beinlínis lýst því sem vörn gegn hnattvæðingunni! Frjáls-
lyndi og alþjóðavæðing snýst svo sannarlega ekki um að
binda sig á klafa gamaldags tollabandalags sem nær ein-
ungis til afmarks hluta heimsins og færst hefur hratt í átt
að einu miðstýrðu ríki. Það snýst þvert á móti um að horfa
til alls heimsins eftir frjálsum samskiptum og viðskiptum.
hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Frjálslyndi?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Náttúrufræðistofnun Ís-lands hefur metið veiði-þol rjúpnastofnsins 2016og sendi niðurstöðurnar
til umhverfis- og auðlindaráðherra
hinn 6. september síðastliðinn.
Stofnunin leggur til að ráðlögð
rjúpnaveiði í haust verði 40 þúsund
fuglar, en hún var 54 þúsund fuglar
á síðasta ári. Stofnunin leggur mikla
áherslu á að hvergi verði slakað á í
þeirri viðleitni að draga sem mest úr
heildarafföllum rjúpunnar.
Náttúrufræðistofnun sendi til-
lögur sínar til ráðherra mun fyrr í ár
en í fyrra, en þá sendi hún tillög-
urnar 28. september. Ráðherra til-
kynnti ákvörðun sína um fyr-
irkomulag rjúpnaveiða 19. október í
fyrra. Samkvæmt henni mátti veiða
rjúpu fjórar helgar á tímabilinu 23.
október til 15. nóvember, alls 12
daga. Leggur stofnunin til að fyr-
irkomulag veiðanna verði óbreytt á
þessu hausti.
Í lágmarki vestanlands
Viðkoma rjúpunnar 2016 var met-
in með talningum í tveimur lands-
hlutum síðsumars. Hlutfall unga
reyndist vera 76% á Norðaust-
urlandi og 77% á Suðvesturlandi.
Rjúpnastofninn er í lágmarki um
vestanvert landið en í niðursveiflu
um landið austanvert.
„Reiknuð heildarstærð varpstofns
rjúpu vorið 2016 var metin 132 þús-
und fuglar, en var 187 þúsund fuglar
2015. Framreiknuð stærð veiði-
stofns 2016 er 453 þúsund fuglar
miðað við 620 þúsund fugla 2015.
Þessir útreikningar byggjast á
gögnum fyrir Norðausturland og of-
meta stærð stofnsins nær örugg-
lega,“ segir í mati stofnunarinnar á
veiðiþoli stofnsins. Matið var unnið
af Ólafi K. Nielsen fuglafræðingi.
Ólafur segir að miðað við nið-
urstöður rjúpnatalninga í Hrísey og
á Kvískerjum, sem ná allt aftur til
ársins 1963, sé árið 2016 á bilinu það
tuttugasta til þrítugasta lakasta
miðað við 100 ár. Rjúpnafjöldinn á
þessu ári er vel undir meðallagi mið-
að við síðustu 50 ár.
Ólafur K. Nielsen segir í grein-
argerðinni að tilgangurinn með því
að fækka veiðidögum hafi verið að
draga úr sókn og þar með veiði-
afföllum. Rjúpnaveiðibann var árin
2003-2004 en haustið 2005 voru
veiðidagar 47. Nú eru þeir 12. Þetta
markmið hefur ekki náðst að mati
Ólafs sem sjáist af því að hlutfall
veiði af áætluðum hauststofni hafi
haldist stöðugt frá 2005, eða 10%.
„Þetta er mjög athyglisvert og sýnir
hversu auðvelt hefur verið fyrir
veiðimenn að aðlaga sig fækkun
leyfilegra veiðidaga,“ segir Ólafur.
Í bréfi Jóns Gunnars Ottóssonar,
forstjóra Náttúrufræðistofnunar, til
Sigrúnar Magnúsdóttur umhverf-
isráðherra, sem fylgir greinargerð-
inni, segir m.a. að þrátt fyrir veru-
legan samdrátt í rjúpnaveiði á
undanförnum árum hafi meg-
inmarkmið veiðistjórnar ekki náðst,
þ.e. að draga úr afföllum.
Þá segir Jón Gunnar í bréfinu að
vinna við að endurreikna stofnlíkan
rjúpunnar sé hafin hjá stofnuninni.
Fyrstu niðurstöður bendi til þess að
stofnstærð hafi verið ofmetin og
veiðiafföll þar með vanmetin.
„Enginn ágreiningur var um
ástand rjúpnastofnsins 2016 og ár-
angur veiðistjórnunar 2005-2015 á
samráðsfundi fulltrúa Nátt-
úrufræðistofnunar, umhverfis- og
auðlindaráðuneytisins, Umhverf-
isstofnunar, Skotveiðifélags Íslands
og Fuglaverndar sem haldinn var 2.
september sl.,“ segir m.a. í bréfi
Jóns Gunnars Ottóssonar.
Rjúpnastofninn er
áfram í lágmarki
Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson
Rjúpnaveiði Beðið er tillögu ráðherra um fyrirkomulag veiðanna í haust. Í
fyrra hófust veiðar 23. október og mátti veiða fjórar helgar, 12 daga alls.
„Vandi rjúpnastofnsins í hnot-
skurn eru viðvarandi há afföll
þrátt fyrir verulegan samdrátt í
rjúpnaveiði. Rjúpnastofninn
svaraði friðun mjög skýrt og
náttúruleg afföll voru mjög lág
þessi tvö ár (2003-2004). Fækk-
un veiðidaga úr 47 í 9 (2011-
2012) hefur ekki haft áhrif á
veiðidánartölu rjúpunnar og hún
hefur haldist stöðug um 10%.
Jafnvel við þessa lágu veiðidán-
artölu virðast skotveiðar hafa
áhrif til aukningar á náttúrulegri
dánartölu rjúpunnar. Afleiðingar
þess eru að rjúpnaveiðar eru
ekki sjálfbærar,“ segir í grein-
argerð Náttúrufræðistofnunar.
Veiðar ekki
sjálfbærar
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN
Morgunblaðið/Sverrir