Morgunblaðið - 09.09.2016, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.09.2016, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 Sultuslakur Skipverji dansks varðskips við bakka í Reykjavíkurhöfn bíður eftir að vera slakað niður á hafflötinn. Ófeigur Engum dylst að norðurskautið og norðurslóðasvæðið allt hefur tekið mikl- um breytingum á umliðnum árum og sú þróun mun halda áfram. Ísland lætur sig þessa þróun varða, enda hefur hún afgerandi áhrif fyrir íslenska hags- muni, hvort sem litið er til tækifæra í efnahags- og atvinnulífi eða áskor- ana og ógnana sem hlýnun loftslags og bráðnun íss og jökla hafa fyrir umhverfi, náttúru og mannlíf. Um þessar mundir eru tuttugu ár liðin frá stofnun Norðurskautsráðs- ins sem er samstarfsvettvangur átta ríkja: Íslands, Bandaríkjanna, Dan- merkur, Finnlands, Kanada, Nor- egs, Rússlands og Svíþjóðar. Auk aðildarríkjanna eiga sex samtök frumbyggja á norðurslóðum aðild að ráðinu. Þetta fyrirkomulag er í raun einsdæmi í fjölþjóðlegu samstarfi og mætti jafnvel kalla fjöregg norður- skautssamstarfsins. Til viðbótar við norðurskautsríkin átta og frum- byggjasamtökin er heimilt að veita öðrum ríkjum, fjölþjóðlegum stofn- unum og fjölþjóðlegu þingmanna- samstarfi, og frjálsum félagasam- tökum áheyrnaraðild að ráðinu, en henni fylgir réttur til að fylgjast með starfi ráðsins á öllum stigum. Nú eru áheyrnaraðilar 32, en vaxandi ásókn í slíka stöðu er til vitnis um aukið vægi norðurslóða. Meginhlutverk Norðurskauts- ráðsins var í upphafi að styðja við samvinnu norðurskautsríkjanna í málefnum norðurslóða, sérstaklega hvað umhverfisvernd og sjálfbærni varðar. Þunginn í starfi Norður- skautsráðsins fer fram í sex vinnu- hópum sem fjalla um: a) efnameng- un, b) vöktun og greiningu á lífríki og náttúru, c) verndun lífríkis og líf- fræðilegan fjölbreytileika, d) varnir, viðbúnað og viðbrögð við umhverf- isvá, e) málefni hafsins og f) sjálf- bæra þróun. Málefni norðurslóða hafa á liðnum árum orðið fyrirferðarmeiri jafnt á alþjóðavettvangi sem innanlands. Með skipan ráðherranefndar um málefni norðurslóða árið 2013 var mikilvægi málaflokksins undir- strikað, en stefna Íslands á sér stoð í þingsályktun sem samþykkt var samhljóða á Alþingi vorið 2011. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar er þýðing málaflokksins undirstrikuð en þar er stefnt að því að Ísland verði leiðandi afl á norður- slóðum og virkur þátttakandi í vest- norrænu starfi. Ísland tekur virkan þátt í starfi Norðurskautsráðsins. Starf ís- lenskra stjórnvalda að norðurslóða- málum einkennist af umfangsmiklu samstarfi ráðuneyta, stofnana, há- skólasamfélags, einkaaðila o.fl. Sem dæmi um hve norðurskauts- samvinnan er víðfeðm má nefna:  Opnun siglingaleiða og þar með auknar siglingar, samstarf um leit og björgun, eftirlit með skipaferð- um, vernd hafsins, varnir, viðbún- aður og viðbrögð við umhverfisvá og samstarf um fjarskiptainnviði sem heyra undir innanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess eins og Land- helgisgæsluna, Samgöngustofu, Vegagerðina og Póst- og fjar- skiptastofnun.  Umhverfis- og náttúrurvernd, s.s. verndun líffræðilegrar fjöl- breytni, umhverfisvernd á haf- svæðum, mengunarmælingar og vöktun m.a. vegna þungmálma, sóts og metans, eru mikilvæg verkefni sem eru á hendi umhverf- is- og auðlindaráðuneyt- isins og stofnana þess, einkum Umhverfisstofn- unar og Náttúru- fræðistofnunar. Enn- fremur eru vinnuhópar Norðurskautsráðsins um verndun lífríkis og um málefni hafsins vistaðir undir umhverfis- og auð- lindaráðuneyti, en þeir hópar hafa aðsetur á Ak- ureyri.  Málefni hafsins í víðum skiln- ingi eru fyrirferðarmesti þátturinn í aðkomu atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins að málefnum norðurslóða, m.a. með þátttöku Haf- rannsóknastofnunar. Önnur ráðu- neyti koma í minna mæli að þessum málum, en þó er vert að nefna sér- staklega samstarf við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Rann- ís vegna vísindasamstarfs og vel- ferðarráðuneytið vegna verkefna er snerta lýðheilsu og félagslega þróun, auk jafnréttismála. Árangurs af starfi Norðurskauts- ráðsins sér víða stað. Þannig hafa aðildarríkin nú þegar gert tvo laga- lega bindandi samninga, annars veg- ar um leit og björgun og hins vegar um varnir gegn olíumengun, en báð- ir þessir samningar eru þýðingar- miklir varðandi öryggi sjófarenda og umhverfisvernd á víðfeðmu og við- kvæmu hafsvæði. Þá er nú unnið að þriðja lagalega bindandi samn- ingnum um vísindalegt samstarf ríkjanna. Norðurskautsríkin hafa einnig átt þátt í gerð samninga um þrávirk lífræn efni, um aðgerðir gegn losun kvikasilfurs, áætlunar um vöktun á líffræðilegum fjöl- breytileika á norðurslóðum, aðgerð- arramma vegna sóts og metans, rammaáætlunar um friðuð hafsvæði o.s.frv. Þessu til viðbótar hafa norð- urskautsríkin í sameiningu komið að mótun siglingareglna á norður- slóðum, sem Alþjóðasiglinga- málastofnunin gefur út. Þannig er augljóst að Ísland hefur ríka hagsmuni af þátttöku í starfi Norðurskautsráðsins og eru málefni norðurslóða einn af lykilþáttum í ut- anríkisstefnu okkar. Það er ánægju- legt að breið pólitísk samstaða ríkir hér á landi í þessum málaflokki. Ís- land mun fara með formennsku í Norðurskautsráðinu 2019-2021 og getur þá haft umtalsverð áhrif á starf og stefnumörkun ráðsins. Ég mun sérstaklega beita mér fyrir víð- tæku samráði og samstarfi innan- lands í því augnamiði að formennska Íslands verði sem árangursríkust. Í mínum huga er enginn vafi á að Norðurskautsráðið hefur löngu sannað gildi sitt sem mikilvægasti samráðsvettvangur ríkjanna átta og frumbyggjasamtakanna og hefur í verki sýnt að það getur náð árangri í þágu sjálfbærrar þróunar á norður- slóðum. Framundan eru samt marg- víslegar áskoranir, ekki síst vegna þess að umhverfis- og loftslags- breytingar hafa víðtækari áhrif á norðurslóðum en annars staðar. Þess vegna er svo brýnt að Ísland taki áfram, með öflugum hætti, þátt í starfi Norðurskautsráðsins. Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur » Ísland hefur ríka hagsmuni af þátt- töku í starfi Norð- urskautsráðsins og eru málefni norðurslóða einn af lykilþáttum í ut- anríkisstefnu okkar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Höfundur er utanríkisráðherra. Norðurskautsráðið 20 ára – fjöregg norðurskautssam- starfsins Það er hlutskipti al- þingismanna að standa andspænis kjósendum sínum. Stundum eigum við alþingismenn vina- leg samtöl við kjós- endur, þar sem skipst er á skoðunum, oftar en ekki sammála en hvor um sig ber fulla virð- ingu fyrir skoðunum hins þótt menn greini á. Svo koma prófkjörin, sem eru hreinsunareldur. Þá gera sitjandi al- þingismenn grein fyrir verkum sín- um á kjörtímabilinu og framtíðarsýn. Vissulega skiptir framtíðarsýnin meira máli en fortíðin því henni verð- ur litið breytt. Fortíðin getur þó ver- ið vísbending um framtíðina. Hvað sagði Jón heitinn Hreggviðsson? Eitt sinn gaf ég erlendum sendi- herra Íslandsklukkuna að skiln- aðargjöf. Barátta Jóns fyrir réttlæti og sjálfstæði hefur verið mér mjög hugleikin. Jón vissi aldrei hvort hann drap mann eða hvort hann drap ekki mann. Þó var réttlætið honum hug- leikið. Á einum stað segir Jón: „Einu sinni var ég svartur. Nú er ég grár. Bráðum verð ég hvítur. En hvort ég er svartur, grár, eða hvítur, þá hræki ég á réttlæti utan það réttlæti sem er í sjálfum mér Jóni Hreggviðssyni á Reyn.“ Það er einmitt þessi afstaða til réttlætisins sem oft sækir á mig. Að- stæður eru misjafnar, en þegnarnir vilja réttlæti og sanngirni. Og sá sem ekki kýs réttlæti hann er ekki maður. Auðvitað þarf svo að gera réttu hlut- ina og gera þá rétt. Ég hef í störfum mínum reynt að rata þann veg að vera hluti af heild, sem heitir þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins. Í sumum málum hef ég verið mjög ósammála vegna þess að ég tel að niðurstaða máls leiddi ekki af sér réttlæti. Þannig var til dæmis í umfjöllun um þingmál þar sem íbúðareig- endum var gert kleift að nýta sér- eignarsparnað sinn, allt að kr. 500.000 á „heimili“, til greiðslu aukaafborg- ana af húsnæðislánum. Þá kom í ljós að hug- takið „heimili“ er ekki til í skattalögum. Hver var þá lausnin? Að ein- staklingur fengi kr. 500.000 heimild en hjón og sambýlisfólk fengi kr. 750.000. Er það réttlæti árið 2014 að einstaklingur missi 25% af réttindum sín- um við að ganga í hjónaband? Það var aðeins einn al- þingismaður sem greiddi atkvæði gegn þessu ákvæði, í nafni réttlætis því þarna er aðeins eitt réttlæti. Verðlag á íbúðum Og mál íbúðareigenda eru mér hugleikin. Hvernig á ungt fólk að kaupa sér fasteign til að búa í? Sjálf- stæðisflokkurinn hefur staðið fyrir og stutt séreignarstefnu. Það er svo að þegar kjósendur byrja að taka eft- irlaun, þá skilur á milli hvort viðkom- andi býr í eigin íbúð eða leigir. Það eru endalausar deilur um verð á fjármagni. Þó hafa vextir lækkað úr um 9% í 3,15% raunvexti. Slík vaxta- lækkun leiðir af sér 50% lækkun á greiðslubyrði 40 ára jafngreiðslu- lána. Það er nokkur kjarabót. Á sama tíma hefur raunverð fasteigna hækk- að um rúmlega 60%. Vaxtalækkun og aukinn kaupmáttur hefur verið étinn upp af hærra fasteignaverði. Ef gengið er út frá að eftirspurn og framboð fasteigna ráði verði þá er vert að huga að breytingum á fram- boðs- og eftirspurnarhlið. Sennilega vantar um 2.000 fasteignir á höf- uðborgarsvæðið til að raunverð hwfði haldist stöðugt. Árið 2000 voru jafn- margar nýjar íbúðir fullgerðar og ár- ið 1954. Það ár var harðæri. Hvernig væri nú að horfa heildstætt á vand- ann og viðurkenna skortinn og vinna á honum? Vextirnir eru oftar en ekki um- ræðuefnið og útreikningsaðferð vaxta! Barátta við margfölduanr- töflu. Hvað gerist þegar Alþingi ákveður að leggja 0,376% skatt á skuldir fjármálafyrirtækja. Þegar vextir fjármálafyrirtækja eru bornir saman við vexti sem lífeyrissjóðir bjóða þá kemur fram mismunur sem lífeyrissjóðir bjóða betur og er nærri þessu skatthlutfalli. Því er það svo að skattar sem lagðir eru á banka greiða þeir ekki heldur er þeim velt yfir á viðskiptavinina. Þetta er hluti af réttlæti svokallaðrar „leiðrétt- ingar“. Það var aðeins einn þingmað- ur sem greiddi atkvæði gegn þessu „réttlæti“. Eins og sýslumaðurinn sagði: „Það er ekkert jafnhlægilegt að framkvæma réttlæti á fátækum mönnum og flá þá.“ Hver er forsenda réttlætis? Stórt er spurt. Það er forsenda réttlætis að skapa jöfn tækifæri þar sem allir landsmenn geta notið sín. Það er réttlátt að ungt fólk geti feng- ið störf við sitt hæfi þar sem mennt- un og hæfileikar njóta sín. Það er einnig réttlæti að okkar minnstu bræður og systur fái lifað við mann- sæmandi kjör. Forsenda réttlætis er sú að tækifæri á landi, í lofti og á sjó verði nýtt á sjálfbæran veg. Til þess að svo verði þarf að horfa fram á við og sjá, hvaða breytingar eru fyrirsjáanlegar? Eitt sinn gerði Bæjarútgerð Hafnarfjarðar út fimm togara og úr afla þeirra var unnið í stóru frystihúsi. Nú eru togararnir horfnir og í stað frystihúss standa fjölbýlishús. Þó er ekki atvinnuleysi í Hafnarfirði. Aðstæður eru breyttar og önnur tækifæri hafa verið nýtt. Ég hef á liðnu kjörtímabili oft átt eintal við samvisku mína. Ég hef haft réttlætið að leiðarljósi. Ég er sjálf- stæður Sjálfstæðismaður og hef gert eins og samviskan hefur boðið mér í hverju máli. Ég vonast eftir rétt- látum dómi kjósenda í prófkjöri á morgun. Eftir Vilhjálm Bjarnason »Ég hef haft réttlætið að leiðarljósi. Ég er sjálfstæður Sjálfstæð- ismaður og hef gert eins og samviskan hefur boð- ið mér í hverju máli. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður sem býð- ur sig fram í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Suðvesturkjördæmi. Andspænis dómara vegna réttlætis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.