Morgunblaðið - 09.09.2016, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016
Þegar við fyrir átta
árum gengum í þing-
sal að hlusta á
stefnuræðu Geirs
Haarde var dökkt og
dimmt úti. Þegar við
gengum svo út aftur í
skugga hrunsins
hafði snjór lagst eins
og teppi yfir allt og
kominn hvítur, kald-
ur vetur.
Olíuskipið í Stavanger fékkst
ekki afgreitt, lyfjaskammtar voru
afhentir til skemmri tíma í senn,
Íslendingar erlendis áttu í erf-
iðleikum með framfærslueyri,
Seðlabankinn tæknilega gjald-
þrota, bankakerfið hrunið og eng-
inn vildi lána Íslandi. Í kjölfarið
annað hvert fyrirtæki landsins
gjaldþrota og tugþúsundir heimila
í uppnámi. Atvinnuleysi. Hættan
stærst sú að ekkert byðist annað
en okurvextir sem jafnharðan ætu
þau verðmæti sem við sköpuðum.
Fátæktargildra.
Þúsundir þrekvirkja
Aðeins átta árum síðar hefur
vinnuafl skort lengi, Ísland er að
verða nettó eignaland sem á meira
í útlöndum en það skuldar, staða
heimila og fyrirtækja gjörbreytt
og vöxtur verið viðvarandi um
árabil. Svolítið
skemmtilegt að hugsa
um að við sem oft
belgjum okkur yfir
litlu höfum enn ekki
metið að verðleikum
þann gríðarlega ár-
angur sem við höfum
náð.
Um allt land unnu
fólk og fyrirtæki þús-
undir þrekvirkja.
Greiðslumiðlun varin,
viðskiptasamböndum
haldið opnum, fyr-
irgreiðslu aflað, velferðarþjónustu
haldið uppi gegnum erfiðan nið-
urskurð, fjárhagur fjölda fyr-
irtækja og heimila endurreistur
o.s.frv. Á spítölum, leikskólum,
fyrirtækjum, heimilum voru tug-
þúsundir að vinna hvert þrekvirk-
ið af öðru sem saman skópu ár-
angurinn. Og þó við hefðum öll
viljað gera betur og hraðar er
þrekvirkið samt.
Í minn hlut kom að flytja frum-
varp til síðari neyðarlaganna, lög
sem læstu erlenda kröfuhafa inni.
Það tókst á einu kvöldi með sam-
stilltu átaki fjölda fólks. Það
byggðist á vinnu enn fleiri við
undirbúning, en skilaði fyrst ár-
angri eftir þrotlausa vinnu stórra
hópa við framkvæmd laganna. Þar
er kominn tími til að segja sem er
að rétt eins og fólk í fjármálakerf-
inu gerði mörg mistök fyrir hrun
gerði það margt mjög vel eftir
það.
Nýtt upphaf
Hægri öflunum tókst ekki að
einkavæða bankana á kjör-
tímabilinu sem nú er að ljúka,
þrátt fyrir stóran þingmeirihluta.
Heldur ekki spilla aðildarvið-
ræðum, eyðileggja rammaáætlun
um náttúruvernd né afhenda kvót-
ann um alla framtíð í samningum
við sægreifana. Þess vegna höfum
við tækifæri í kosningunum til að
leggja stóru línurnar um framtíð-
ina. Öllu skiptir að efnahagslegur
árangur okkar verði ekki aftur
eyðilagður með nýfrjálshyggju og
skammsýni ört vaxandi misskipt-
ingar eins og 2007. Efnahagslegan
árangur okkar treystum við best
með varanlegum, róttækum kerf-
isbreytingum um aukið lýðræði,
heilbrigðara bankakerfi, aukinn
jöfnuð og opinbert velferðarkerfi.
Aldrei aftur 2007.
Stórkostlegur árangur
Eftir Helga
Hjörvar
Helgi Hjörvar
» Þess vegna höfum
við tækifæri í kosn-
ingunum til að leggja
stóru línurnar um fram-
tíðina.
Höfundur er formaður þingflokks
Samfylkingarinnar.
Kæri lesandi, ég
óska hér með eftir þín-
um stuðningi til að
komast á þing fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í
Kraganum.
Viðar Snær Sigurðs-
son heiti ég og er ör-
yrki, ég hef verið í
Sjálfstæðisflokknum í
24 ár. Ég hef ekki allt-
af verið sáttur við þing-
menn mína.
Ég er ekki sáttur við það að við
skyldum fella tillögu stjórnarand-
stöðunnar um að leiðrétta kjör aldr-
aðra og öryrkja aftur í tímann eins
og allir aðrir hópar fengu.
Það á ekki að mismuna einum eða
neinum og sér í lagi ekki þeim sem
minna mega sín.
Tryggingastofnun ríkisins á að
tryggja öldruðum og öryrkjum
mannsæmandi laun og það á að mið-
ast við þau meðallaun sem eru á al-
mennum markaði en ekki þau lægstu
eins og nú er gert. TR á að fara í
samstarf við Virk og allir þeir sem
sækja um örorku eiga að fara í gegn-
um Virk. Virk er óháður aðili sem
metur starfsgetu fólks og veitir því
mikinn og góðan stuðning og býður
upp á ýmis úrræði.
TR á heldur ekki að
vera bónuskerfi fyrir þá
sem fá góðan lífeyri frá
lífeyrissjóðum og það á
að setja skerðingar-
þakið í t.d. 500 þúsund.
Þannig stuðlum við
að því að veita þeim
sem geta aflað sér frek-
ari tekna kost á því, og
hinir, sem ekki geta
unnið, geta lifað mann-
sæmandi lífi og stutt við
verslun og þjónustu.
Þeir eiga þá þann sjálfsagða rétt
að tilheyra þessu samfélagi okkar.
Það þarf einnig að styðja barna-
fjölskyldur og veita þeim aukinn
stuðning í formi barnabóta til að
stuðla að frekar fólksfjölgun á Ís-
landi. Báðar þessar leiðir mundu
leiða til aukins hagvaxtar í samfélag-
inu okkar, skaffa vinnu, bæði í versl-
un og þjónustu.
Með fólksfjölgun skapast aukin
samkeppni sem leiðir til lægra vöru-
verðs og er til hagsbóta fyrir alla.
Þetta er eflaust dýrt í upphafi en
þetta mundi margsinnis skila sér til
baka að nokkrum árum liðnum. Við
þurfum að horfa mun lengra fram í
tímann, t.d. 10-20 ár, en ekki þessi
fjögur ár eins og alltaf er gert.
Ég er bara ósköp venjulegur mað-
ur með samvisku, ég er ekki yfir einn
eða neinn hafinn og allir eru jafnir
fyrir mér. Ég mundi gera mitt allra
besta til að bæta samfélag okkar
allra. Ég hvet þig til að kíkja á Fa-
cebook-síðuna mína og kynnast mér
betur.
https://www.facebook.com/
framtid.vidar/
Ég þarf á ykkar stuðningi að
halda til að komast á þing svo ég geti
látið gott af mér leiða.
Það er margt gott og frábært fólk
í Sjálfstæðisflokknum þó það hafi
ekki alltaf skilað sér í þinginu. Ég
hvet fólk til að mæta á laugardaginn
og kjósa þann frambjóðanda sem því
líst best á. Og ef þú ert ekki í flokkn-
um þá kostar ekkert að skrá sig í
flokkinn. Þá getur þú látið skoðanir
þínar í ljós og haft áhrif á stefnu
flokksins.
Þín rödd skiptir líka máli.
Takk fyrir mig.
Öryrki býður sig fram í Kraganum
Eftir Viðar Snæ
Sigurðsson » Virk er óháður aðili
sem metur starfs-
getu fólks og veitir því
mikinn og góðan stuðn-
ing
Höfundur er öryrki og gefur kost á
sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Viðar Snær Sigurðsson
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Vöruhús veitingamannsins
allt á einum stað
Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is
Opið virka daga kl. 8.30-16.30
Mercedes Benz E200 árgerð 1982.
Rafdrifin sóllúga, samlæsing, höfuð- og armpúðar í aftursæti. Lakk yfirfarið
árið 2013, bremsur og kveikjubúnaður yfirfarin nýlega, óslitin dekk. Tveir
eigendur frá uppphafi, kom til Íslands árið 2001, ekinn aðeins 195.000.
Verð 1.290.000 og staðgreiðsluafsláttur.
Til sýnis og sölu hjá Öskju notaðir bílar að Kletthálsi 2, www.notadir.is
GLÆSILEGUR E BENZ
– EINSTAKT EINTAK, GOTT VERÐ!
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum