Morgunblaðið - 09.09.2016, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.09.2016, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 Fæst í: Hagkaup – Fjarðarkaup – Byko – Krónunni – Húsasmiðjunni ...ómissandi fyrir nestið Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump, frambjóðandi repú- blikana, mærði Vladimír Pútín, for- seta Rússlands, þegar forsetaefni stóru flokkanna tveggja í Bandaríkj- unum svöruðu spurningum um þjóðaröryggis- og hermál í viðtölum um borð í flugmóðurskipinu USS Intrepid sem liggur í höfn New York- borgar og hefur verið gert að safni. Hvorugt forsetaefnanna getur verið stolt af frammistöðu sinni, að mati stjórnmálaskýrenda, og ekki heldur spyrillinn Matt Lauer, sjónvarps- maður NBC, sem sýndi viðtölin í beinni útsendingu. Lauer var gagn- rýndur fyrir að hlífa Trump en ganga hart að Hillary Clinton, forsetaefni demókrata, sem gekk erfiðlega að svara spurningum um þá ákvörðun sína að nota einkanetfang sitt og einkanetþjón í starfi sínu sem utan- ríkisráðherra á árunum 2009-2013. Í viðtölunum svöruðu forsetaefnin spurningum hvort í sínu lagi í hálfa klukkustund hvort. Rúmur þriðjung- ur viðtalsins við Clinton snerist um tölvupóstamálið. Fann Pútín ekkert til foráttu „Ég tel að ég myndi hafa mjög, mjög gott samstarf við Pútín,“ sagði Trump þegar hann var spurður um samskipti Bandaríkjanna við Rúss- land. „Hann mælist með 82% stuðn- ing.“ Matt Lauer benti þá á að Pútín hefur boðið stjórn Bandaríkjanna birginn og grafið undan hagsmunum landsins. „Hann er líka maður sem innlimaði Krím, réðst inn í Úkraínu, styður Assad í Sýrlandi, styður Ír- ana, reynir að grafa undan áhrifum okkar í mikilvægum heimshlutum og að sögn leyniþjónustumanna okkar er hann talinn líklegastur til að standa á bak við innbrot í tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins,“ sagði sjónvarpsmaðurinn. „Enginn veit það fyrir víst,“ svar- aði Trump sem fann Pútín ekkert til foráttu en bauðst til að telja upp það sem Obama hefði gert á sama tíma. „Ég tel að þegar [Pútín] segir að ég sé afburðasnjall þá geti ég tekið því sem hrósi, er það ekki í lagi?“ „Ef hann segir eitthvað mikið um mig segi ég eitthvað mikið um hann,“ hélt Trump áfram þegar hann út- skýrði hvers vegna hann teldi sig geta átt gott samstarf við Pútín. „Ég hef áður sagt að hann sé svo sannar- lega mikill leiðtogi. Þú getur sagt að það sé hræðilegt – maðurinn hefur styrka stjórn á landinu sínu. Nú, þetta er allt öðruvísi kerfi og svo vill til að mér líkar það ekki. En í þessu kerfi er hann vissulega leiðtogi, miklu meiri leiðtogi en forsetinn okk- ar.“ Sögðu ekki satt Í viðtalinu endurtók Trump þá staðhæfingu sína að hann hefði alltaf verið andvígur þeirri ákvörðun George W. Bush, þáverandi forseta, að fyrirskipa innrás í Írak árið 2003. „Ég var algerlega andvígur Íraks- stríðinu,“ sagði hann og bætti við að menn gætu séð það í viðtali við hann í tímaritinu Esquire frá 2004 og um- mælum hans fyrir þann tíma. Lauer lét samt hjá líða að benda á að Trump sagði í viðtali við útvarpsmanninn Howard Stern árið 2002 að hann væri hlynntur innrás í Írak. Sjónvarpsmaðurinn gekk hins vegar harðar að Hillary Clinton og gaf til kynna að hún hefði gerst sek um dómgreindarbrest í tölvupóst- málinu og væri því óhæf til að gegna forsetaembættinu og vera æðsti yfir- maður Bandaríkjahers. „Það voru mistök að vera með einkapóstfang. Ég myndi vissulega ekki gera það aftur. Ég ber ekki í bætifláka fyrir það,“ sagði Clinton en lagði áherslu á að hún hefði ekki not- að einkapóstfangið fyrir skjöl sem merkt voru sem trúnaðarmál eða ríkisleyndarmál. Hún hélt áfram að verja ákvörðun sína og ýjaði jafnvel að því að einkanetþjónninn hefði ver- ið öruggari en tölvukerfi utanríkis- ráðuneytisins. Lauer var gagnrýndur fyrir að láta meira en þriðjung viðtalsins við Clin- ton snúast um tölvupóstmálið en biðja hana nokkrum sinnum um að stytta mál sitt um önnur mál, t.a.m. þegar hún var beðin um að útskýra hvernig hún hygðist sigrast á Ríki íslams, samtökum íslamista. Clinton sagði m.a. í viðtalinu að Bandaríkjastjórn myndi „aldrei aftur senda landhermenn til Íraks“ en stjórnmálaskýrendur The Guardian og fleiri blaða hafa bent á að stjórn Baracks Obama hefur nú þegar sent um 5.000 hermenn til landsins vegna baráttunnar gegn íslamistum. Pútín „miklu meiri leiðtogi en Obama“  Trump mærir forseta Rússlands í viðtali um öryggismál AFP Hermál rædd Sjónvarpsmaðurinn Matt Lauer hlýðir á Hillary Clinton svara spurningu. Hermenn og fyrrverandi hermenn fylgdust með viðtölunum. Átti „að taka olíuna“ » Donald Trump kvaðst vera andvígur innrásinni í Írak en sagði að úr því að hún var gerð hefði Bandaríkjaher átt að „taka olíuna þeirra“. » Hann útskýrði ekki hvernig þetta hefði verið hægt, en talið er að slíkt krefðist umfangs- mikils hernaðar þar sem ólík- legt er að vopnaðar hreyfingar Íraka hefðu sætt sig við að er- lent ríki sölsaði undir sig olíu- auðlindir landsins með her- valdi. Hárgreiðslukona í Noregi, Merete Hodne, kom fyrir rétt í gær vegna ákæru um að hún hefði gerst sek um mismunun á grundvelli trúar- bragða með því að synja múslímskri konu með híjab-slæðu um þjónustu. Hárgreiðslukonan á yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm verði hún dæmd sek. Þetta er fyrsta dómsmálið vegna klæðaburðar múslímakvenna í Nor- egi. Hodne neitaði konunni um þjón- ustu á hárgreiðslustofu sinni í bæn- um Bryne í suðvesturhluta Noregs. Í ákæruskjalinu segir að Hodne hafi sagt konunni að hún þyrfti „að finna annan stað því hún sinnti ekki viðskiptavinum eins og henni“. Fyrir réttinum sagði Hodne að hún liti ekki á híjab sem trúartákn, heldur pólitískt tákn „illrar hug- myndafræði“ sem hún hræddist. Hodne var saksótt eftir að hún neit- aði að greiða sekt að andvirði 8.000 norskar krónur (113.000 íslenskar). DÓMSMÁL Í NOREGI Neitaði konu með híjab um þjónustu Veiðimaður heldur á tömdum gullerni, sem hann notar til veiða, á Heims- leikum hirðingja sem lauk í Kirgisistan í gær. Keppt var í 23 íþróttagrein- um á leikunum sem voru haldnir í annað sinn. Þeir eru helgaðir þjóðlegum íþróttum sem eru iðkaðar í Mið-Asíu, einkum fyrrverandi sovétlýðveldum. AFP Örn á leikum hirðingja Dómstóll í Mumbai (Bombay) á Ind- landi dæmdi í gær 26 ára gamlan karlmann til dauða fyrir að hafa orð- ið 24 ára konu að bana með því að skvetta sýru á andlit hennar. „Þetta er tímamótadómur í slíkum málum. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur dómur er kveðinn upp í máli sem tengist sýruárás á konu,“ hefur fréttaveitan AFP eftir indverska saksóknaranum Ujjwal Nikam. Sakborningurinn, Ankur Panwar, var fundinn sekur um að hafa skvett sýru á konuna, Preeti Rathi, fyrir utan fjölfarna lestarstöð í Mumbai í maí 2013. Hún særðist alvarlega og lést mánuði síðar. Rathi hafði búið í Nýju-Delhí og var nýkomin til Mumbai eftir að hafa fengið starf sem hjúkrunarfræðingur hjá ind- verska sjóhernum. Árásarmaðurinn var nágranni hennar og hann sagðist hafa ráðist á hana vegna þess að hún hefði neitað að giftast honum. Dómnum fagnað Sérstakur dómstóll sem fjallar um glæpi gegn konum kvað upp dóminn. Verjandi Panwars sagði hann ætla að áfrýja dómnum. Hæstiréttur Indlands hefur sagt að aðeins eigi að beita dauðarefs- ingum í „mjög sjaldgæfum tilvik- um“. Hreyfingar sem berjast gegn glæpum gegn konum á Indlandi fögnuðu dómnum en gagnrýndu hversu langan tíma það hefði tekið sækja manninn til saka. Um 300 sýruárásir á konur voru kærðar á Indlandi í fyrra, sam- kvæmt nýjustu upplýsingum frá lög- reglunni. Að sögn AFP telja sér- fræðingar líklegt að slíkar árásir séu í raun miklu algengari því að þær séu ekki allar kærðar til lögreglu. Dauðadómurinn vakti mikla at- hygli í indverskum fjölmiðlum, enda hafa sýruárásarmenn hingað til hlot- ið tiltölulega væga dóma. Fórnarlömb sýruárása á Indlandi hafa verið ósátt við hægagang í réttarkerfinu. Mánuði eftir að Rathi lést, vorið 2013, úrskurðaði hæsti- réttur Indlands að yfirvöld ættu að hafa eftirlit með sölu á sýru, greiða fórnarlömbum bætur og herða refs- ingar fyrir slíkar árásir. Ríkið á til að mynda að greiða lækniskostnað þeirra sem verða fyrir sýruárásum. Erfiðlega hefur þó gengið að fylgja þessum úrskurði eftir. Dauðadómur fyrir sýruárás  Tímamótadómur á Indlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.