Morgunblaðið - 09.09.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.09.2016, Blaðsíða 35
var mikil gæfa að fá að taka þátt í þessu uppbyggingarstarfi.“ Örnólfur var námstjóri í líffræði við barna- og gagnfræðaskóla 1971- 74, sat í landsprófsnefnd 1968-73, sat í Náttúruverndarnefnd, síðar Umhverfismálaráði Reykjavíkur, 1970-82, var varaformaður stjórnar raunvísindadeildar Vísindasjóðs 1978-87 og sat í Námsgagnastjórn 1979-87. Hann var ritstjóri Náttúru- fræðingsins 1966-67 og var umsjónarmaður þáttarins Nýjasta tækni og vísindi í Ríkissjónvarpinu frá stofnun þess 1967 og til 1980, en síðari árin ásamt Sigurði Richter. Örnólfur gaf út nokkrar kennslu- bækur og kennsluleiðbeiningar í líf- fræði, erfðafræði, efnafræði og lífeðlisfræði og hefur þýtt fjöldann allan af fræðibókum og barnabók- um. Hann hefur haft umsjón með ís- lenskri útgáfu nokkurra þýddra bóka og bókaflokka, m.a. Fjölfræði- bóka AB, Heimsmetabókar Guin- ness og Heimsstyrjaldarinnar 1939- 1945. Þá hefur hann skrifað fjölda greina í ýmis tímarit og er enn að í þeim efnum: „Ég hef nú lokið við handrit um dýrafræði sem ég átti lengi í handraðanum og er nú að ljúka handriti um sögu flugsins sem er í sambærilegum dúr og rit mitt um sögu kafbáta.“ Fjölskylda Eiginkona Örnólfs var Rannveig Tryggvadóttir, f. 25.11. 1926, d. 5.2. 2015, þýðandi. Foreldrar hennar voru Tryggvi Ófeigsson útgerðar- maður og Herdís Ásgeirsdóttir hús- freyja. Fyrri kona Örnólfs var Guðný Ella Sigurðardóttir, f. 4.5. 1931, d. 27.1. 1983, kennari. Börn Örnólfs og Guðnýjar eru Sigurður, f. 10.5. 1953, dr. í tauga- lækningum og fyrrv. trygginga- læknir og prófessor emeritus, kvæntur Sif Eiríksdóttur þroska- þjálfa en þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvö börn; Arngrímur, f. 17.9. 1956, efnafræðingur og kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri og á hann fjögur börn; Birgir, f. 28.3. 1958, lyfjafræðingur í Kópa- ovgi, kvæntur Rósu Jónsdóttur mat- vælafræðingi og eiga þau fjögur börn; Lárus, f. 27.1. 1964, dr. í eðlis- fræði og prófessor við HÍ og gisti- prófessor í Stokkhólmi, kvæntur Þóru Árnadóttur jarðeðlisfræðingi og eiga þau þrjú börn. Systkini Örnólfs: Kristín Rann- veig, f. 30.3. 1933, fyrrv. kennari og þýðandi í Borgarnesi; Hrafnkell, f. 22.1. 1937, d. 17.6. 2007, arkitekt; Hallveig, f. 30.8. 1939, brúðuleikari, kennari og skjalaþýðandi úr rúss- nesku; Kristján, f. 30.10. 1941, kenn- ari og fyrrv. formaður Hins íslenska kennarafélags. Foreldrar Örnólfs: Sigurður Thorlacius, f. 4.7. 1900, d. 17.8. 1945, skólastjóri Austurbæjarskólans í Reykjavík, og k.h., Áslaug Krist- jánsdóttir, f. 21.11. 1911, d. 16.4. 2014, ritari. Úr frændgarði Örnólfs Thorlacius Örnólfur Thorlacius Anna Sigurðardóttir húsfr. á Fremstafelli Guðlaugur Ásmundsson b. á Fremstafelli, af Skútustaðaætt Rósa Guðlaugsdóttir húsfr. á Fremstafelli Kristján Jónsson b. á Fremstafelli í Köldukinn Áslaug Kristjánsdóttir ritari í Rvík Rannveig Jónsdóttir húsfr. á Hriflu Jón Kristjánsson b. á Hriflu, af Hvassasfellsætt Jónas Jónsson frá Hriflu alþm. og ráðh. Auður Jónasdóttir húsmæðrakennari Sigurður Steinþórsson jarðfræðiprófessor Helga Kristjánsd., skólastj. Húsmæðraskólans á Akureyri og húsfr. á Silfrastöðum. Jónas Kristjánsson forstöðum. Stofnunar Árna Magnússonar Jón Kristjánsson b. á Fremstafelli Sigurður Eggerz alþm. og ráðherra Pétur Eggerz sendiherra Þorsteinn Thorlacius hreppstj. á Öxnafelli Ólöf Margrét Þorsteins- dóttir húsfr. á Akureyri Vilhjálmur Þór kaupfélagsstj. KEA, bankastj. og ráðherra Kristján Thor- lacius form. BSRB Gylfi Thorlacius hrl. Birgir J. Thorlacius ráðuneytisstj. Markús Möller hagfræðingur Sigríður Guðmundsdóttir húsfr. í Akureyjum Pétur Eggerz kaupstjóri í Akureyjum Ragnhildur Pétursdóttir Eggerz húsfr. í Búlandsnesi Ólafur Thorlacius læknir á Búlandsnesi Sigurður Thorlacius skólastj. Austurbæjarskóla í Rvík Kristín Rannveig Tómasdóttir Thorlacius systurdóttir Jónasar Hallgrímssonar skálds, af Hvassafellsætt Jón Thorlacius pr. í Saurbæ í Eyjafirði, systur- sonur Álfheiðar, langömmu Einars Guðfinnsonar útg.m. Gerður Steinþórsdóttir cand,mag. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 Björn Jóhannsson fæddist aðValdasteinsstöðum í Hrúta-firði 9.9. 1891 en foreldrar hans voru Jóhann Jóhannsson, hús- maður á Valdasteinsstöðum, og k.h., Ragnheiður Björnsdóttir. Jóhann var sonur Jóhanns Jónssonar, vinnumanns á Hörgshóli í Þver- árhreppi en Ragnheiður var dóttir Björns Björnssonar, bónda á Klúku í Steingrímsfirði. Eiginkona Björns var Anna Magnúsdóttir frá Hjarðarhaga og eignuðust þau níu börn. Björn hneigðist snemma til bók- náms en varð sjálfur að fjármagna nám sitt með sparnaði og sumar- vinnu. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg og útskrifaðist síðan úr Kennaraskólanum vorið 1913. Síðar sótti hann fjölda kennaranám- skeiða, m.a. til Danmerkur. Að loknu prófi var Björn kennari í Beruneshreppi, Norðfirði og Jökul- dalshreppi og stundaði jafnframt bú- skap með kennslustörfunum. Þau hjónin fluttu síðan að Veturhúsum í Jökuldalsheiði og bjuggu þar nokk- ur ár en fluttu til Vopnafjarðar 1921. Þar var Björn fyrst sveitakennari en tók við Barnaskólanum á Vopnafirði 1924 og var þar skólastjóri þar til 1961 er hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Björn og Anna ráku gistiheimili á Vopnafirði um árabil og þóttu af- bragðs gestgjafar. Þá sinnti Björn bókhaldi um skeið hjá Kaupfélagi Vopnafjarðar. Hann var listaskrifari og ágætlega ritfær eins og endur- minningar hans sýna sem hann nefndi „Frá Valdastöðum til Vetur- húsa“. Hann var áhugasamur um söng, hafði prýðilega söngrödd, söng lengi í kirkjukór Vopnafjarðar, lét sig varða kirkjumál og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum á því sviði, var t.d. löngum sóknarnefndarmaður og safnaðarfulltrúi. Björn þótti góður kennari, var orðlagt prúðmenni í allri umgengni og framkomu og nemendum sínum góð fyrirmynd. Björn lést 28.6. 1968. Merkir Íslendingar Björn Jóhannsson 85 ára Björg Þórisdóttir Elín A. Þorsteinsdóttir Guðjón Sigurjónsson Örnólfur Thorlacius 80 ára Árni Gunnarsson Bára Þóranna Svavarsdóttir Magnús R. Jónsson 75 ára Benedikt Elínbergsson Þráinn Valur Ingólfsson 70 ára Ásgerður Arnardóttir Baldvin J. Erlingsson Björg Ásgeirsdóttir Jóhanna Eiríksdóttir Kristinn Óskarsson Pétur Ævar Óskarsson Stefán Hilmar Einarsson Þórhallur Þórhallsson 60 ára Gróa Herdís Ingvarsdóttir Guðlaugur A. Kristinsson Guðríður Elísa Vigfúsdóttir Páll Brynjar Arason Skúli Hafþór Hermannsson Stefán Skjaldarson Unnur Ölversdóttir Vésteinn Benediktsson Wieslaw Naturalista 50 ára Aðalsteinn R. Friðþjófsson Finnur Indriði Guðmundsson Guðmundur H. Tryggvason Haraldur Smári Haraldsson Ketilbjörn Ólafsson Kristján Bjarni Halldórsson Santia Svanhvít Sigurjónsdóttir Sigurður Eyþór Valgarðsson Stefán Gunther Vilhjálmur S. Kjartansson Þorri Hringsson 40 ára Arnþrúður Þórarinsdóttir Ágúst Páll Árnason Árni Eyfjörð Ragnarsson Baldur Marteinn Einarsson Brynja Þóra Guðnadóttir Fannar Guðmundsson Ismail Lakhal Íris Dögg Ægisdóttir Jens Sigmund Obendorfer Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir Jónas Baldursson Jón Jónsson Lúðvík Kalmar Víðisson Magnús Halldórsson Marcin Blasik Margrét Elín Kaaber Marta Baryla Sigurgeir Þór Hreggviðsson Valdís Ólafsdóttir Örn Viðar Grétarsson 30 ára Guðný Björk Einarsdóttir Hans Pétursson Haukur Þór Ísfeld Helgason Ingveldur Eyjólfsdóttir Karl Axel Karlsson Malgorzata Plodowska Matthías Örn Friðriksson Paul Henning Sunna Sigurósk Gísladóttir Sædís Alexía Sigurmundsdóttir Sævar Logi Ólafsson Til hamingju með daginn 30 ára Sædís ólst upp í Mosfellssveit, býr á Akra- nesi, lauk BSc-prófi í við- skiptalögfræði og er verk- efnastjóri hjá Akranes- kaupstað. Maki: Hjalti Brynjar Árna- son, f. 1983, lögmaður. Börn: Einar Óli, f. 2005; Elsa Dís, f. 2010, og Gunnar Kári, f. 2012. Foreldrar: Guðfinna Elsa Haraldsdóttir, f. 1961, og Sigurmundur Andrés Guðmundsson, f. 1961. Sædís A. Sig- urmundsdóttir 30 ára Sunna ólst upp á Patreksfirði, átti heima í Kópavogi en hefur búið Reykjanesbæ frá 2011 og starfar hjá Bláa lóninu. Maki: Gylfi Gígja Geirs- son, f. 1984, starfsmaður hjá Góu Lindu í Hafn- arfirði. Foreldrar: Kristín Gísla- dóttir, f. 1960, grunn- skólakennari í Grindavík, búsett í Grindavík, og Gísli Ólafsson, f. 1954, starfar og býr í Noregi. Sunna Sigurósk Gísladóttir 30 ára Matthías ólst upp á Dalvík, býr í Grindavík, lauk BSc-prófi í við- skiptafræði frá HA og er að ljúka MSc-prófi í fjár- málum fyrirtækja við HÍ. Maki: Gerður Rún Ólafs- dóttir, f. 1989, hjúkr- unarfræðingur við Land- spítalann. Foreldrar: Inga Sigrún Matthíasdóttir, f. 1957, kennari á Akureyri, og Friðrik Gígja, f. 1961, sjó- maður í Hafnarfirði. Matthías Örn Friðriksson Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Regn- og hlífðarfatnaður Dynjandi býður upp á hlífðar- og regnfatnað sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.