Morgunblaðið - 09.09.2016, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016
Þessi frábæra kjötsög
með hakkavél frá
Dinamix er komin aftur
Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað
Vinnsluhæð 240 mm
Vinnslubreidd 250 mm
Færanlegt vinnsluborð 470x600 mm
Hakkavél: Já
Mótor: 550 wött
Hæð: 1470 mm
Þyngd: 58 kg
Verð aðeins kr. 79.000
Síðumúla 11 - 108 Reykjavík - Sími 568 6899
Póstfang: vfs@vfs.is - Netsíða: www.vfs.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Dekraðu við þig í kvöld. Þú átt það
skilið eftir atburði dagsins. Einhverjum tekst
að koma þér á óvart.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í
skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á
þeim sem standa þér næst. Stutt hugleiðsla
eða sundsprettur geta skipt sköpum fyrir þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ást við fyrstu sýn er möguleiki. Þú
áttir alls ekki von á því að falla fyrir ókunnri
manneskju, en svona er lífið, fullt af óvænt-
um uppákomum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Lokaðu þig ekki af frá umheiminum
þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Slík fram-
koma kemur þér bara í koll. Leggðu þig fram í
uppeldinu, það færðu margfalt til baka síðar
meir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það léttir lífið að hafa gamansemina
alltaf við höndina. Láttu ástvini vita að þú
þarfnist friðar til að geta einbeitt þér að nám-
inu sem þú varst að byrja í.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú mátt ekki halda svo aftur af þér að
þér verði ekkert úr verki. Farðu varlega í
akstri og íþróttum. Vertu staðföst/fastur og
þá fer allt vel hjá þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Heilbrigð skoðanaskipti eru af hinu góða
og sá er vinur sem til vamms segir. Veðrið á
það til að hafa áhrif á skap þitt, reyndu að
draga úr þeim áhrifum nú þegar dimman
eykst.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þig skortir sjálfstraust til að
standa í orðaskaki. Taktu til þinna ráða. Var-
astu að senda öðrum misvísandi skilaboð.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert með of mörg járn í eld-
inum og tekst þess vegna ekki að ljúka við
neitt. Vertu svolítið frumleg/ur í vali á litum.
Langþráð ferðalag er að verða að veruleika.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Reyndu að umbera fólk þótt það
geti verið þreytandi á stundum. Ekki eyða
orku í það sem engu máli skiptir. Skoðanir
annarra má vega og meta.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur mikla þörf fyrir að sýna
öðrum vináttu í dag. Brjóttu odd af oflæti
þínu og leitaðu þér aðstoðar ef með þarf. Vin-
ur í neyð biður þig um aðstoð, sem þú veitir
fúslega.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft að gefa þér tíma til þess að
íhuga þau mál, sem hvíla þungt á þér. Leyfðu
rómantíkinni að blómstra í lífi þínu. Ekki er
allt gull sem glóir.
Yrkisefni Ólafs Stefánssonar íþessum erindum eru „árstíð-
arhvörf“:
Kalt er á kvöldin,
kulvísin gengin er aftur.
Veturinn völdin
vill nú, sá óboðni raftur.
Útspýttur undi
uppskerudagana langa.
Svamlaði í sundi,
sólföt á snúrunni hanga.
Rollur að réttum
renna með fáheyrðum galsa.
Stétt þar með stéttum
stendur og brestur í salsa.
Fargesta fjöldinn
flaksast í Þingvallablænum.
Önnur var öldin
þá Ísaland lifði á sænum.
„Að stöðva eldgos“ skrifar Fía á
Sandi á Leirinn, „Sá á fésbók áðan
að ríkisstjórn okkar hefði á sínum
tíma lofað að koma í veg fyrir hvað-
eina sem stöðvað gæti raflínuna frá
Kröflu að Bakka, að viðlögðum
milljarða bótum.
Nú sé ég í nýju ljósi
nokkuð gallað samningsblað.
Komi til að Krafla gjósi
hver ætlar að stoppa það?“
Hallmundur Guðmundsson fann í
vísnabing sínum:
Við lífið er hún lagin og smellin,
leikur sér alltaf svo ferlega hnellin.
Flest okkar finnur,
fangar og spinnur.
Er nokkuð betra um ævináen ellin?
Það liggur vel á Pétri Stef-
ánssyni, – „Gleðigönguna“ kallar
hann þessar vísur:
Auðnusólin á mig skín,
ómar gleðihlátur.
Geislum stráð er gatan mín,
geng ég hana kátur.
Lundin hressist, linast þraut,
lífsins tímar glóa.
Gengið hef ég greiða braut
um gleðinnar ljúfu skóga.
„Bestu kokkar í heimi!“ segir
Hjálmar Freysteinsson á fésbók-
arsíðu sinni, en í ljós hefur komið
að gestir á veitingahúsum fá oftar
en ekki aðra fisktegund en á mat-
seðli stendur:
Kynngi lík er kúnstin sú,
að kokkar gera mæta vel
trippalund úr kjöti af kú
og keiluna af skötusel.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Um árstíðahvörf,
Kröflu og ellina
Í klípu
„EKKI KVARTA VIÐ MIG. LÆKNIRINN
ÞINN SKRIFAÐI ÞETTA – „UFSAGRÝLA
TVISVAR Á DAG Í EINA VIKU.““
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„NEI, ÞÚ MÁTT EKKI FARA MEÐ ÞETTA
Í SKÓLANN. SETTU ÞETTA AFTUR Á
VEGGINN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hver dagur er
eins og sá sem þið
hittust fyrst.
ROP OG ÞEGAR ÞÚ HÉLST
AÐ ÞETTA GÆTI EKKI
ORÐIÐ BETRA… ROOOP!
ÞÚ ÞARFT
EKKI AÐ
ÞEFA AF ÞVÍ
ALLT Í ÞESSARI SNOBBBÚLLU
ER FRAMREITT FERSKT!
ÞEF
Reykjavík er dýrasta höfuðborg íEvrópu, samkvæmt nýrri
skýrslu efnahagssviðs Samtaka at-
vinnulífsins. Á verðlaginu er víða
vakin athygli, m.a. á ferðasíðunni
Tripadvisor, sem tíundar kosti og
galla áfangastaða og er öflug hand-
bók margra ferðamanna.
x x x
Íslandi hefur verið hælt mikið semákjósanlegum ferðastað, en ekki
er allt sem sýnist. Sérstaklega virð-
ist verðlagið hérlendis fara fyrir
brjóstið á ferðalöngum. Víkverji tel-
ur það ekki gott til afspurnar.
x x x
Í vikunni birti Tripadvisor upplifunferðalangs, sem sagði að útsýn-
isferð um Reykjavík væri ekki þess
virði, reyndar sú versta sem hann
hefði upplifað. Reykjavík væri ekki
spennandi, þar væru fáir markverðir
staðir enda borgin ung. Verðlagið
væri samt það sama og í París en
Reykjavík væri ekki París. Ferða-
maðurinn hafði ekkert nema slæmt
um ferðina um borgina að segja og
varaði lesendur við henni. Hinsvegar
gaf hann ferð með Gray Line um
gullna hringinn hæstu einkunn þrátt
fyrir verðið, 90 dollara, sem hann
sagði hátt en dæmigert fyrir Ísland.
x x x
Sami ferðalangur hældi matnumhjá Sægreifanum og í Ostabúð-
inni á Skólavörðustíg en hann var
ekki ánægður með Reykjavik Fish.
Sagði að ekki væri dýrt að borða á
staðnum, miðað við verðlag í Reykja-
vík, 52 dollara (um 6.000 kr.) fyrir
tvo skammta af fiski og frönskum og
tvo bjóra. Þetta væri samt há upp-
hæð miðað við að þjónustan væri
engin, gestir þyrftu að ná í hnífapör-
in og þyrftu að borga 5 dollara fyrir
brauð og aukagjald fyrir sósur.
x x x
Maðurinn benti á að þjón-ustulundinni væri ekki fyrir að
fara og þetta viðmót færðist í aukana
á Íslandi. Það væri slæmt vegna þess
að með þessu móti dræpu heima-
menn gullgæsina áður en ferðaþjón-
ustan næði sér á strik. Og Íslend-
ingar þyrftu svo sannarlega á
peningunum að halda. Glöggt er
gests augað. víkverji@mbl.is
Víkverji
Biðjið, og yður mun gefast, leitið og
þér munuð finna, knýið á og fyrir yður
mun upp lokið verða. (Matt. 7:7)