Morgunblaðið - 09.09.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ég hlakka bara til. Umleið og ég kemst ofan ísjóinn er ég róleg. Sjór-inn er mitt umhverfi og þar líður mér vel. Ég er líka með fínt kuldaþol,“ segir Birna Hrönn Sigurjónsdóttir sem tekur þátt í alþjóðlegu boðsundi upp Golf- strauminn á laugardaginn í Murm- ansk í Norður-Rússlandi fyrir Ís- lands hönd. Hún syndir um 1,2 km, í um fimm til sjö gráðu köld- um sjó en um 40 sundmenn ljúka boðsundinu í Murmansk. Boðsund- ið er liður í stórri íþróttahátíð í borginni. Strangar reglur gilda um sjó- sundskeppni af þessu tagi. Til að mega taka þátt þarf að sýna læknisvottorð og hjartalínurit sem sýnir að þátttakandinn geti synt í sjó sem er undir fimm gráðum. Sundföt, sundhetta og sundgler- augu eru eini búnaðurinn sem er leyfilegur en hvorki vettlingar né sundskór eru leyfðir. Ísmílan það heitasta í dag Birna Hrönn er mikil sund- garpur og er enginn nýgræðingur í sjósundi en hún hefur synt í öll- um helstu sjósundum sem hafa verið skipulögð hér á landi und- anfarið, t.d. sundi út í Viðey, Drangey og Hrísey svo fátt eitt sé nefnt. Í apríl tók hún þátt í svokall- aðri Ísmílu sem haldin var í fyrsta skipti hér á landi en þar er synt ein míla eða 1,6 km í sjó sem er undir 5 gráðum. Þegar sundið var haldið hér á landi var sjórinn 3,6 gráður. Birna Hrönn var önnur af tveimur sem kláruðu sundið. „Ís- mílan er það heitasta í dag eða kaldasta,“ segir hún og hlær. Ís- mílan (Ice Mile) er eitt erfiðasta sjósund í heimi og þótti henni sundið ekki ýkja erfitt þó það hafi reynt töluvert á. Birna Hrönn er vel tengd inn í sjósundsheiminn hér á landi og einnig erlendis en hún er t.d. fulltrúi Alþjóðlegu ís- sundssamtakanna hér á landi. Í sumar fór Birna Hrönn um fjöll og firnindi og dýfði sér í ár og vötn og gljúfur og fossa til að vaða og synda í. Hún er því nokkuð vel undirbúin fyrir komandi átök á laugardaginn. Hún er mikið fyrir útivist og jaðaríþróttir og viður- kennir að sér þyki gaman að ögra sjálfri sér, sérstaklega í nátt- úrunni. „Tengslin við náttúruna. Þeg- ar ég fer ofan í sjóinn fer í ég ofan í náttúruna. Ég upplifi líka mikið frelsi við að synda í sjónum. Þetta er líka mikið ævintýri því maður rekst oft á ýmisleg dýr,“ segir hún spurð hvað heilli mest við sjósund- ið. Henni líkar betur að synda í sjónum en í ferskvatni en hún tek- ur fram að í vatni líði sér best. Kuldinn er einnig það sem dregur hana ofan í vatnið. Birna Hrönn hefur synt mikið í gegnum tíðina í sundlaugum en byrjaði ekki að stunda sjósund fyrr en árið 2009. „Mig hafði lengi langað að prófa sjósund en hafði ekki kjarkinn í það. Vinkona mín stundaði þetta og ég fór með henni. Eftir fyrsta skipi varð ekki aftur snúið og ég er bara búin að vera í sjónum síðan,“ segir hún og bætir við að hún nýti alltaf tæki- „Sjórinn er mitt umhverfi“ Í köldum sjó líður Birnu Hrönn Sigurjónsdóttur best. Tengsl við náttúruna og vel- líðan bæði andleg og líkamleg er það sem dregur hana ofan í sjóinn. Hún hefur tekið þátt í flestum skipulögðum sjósundum hér á landi en á morgun tekur hún þátt í boðsundi upp Golfstrauminn í Murmansk í Rússlandi fyrir hönd Íslands. Þar mun hún synda um 1,2 km í sjó sem er um fimm gráður. Sund Birna reynir að fara í sjósund að minnsta kosti í 3-4 sinnum á viku. Ljósmyndir/úr einkasafni Kuldi og kraftur Svartifoss var einn af þeim sem hún baðaði sig í. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is Við höfum endurskapað heilsudýnuna. Aftur. Rennilásinn er líklega það eina sem við endurhönnuðum ekki. AFSLÁTTUR 25% KOMDU NÚNA! TEMPUR-DAGAR TEMPUR® HYBRID Boðsundið um Golfstrauminn er hápunktur tveggja daga hátíðar í til- efni aldarafmælis borgarinnar Murmansk. Í boðsundinu verður synt m.a. í Suður-Afríku, á Bahama-eyjum, í New York, Írlandi, Bretlandi, Frakklandi, Spáni, Íslandi, Danmörku og síðan mun sundið enda í Murmansk þar sem Birna Hrönn verður ein af tæplega 40 sundmönnum sem koma allstaðar að úr heiminum til að ljúka boðsundinu. Boðsundið fer fram á ákveðnum tíma í fyrrnefndum löndum. Hápunktur hátíðarinnar BOÐSUND UM GOLFSTRAUMINN Í MURMANSK Kjarkur Í sumar ferð- aðist hún víða um land, synti í ám og vötnum og henti sér ísköld í einn af foss- unum í Fiská.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.