Morgunblaðið - 09.09.2016, Qupperneq 18
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Röntgenmyndataka leiddi í ljós að vík-
ingasverðið sem fannst á dögunum er
fremur látlaust. Ekkert skraut fannst á
hjalti þess eins og vonast var til. „Það
segir samt voðalega lítið því allt skraut
gæti verið búið að tærast í burtu. Við
vitum hreinlega ekki hvort það hafi ver-
ið skreytt eða ekki,“ segir Sandra Sif
Einarsdóttir, forvörður Þjóðminja-
safnsins.
Sverðið er nú komið til varðveislu hjá
safninu og unnið að því að koma því í
stöðugra ástand.
Gæsaskyttur fundu víkingasverðið í
Skaftárhreppi um síðustu helgi. Það er
af Q gerð Jan Petersens og líklega frá
950 og fram yfir 1000.
Ekkert almúgasverð
Sverð af Q-gerð eru yfirleitt fremur
einföld og stílhreinni en eldri sverð sem
hafa fundist. Þessi gerð af sverðum er
nokkuð algeng og er næstalgengast
gerðin sem finnst hér og í Noregi. Al-
gengasta gerð af sverðum sem hafa
fundist er kölluð M og er mjög áþekk Q,
en aðeins eldri.
Þó sverðið virðist hafa vera látlaust
hefur það ekki verið neinn almúgagrip-
ur að sögn Söndru. „Sverð voru rándýr-
ir gripir. Efniviðurinn í þau var dýr og
það fór langur tími í að búa til sverð.
Þannig að það var ekki á færi allra að
eignast sverð.“
Annað sem mótar fyrir á sverðinu og
kom enn betur í ljós í röntgenmynda-
tökunni er rás sem liggur eftir því
miðju. Rásin kallast blóðrefill og er
gerð til þess að létta sverðið, að sögn
Söndru. Stundum er aðeins fremri hluti
brandsins, sverðsins sjálfs, kallaður
blóðrefill.
Skaftið kallast líka ákveðnum nöfn-
um; fyrst er það efra hjalt, þá meðal-
kafli þar sem haldið er um sverðið, og
þá fremra hjalt. Á meðalkafla sverðsins
sjást viðarleifar. „Það hefur verið viður
á skaftinu, sum sverð eru vafin með silf-
urvír en það eru engin ummerki um
það,“ segir Sandra.
Sverðið er mjög tært
Næsta skref í varðveislu og rannsókn
á sverðinu er að hreinsa það. „Ástæðan
fyrir því að forverðir vilja setja hluti í
röntgen er helst til að sjá ástandið á
málminum sem er eftir. Þegar ég
hreinsa sverðið vil ég sjá hversu mikið
af málmi er eftir og hversu varlega ég
þarf að fara, eða hvort það er bara tær-
ing sem er hér að utan. Þetta sverð er
gripinn. Allir gripir sem koma upp úr
jörðinni eru mjög óstöðugir og við
reynum að fjarlægja sem mest af sölt-
unum til að gera þá stöðugri og lengja
líftímann því gripurinn mun eyðileggj-
ast á endanum. En ef við afsöltum
hann tökum við þá áhættu að missa all-
ar viðarleifar. Ef hann fer ekki í afsölt-
un fer hann inn í geymslu hjá okkur, í
lágt rakastig til að stöðva alla tæringu.“
Sverðið er annars mjög heillegt að
sögn Söndru en yfirleitt koma sverð í
bútum á safnið. „Þetta er sextánda
sverðið sem kemur inn á safnið með
heil hjölt sem hægt er að aldurs-
greina.“
vel varðveitt en eggjarnar eru mjög
tærðar,“ segir Sandra.
„Svo þurfum við að taka ákvörðun
um hvort við munum afsalta það, sem
við gerum mjög oft við járngripi sem
þurfa að fara í sýningu. Í jarðveginum
fara sölt inn í gripinn og það eru þau
sem valda tæringunni og skemma
Fremur látlaust víkingasverð
Víkingasverðið fór í röntgenmyndatöku Ekkert skraut kom í ljós Vel varðveitt en eggjarnar eru
tærðar Blóðrefill liggur niður eftir brandinum Unnið að því að koma sverðinu í stöðugra ástand
Morgunblaðið/Eggert
Víkingasverð Sandra Sif Einarsdóttir forvörður og Ármann Guðmundsson fornleifafræðingur hjá Þjóðminjasafninu
vinna nú að því að skoða sverðið enn betur. Sverðið er núna komið til varðveislu hjá Þjóðminjasafninu.
Forngripir Með sverðinu fannst lítill hlutur, neðst í vinstra horni mynd-
arinnar, sem talinn er vera sigð. „Þetta er bogið og við sjáum í sárinu að
þetta hefur verið með egg, sem er dæmigert fyrir sigð,“ segir Sandra.
Hjöltin Frá hægri er það efra hjalt, meðal-
kafli og fremra hjalt. Sverðið er brandur og
rásin blóðrefill.
Grandskoðað Sverðið
fór í röntgenmyndatöku í
Domus Medica.
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016
Hamraborg 10 – Sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18, laugardaga 11-14
Verið velkomin
í sjónmælingu
Traust og góð þjónusta í 20 ár
Þyrla Landhelgisgæslunnar kom
þremur erlendum ferðamönnum,
sem lentu í sjálfheldu á Eyja-
fjallajökli í gær, til bjargar.
Ferðamennirnir voru í sjálfheldu
við Gígjökul sem gengur norður
úr Eyjafjallajökli. Þyrlan sótti
ferðamennina í gærkvöldi en þeir
voru þá orðnir kaldir og blautir
en að öðru leyti var í lagi með þá.
Leiðin að ferðamönnunum var
erfið og voru því fengnir sérhæfð-
ir fjallabjörgunarmenn með í leit-
ina. Þyrlan flutti ferðamennina á
Hellu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Erlendum ferða-
mönnum bjargað