Morgunblaðið - 09.09.2016, Síða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016
Anna Málfríður Sigurðardóttir pí-
anóleikari heldur tónleika í Hlöð-
unni á Kvoslæk í Fljótshlíð sunnu-
daginn 11. september kl. 14.30. Á
efnisskránni eru verk eftir W.A.
Mozart og Franz Liszt, en Anna
segir frá tónskáldunum og verk-
unum á tónleikunum. Boðið er upp
á kaffi í hléinu. Miðar eru seldir við
innganginn og er verðið 2.000
krónur, en rétt er að geta þess að
ekki er tekið við greiðslukortum.
Anna Málfríður leikur í Hlöðunni
Píanóleikari Anna Málfríður Sigurðardóttir heldur tónleika á sunnudag.
T E X T I nefnist sýning sem opnuð
var í Listasafni Íslands í gær. Þar eru
sýnd textaverk um fimmtíu íslenskra
og alþjóðlegra myndlistarmanna.
Verkin á sýningunni eru valin úr um
1.000 verka safneign listsafnaranna
Péturs Arasonar og Rögnu Róberts-
dóttur en þau hafa safnað íslenskri og
erlendri samtímamyndlist frá því á 7.
áratugnum.
„Stór hluti sýnenda á sýningunni
telst til helstu myndlistarmanna samtímans og hafa margir þeirra tengst
Pétri og Rögnu sterkum vináttuböndum. Þau tengsl hafa jafnframt leitt til
frekari kynna íslenskra myndlistarmanna við erlenda kollega og hafa átt
stóran þátt í að skapa grundvöll fyrir öflugu sýningahaldi á verkum er-
lendra myndlistarmanna á Íslandi,“ segir í tilkynningu.
Pétur Arason kaupmaður og Ragna Róbertsdóttir myndlistarmaður
ráku sýningarrýmið Önnur Hæð, ásamt Ingólfi Arnarssyni myndlist-
armanni á heimili sínu að Laugavegi 37 á árunum 1992-1997. „Þar buðu
þau mörgum af þekktustu alþjóðlegu myndlistarmönnum samtímans að
sýna verk sín og sköpuðu margir þeirra verk með vísun í menningu og
náttúru Íslands. Verk þessara listamanna mynda grunninn í safneign
þeirra. Pétur og Ragna héldu áfram að safna samtímamyndlist eftir að
Önnur Hæð hætti starfsemi og 2003 opnuðu þau SAFN Samtímalistasafn á
þremur hæðum sömu byggingar. SAFN var rekið í samstarfi við Reykja-
víkurborg og var opið almenningi til 2008. Árið 2014 opnuðu þau tvö sýn-
ingarrými er bera heitið SAFN; annað að Bergstaðastræti 52 og hitt að Le-
wetzowstrasse 16 í Berlín. Á báðum stöðum bjóða þau gestum sínum að
upplifa valin verk úr safneign sinni.“
Meðal listamanna sem verk eiga á sýningunni eru Birgir Andrésson,
Hanne Darboven, Hreinn Friðfinnsson, Hamish Fulton, Douglas Gordon,
Franz Graf, Jenny Holzer, Roni Horn, Karin Sander og Yoko Ono.
Verk úr safneign Péturs og Rögnu
Textaverk Verk eftir Birgi Andrésson
sem sjá má á sýningunni.
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
Í verkinu er farið með áhorfandann
aftur til ársins 1982, þegar Bubbi
Morthens túrar með Egó um landið.
Leikritið fjallar um barnlaus hjón
sem búa fyrir vestan og eru á jaðri
samfélagsins en
þrá að vera eins
og hinir. Ungur
drengur er send-
ur til þeirra í fóst-
ur og líf þeirra
umturnast. „Eftir
krókaleiðum
kemur sending
inn á heimilið, og
það er þetta barn.
Það rótar upp í
tilveru þeirra á margan hátt,“ segir
Bjarni Jónsson, höfundur verksins.
„Þau upplifa breytta tíma, eins og
Egó.“
Í aðalhlutverkum eru Árni Arnar-
son, Elma Stefanía Ágústsdóttir,
Hilmar Guðjónsson, Kristín Þóra
Haraldsdóttir og Þorsteinn Bach-
mann.
Dramatískt en líka fyndið
Bjarni segir verkið að einhverju
leyti flakka til og frá í tíma. „Ég er að
fara aftur til þess tíma til að finna
taktinn og andrúmsloftið sem var þá
í samfélaginu og að einhverju leyti að
stilla því upp við það sem við búum
við í dag,“ segir hann.
Bjarni segir verkið eins og lífið
sjálft, dramatískt en um leið oft fynd-
ið. Það gerir bjargarleysi og útskúf-
un að meginviðfangsefni sínu. „Þetta
er dramatískt umfjöllunarefni en
vegur salt; þetta er líka fyndið. Það
er alltaf einhver kómík í hlutunum og
ég leyfi því algerlega að flæða með,“
segir hann. „Þetta er hálfgerð
spennusaga, það er verið að fletta of-
an af hlutum allan tímann. Það er
„spennuelement“ í sögunni.“
Að draga fólk í dilka
Athygli vekur að ein af aðalpersón-
unum er ungur drengur, aðeins tíu
ára gamall. Bjarni segir að börn og
ungmenni hafi alltaf verið í hans
verkum. „Að minnsta kosti í bak-
grunni og haft eitthvað að segja.“
Hann segir að hugmyndin hafi kvikn-
að þegar út kom skýrsla um vist-
heimilin sem voru rekin á vegum rík-
isins. „Þetta sat svo í mér. Við höfum
verið svo duglegir Íslendingar, eins
og aðrar þjóðir, að draga fólk í dilka
og gerum það mjög snemma. Eftir
uppruna, ætterni, hvaðan þú ert að
koma og hvernig blær er yfir þér sem
krakki. Það getur haft alveg ótrúlega
afgerandi áhrif á framtíðina, hvernig
fólk tekur þér og meðhöndlar þig.“
Börnin alltaf í öðru sæti
Bjarni tekur einnig fyrir valdbeit-
ingu í þjóðfélaginu í verkinu. „Það er
ákveðið ofbeldi sem við erum að
vinna með, bæði að opna á og tala um
og það situr alveg rosalega fast í okk-
ur að það eigi að koma hlutum fram
með valdi ef það tekst ekki að öðru
leyti. Mér finnst við vera mjög snögg
í valdbeitingu,“ segir Bjarni. „Barnið
er slitið upp og sent í nýjar aðstæður
en það má eiginlega segja að allar
persónurnar séu að einhverju leyti
utangarðs. Þau eru öll að heyja bar-
áttu fyrir því að vera gildir ein-
staklingar í samfélaginu og leita
ólíkra leiða til að ná fram því réttlæti.
En það fylgir því eitthvert ofbeldi og
einhver saga sem þau bera með sér.
Þau er öll svolítið úti á kanti án þess
að ætla sér það eða vilja það. Mér
finnst það áhugavert í allri um-
ræðunni um börn og ungmenni að
það er alltaf þannig að börnin eru í
öðru sæti. Þegar kemur til vanda-
mála fullorðinna þá lenda börnin allt-
af fyrir aftan. Og þau ráða engu.
Leikritið gerist á þeim tíma sem er
ekki eins mikil meðvitund og kannski
ákveðið skilningsleysi á aðstæðum
fólks,“ segir hann.
Fer skrefinu lengra
Bjarni segist afar sáttur við út-
komuna og spenntur fyrir frumsýn-
ingunni. „Mér finnst Marta Nordal
sem leikstýrir fara skemmtilega leið.
Hún fer alveg skrefinu lengra en ég
hafði hugsað mér. Hún fer í þetta
ferðalag með textanum, að brjóta
upp harðan natúralisma eða raunsæi
og lyfta þessu upp í fallega leikhús-
vídd. Ég hefði aldrei viljað sjá þetta
öðruvísi.“
Að róta upp í tilverunni
Leikritið Sending eftir Bjarna Jónsson verður frumsýnt
á Nýja sviði Borgarleikhússins annað kvöld kl. 20
Bjarni Jónsson
Fóstur Í Sendingu fá barnlaus hjón dreng í fóstur. Tilvera þeirra umturnast
en útskúfun, bjargarleysi og valdbeiting eru viðfangsefni sýningarinnar.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Láttu drauminn rætast.
MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 9/9 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Lau 8/10 kl. 20:00
Lau 10/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Sun 9/10 kl. 20:00
Sun 11/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00 Fim 13/10 kl. 20:00
Fös 16/9 kl. 20:00 Lau 1/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00
Lau 17/9 kl. 20:00 Sun 2/10 kl. 20:00 Lau 15/10 kl. 20:00
Sun 18/9 kl. 20:00 Fim 6/10 kl. 20:00 Sun 16/10 kl. 20:00
Fös 23/9 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00
Gleðisprengjan heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 24/9 kl. 13:00 Frums. Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn
Sun 25/9 kl. 13:00 2. sýn Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn
Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar
Sending (Nýja sviðið)
Lau 10/9 kl. 20:00 Frums Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn
Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn Lau 24/9 kl. 20:00 6. sýn
Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson
Njála (Stóra sviðið)
Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00
Suður-afríski tenórinn Johan Botha lést í Vínarborg í gær
51 árs að aldri. Botha glímdi við lifrarkrabbamein og
hafði nýverið tekið sér sjö mánaða leyfi frá störfum. Hann
sneri aftur á svið í júní sl. þegar hann söng hlutverk Sieg-
mund í Valkyrjunni í Búdapest og bundu aðdáendur hans
vonir við að veikindin væru að baki, en það reyndist ekki
raunin. Í framhaldinu söng hann Calaf í Turandot á tón-
listarhátíðinni í München. Hann kom síðast fram fyrir
þremur vikum á hátíðartónleikum í Höfðaborg á vegum
Krabbameinssamtaka Suður-Afríku. Ráðgert var að hann
færi með hlutverk Calafs og Radamesar í Aidu í Vínaróperunni á næstu vik-
um. Óperustjóri Vínaróperunnar, Dominique Meyer, harmaði fráfall Botha
og sagði hann hafa þurft að „kveðja alltof snemma“.
Johan Botha látinn 51 árs að aldri
Johan Botha