Morgunblaðið - 09.09.2016, Page 30

Morgunblaðið - 09.09.2016, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 ✝ Sigríður Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 4. júní 1937. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 30. ágúst 2016. Foreldrar Sig- ríðar voru Guð- mundur Karl Pét- ursson, yfirlæknir, f. 8. september 1901, d. 11. maí 1970, og Inga Jóna Karlsdóttir, hjúkr- unarkona, f. 29. nóvember 1905, d. 22. júní 1999. Systur Sigríðar eru Margrét, f. 3. september 1943, Ragnheið- ur Þorbjörg, f. 30. apríl 1947, og Auður, f. 2. júní 1949. Eiginmaður Sigríðar var Friðjón Guðröðarson, sýslumað- ur, f. 1. ágúst 1936, d. 10. júlí 2003. Börn þeirra eru: 1) Inga Sólveig listljósmyndari, f. 12. september 1956. Fyrri maður hennar var Kristján Már Hjart- arson smiður. Þau skildu. Barn þeirra er Sigríður Ragna Krist- jánsdóttir hárgreiðslukona, f. 1. nóvember 1975, eiginmaður Hilmar Ramos, þýðandi, f. 13. júní 1975. Börn Sigriðar Rögnu frá fyrra hjónabandi eru Reg- nokkurra ára skeið sneri Sig- ríður sér aftur að kennslu og hóf störf við Fossvogsskóla haustið 1971. Þar tók hún þátt í að móta starf skólans en Foss- vogsskóli var brautryðjandi á mörgum sviðum og meðal ann- ars einn af fyrstu skólum borg- arinnar sem voru einsetnir. Þegar Sigríður og Friðjón flutt- ust ásamt börnum sínum til Hafnar í Hornafirði árið 1974 fékk hún stöðu við barnaskól- ann og starfaði þar til vors 1978. Það ár flutti hún aftur til Reykjavíkur og sneri á ný til starfa við Fossvogsskóla. Þar vann hún þar til hún fór á eft- irlaun, að undanskildum vetr- inum 1987-1988 en þá gegndi hún starfi þular hjá Rík- isútvarpinu. Næstu ár á eftir leysti hún gjarnan af sem þulur hjá útvarpinu en starfaði einnig sem ritstjóri og lesari valinna greina hjá Blindrafélaginu. Sig- ríður var meðal stofnfélaga kvennadeildar Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands árið 1966 og starfaði sem sjálf- boðaliði við að bæta líðan aldr- aðra eftir að hún hætti kennslu. Hún hafði mikið yndi af söng og var lengi kórfélagi í Léttsveit- inni. Einnig söng hún í kór eldri kennara, Ekkó, og Senjórítun- um en það var einmitt með þeim sem hún fór í sína síðustu utan- landsferð, til Færeyja, nú í vor. Útför Sigríðar fer fram frá Neskirkju í dag, 9. september 2016, klukkan 15. inn Uni, f. 8. októ- ber 1997, og Sölva Magdalena, f. 7. mars 2000. Seinni maður Ingu Sól- veigar var Ásbjörn Morthens tónlist- armaður. Þau skildu. 2) Halldóra, sérfræðingur í fjár- mála- og efnahags- ráðuneytinu, f. 26. nóvember 1959. 3) Sigríður Jóhanna, ríkissaksókn- ari, f. 28. nóvember 1961. Maki hennar er Sigríður Aðalheiður Pálmadóttir, yfirhjúkrunar- fræðingur, f. 23. september 1956. 4) Guðmundur Karl, f. 13. maí 1964. Sigríður og Friðjón skildu. Sambýlismaður Sigríðar frá 1994 til ársins 2001 var Trausti Aðalsteinsson, f. 21. nóvember 1945. Þau slitu samvistum. Sigríður ólst upp að Eyrar- landsvegi 22 á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1956. Hún útskrifaðist sem kennari frá Kennaraskóla Íslands 1959 en hafði áður kennt tvo vetur við barnaskólann að Laugalandi í Eyjafirði. Eftir að hafa sinnt börnum og heimilisstörfum um Tengdamóðir mín Sigríður Guðmundsdóttir er látin. Ég sit hér og horfi á þetta fallega haust- veður og hugsa, hví hlutirnir breytist svona snöggt? Það var 30. júlí sem hún gekk inn á Slysó – ekki mátti kalla til sjúkrabíl – líklega með nýafstaðið gallsteinakast. Síðan lá leiðin hratt niður á við og kom í ljós að sú þreyta og verkir sem höfðu verið að angra hana síðustu vikur og mánuði áttu sér dýpri rætur en gigtina. Krabbi hafði náð að dreifa sér á einu til tveimur árum á lyk- ilstaði líkamans og stökk nú fram með óútskýranlegum hraða miðað við hennar aldur. Þó ljóst væri að komið var að kveðjustund reyndi hún samt að slá á létta strengi, brosti við góðum vinum og reyndi að segja eitthvað fallegt við við- komandi. Leiðir okkar hafa nú legið sam- an í 20 ár og margs er að minnast. Sigríði var oft líkt við svan enda hálslöng, tignarleg og bar sig vel. En hún var glysgjörn eins og hrafn, alltaf flott til fara og kunni vel að koma fyrir sig orði. Hennar málvitund var 100% á meðan mín er svona 55% en það var ekki nema einstaka sinnum sem hún lét mig finna það og kennarinn í tengdamömmu kom í ljós. Hún hafði gaman af að spila eins og ég. Að „skrafla“ við hana var gjör- samlega glatað því hún var svo flink í nýyrðasmíði og vonlaust að reyna að rökræða um orðin, hún hafði alltaf betur. Sigríður var ungamamma og passaði ungana sína mjög vel. Hún sýndi þeim og því sem þau voru að gera ávallt athygli. Þetta átti ekki bara við um hennar börn heldur systrabörnin, mín börn og barnabörn, barnabarnið Sigríði Rögnu og hennar börn tvö, Regin Una og Sölvu Magdalenu. Sigríð- ur í 3. og 4. veldi – við vorum oft saman þrjár til fimm Sigríðarnar og þótti mörgum nóg um. Ekki fannst tengdó slæmt þegar hún var talin systir dætra sinna en ættarsvipurinn leynir sér hvergi. Sigríður var vinmörg enda naut hún þess að vera innan um fólk og kunni að gleðjast með öðrum og segja frá og njóta augnabliksins. Hún var kennari árum saman og söng með yfir 100 konum í Létt- sveitinni, síðar Senjorítum og Ekkó kór eldri kennara. Hún var þula hjá RÚV um tíma og Rauða- krossvinur sem las fyrir „gamla“ fólkið sem var lítið yngra en hún sjálf. Það kom mér á óvart hversu vel hún þekkti vini barna sinna og þau hennar vini. Líklega hafa þó börnin hennar og barnabarn verið hennar bestu vinir. Ég hef staðið mig að því síð- an hún kvaddi að hafa bæði ætlað að hringja í hana til að segja frétt- ir og eins að elda handa henni ný- veiddan silung. Svona er erfitt að sleppa. Gengin er merk og góð kona sem kveið því að verða gömul og geta ekki hugsað um sig sjálf en langlífi er vel þekkt í móðurætt hennar. Hún þarf ekki að kvíða slíku nú komin í Sumarlandið. Ég þakka fyrir öll árin og um- hyggjuna í minn garð, barna minna og barnabarna sem fengu að njóta hennar sem ömmu og langömmu. Það er ekki bara okkur fjöl- skyldunni sem finnst hún hafa far- ið allt of fljótt heldur líka vinirnir og skólafélagar úr MA sem hafa sent falleg orð og hlýjar hugsanir í þessum stuttu en snörpu veikind- um. Hennar er og verður sárt saknað. Kveð með kvæði eftir Hjörleif Kristinsson, póst og heimspeking, Gilsbakka: Þegar byljir bresta á, best, að allir megi leika sér að ljósmynd frá liðnum sumardegi. Þín tengdadóttir, Sigríður. Elsku besta fallega amma mín. Nú hefur þú yfirgefið þessa jarð- vist og ég sit hér og leyfi minning- unum um þig að streyma fram. Þær eru svo margar, svo góðar, fallegar, tilfinningaþrungnar, erf- iðar og umfram allt hlýjar. Lífið verður ekki eins skemmtilegt án þín. Með þér fannst mér ég alltaf einstök, enda eina barnabarnið. Þú tókst mér ávallt opnum örmum og varst til staðar fyrir mig, Regin og Sölvu í blíðu og stríðu. Þú ert ein af mínum sterkustu kvenfyr- irmyndum. Þú varst sjálfstæð kona, félagslynd, opin og hafðir gaman af lífinu. Þú hafðir að sjálf- sögðu líka skoðanir á hlutunum en jafnframt húmor fyrir sjálfri þér. Þú varst gædd þeim hæfileika að geta blásið lífi í hversdagslegar frásagnir þannig að einfaldur göngutúr breyttist í himneska út- sýnisferð á fallegasta degi ársins þegar þú sagðir frá honum. Þegar ég var lítil var alltaf spennandi að fá að koma í heim- sókn og gista hjá Siggu ömmu sinni. Þá dróstu fram lítið box með þremur skúffum og neðstu skúff- una mátti ég eiga út af fyrir mig. Í hverri heimsókn hafði einhver fal- legur smáhlutur bæst í safnið í skúffuna og þegar ég kom var það fyrsta sem ég sagði: Amma, hvar er skúffan? Eitt sinn hafði bæst við lítill kassi, aðeins stærri en eld- spýtustokkur, fóðraður silki- mjúku efni, og þar lá lítil dúkka sem ég kallaði Þumalínu. Þar voru líka trélitir, litabók, glerkúlur, lít- ill fugl og margt fleira. Yfir þessu gat ég svo setið endalaust og leikið mér. Fyrir ekki svo löngu rakst ég á kassann í geymslunni þinni og þar var skúffan, merkt mér, vel varðveitt eins og þín er von og vísa. Við gátum dundað okkur við ýmislegt og á ég margar ljúfar minningar um þegar þú last mig í svefn með miklum tilþrifum. Einnig hélstu fast í þá hefð að bjóða mér í leikhús við hvert tæki- færi. Þú endurvaktir síðan þessa hefð með Regin og Sölvu, þeim til mikillar ánægju. Á erfiðari tímum léstu þig held- ur ekki vanta. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum og átti erfitt dreifst þú þig út til mín og fékkst mig til að koma aftur heim í faðm fjölskyldunnar. Ég hlýddi, sem var það besta sem ég gat gert fyrir mig og börn- in og í raun á ég þér líf mitt að launa. Ég bjó hjá þér um tíma og þú aðstoðaðir mig við að koma undir okkur fótunum. Síðustu ár bjuggum við í göngufæri hvor við aðra og á Kjarrveginum var alltaf kaffi á boðstólum. Þrátt fyrir yf- irlýsingar um að ekkert væri nú til þá var eldhúsborðið dekkað með alls kyns kræsingum. Það var ekki hjá hverjum sem er að maður fékk alltaf rjóma í kaffið. Við brölluðum ýmislegt saman, ferðuðumst innanlands sem utan, tvær einar eða með fjölskyldunni. Þú vaktir hvarvetna athygli og fólk bar mikla virðingu fyrir þér. Enginn gleymir Siggu ömmu. Þú varst ekki einungis amma mín, þú varst líka ein af mínum bestu vinkonum og ég gat leitað til þín með nánast allt. Við munum öll sakna þín meira en orð fá lýst, þú ert svo stór hluti af okkur öllum og lifir áfram í minningunni. Sölva vildi bæta þessu við: Ég vildi óska að langamma hefði séð sjálfa sig með okkar augum. Ég elska þig, amma mín. Þín Sigríður Ragna (Sigga litla). Á haustdegi 1951 streymdu ný- nemar MA í gamla virðulega skólahúsið. Meðal þeirra kom ég auga á glæsilega stúlku, hávaxna, dökka á brún og brá, tígulega sem prinsessu úr 1001 nótt. Mörgum árum síðar var ég orð- in kennari, einstæð þriggja barna móðir og bjó á 3. hæð í blokk. Íbúðin á móti beið nýrra íbúa. Ég heyrði hljóð og gægðist fram. Hjartað tók stökk! Þarna var á uppleið drottningin sjálf með mann og fjögur börn. Hún leit á mig dökkum augum, meðan hún lengdist við hverja tröppu og gnæfði loks 25 cm yfir mig þegar við heilsuðumst á stigapallinum. Fyrir slysni hlaut skaparinn að hafa hnuplað nokkrum háls- og hryggjarliðum ætluðum mér, handa henni. Vináttan á milli okkar kviknaði eins og blys sem logaði glatt þau fimm ár sem þetta tilfætissambýli stóð og rofnaði aldrei. Allar dyr upp á gátt og hurðir féllu ekki að stöfum fyrr en kom- inn var háttatími. Það var siður hjá okkur að segja: Hvað þarft þú að gera í dag? Hittumst eftir kort- er og montum okkur yfir kaffi- bolla! Svo stukkum við hvor í sína áttina. Einn aðfangadag jóla barst nístandi neyðaróp frá húsfreyj- unni. Jólasteikin hafði þá stokkið úr ofninum í ilmandi sósuefninu út á gólf! Ég læsti eldhúsinu og hvísl- aði: Varstu ekki búin að þvo gólf- ið? Jú! Jæja, settu gæsina í ofninn, komdu með teskeiðar og við aus- um soðinu aftur upp! Algjörri þögn var heitið og sósan varð víst óvenju gómsæt! Sigga var mjög hæfileikarík, farsæll kennari og hafði mikla frá- sagnargáfu. Það var eftir því tekið hve rödd hennar var hljómfögur í útvarpinu þar sem hún vann um skeið. Raddsvið Siggu var bæði vítt og hátt og stundum notað ótæpilega þegar lítið bjátaði á en þegar al- varlega á reyndi var hún hetja, kvartaði sjaldnast þótt hún væri svo þjökuð af gigt að hún gat varla gengið. Hún söng í mörgum kvenna- kórum utanlands sem innan og var það ein hennar mesta gleði. Hún hafði afar næma leiklistar- hæfileika. Hún sótti alla helstu viðburði sígildrar tónlistar gömlu meistaranna, eftir því sem því varð við komið. Hún var frábær húsmóðir, kokkur, veisluhaldari og annálaður grínisti. Hið tignar- lega drottningarfas fylgdi henni alla æfi. Þar komu sér vel háls- og hryggjarliðirnir sem hún hafði fengið í vöggugjöf. Þeir 25 cm sem munaði á okkur urðu okkur enda- laust hlátursefni og settu svip á öll okkar samskipti. Eftir fimm ára samfellda gleði í Hvassaleitinu flutti Sigga hundruð kílómetra frá mér en ekkert hafði gleymst þeg- ar hún kom síðar til baka. Þráðurinn brast að lokum, eftir sit ég með söknuð en þakklæti fyr- ir það sem hún gaf mér og mun verða mitt nesti um ófarinn veg. Hún gaf mér minningar um óend- anlega vináttu, hlýjan faðm, gleði, leiftrandi fyndni, saklausan grall- araskap og bætiefnum hlaðnar smástelpuskríkjur! Það ríkti friður og kærleikur þar sem vinkona mín lá, þrotin að kröftum, á Líknardeild. Hún sagði ekkert en fylgdist þó með þegar ég rifjaði upp sumt það sem við höfðum brallað. Hún brosti og þegar ég kvaddi sneri hún höfðinu og kyssti mig á vangann. Síðasta gjöfin frá henni er mér mjög dýr- mæt. Hún hafði þekkt mig á okkar hinstu stundu saman! Herdís Egilsdóttir. Sigríður Guðmundsdóttir, eða Sigga Guðmunds, eins og mér er tamt að kalla hana, er mér minn- isstæð frá fyrsta starfsdegi mín- um í Fossvogsskóla. Hún kom inn á kennarastofuna kát og kankvís og það fylgdi henni hressileiki og gleði. Við náðum fljótt saman og urðum vinkonur þegar við kennd- um sama árgangi samfleytt í sex ár. Samstarfið var náið enda deild- um við stofu megnið af tímanum. Eftir kennslu unnum við svo í stof- unni, fórum yfir verkefni og und- irbjuggum kennslu næstu daga. Það var gaman að vinna með Siggu og lærdómsríkt fyrir mig að vinna með svo reyndum og frjóum kennara. Sigga var hæfileikarík og margir af hennar bestu eigin- leikum nýttust vel í kennslunni. Hún flutti texta einstaklega vel, hvort sem var bundið eða óbundið mál og var öðrum kennurum betri að kenna upplestur og framsögn. Hún hafði leikhæfileika og reynslu af starfi í áhugaleikhúsum og leik- stýrði nemendum af snilld enda voru þau mörg leikritin sem sýnd voru í skólanum undir hennar stjórn. Oft nutum við góðs af hæfi- leikum Siggu, t.d.upplesturs og fallegrar rithandar hennar. Starfsfólk skólans kom gjarnan saman á aðventunni og hún las fyrir okkur valda kafla úr jólabók- unum svo unun var á að hlýða. Sú bókmenntakynning auðveldaði oft bókavalið fyrir jólin. Það munaði um Siggu á kenn- arastofunni, ég hlakkaði alltaf til að hitta hana í matar- og kaffitím- um. Hún var mikill húmoristi en líka tilfinningarík, djúp og víðsýn. Hún las mikið, fór oft í leikhús og hafði yndi af tónlist. Umræðuefnin voru óþrjótandi, lítið um vand- ræðalegar þagnir – og það sem við gátum hlegið! Mikið saknaði ég Siggu minnar þegar hún hætti kennslu nokkrum árum á undan mér en sem betur fer héldum við áfram að rækja og rækta vinátt- una, okkur báðum til yndis. Hún kíkti stundum í heimsókn þegar hún átti leið í Mjóddina og það gladdi mig þegar hún stóð á tröpp- unum og tilkynnti að bíllinn hefði bara neitað að beygja á ljósum og stefnt beint í Stuðlaselið. Við hitt- umst við og við en núna finnst mér að það hafi ekki verið nærri nógu oft. Ég hélt að við hefðum meiri tíma enda þótt aldurinn færðist yfir og tíminn liði sífellt hraðar. Síðast kom hún í heimsókn til þess að segja okkur Helga frá alvar- legum veikindum sínum. Við ræddum um dauðann, kærleikann og vináttuna en enn hélt ég að tím- inn væri ekki svona naumur. Ég kveð yndislega vinkonu mína með trega og sárt þykir okk- ur að geta ekki fylgt henni síðasta spölinn. Frá Osló sendum við Helgi börnum hennar og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Sigríðar Guðmundsdóttur. Margrét Erlendsdóttir. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt, sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt, hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi V. Skúlason) Elsku Sigga mín, erfitt er að kveðja eftir 58 ára vináttu. Takk fyrir samverustundirnar ótal mörgu og gleðina sem þeim fylgdi. Takk fyrir tryggðina. Takk. Guð blessi minningu þína og börnin þín og fjölskylduna þína. Þú varst ein- stök. Þín vinkona, Elsa. Við áttum sextíu ára stúdents- afmæli í vor. Komum saman á Ak- ureyri. Við vorum glöð og fögn- uðum endurfundum. Vorum ekki öll jafn fött og forðum eða kvik á fæti en ákveðin þó að þetta skyldi gleðifundur. Sigríður var mætt, glæsileg sem alltaf fyrr. Vissi þó um vágestinn. Var greinilega ráð- in í að láta ekki verða veisluspilli. Kjarkurinn óbilaður. Hittumst fyrst á Flugsafninu á Akureyra- flugvelli. Þaðan tókum við svo flugið. Skólaslit 17. júní. Fjarska voru bekkjarsystkinin montin af Sigríði þá. Hún flutti ávarp fyrir okkar hönd og afhenti gjöf okkar. Þar fór allt saman, tíguleg framkom- an, snjall stíllinn og hljómmikill flutningur. Þessari hátíð okkar lauk með hestaskál í Hofi. Þar kvöddumst við. Árin í MA, ljúf og glaðvær, þótt Þessi tími ævinnar sé fráleitt auð- veldur né átakalaus . Við vorum samferða gegnum skólann þessi fjögur ár og vorum í góðum hópi bekkjarsystkina og fannst skólinn hafa verið okkur hollur. Sigríður var skörp til náms og lét til sín taka í skólalífinu. Gust- mikil ef við átti, en hrókur fagn- aðar þar sem efnt var til sam- kvæma og á bekkjarmótum okkar síðastliðna áratugi. Það er að heyra á þeim sem luku prófi vorið 1956 að skólinn hafi verið góður rammi um allt það sem við vildum gera af okkur og það sem við kus- um að læra af bókum og öðruvísi. Svo urðu til vináttubönd. Sum trosnuðu ekki síðan. Vinskapur okkar Sigríðar hafði staðið síðan og var mér dýrmætur. Ég var eftir stúdentspróf kom- inn til Edinborgar. Hún orðin skólastjóri að Laugalandi í Eyja- firði. Þangað í Learmont Gardens, þar sem ég átti heima, bárust bréf reglulega og ég man að sambýl- ingar mínir öfunduðu mig af bréf- unum og þótt ekki væri annað sáu þeir af glæsilegri utanáskriftinni, að hér voru engin venjuleg bréf á ferðinni. Þau voru það ekki. Hún var að skrifa mér af atburðum úr sinni sveit og ævintýrum en þó einkum af hugleiðingum sínum um lífið og framtíðina. Þetta voru fjörlegar lýsingar, leiftrandi stíll, stundum ærslafenginn, um það sem gerðist í umhverfi hennar og einnig það sem olli henni áhyggj- um eða eftirvæntingu. Ég skrifaði henni af mínum högum og teikn- aði það sem fyrir bar, sem ekki var mikilfenglegt. Svo liðu þessi æskuár. Það er kallað að alvara lífsins taki við. Sigríður lauk kennaraprófi og var kennari að atvinnu og guðsnáð en hafði auk þess fjölbreytilega hæfi- leika á öðrum sviðum, kom að leik- list, kórastarfi og ýmiskonar fé- lagsstörfum öðrum. Við vorum síðan sitt á hvoru landshorninu. Þau voru dugleg að fylgjast með okkur, þau Friðjón, að heimsækja okkur í Ólafsfjörð þegar við vor- um komin þangað og síðar hingað til Akureyrar. Aufúsugestir. Og hún ein síðar. Stutt eru þessi minningabrot. sem ég hef verið að rekja, per- sónuleg, það eru sextíu ár á milli þeirra, að hluta, laustengd. Þetta á samt að vera kveðja okkar sam- stúdenta hennar 1956, allra. Við þökkum Sigríði samfylgdina, eft- irminnileg ár saman í MA og ótal gleðistundir síðar. Börnum henn- ar og afkomendum öðrum sendum við samúðarkveðjur. Kristinn G. Jóhannsson. Skömmu eftir að Fossvogsskóli í Reykjavík tók til starfa árið 1971 réðust þangað nokkrar konur til kennslu. Þær komu ekki allar sama haustið, voru ekki allar á sama aldri og áttu sér mismun- andi bakgrunn. En dálítill hópur þeirra þróaði fljótlega með sér nána samvinnu og einlæga vináttu sem enst hefur alla tíð síðan. Sig- ríður Guðmundsdóttir var ein þeirra. Það gustaði af Siggu og það var engin lognmolla í kringum hana. Hún leyndi ekki tilfinningum sín- um, var hnyttin og snögg upp á lagið í tilsvörum, stundum, hvass- yrt ef þannig viðraði í skapgerð- inni. Hún var mörgum hæfileikum búin, hugmyndarík og skapandi. Hún naut elsku og virðingar nem- enda sinna og okkur vinkonum sínum og samstarfskonum var hún ekki síður frábær félagi. Hún lék jafnan á als oddi þegar við hitt- umst, hvort sem það var í tengslum við vinnuna eða ein- hverjar þær samkomur sem við stofnuðum til. Við munum sann- Sigríður Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.