Morgunblaðið - 09.09.2016, Síða 9
VERKIN TALA:
Fyrst eru nefnd m.a. nokkur mál sem hann
var frumkvöðull að ásamt félögum sínum í
fjárlaganefnd þar sem hann sat í 15 ár.
1. Fjarkennslan var ákveðin að frumkvæði
fjárlaganefndar.
2. Krabbameinsdeildin var byggð að
frumkvæði fjárlaganefndar.
3. Tilkynningskylda fiskiskipa var ákveðin
og þróuð að frumkvæði fjárlaganefndar.
4. Stórátak í öryggismálum sjómanna
var að frumkvæði Árna.
5. Varðskipið Þór varð skólaskip Slysa-
varnaskóla sjómanna að frumkvæði
Árna.
6. Árni var guðfaðir fræða og háskóla-
setranna á landsbyggðinni með fyrsta
setrinu í Eyjum.
7. Árni var einn helsti baráttumaður fyrir
kaupum Puma þyrlna Landhelgis-
gæslunnar.
Í eftirtöldum málum var Árni Johnsen
forgöngu- og fyrsti flutningsmaður:
8. Stækkun Þorlákshafnar.
9. Ný Vestmannaeyjaferja.
10. Innsiglingin í Grindavík.
11. Bygging Suðurstrandavegar.
12. Tillögur Árna sem formanns samgöngu-
nefndar hrundu af stað tvöföldun
Reykjanesbrautar.
13. Barátta fyrir milljarðs uppgjöri við
Reykjanesbæ vegna Helguvíkurhafnar.
14. Framkvæmdir við Þríhnjúkagíg.
15. Skattfríðindi sjómanna vegna vinnu
fjarri heimili.
16. Kaupauka fiskvinnslunámskeið fyrir
fiskverkafólk, eitt fyrsta mál Árna á
Alþingi.
17. Skipasafn Íslands í Reykjanesbæ.
18. Fuglaskoðunarstöð í Garðinum.
19. Náttúrugripasafn Íslands á Selfossi.
20. 10 þús. milljarða bótakrafa Íslands á
Breta og ESB vegna ofbeldis í
fjármálahruninu.
21. Jarðgöng milli lands og Eyja.
22. Millistigsdómstóll.
23. Hverasvæðið við Geysi.
24. Ljóðakennsla-skólasöngur.
25. Bygging Landeyjahafnar.
26. Bygging Bakkaflugvallar.
27. Lækkað orkuverð til íslenskrar
garðyrkju.
28. Úttekt lítilla orkuvera, heimavirkjanir.
29. Einkanúmer á ökutæki.
30. Sendiráð í Peking.
31. Öryggisfræðslunefnd sjómanna.
32. Vindorkuver og hraunhiti til húshitunar.
33. Sjálfvirkur sleppibúnaður björgunar-
báta.
34. Átak í sölu og markaðsmálum.
35. Úttekt á áhrifum Shengen samstarfs.
36. Vefmyndasafn Íslands fyrir alþjóða-
notkun.
37. Fræðsla gegn skaðsemi áfengis.
38. Vestnorræna samstarfið, Færeyjar,
Ísland og Grænland.
39. Tvöföldun Suðurlandsvegar.
Baráttumál í næstu framtíð,
áherslur Árna:
1. Áframhaldandi markviss og árangursrík
stjórnun efnahagsmála og lækkun skatta.
2. Bæta kjör eldri borgar. Bæta kjör öryrkja.
3. Styrkja heilbrigðisþjónustuna markvisst.
4. Stórátak í verkmenntun fyrir yngri sem
eldri.
5. Breyta lögum og heimila bændum í
sveitum landsins að stofna til slátrunar
og fullvinnslu afurða í heimasveit einir
eða fleiri saman, en það myndi valda
byltingu í sveitum vinnulega og tekju-
lega. Hækka afurðaverð til bænda.
6. Taka bankana niður í okurþjónustu og
gjöldum. Lækkun skatta og vaxta.
7. Setja þak á lóðaverð. Eðlilegt lóðaverð
getur verið 1-3 millj. kr. en sveitarfélög á
höfuðborgarsvæðinu hafa stórlega fé af
fólki með lóðaverði upp á 15-20 milljónir.
Bönnum þennan fjárstuld.
8. Verndum jafnvægi í útgerð, veiðum og
vinnslu.
9. Fornleifarannsóknir á Húshólma í
Ögmundarhrauni við Grindavík og
Öndverðarnesi í Kolgrafarfirði.
10. Bergþórshvoll verði fræðasetur Njálu.
11. Átak í vegagerð, nýframkvæmdir, viðhald,
afnám einbreiðra brúa.
12. Reiðleiðir Njálu verði merktar.
13. Átak í vegagerð við Hornafjarðarfljót.
14. Bygging jarðganga til Eyja og brúa 6 ára
framkvæmdatíma með lausnum strax.
15. Átak í íþróttum ungs fólks með því að
virkja saman þjálfað fólk og óþjálfað.
16. Fasteignagjöld eldri borgara verði
lögð af.
17. Styrkja rekstur lítilla flugvéla með afnámi
endalausra eftirlits- og þjónustugjalda.
18. Stórauka samgöngur við Grímsey og
leggja hringveg á þessari perlu
norðursins.
19. Söfn með verkum Sigmunds teiknara og
ljósmyndum Sigurgeirs Jónassonar.
„Það borgar sig að
kjósa svona mann“,
sagði Einar í Betel.
Árni Johnsen hefur sýnt það og sannað að hann er ham-
hleypa til verka, áræðinn hugmyndaríkur og ráðagóður
og er með athafnasömustu þingmönnum sem hafa setið
á Alþingi Íslendinga. Árni hefur ýmist skipað 1. 2. eða 3.
sæti á lista sjálfstæðismanna.
Árni hefur mælt fyrir hvað flestum málum allra þingmanna
á Alþingi, stórum og smáum og flóran er fjölbreytt.
Árum saman hefur Árni m.a. átt sæti í fjárlaganefnd,
samgöngunefnd sem formaður, menntamálanefnd og
Vestnorræna ráðinu.
Hér eru nefnd nokkur mál sem Árni hefur verið frum-
kvöðull að, eða um 40 mál af vel á annað hundrað
sem hann hefur barist fyrir.
Bjarni Ólafur Magnússon listmálari teiknaði myndina. Hann sagðist
vera að túlka greindina, grimmdina (vinstra auga) og glottið.
Kjósum baráttujaxlinn
Árna í öruggt sæti
Prófkjör sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi 10. sept.´16
Sunnlendingar
Mætum á kjörstað og nýtum kosningarétt okkar