Morgunblaðið - 09.09.2016, Side 14

Morgunblaðið - 09.09.2016, Side 14
majubud.is 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ísaga er að hefja framkvæmdir við nýja súrefnis- og köfnunarefnis- verksmiðju í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Kostnaður við nýju verk- smiðjuna er áætlaður 2,5 milljarðar króna en hún er 30% afkastameiri en sú eldri. Ísaga er nú með bækistöðvar við Breiðhöfða í Reykjavík. „Breyta á þessu svæði í íbúðarbyggð. Við þurfum því að huga að því að flytja okkur í burtu. Verksmiðjan er full- nýtt og þörf á endurnýjun. Ekki er skynsamlegt að byggja upp hér því við þurfum að hugsa til lengri tíma, 20 til 30 ára að minnsta kosti,“ seg- ir Guðmundur K. Rafnsson, fram- kvæmdastjóri Ísaga. Niðurstaðan var að byggja nýja verksmiðju á lóð á iðnaðarsvæði í Vogum á Vatnsleysuströnd. Guð- mundur segir að lóðin henti fyr- irtækinu vel. Stórir notendur séu á Reykjanesi og nágrenni og hún liggi vel við flutningum. Höfuðstöðvar Ísaga verða áfram við Breiðhöfða. Þar er súrefni, köfnunarefni og fleiri gastegundir settar á hylki, teknar til pantanir og afgreiddar. Hann segir horft til þess í framtíðinni að færa alla starfsemina í Voga. Mikil fjárfest- ing liggi í verksmiðjunni og næstu skref verði að taka í áföngum. Framleiðsla hefst að ári Í verksmiðjunni verður súrefni og köfnunarefni framleitt úr and- rúmsloftinu. Hinar ýmsu einingar, eins og skilja og tankar, koma sam- settar á byggingarstað og önnur mannvirki úr forunnum einingum. Guðmundur segir að búið sé að panta hluti í verksmiðjuna. Fyrsta skóflustungan verður tekin í dag. Guðmundur segir að verksmiðjan rísi á stuttum tíma og ætlunin sé að hún verði komin í gang eftir ár. Notkun á súrefni hefur aukist mikið á síðustu árum og Guðmund- ur telur að svo verði áfram. Nefni hann mikla aukningu í fiskeldi auk þess sem gasið sé notað í stóriðju og almenn aukning sé í iðnaði. Þá er súrefni notað í heilbrigðiskerf- inu. Svigrúm er til að tvöfalda verksmiðjuna á lóðinni í Vogum og telur Guðmundur ekki ólíklegt að til þess komi innan ekki svo margra ára. Uppbygging Verksmiðja Ísaga á iðnaðarsvæðinu í Vogum verður svipuð og verksmiðja sem Linde reisti nýlega í Port Elizabeth í Suður-Afríku. Ný verksmiðja Ísaga rís í Vogum á Vatnsleysuströnd  Fjárfestingin er áætluð 2,5 milljarðar kr.  Mikil aukning í súrefnisnotkun Nýju verksmiðjunni í Vogum verður fjarstýrt frá Svíþjóð, eins og núverandi verksmiðju við Breiðhöfða. Ísaga er hluti af AGA sem er í eigu alþjóðafyrir- tækisins Linden Group. Fram- leiðslu í öllum verksmiðjum samstæðunnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum er stýrt frá borginni Avesta í Sví- þjóð. Ekki eru fastir starfsmenn við verksmiðjuna. Guðmundur Rafnsson segir að bílstjórarnir fylli sjálfir á tankbílana og starfsmenn fyrir- tækisins í Reykjavík hafi eftirlit og séu á bakvakt ef eitthvað komi upp á. Er stjórnað frá Svíþjóð Guðmundur K. Rafnsson HLUTI AF LINDE GROUPFramhaldsskólinn á Laugum opnar útibú á Vopnafirði í haust. Alls hefja sex nemendur nám við deildina og er það meirihluti þeirra sem útskrifuðust úr tí- unda bekk úr Vopnafjarðarskóla í vor, að sögn Ólafs Áka Ragn- arsonar sveitarstjóra. Opn- unarhátíð deildarinnar var hald- in í gær. „Unnið hefur verið að þessu í allmörg ár og því mikið gleði- efni. Í vetur fengum við grænt ljós frá ráðuneytinu þannig að það var farið af stað með und- irbúning. Framhaldsskólinn á Laugum tók strax vel í samstarf með okkur og hafa þeir einnig reynslu af þessum málum því þeir starfrækja samskonar útibú á Þórshöfn,“ segir Ólafur. Kennari er ráðinn við deildina og svo taka nemendur einnig námskeið í gegnum fjar- kennslubúnað frá Laugum. „Rannsóknir sýna að nem- endur sem eiga kost á að stunda nám sem lengst í heimabyggð skili sér frekar til baka að loknu framhaldsnámi sem við teljum jákvætt fyrir samfélagið okkar hér,“ segir Ólafur. Einnig segir hann kostnaðarsamt fyrir nem- endur og fjölskyldur þeirra að sækja skóla annað, því sé þetta mikil bót fyrir íbúa. bj@mbl.is Útibú frá Laugum á Vopnafirði  Geta stundað nám í heimabyggð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.