Morgunblaðið - 09.09.2016, Page 44
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 253. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Stella ríkasta kona landsins
2. Andlát: Guðmundur Sigurðsson
3. Röddin, hárið og augun - bara allt
4. Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Nýdönsk heldur miðnæturtónleika
í Nasa annað kvöld. Sérstakur gestur
verður hljómsveitin Puffin Island sem
kemur í fyrsta sinn fram á tónleikum.
Nýdönsk hefur ekki leikið í Nasa um
árabil. Tónleikarnir annað kvöld eru
einu tónleikar Nýdanskrar það sem
eftir lifir árs. Forsala á tix.is.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Nýdönsk með
miðnæturtónleika
Lager Lager Lag-
er Lagersala nefn-
ist sýning sem opn-
uð verður í
Ekkisens í dag kl.
17. Á sýningunni
sýna bresku mynd-
listarmennirnir
Anoushka Goodwin,
Kerry Jackson, Sam Jones, Daniel
Sean Kelly og Jack Squires afrakstur
stuttrar vinnustofudvalar á Íslandi í
Ekkisens galleríi. Öll hafa þau tengsl
við listamannarekna rýmið Two
Queens í Leicester á Bretlandi.
Breskir listamenn
sýna í Ekkisens
Hörpuleikarinn Katie Buckley
heldur sína fyrstu einleikstónleika í
Mengi í kvöld kl. 21. Á efnisskránni
eru verk fyrir einleikshörpu eftir
Lou Harrison, John Cage, Jesper
Pedersen, Bergrúnu Snæbjörns-
dóttur, Caleb Burhans og Ryan Ross
Smith. Katie Buckley hef-
ur verið fastráðin við
Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands í áratug, verið
ötull flytjandi kamm-
ertónlistar og starf-
rækt Duo Harpverk
með Frank Aarnink
á slagverk.
Katie Buckley leikur
einleiksverk í Mengi
Á laugardag Gengur í norðan 8-15 m/s, hvassast norðvestantil,
en austlægari vindur sunnan- og austanlands. Rigning fyrir norðan
og austan, jafnvel talsverð á köflum, en úrkomulítið sunnan heiða.
Hiti 7 til 14 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt 5-13 m/s og víða skúrir, en yf-
irleitt þurrt fyrir norðan og hlýnar þar. Hægari austlæg átt í kvöld.
VEÐUR
Nýliðar Selfoss byrjuðu
tímabilið í Olís-deild karla í
handbolta með glæsibrag í
gærkvöld þegar þeir unnu
öruggan sigur á Aftureld-
ingu í Mosfellsbæ, 32:25.
Selfossi var spáð falli úr
deildinni en Aftureldingu 3.
sæti. Fram, sem spáð var
botnsæti deildarinnar, var
nálægt því að sækja
stig á Seltjarnarnes
en þar vann Grótta,
28:26. »2 og 3
Nýliðarnir byrjuðu
á sigri í Mosó
Keppni í Olís-deild kvenna í hand-
knattleik hefst á morgun en deilda-
keppni kvenna er nú tvískipt í fyrsta
skipti í langan tíma. Átta lið skipa úr-
valsdeildina og fjögur þau efstu kom-
ast í úrslitakeppnina. Morgunblaðið
fjallar í dag um þau fjögur lið sem
það telur að endi í neðri hlutanum, en
það eru Hauk-
ar, Fram, Sel-
foss og Fylk-
ir. »2-3
Íslandsmót kvenna fer
af stað á morgun
„Það sem hefur gefið mér mest í
þjálfuninni eru áhrifin sem íþrótt-
irnar hafa á þá sem iðka þær af mikl-
um krafti – að hafa tekið þátt í að
móta einstaklinga sem fara svo út í
lífið og nýta það sem þeir hafa lært í
íþróttunum,“ segir Þráinn Haf-
steinsson sem er hættur sem yfir-
þjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, eftir
22 ára afar farsælt starf. »4
Þráinn skilar af sér afar
góðu frjálsíþróttabúi
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Íslendingar og Danir tókust á í boot
camp-keppni um síðustu helgi í Dan-
mörku. Keppnin nefnist Guardians of
the Hammer en verðlaunagripurinn
er einmitt heljarinnar hamar eða
sleggja. Hamarinn kom heim að
keppni lokinni því Íslendingarnir
sigruðu þetta árið en Danirnir höfðu
einmitt farið með hann út í fyrra þeg-
ar keppnin var haldin hér, þá í fyrsta
skipti.
„Við höfðum haldið boot camp-
keppnina á Íslandi frá 2009 en í fyrra
breyttum við fyrirkomulaginu og
buðum vinastöðvum okkar hér heima
og erlendis að taka þátt þar sem hver
stöð sendi eitt lið til þátttöku. Í fyrra
voru fjögur lið, tvö frá Íslandi og tvö
frá Danmörku, en í ár vorum það við
og sigurliðið frá því í fyrra, Kraft-
værk frá Kaupmannahöfn,“ segir Ró-
bert Traustason, þjálfari í boot camp í
Sporthúsinu.
Unnu 5 af 7 greinum
Tuttugu og þrír voru í íslenska
boot camp-liðinu en haldið var stór
úrtaka meðal þeirra sem æfa hjá
stöðinni til að velja í liðið. Keppt er í
sjö ólíkum greinum svo fólk getur
komist inn í liðið út frá ólíkum styrk-
leikum.
„Það var mikill áhugi á því að kom-
ast í liðið. Greinarnar sem var keppt í
voru gefnar út snemma í sumar svo
við höfðum allt sumarið til að æfa
okkur fyrir þetta,“ segir Róbert.
Keppt var í sprettgrein, styrkt-
argrein, hvíldarstöðugreinum, ketil-
bjölludrætti í sandi, upphífingum og
klifri, svokölluðu „chipper“ sem er
blanda af mörgum æfingum m.a.
einni óvæntri grein sem var tilkynnt
um stuttu fyrir mót en þá þurftu tveir
að bera liðsfélaga sinn 800 metra leið
á sjúkrabörum. Síðasta greinin var
stærsta þrautin, þá vinna tólf saman
að því að leysa allskonar þrautir á 45
mínútum. Íslendingar unnu fimm
greinar af sjö en Danirnir höfðu
naumlega betur í lokagreininni og
ketilbjölludrættinum. „Ströndin í
Danmörku reyndist okkur mjög erfið
því sandurinn var allt öðruvísi en hér
heima, við vorum búin að æfa okkur í
Nauthólsvík með góðum árangri en
úti sukkum við bara niður í sandinn,“
segir Róbert.
Kátir og kófsveittir
Róbert segir að svona mót skapi
mikla stemningu í hópnum, bæði hjá
þeim sem voru að keppa og þeim sem
eru að æfa boot camp en t.d. fylgdust
1.000 manns með keppninni á Snapc-
hat. Á milli 600 og 700 manns æfa nú
boot camp í Sporthúsinu. „Þeir sem
æfa hjá okkur eru í fyrsta lagi að
sækjast eftir árangri en svo er það fé-
lagsskapurinn sem laðar að, það
koma allir brosandi, hlæjandi og kóf-
sveittir af æfingum,“ segir Róbert.
Hörkukeppni um hamarinn
23 manna boot
camp-lið keppti í
Danmörku
Sigurfögnuður Íslenska boot camp-liðið kampakátt með hamarinn á lofti eftir vel heppnaða keppni.
Harka Drumbalyfting í The Guardians of the Hammer-keppninni.