Morgunblaðið - 09.09.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 09.09.2016, Qupperneq 13
færið þegar hún ferðast um landið að stinga sér í sjóinn. Í sjóinn 3 til 4 sinnum í viku „Ef ég fer í sjóinn þrisvar til fjórum sinnum í viku, þá er lík- amleg og andleg heilsa góð. Ég verð miklu rólegri. Það er mikil endorfínlosun að synda í sjónum. Þetta núllstillir mig. Sjórinn er svo kaldur að þú getur ekki hugs- að um neitt annað en núið. Þú get- ur ekki planað framtíðina, velt fyr- ir þér hvað þú ætlar að hafa í matinn o.s.frv. því öll orkan fer í sundið. Þú færð frið og frelsi frá öllum áhyggjum og vandamálum,“ segir hún, spurð út í áhrifin af sjó- sundinu. Hún stundar sjósund helst í Nauthólsvíkinni og þar hefur hún kynnst mörgu góðu fólki. Hún seg- ir hópinn sem hittist þar reglulega einstaklega hressan. „Það eru allir svo fullir af en- dorfíni að enginn talar um neitt leiðinlegt,“ segir hún og hlær. Hún segir að hópurinn og fólkið sem hún hefur kynnst þar eigi stóran þátt í því að hún er að fara í þetta boðsund í Murmansk. „Vinir og fjölskylda hafa stutt mig og hvatt mig áfram til að fara. Það er ein- hvern veginn þannig að í sjósund- inu standa allir saman,“ segir hún. Spurð út í þátttöku í næsta skipulagða sjósundi að þessu loknu gefur hún ekkert upp en segir „eina markmiðið er að halda áfram að hafa gaman“. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 Sjórinn er svo kaldur að þú getur ekki hugsað um neitt annað en núið. Vefsíður sem eru einfaldar og sumir myndu kalla gamaldags af því við- mótið er ekki ofurhannað og flipar og myndir ekki óteljandi, eru á margan hátt mjög aðlaðandi. Þannig er hún einmitt vefsíða Almanaks Háskóla Ís- lands, www.almanak.hi.is, en á forsíð- unni er aðeins mynd af nýjasta alman- akinu fyrir árið 2016 og þar við hliðina nokkrir tenglar. Einfalt og aðgengilegt og margt afar forvitnilegt. Undir liðn- um Ýmis fróðleikur, er m.a hægt að fá svör við spurningum eins og Hve stórt er hænufetið? Hvenær verða aldamót? Hvaða reglur gilda um hlaupár? Einn liðurinn á vefsíðunni er sérlega áhugaverður, sá sem heitir Fingrarím, en það er aðferð við tímatal sem þykir væntanlega nokkuð sérstök fyrir þá sem aðeins þekkja tölvur og tæki til útreikninga. Gera má ráð fyrir að þessi aðferð hafi verið mikið þarfaþing áður fyrr og fingrarím getur hæglega verið skemmtilegur samkvæmisleikur nú til dags fyrir þá sem treysta sér í þessi fræði. Á vefnum má einnig finna upp- lýsingar um þá tólf fánadaga á Íslandi sem draga skal fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðu- manna ríkisins. Sá tíundi er núna í haust, á fæðingardegi Jónasar Hall- grímssonar þann 16. nóvember. Á vef almanaksins eru að sjálfsögðu almanak, sólargangstöflur, þýðingar úr stjörnufræði og annað gagnlegt og for- vitnilegt. Vefsíðan www.almanak.hi.is Reuters Himintungl Á vefsíðu Almanaks HÍ má finna fróðleik um himintunglin. Hve stórt er hænufetið? Hvenær verða aldamót? Skannaðu kóðann til að fara inn á vef- síðuna. Hótel Örk | Hveragerði | sími 483 4700 | booking@hotelork.is | www.hotelork.is Hótel Örk í Hveragerði var opnað árið 1986 og fagnar því 30 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni bjóðum við glæsileg afmælistilboð um helgina og skemmtidagskrá. Laugardaginn 10. september verður boðið upp á kaffi og kökur fyrir gesti og gangandi kl. 15–17. Einar einstaki töframaður skemmtir og lasertag frá Skemmtigarðinum verður á staðnum. GISTINGFYRIRTVO ÁAFMÆLISTILBOÐI 9.900 kr. Ein nótt í tvíbýli á 9.900 kr. herbergið (9. & 10. sept).Morgunmatur er innifalinn. 30% afsláttur VeitingastaðurinnHVER býður 30% afslátt af matseðli. Pantanir í síma 483 4700 eða á booking@hotelork.is. Hvernig drögum við úr sóun? Hvernig nýtum við betur auðlindir jarðar? Þessum spurningum er reynt að svara á umhverfissýningu í Perlunni um helgina sem Fenúr, fagráð um endurnýtingu og úrgang, og Um- hverfisstofnun standa að. Þar kynna fyrirtæki og opinberir aðilar nýjar leiðir í umhverfismálum. Sýningin er opin á föstudag kl. 14 til 18 og laugardag kl. 12. til 17.30. Umhverfissýning í Perlunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Rusl Hvernig drögum við úr sóun? Stöndum sam- an gegn sóun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.