Morgunblaðið - 09.09.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.09.2016, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 ✝ Svanur Pálssonfæddist á Akra- nesi 14. maí 1974. Hann lést á Há- skólasjúkrahúsinu í Lundi 22. ágúst 2016. Foreldrar Svans eru Páll Árnason, f. 30.7. 1944 og Bryn- dís Skúladóttir, f. 10.3. 1945. Systkini Svans eru Árni vél- iðnfræðingur, f. 19.7. 1966, kvæntur Katrínu Jónu Svav- arsdóttur og Gyða hjúkr- unarfræðingur, f. 4.1. 1971, er í sambúð með Hallgrími Birkis- syni. Svanur fluttist snemma með foreldrum sínum til Hafnar- fjarðar þar sem hann ólst upp og lauk barnaskóla. Svanur var um tíma í sambúð með Söru Frostadóttur og eiga þau eitt barn saman, Frosta Pál, f. 11.8. 1998. Sara, f. 17.1. 1977, er dótt- ir Frosta Sæmundssonar og Dagbjargar Baldursdóttur. Bæði frá Hafnarfirði en eru nú búsett í Noregi. Hann var aðalhönnuðurinn að „Air Traffic Control Simulators for ATC training“ sem er þjálf- unarhermir fyrir flugumferð- arstjóra og er nú í notkun víða um heim. Fyrir ári síðan stofnaði Svan- ur ásamt félaga sínum, Frosta Heimissyni, fyrirtækið Velocity Airport Solutions. Svanur var fjölhæfur og list- rænn. Hann var góður skop- myndateiknari og frábær gít- aristi. Um skeið stundaði hann nám við Tónlistarskóla FÍH und- ir handleiðslu Friðriks Karlssonar. Svanur greindist með afar sjaldgæft krabbamein sem kall- ast Zesary syndrome. Hann hélt úti síðu á facebook sem nefndist Svanur og krabbamennirnir. Þar greindi hann frá framvindu sjúkdómsins, samskiptum við heilbrigðisyfirvöld og miðlaði upplýsingum frá útlöndum varð- andi þennan sjaldgæfa sjúkdóm. Einstök kímnigáfa og gálga- húmor einkenndi þessi skrif hans fram á síðustu stund. Útför Svans fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag, 9. september, kl. 13. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkju- garði. Svanur kvæntist Guðnýju Þorsteins- dóttur, f. 21.6. 1973, í júlí 2012. Foreldrar Guðnýj- ar eru Þorsteinn Sigfússon og Hulda Petersen. Svanur og Guðný eiga eitt barn saman, Þor- stein, f. 16.7. 2010. Fyrir átti Guðný tvö börn sem Svan- ur gekk í föður stað. Þau eru Rúnar Steinn Gunnarsson, f. 14.7. 1994, og Kolbrún María Einarsdóttir, f. 18.12. 2000 . Svanur lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands. Hann stundaði nám í tölvuverkfræði við Oslo and Akershus Univers- ity College. Lauk námi í kerf- isfræði frá Háskóla Reykjavíkur árið 2001 og síðan B.Sc. námi í tölvunarfræði árið 2014. Hann starfaði sem forritari, kerfis- og tölvunarfræðingur hjá Zoom, Ignition Technologies og Maskinu ehf. Lengst af starf- aði hann hjá Tern Systems inc. þar sem hann vann í rúm 12 ár. Elsku ástin mín, nú ert þú far- inn frá mér, söknuðurinn er óbærilegur, ég fann þig svo seint og þú fórst svo snemma. Við átt- um aðeins níu ár saman, yndisleg ár. Hjarta mitt er brostið. Betri mann finn ég ekki, þú tókst börnunum mínum, Rúnari Steini og Kolbrúnu Maríu, opn- um örmum, svo flott fyrirmynd, ég var svo heppin að fá strákinn þinn, hann Frosta Pál, í mitt líf og litli prinsinn okkar, hann Þor- steinn, sem við eignuðumst sam- an, fyrir þau lifi ég, en nú hafa þau misst þig. Elsku Svanur minn, ég veit ekki hvernig ég á að halda áfram án þín. Við vorum svo hamingjusöm saman, gerðum svo margt skemmtilegt, áttum samt svo margt ógert. Ferðalögin, gítarpartíin, skírn Þorsteins, ferming stóru barnanna okkar, brúðkaupið okkar – þetta eru einstakar minningar sem við eigum saman, ég og þú, ástin mín. Við stóðum svo þétt saman eft- ir að þú veiktist, sama hvað gekk á, við stóðum saman. Ég var ákveðin í að standa þér við hlið, alltaf, og gerði það þar til hjarta þitt gaf sig og þú gast ekki meir, ég vona að þú hafir fundið fyrir mér því ég stóð við hlið þér og hélt í þig þar til þú fórst. Ég veit að þú barðist hart, þú varst alltaf svo sterkur, þú ætl- aðir ekki að fara frá okkur strax en því miður varstu orðinn of veikur. Ég vona, ástin mín, að þér líði betur, en ég veit að söknuður þinn til okkar er líka óbærilegur. Við munum hittast aftur, ég veit það, elsku ástin mín. Ég elska þig alltaf, þín eina, sanna eiginkona, Guðný. „Ég hélt alltaf að pabbi myndi deyja þegar ég væri orðinn gam- all maður,“ sagði 6 ára sonarson- ur minn með tárvot augu daginn sem sólin sortnaði fyrir augum okkar allra. Það varð fátt um svör hjá afanum sem sjálfur er orðinn gamall maður og horfir á son sinn í blóma lífsins hrifsaðan burt frá börnum, eiginkonu og öllum sínum framtíðardraumum. Hví fölnar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf?“ (Björn Halldórsson í Laufási) Við höfum ekki svör við þess- um spurningum en við höfum von og trú á líf að þessu loknu. Að vísu hef ég ekki trú á að Svanur láti hafa sig í að spila á hörpu Guði til dýrðar en það kæmi mér ekki á óvart þótt við fengjum tölvumerkjasendingar frá Sum- arlandinu innan tíðar. Guðný mín, Rúnar Steinn, Kolbrún María, Þorsteinn og Frosti Páll. Megi almættið styrkja ykkur og vernda. Þökk sé öllum þeim fjölmörgu sem hafa stutt og aðstoðað Guð- nýju í þessari erfiðu baráttu. Páll Árnason. Í dag er borinn til grafar elskulegur mágur minn og svili, Svanur Pálsson, aðeins 42 ára að aldri, sem er ekki langt lífshlaup fyrir ungan mann í blóma lífsins. Við hjónin kynntumst Svani þegar hann og elsku Guðný, syst- ir mín og mágkona, fóru að rugla saman reytum. Yndislegt að sjá hvað þessi ungu hjón smullu vel saman og voru samtaka í lífinu í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Svanur bjó yfir miklum mann- kostum sem endurspegluðu frá- bæran persónuleika hans, hann var heiðarlegur, óeigingjarn, hjartahlýr, óendanlega hjálp- samur, yndislegur faðir og eig- inmaður. Það voru ófá mannamótin þar sem Svanur tók fram gítarinn sinn og hélt uppi stuði langt fram eftir nóttu. Þau voru í blóma lífsins þessi ungu hjón og framtíðin blasti við þeim en þá kom stóra höggið inn í líf þeirra hjóna og gerði lífið ósanngjarnt og erfitt. Svanur greindist með illvígt krabbamein fyrir tveimur árum og barðist hetjulega gegn þess- um illvíga sjúkdómi sem við öll héldum að hann myndi sigrast á eftir að þau hjónin og börn fluttu búferlum til Lundar í Svíþjóð í júlímánuði síðastliðnum. Kallið kom þann 22. ágúst síðastliðinn og lést hann á sjúkrahúsinu í Lundi í faðmi eiginkonu, barna og fjölskyldu þann dag. Lát hans skilur eftir stóra eyðu í lífi okkar allra. Í kjölfar slíkra atburða spyr maður sig hvers vegna hann, sem átti allt lífið framundan með eiginkonu, börnum og fjölskyldu og átti svo miklar framtíðarvonir. Slíkum spurningum verður ekki auð- svarað. Huggunin á þessari kveðju- stund er sú trú okkar allra að við eigum eftir að hitta hann aftur. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á svona stundu, það er svo óraunverulegt og skrýtið að þú sért farinn frá okkur. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum saman, elsku Svanur. Minning Svans er ljós í lífi okkar sem eftir lifum. Elsku hjartans Guðný mín, Rúnar Steinn, Frosti Páll, Kol- brún María og Þorsteinn, for- eldrar, systkini og ættingjar. Megi góður Guð veita ykkur styrk í þessari miklu sorg, halda utan um ykkur og styðja. Rafn og Katrín. Sumt fólk hefur eitthvað sér- stakt við sig. Svanur var þannig. Hann hafði svo sannarlega eitt- hvað sérstakt við sig. Frá því að við hittumst fyrst þegar hann birtist með jólapakka handa krökkunum mínum, sem hann hafði þá aldrei hitt, hefur hann átt sérstakan stað í hjarta mínu. Ekki fyrir það að vera litli bróðir mannsins míns, frábær gítarleik- ari, teiknari, töffari eða tölvu- maður af bestu gerð heldur fyrir að vera hann sjálfur. Síðustu átján árin höfum við Svanur fylgst að í lífinu, minning- arnar um hann eru ótalmargar og allar góðar. Ég sé hann fyrir mér hlaupandi á eftir Frosta Páli úti á róló, einstakir félagar þar á ferð. Ég man hann líka spilandi á gítar með pabba sínum sem spil- aði á píanóið, en þá voru þeir ekki endilega alltaf að spila sama lagið en samt saman. Ég minnist dags- ins sem Hildur Bryndís var skírð, hvað hann var alsæll með það að vera beðinn um að vera guðfaðir hennar. Hann hélt að hann hefði fengið titilinn því að Gyða bjó þá í útlöndum en ekki fyrir eigin verðleika sem var auð- vitað bull. Ég minnist líka stolta pabbans með Þorstein á handleggnum og umhyggjusama fjölskyldu- mannsins með Guðnýju sinni og krökkunum þeirra. Ég hugsa um brúðkaupsdaginn þeirra, þar sem hann var svo ástfanginn og glaður með hamingjublik í brúnu augunum. Ég rifja líka upp með aðdáun hvernig hann barðist við krabbameinið og velti því fyrir mér hvernig honum tókst alltaf að halda öllum í kring um sig ró- legum og vongóðum með bjart- sýni og einstakt skopskyn að vopni. Eftir sit ég slegin yfir órétt- læti lífsins en um leið full þakk- lætis yfir því að hafa haft þennan góða mann í mínu liði í lífinu. Katrín Jóna Svavarsdóttir. Hvílíkur harmdauði er það þegar ungur maður í blóma lífs- ins er hrifinn frá fjölskyldu sinni og vinum. Engin orð fá huggað í slíkum harmi. Svanur stendur sterkur í minningunni – fallegur, bros- mildur, kíminn, fyndinn, stund- um kaldhæðinn á sinn ljúfa hátt. Eldklár, nákvæmur, fljótur að hugsa og átta sig. Músíkalskur með eindæmum, hrókur alls fagnaðar í vinahópi með gítarinn sinn. Hann er litli bróðursonur minn. Minningarnar raðast eins og perlur á band. Ég minnist lítils kúts sem var yngstur af sex börnum í systkina- og frænd- systkinahópnum sem var svo ná- inn, en fjölskylda mín og fjöl- skylda bróður míns bjuggu í nábýli þegar hann var að vaxa úr grasi. Svanur var yngstur og hin fimm ásamt hundinum Spora gættu hans vel og hann var ekki fyrr farinn að standa í fæturna en hann fór að elta hópinn á sín- um stuttu fótum og gaf ekkert eftir. Hann gafst aldrei upp hvort sem það var nú að halda sér vak- andi þar til mamma og pabbi kæmu heim eða skrifa orðið kappakstursbíll, sem hann lang- aði svo að skrifa þó hann kynni það ekki þriggja ára gamall – en ekki gafst hann upp og það tókst að skrifa þetta langa orð. Hann horfði lengi fullur aðdáunar á fyrsta orðið sem hann gat skrif- að. Kannski var þetta orð fyrir- boði þess að hann fór svo hratt gegnum lífið. Hann skaraði svo fram úr í námi að reynt var að kaupa hann til starfa áður en hann gat lokið námi í tölvunarfræðum. Það var yndislegt að fylgjast með þegar hann kynntist loksins ástinni sinni. Þarna var hún kom- in stoð hans og stytta, hún Guðný. Þau fengu allt of fá ár saman. Það var aðdáunarvert að sjá hve sterk og bjartsýn hún var gegnum öll veikindin hans. Það er stundum sagt að það sjáist vel hvern mann fólk hefur að geyma þegar það gengur gegnum erfiðleika. Þar sýndi Svanur eindæma styrk. Hann bjó til fésbókarsíðu þar sem hann bauð fjölskyldu og vinum að vera og svo sendi hann nákvæmar upplýsingar um stöðu sjúkdóms- ins, lækningaaðferðir, lyf og allt sem að veikindunum sneri eins og hann væri sérfræðingurinn en ekki sjúklingurinn. Alltaf með léttum húmor, endalausri bjart- sýni og þrautseigju leiddi hann fólkið sitt gegnum þrautagöngu sína af einstakri alúð og gætti þess að fólk færi ekki í ótta og áhyggjur. En það fór þó svo að hann varð að láta undan. Hvílík- ur harmdauði fyrir allt hans fólk. En minningin um einstakan og ljúfan dreng lifir og gefur fólkinu hans kraft til að lifa áfram. Ég ásamt börnum mínum Frosta, Herdísi og Friðriki Snæ sendi innilegustu samúðarkveðj- ur. Hólmfríður Árnadóttir. „Ég vil kynnast manni sem á borðstofuborð og kann á gítar.“ Þessa setningu heyrðum við Guðnýju frænku segja í einu matarboðinu. Stuttu síðar var farið í útilegu um verslunar- mannahelgi í Fljótshlíð. Þar beið hann Svanur eftir henni og stóðst þær kröfur og miklu meira til. Minningarnar sem við áttum öll saman geymum við sem dýr- gripi, en þær voru ófáar útileg- urnar, matarboðin og samveru- stundirnar sem við áttum saman frændsystkinin og makar. Svan- ur lék á als oddi á þessum stund- um og hélt stuðinu uppi með gít- arspili og söng. Svanur naut þess að borða góðan mat sem hann hafði gaman af að undirbúa. Að sitja með þeim hjónum í góðu matarboði með ljúfan drykk var yndislegt, eftir svona boð var maður yfirleitt með harðsperrur í maga og andliti eftir mikinn hlátur. Þau áttu svo einstaklega vel saman, Guðný frænka okkar, og Svanur. Hún fljúgandi fiðrildi, en hann akkerið sem hélt í við all- ar hennar hugmyndir þannig að jafnvægið á milli þeirra var full- komið. Það er sárt að sjá á eftir góð- um vini okkar í blóma lífsins, síð- ustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir fjölskylduna og okkur öll. Söknuðurinn er mikill hjá okkur öllum en við erum svo þakklát fyrir ómetanlegan vinskap sem við áttum með Svani öll þessi ár. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Guðnýjar, barnanna þeirra, foreldra og systkina. Að eiga vin er að standa ekki einn þegar eitthvað bjátar á. Að eiga vin er líka gleði á góðri stund gæfa í hversdagsleikanum. Að eiga vin er því gulli betra. Því sannur vinur stendur ætíð kyrr án þess að reikna kostnaðinn þegar aðrir hverfa á braut. Að eiga ekki vin er að eiga minna en ekki neitt. (Janus Hafsteinn Engilbertsson) Jóhanna og Pétur Guðrún og Þröstur Brynja og Guðmundur Nína og Ómar Elsku vinur. Að setja niður á blað orð til að kveðja þig er erfiðara en tárum taki. Barátta þín við þennan ill- víga sjúkdóm var erfið og tók þig alltof snemma frá okkur. Með trega í hjörtum okkar stöndum við andspænis sorginni sem hef- ur hellst yfir okkur. Söknuðurinn er mikill og minningar um góðan vin hlaðast upp í hugskotum okk- ar. Svanur vinur okkar var ein- stakur vinur sem auðvelt var að láta sér þykja vænt um. Kynni okkar voru allt of stutt en gleði- leg voru þau. Minningin um þig er eitthvað sem við munum alltaf geyma. Þau voru ófá kvöldin sem við sátum saman, hlógum og sungum fram á nótt, þar sem þú spilaðir á gítarinn eins og þér einum var lagið. Ofarlega í huga okkar er óvissuferðin góða sem við fórum í hérna um árið með góðum vinum þar sem við enduðum í Nauthóls- vík, sátum á ströndinni, kveikt- um varðeld og þú með gítarinn, þessi dagur var ógleymanlegur og mun lifa með okkur að eilífu. Harmur okkar felst í því sem aldrei verður og við grátum yfir þeim minningum sem við fáum ekki að skapa en leitum huggun- ar í þeim sem við áttum. Svanur okkar stóð sig eins og hetja í veikindum sínum. Með bjartsýni og húmor og ekki síst æðruleysi vann hann hverja orr- ustuna á fætur annarri. Að lokum höfðu veikindin betur. Fyrir okk- ur var Svanur sannkölluð hetja. Að lokum kæri vinur: Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elsku Guðný, börn og fjöl- skylda, okkar hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum og sendum við ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ykkar Olga og Hannes. Kæri vinur. Nú er komið að kveðjustund, hetjulegri baráttu er lokið. Svanur vinur okkar er farinn á vit forfeðra sinna og skilur hann eftir stórt skarð sem ekki er hægt að fylla. Vissulega milda allar góðu minningarnar söknuð- inn. Við kynntumst í Engidals- skóla þar sem við vorum bekkj- arbræður. Við lékum okkur saman í hrauninu og byggðum okkur draumahallir og brölluðum ým- islegt saman. Á þessum árum mynduðum við sterk tengsl vina sem aldrei hafa rofnað. Svanur var traustur vinur og honum var margt til lista lagt. Hann var sjálfnuma á gítar, teiknaði listavel, honum gekk vel í skóla og var skemmtilegur ung- ur drengur. Þegar kom á unglingsárin og námsárin urðu skemmtanir nokkuð fyrirferðarmiklar hjá okkur félögunum: útihátíðir, tón- leikar, kosningavökur, menning- arferðir í miðbæ Reykjavíkur og fleira í þeim dúr. Heimili foreldra Svans var ávallt opið fyrir okkur strákana og eigum við ófáar minningar þaðan. Svanur var hrókur alls fagnaðar í gleðskapnum, spilaði á gítar og ekki var verra þegar Páll, pabbi hans, settist við pí- anóið og Gyða systir hans tók lagið. Það var ekki laust við að Svan- ur fengi of mikla athygli út á hæfileika sína með gítarinn og vorum við félagarnir ekki alltaf sáttir við það. Hann var mjög flinkur við að spila og kaus þá oft að spila lög sem enginn annar gat sungið svo hann ætti sviðið og enginn annar. Þetta skapaði gjarnan ákveðna togstreitu og öfund í hópnum og reyndum við stundum að fela gít- arinn hans til að jafna leikinn. Það sem meira en annað gerði okkur að félögum og vinum voru skoðanir okkar á lífinu og náung- anum, lífsviðhorfið og þá ekki síst pólitíkin þar sem skoðanir okkar voru oftar en ekki á öndverðum meiði við ríkisstjórnir þess tíma. Við vorum svo heppnir að ná síðustu árum Alþýðubandalags- ins í Hafnarfirði og kusum flokk- inn til valda í bænum árið 1994. Það var sætur sigur og eftir- minnileg kosninganótt. Þó svo að við höfum sést sjaldnar hin seinni ár þá var það sem við breyttumst aftur í ung- linga þegar við loksins hittumst. Það var eins og ekkert hefði breyst, alltaf sami hugurinn. Það tók Svan langan tíma að finna lífsförunaut en þegar hann fann Guðnýju vissum við vinirnir að hún væri sú eina rétta fyrir hann. Þau bjuggu sér til yndislegt heimili fyrir sig og börnin. Okkur er sérstaklega minnisstætt þegar við félagarnir steggjuðum Svan fyrir brúðkaup þeirra Guðnýjar þar sem við áttum frábæran dag saman og var hápunktur ferðar- innar heimsókn til Gyðu. Allir drengirnir voru drifnir á hestbak og svo var okkur boðið til veislu á eftir. Fráfall vinar okkar, þessa góða drengs, er okkur æsku- félögunum og fjölskyldum okkar mikið áfall. Við vottum þér okkar dýpstu samúð, elsku Guðný, takk fyrir að vera kletturinn hans Svans. Þú ert hetjan okkar. Elsku Rúnar Steinn, Frosti Páll, Kol- brún María og Þorsteinn, Páll, Bryndís, Árni, Gyða og fjölskyld- ur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Hann var numinn til himnaskara hvar hann tilbiður sinn lausnara þar enginn grátur mæðir meir, Krists undir merkjum kröftugt barðist, kórónu hreppti því hann varðist, Sæmundur Klemensson ei deyr. (Höf. óþekktur.) Megi minningin um góðan vin og vináttu lifa. Kveðja, Sigþór, Frosti og fjölskyldur. Svanur Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.