Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS Verð frá39.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v. flug fram og til baka. Verð án Vildarpunkta: 49.900 kr. 13.–16. október 3 nætur Dublin Þægileg og skemmtileg Flogið með Icelandair Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Lilja Magnúsdóttir, sem sat í kjör- dæmisráði í prófkjöri Pírata í Norð- vesturkjördæmi, segir í bréfi sem hún sendi á fjölmiðla að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafi hvatt frambjóðendur sem enduðu í efstu sætum prófkjörsins til að stíga til hliðar til þess að Gunnar Ingiberg Guðmundsson kæmist ofar á lista flokksins í kjördæminu. Þá hafi hún hringt í fólk og hvatt það til þess að fella listann í staðfestingarkosningu flokksins og að síðustu haft samband við fólk og hvatt það til þess að velja Gunnar efstan á lista í endurteknu prófkjöri flokksins, en smölun er óheimil samkvæmt reglum flokks- ins. Birgitta segist ekki hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöður próf- kjörsins. Fleiri Píratar stigu fram í gær og höfðu svipaða sögu að segja. Gunnar endaði í fimmta sæti í prófkjörinu. Segir Lilja að þegar þeir sem urðu fyrir ofan hann í prófkjörinu hafi hafnað því að stíga til hliðar hafi Birgitta beitt sér fyrir því að lista flokksins yrði hafnað þegar hann var borinn undir Pírata á landsvísu. Segir Lilja Birgittu meðal annars hafa vegið að persónu Þórðar Péturssonar, sem endaði í efsta sæti í upprunalega prófkjörinu, á leyni- legri spjallsíðu flokksins. ,,Símhring- ingar, tölvupóstar og fundir þess efnis um að fólk myndi færa sig neð- ar á lista til að koma Gunnari Ingi- berg ofar báru ekki árangur. Þing- maður flokksins, Birgitta Jónsdóttir, fór hamförum á leynilegri síðu flokksins þar sem hún sagðist þekkja mann og annan í heimabæ Þórðar Péturssonar, efsta manns á lista, sem gætu sagt sér hitt og þetta um manninn,“ segir Lilja og birtir skjáskot með ummælum Birgittu máli sínu til stuðnings. Taka í svipaðan streng Fleiri Píratar úr Norðvesturkjör- dæmi stigu fram í gær og sögðu að Birgitta og fólk henni tengt hefði hvatt frambjóðendur til að stíga til hliðar. Þeirra á meðal er Hafsteinn Sverrisson, fyrrverandi varaformað- ur Pírata í kjördæminu, sem var í þriðja sæti í prófkjörinu eftir endurútreikninga í kjölfar þess að Halldóra Ásgeirsdóttir steig til hlið- ar. Var hann einnig hvattur til þess að víkja fyrir Gunnari. Þá sagði Ágúst Beaumont, ritari Pírata á Vesturlandi, sem átti sæti í kjördæmisráði Norðvesturkjör- dæmis, í samtali við RÚV að Birgitta hefði haft samband við sig og reynt að hafa áhrif á uppröðun á lista flokksins í kjördæminu, eftir að fyrri kosning lá fyrir Gunnar fékk mun betri kosningu í endurteknu prófkjöri og endaði í 2. sæti. Var honum raðað 86 sinnum í efsta sæti á listanum en sigurvegar- anum Evu Pandoru Baldursdóttur 46 sinnum. Henni var hins vegar raðað oftar fyrir ofan hann og hún vann því samkvæmt kosningakerfi Pírata. Neitar ásökunum Í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Birgitta hafna öllum ásökun- um um að hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöðu prófkjörsins. „Ég hringdi ekki í eina einustu manneskju til þess að biðja hana um að fella listann,“ sagði Birgitta. „Ég hef ekki tekið upp símann og beðið neinn um að kjósa á einn eða neinn hátt.“ Píratar gagnrýna Birgittu  Sögð hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöðu prófkjörs  Símhringingar, fundir og tölvupóstar segir Pírati  „Hringdi ekki í eina einustu manneskju,“ segir Birgitta Samkvæmt upp- lýsingum frá Veð- urstofu Íslands má búast við mik- illi úrkomu á Norðurlandi og á Ströndum í dag vegna skila sem ganga yfir landið. Skapast getur flóða- og skriðu- hætta á þessum slóðum og ekki er hægt að útiloka staðbundin skyndiflóð sem gætu valdið tjóni, t.d. á Tröllaskaga. Því mælist Veðurstofan til þess að hugað sé að holræsum og niðurföllum á þessum slóðum. Búast má við að talsvert margt er- lent ferðafólk sé á þessum slóðum og margir í þeim hópi þekki lítið til þeirra veðrabrigða sem kunni að koma upp hér á landi. Jónas Guðmundsson hjá slysa- varnafélaginu Landsbjörg segir að alltaf sé verið að auka upplýsinga- flæðið til ferðamanna. Um hálf millj- ón manna hafi heimsótt vefinn safetravel.is það sem af er ári, en þar eru meðal annars settar inn upplýs- ingar um færð og veðurfar. Einnig séu tilkynningar af þessu tagi settar inn á 70 skjáupplýsingakerfi sem séu úti um allt land. Veður Ferðamenn eru varaðir við. Mikil úr- koma fyr- ir norðan Það hellirigndi jafnt á réttláta sem rangláta sem lögðu leið sína í helgidóminn Þingvelli und- anfarna daga. Rigningu er spáð víða um landið í dag en á morgun á að stytta upp og þegar líður á daginn verður hann sannkallaður sunnudagur, eða sólardagur, einkum um norðan- og austanvert landið. Samkvæmt veðurspá fyrir næstu viku má búast við úrkomu víða og jafnvel hvassviðri. Úrhelli í Almannagjá Morgunblaðið/Ómar Haustið gerir vart við sig með rigningu víða um landið Annar hluti frímerkjasafns Indriða heitins Pálssonar verður boðinn upp hjá alþjóðlega uppboðshúsinu Post- iljonen (postiljonen.se) í Svíþjóð 1. október nk. Umslag með tveimur skildingamerkjum, 2 og 8 skildinga, er á meðal uppboðsmuna. Byrjunarboð í umslagið er aug- lýst 50.000 evrur eða tæplega 6,5 milljónir króna. Claes Arnrup, uppboðshaldari og stofnandi Post- iljonen AB, kveðst vera nokkuð viss um að bréfið selj- ist. Hann segir að einungis séu varðveitt þrettán bréf með skildingafrímerkjum og þar af þrjú sem send voru til útlanda, það er út úr konungsríkinu Danmörku, sem Ísland tilheyrði á þeim árum. Bréfið sem hér um ræðir er eitt þeirra. Það var sent um Granton til London árið 1875. Það er best varðveitt af þeim skildingabréfum sem send voru „til útlanda“. Á öðru bréfi sem sent var til Englands er frímerki rifið og af þriðja umslaginu sem sent var til Kanada hefur ein- ungis framhliðin varðveist. Fyrsti hluti frímerkjasafns Indriða heitins var boð- inn upp í mars síðastliðnum. Þar á meðal var bréf með upphafsboð upp á 50.000 evrur, en það seldist fyrir 130.000 evrur (rúmar 16,8 milljónir ÍSK). Það var eftir- sóknarverðasta skildingabréfið í safninu því að á því var að finna 16 skildinga frímerki. Bréfið var sent árið 1874 frá Djúpavogi til Kaupmannahafnar. Þriðji og síð- asti hlutinn úr frímerkjasafni Indriða heitins verður boðinn upp síðar, að sögn Arnrups. gudni@mbl.is Fágætt umslag á uppboði Postiljonen.se  Annar hluti uppboðs á frí- merkjasafni Indriða Pálssonar Þýski kafarinn Thomas Weyer fann nú í sumar farþegaskipið Goðafoss, sem legið hefur á hafs- botni frá því að þýskur kafbátur sökkti skipinu með tundurskeyti í nóvember 1944 með þeim afleið- ingum að 24 fórust. Nákvæm lega Goðafoss hefur verið á huldu frá því að skipið sökk, þangað til þýska tímaritið Spiegel greindi frá fundi Weyer í gær. Weyer heyrði fyrst um Goðafoss árið 2011. Með því að nota gamlar staðsetningarskrár komst hann að því að skipið hlyti að liggja á 40 m dýpi. Þá hafði hann uppi á frásögn- um íslenskra vitna að árásinni. Weyer kom hingað til lands ásamt teymi sínu í júlí og hópurinn sigldi út frá Reykjavík með ómsjá sem varpaði upp myndum af hafs- botni. Á þriðja degi sáust síðan út- línur skipsflaks undir sandlagi. Hann hefur hug á að kafa að skip- inu og telur jafnvel mögulegt að losa það úr sandinum. Nánar er fjallað um málið á mbl.is. Þýskur kafari fann Goðafoss í sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.