Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 49
Annað merkilegt félag sem nú starfar bæði innan HÍ og HR er Hið íslenska vínarbrauðsfélag. Félagið telur tvo meðlimi, mig og Þorgeir Pálsson, prófessor og fyrrv. flug- málastjóra. Starfsemi félagsins felst í því að félagar snæða saman vínar- brauð á föstudagsmorgnum og bjóða viðstöddum með sér. Einstaka sinn- um fundar Vínarbrauðsfélagið á fimmtudegi. Þá fer starfsemi háskól- ans úr skorðum því fólk heldur að kominn sé föstudagur. Vínarbrauðs- félagið verður 40 ára á næsta ári. Í hverri viku hittumst við nokkrir gamlir skólabræður úr Austurbæj- arskóla og MR og snæðum saman hádegisverð á hinum ýmsu veitinga- stöðum borgarinnar. Það verður full dagskrá næsta vetur.“ Fjölskylda Eiginkona Eggerts er Ragnhildur Richter, f. 3.6. 1955, íslenskukenn- ari. Foreldrar hennar voru Ragn- hildur Jóhannesdóttir, f. 7.11. 1919, d. 5.8. 2011, húsfreyja í Reykjavík, og Finnur Richter, f. 29.2. 1920, d. 2.12. 1989, brunavörður í Reykjavík. Dóttir Ragnhildar er Halldóra Björt Ewen, f. 1.6. 1974, mennta- skólakennari í Reykjavík en maður hennar er Björn Gíslason, kynn- ingar- og vefritstjóri, og er dóttir þeirra Ragnhildur Björt, f. 2002. Fyrri kona Eggerts var Kirsten Briem, f. 17.2. 1943, d. 12.4. 1993, félagsráðgjafi. Börn Eggerts og Kirstenar eru Nanna Briem, f. 5.10. 1968, geðlækn- ir í Reykjavík, en maður hennar er Jóhann Viggó Jónsson, brunavörður í Reykjavík og eru börn þeirra Daní- el Eggert, f. 2000, Tómas Gísli, f. 2005, og Kirsten Margrét, f. 2007, og Sverrir Briem, f. 7.5. 1972, sálfræð- ingur í Reykjavík, en kona hans er Helga Sigurlaug Erlingsdóttir við- skiptastjóri og er dóttir þeirra Sigrún, f. 2007. Hálfbróðir Eggerts, samfeðra, er Jóhannes Briem, f. 29.10. 1933, starfsmaður á Hafrannsóknastofnun í Reykjavík. Alsystkini Eggerts eru Magnús Briem, f. 12.8. 1944, ellilíf- eyrisþegi í Reykjavík; Ingibjörg Briem, f. 1.8. 1947, starfsmaður í ut- anríkisráðuneytinu, búsett í Reykja- vík; Ragna Briem, f. 15.5. 1951, menntaskólakennari í Reykjavík. Foreldrar Eggerts voru Sverrir Briem, f. 24.1. 1905, d. 23.8. 1974, framkvæmdastjóri í Reykjavík, og María Magnúsdóttir Briem, f. 12.10. 1913, d. 19.10. 1994, húsfreyja í Reykjavík. Úr frændgarði Eggerts Briem Eggert Briem Elín Thorstensen húsfr. í Rvík Magnús Stephensen landshöfðingi í Rvík Ástríður Stephensen húsfr. í Rvík Magnús Sigurðsson bankastj. í Rvík María Magnúsdóttir Briem húsfr. í Rvík Bergljót Árnadóttir húsfr. í Rvík Sigurður Magnússon kaupm. í Rvík Eiríkur Eggertsson Briem rafmagnsveitustj. ríkisins og framkvæmda- stjóri Landsvirkjunar Haraldur Briem sóttvarnalæknir Pétur Thorsteinsson, útg.m. á Bíldudal og athafnam. í Rvík og Kaupmannahöfn Katrín Thorsteinsson Briem húsfr. í Viðey Eggert Briem óðalsb. í Viðey Sverrir Briem framkvæmdastj. í Rvík Guðrún Gísladóttir húsfr. í Rvík Ólafur Briem alþm. á Álfgeirsvöllum Páll Briem amtmaður og alþm. á Akureyri Helgi Briem skattstj., bankastj. og sendiherra Þórhildur Pálsdóttir Lín- dal f. Briem húsfr. í Rvík Páll Líndal ráðuneytisstj Sigurður Líndal prófessor Eiríkur Briem prestur, prófessor og alþm. í Rvík Eggert Ó Briem, sýslum. og bæjarfógeti á Seyðisfirði og hæstaréttardómari Gunnlaugur Briem ráðuneytisstj Sigurður Briem póst- málastj. í Rvík Kristín Eggertsdóttir Claessen húsfr. á Sauðárkróki og í Rvík María Kristín Valgards- dóttir Thoroddsen húsfr. í Rvík Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra. Unnur Thor- oddsen húsfr. Guðmundur Th. prófessor Bolli Th. borgarverkfræðingur Sigurður Th. verkfr. Kristín Ólína Th. yfirhjúkrunark. Katrín Th. yfirlæknir og alþm. Skúli Halldórs- son tónskáld Dagur Sigurðar- son skáld Theodóra Thoroddsen skáldkona Ásthildur Guðmundsdóttir Thorsteinsson húsfr. á Bíldudal, í Rvík og í Kaupmannahöfn Elín Magnús- dóttir Stephensen húsfr. í Rvík Agnar Guð- mundsson skipstj. og framkvstj. í Rvík Guðrún Agnars- dóttir fyrrv. yfirlæknir og alþk. Birna Huld, deildar- stj. og enskukennari í framhaldsskóla í London ÍSLENDINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Magnús fæddist á Tjörn áVatnsnesi 10.9. 1861. For-eldrar hans voru Sigfús Jónsson, síðast prestur á Undirfelli í Vatnsdal, og k.h., Sigríður Oddný Björnsdóttir Blöndal húsfreyja, dóttir Björns Blöndals alþm. Bróðir Magnúsar var Björn Sig- fússon, alþm. og smiður á Kornsá. Eiginkona Magnúsar var Guðrún Gísladóttir, f. 1859, d. 1953, hús- freyja, en börn þeirra voru Sigfús, Sigríður, Sighvatur Ingimundur, Þormóður Stefán, Kristjana, og Kristjana. Magnús lærði trésmíðar á Akur- eyri, var í framhaldsnámi í Kaup- mannahöfn og útskrifaðist þaðan trésmíðameistari 1882. Magnús stundaði smíðar, þilskipa- útgerð og verslun í Hafnarfirði 1884- 1900 en flutti þá til Reykjavíkur og stundaði þar húsasmíðar og útgerð. Magnús var framkvæmdastjóri timburverslunarinnar Völundar er hún tók til starfa á horni Klappar- stígs og Skúlagötu, 1903-11. Hann starfrækti síðan togaraútgerð, verk- smiðjuiðnað og verslun í Reykjavík og var aðaleigandi og stjórnandi útgerðarfélagsins Sleipnis. Magnús sat í bæjarstjórn Reykja- víkur 1906-12, sat í bankaráði Ís- landsbanka 1909-13 og varð alþing- ismaður Reykvíkinga í Uppkasts- kosningunum frægu 1908 og sat þá á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn eldri. Magnús byggði húsið Vonarstræti 4b árið 1928 þar sem hann starf- rækti brjóstsykurs- og konfektgerð. Húsið var einlyft steinsteypuhús með kjallara og risi. Í kjallaranum var véla- og brjóstsykursgerðar- salur en á aðalhæðinni var konfekt- gerðin. Árið 1929 hóf svo Magnús kaffibrennslu í húsinu. Sælgætis- gerðin var rekin í húsinu til ársins 1967 þegar næstu hús urðu eldi að bráð, en kaffibrennslan var hins veg- ar starfrækt í húsinu til 1979. Blön- dahls-kaffið náði aldrei sömu vin- sældum og Kaabers-kaffið, en Blöndahls-súkkulaðikaramellurnar stóðu alltaf fyrir sínu. Magnús lést 3.3. 1932. Merkir Íslendingar Magnús Th. S. Blöndahl Laugardagur 90 ára Guðjón Peter Hansen Ingibjörg Þorgrímsdóttir Kristín Björg Sveinsdóttir Ólafur Þorgrímsson Reinhold Greve 85 ára Bergþóra Gísladóttir Filip Þór Höskuldsson 80 ára Aðalgeir Egilsson Bergsteinn Pétursson Elínborg Karlsdóttir Guðbjörg Jónína Katrín Arndal Jóhanna Gunnarsdóttir Jóhanna Magnúsdóttir Sigurbjörg Ármannsdóttir Þórdís Vilborg Sigfúsdóttir 75 ára Álfheiður Ólafsdóttir Eggert Briem Garðar Halldórsson Gissur Vilhjálmsson Guðbjartur Einarsson Karl E. Austan Vernharðsson Steingerður Sigmundsdóttir 70 ára Arndís Ármann Steinþórsdóttir Guðmundur Ottósson Guðrún Jónsdóttir Gunnar Tómasson Matthías Guðmundsson Sigurþór Gunnbjörn Valdimarsson Steinar Matthíasson 60 ára Gunnar Gunnarsson Kristján Eldjárn Hjartarson Ragna Karlsdóttir Sigurjón M. Sigurjónsson Skafti Harðarson 50 ára Aðalheiður Gunnarsdóttir Arnar Berg Grétarsson Ásgrímur Ingólfsson Bjarney I. Gunnlaugsdóttir Díana H. Fjölnisdóttir Guðlaug Sigurðardóttir Guðni Einar Bragason Guðný Björgvinsdóttir Gunnar Ingi Halldórsson Karl H. Guðlaugsson Ragna Huldrún Þorsteinsdóttir Ragna Lóa Stefánsdóttir Sigfríð Björgvinsdóttir Sóley Dögg Jóhannsdóttir Svanhildur Lýðsdóttir 40 ára Álfheiður Sif Jónasdóttir Guðmundur Eyberg Kristjánsson Gunnar Helgi Baldursson Íris Lind Sæmundsdóttir Noemi Mariano Soleminio Rakel Róbertsdóttir Sigurbjörg Guðdís Hannesdóttir Sigurjón Friðrik Garðarsson Silvia Bök Þórður Kristinsson Þórhallur Örn Hinriksson 30 ára Arnar Már Þórisson Bjarki Þórarinsson Cindy Francois Damian Andrzej Jezewski Jóhanna Kristbjörg Helgadóttir Kristinn Sigurbjörnsson Silja Bára Philip Bárðardóttir Sunnudagur 90 ára Ásgeir Valdemarsson Hilmar Pétursson 85 ára Svavar Jónsson Sveinbjörn Hjálmarsson 80 ára Guðríður Jónsdóttir Karl Sigurjónsson Ragnar Magnússon Þóra Kristjánsdóttir 75 ára Björk Aðalsteinsdóttir Eiríkur Þóroddsson Elsa Bjarnadóttir Eysteinn B. Guðmundsson Kristín Jónsdóttir Ólína Sigurbjört Guðmundsdóttir 70 ára Anna G. Ósvaldsdóttir Áslaug Rafnsdóttir Guðríður Guðmundsdóttir Ingi Tómas Björnsson Jóhanna Birna Falsdóttir Vilborg Georgsdóttir 60 ára Aðalsteinn Guðmundsson Anna Alicja Wolodko Ágústa Hreinsdóttir Björn Sævar Eggertsson Dagný Elísdóttir Sævar Valdimarsson Vilborg Þorsteinsdóttir Þóra Stefánsdóttir Þórólfur Tómasson Þráinn Elías Gíslason 50 ára Anton Páll Níelsson Arndís Aradóttir Finnur Sveinsson Inga María Magnúsdóttir Kolbrún Bunch Bjarnadóttir Kristín Leifsdóttir Lovísa Guðjónsdóttir Remigiusz Piotr Zapotoczny Sigurður Ágústsson Siguróli Kristjánsson Simina-Lenuta Bucu Skúli Gunnar Sigfússon Suchada Deluxsana Vigdís Jóhannsdóttir 40 ára Astrid Frederike Kooij Bjarki Kristjánsson Guðmundur Hreinsson Ingvi Bjarmar Jónsson Jolanta Kropiewnicka Magnús Gunnarsson Sigurbjörg Ósk Sigurðardóttir Sigurborg V. Reynisdóttir Vidas Kenzgaila 30 ára Albert Filip Lewandowicz Arnar Ingi Bragason Benedikt Karl Gröndal Bryndís Þorsteinsdóttir Emir Dokara Eva María Jónsdóttir Halldóra Ólafsdóttir Haukur Pálsson Hulda Sif Þórisdóttir Piotr Zdzislaw Lanczak Rafn Þórisson Sara Guðjónsdóttir Snorri Hákonarson Stefanía Eir Vignisdóttir Theodór Hertervig Línuson Zahra Noorbakhsh Velashedi Til hamingju með daginn Feld u það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.