Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS T E X T I 15.9 - 8.1.2017 Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur Opnun fimmtudaginn 15. september kl. 20. LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM 7.5 - 9.10.2016 UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN 21.1 - 11.9 2016 Ath. síðasta sýningarhelgi. Sunnudagsleiðsögn um sýninguna 11. sept kl. 14. PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 18.9. 2016 HRYNJANDI HVERA 17.6 - 11.9 2016 Gagnvirk videó-innsetning eftir Sigrúnu Harðardóttur. Ath. síðasta sýningarhelgi SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið daglega í sumar kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9. - 28.05. 2017 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is KAFFISTOFA heimabakaðar kökur SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2.-18.9.2016 Opið þri., fim., og sun. kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sunnudagur 11. september kl. 14: Leiðsögn um sýninguna Með kveðju - Myndheimur íslenskra póstkorta í Myndasal Miðvikudagur 14. september kl. 12: Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafnsins. Auður Styrkásdóttir fjallar um Kvennabaráttu í rúma öld. Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Með kveðju – Myndheimur íslenskra póstkorta í Myndasal Dálítill sjór – Ljósmyndir Kristínar Bogadóttur á Vegg Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Síðasti sýningardagur 18. september Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni Norðrið í norðrinu á 3. hæð Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Sýningin opin daglega frá 10-17 Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég heyrði fyrstu plötu Heklu Magnúsdóttur árið sem hún kom út, 2014, og varð mjög hrifin. Inni- haldið var einslags „ambient“- tónlist, dálítið drungaleg og heyra mátti nútímatónlistarleg minni líka. Verkið var einkar heildstætt, úthugsað og ég hef haft auga (og eyru) með Heklu síðan. Hljóðfæri Heklu er hið sérstaka þeramín, þekktast fyrir innkomu sína á smelli Beach Boys, „Good Vibra- tions“, og hún lék einnig á það með hinni stórgóðu rokksveit Bárujárn. Hekla útskrifaðist af ný- miðlabraut hjá tónlistardeild Listaháskóla Íslands í vor, hún er sjálflærð á þe- ramínið og hef- ur verið að kanna mögu- leika þess á sóló- skífum sínum, þeirri sem ég nefndi í upphafi og eins þessari hér. Stemningin hér er alls ekki ósvipuð þeirri sem var að finna á fyrri plötunni. Hljóðmyndin er sem fyrr dökk og drungaleg, en aldrei þunglyndisleg þó. Meira „hrylli- leg“ kannski og Hekla lýsir tónlist- inni sjálf sem „minimal sc-fi“. Sum- ir sprettirnir hér myndu enda sóma sér vel í sálfræðitrylli eða spennumynd um dularfullar geim- verur sem hafa tekið sér bólfestu í mönnum. Eitthvað svoleiðis! Það sem hefur breyst er helst hljóm- urinn, sem er fyllri og fagmann- legri (hljóðblöndun og -jöfnun var í höndum José Diogo Neves). Það var þá aðeins meira ljós á fyrstu plötunni en þessari og meira „flipp“ í raun, ákveðnir partar þar Dimma og dulmögn Ris og rof er önnur plata Heklu Magnúsdóttur og sem fyrr spinnur hún seiðandi tónmyndir með tilstuðlan þeramíns. Úr undirdjúpunum… er yfirskrift tónleika Elektra Ensemble sem fram fara í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 17. Tónleik- arnir eru hluti af nýrri tónleikaröð í Hörpu sem ber heitið Sígildir sunnudagar. Á tónleikunum kem- ur einnig fram dansarinn Védís Kjartansdóttir en hún mun dansa, í tveimur verkanna, ný dansverk eftir Sögu Sigurðardóttur. Elektra Ensemble skipa Ástríð- ur Alda Sigurðardóttir á píanó, Emilía Rós Sigfúsdóttir á flautu, Helga Björg Arnardóttir á klarín- ett, Helga Þóra Björgvinsdóttir á fiðlu og Margrét Árnadóttir á selló. Á tónleikunum frumflytja þær nýtt verk eftir Þuríði Jónsdóttur. Auk þess flytja þær Vox balaenae eftir George Crumb, en verkið er samið undir áhrifum hvalahljóða úr undirdjúpunum, Svítu fyrir fiðlu, klarínett og píanó op. 157b eftir Darius Milhaud og Kammer- sinfóníu nr. 1, op. 9 eftir Arnold Schönberg í útsetningu A. Webern. Tónleikarnir eru fyrstu tónleikar Elektra Ensemble á nýju starfsári. Nýtt Elektra Ensemble hefur starfsárið með tónleikum í Hörpu á morgun. Elektra Ensemble leikur í Norðurljósum Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Það lá spenna í loftinu í Tjarnarbíói þegar blaðamaður rak inn nefið enda nóg að gera að klára að fullkomna leikverkið Sóley Rós ræstitæknir sem frumsýnt er í kvöld. „Ég er að berjast við tím- ann. Þetta er allt- af svona. Þetta er svo merkilegt átak að ná svona sýningu saman með frumsömdu íslensku efni,“ segir María Reyndal, höf- undur og leikstjóri. Skúringakona sem á sér sögu Leikarar eru tveir á sviðinu, þau Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson og leika þau hjón. Verkið er byggt á sögu raun- verulegrar konu sem býr fyrir norð- an. María segir hana sannkallaða hvunndagshetju. „Þetta er íslensk kona sem vinnur við skúringar fyrir norðan og var að skúra á vinnustað vinkonu minnar. Hún kom alltaf inn, skúraði og sagði henni brot úr sögu sinni. Vinkona mín sagði mér svo þessar sögur og þetta kveikti svo í okkur Sólveigu að við sóttum um styrk til leiklistarráðs og fengum pening til að setja sögu þessarar konu á svið,“ segir hún. Þær fóru og hittu konuna og fengu að heyra sögu hennar. „Þetta er tilraun sem felst í að nota sem mest orð og orðræðu beint upp úr viðtölum, bæta rödd eiginmanns inn í og búa til leikgerð upp úr því. Hún var mjög til í að segja sögu sína,“ segir María. „Þessi kona er hvunndagshetja. Hún á þrjú börn með þremur mönnum en hún varð fyrst ólétt fimmtán ára. Hún hefur gengið í gegnum ansi litrík sambönd en kjarninn í okkar sögu er upplifun hennar af heilbrigðiskerf- inu og Landspítalanum. Hún var send í sjúkraflugi frá Akureyri til Reykjavíkur til að eiga barn sitt á Landspítalanum og fannst ekki hlustað á sig,“ útskýrir María. Ádeila á heilbrigðiskerfið María og Sólveig sáu hér mikinn efnivið í gott leikverk. „Hennar rödd er ádeila á heilbrigðiskerfið og mannleg tengsl. Hún er svo góður sagnamaður,“ segir María en þær tóku sögu hennar og heimfærðu hana upp á hjónin í verkinu. „Við er- um búnar að búa til verk um hjón sem lenda í svona aðstæðum og eru búin að ganga í gegnum súrt og sætt í lífinu,“ segir María sem telur að í verkinu sé rýnt í samfélagið þar sem margt mætti betur fara, ekki síst í heilbrigðsgeiranum. „Hún vill bara að saga sín heyrist. Þetta er hennar leið til að fá lokun á þetta mál,“ segir hún. Gaman og alvara í bland Þrátt fyrir alvarlegan undirtón er margt fyndið í verkinu, að sögn Mar- íu. „Það byrjar mjög skemmtilega með gamanleik en fer svo inn í alvör- una,“ segir María og upplýsir að verkið hafi í fyrstu verið hugsað sem einleikur. Sú hugmynd hafi svo þróast og úr varð tvíleikur karls og konu. „Í upphafi var þetta þannig að ég ætlaði að leika en Sólveig að leik- stýra, en það endaði á að það væri betra á hinn veginn. Þetta hefur ver- ið mjög gjöfult samstarf,“ segir hún. „Ég vonast til að fólk hlæi líka, þetta kitlar alveg hláturtaugarnar. Kó- míkin er kannski ekki alltaf nóg ein og sér, það er gaman að blanda þessu saman. Þó að þetta sé alvarleg saga í sjálfu sér er Sóley Rós mjög skemmtileg og stór persóna.“ Rödd úr samtímanum „Sóley Rós stendur fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp sem heyrist ekki mik- ið í á íslensku leiksviði. Líka þess vegna fannst okkur þetta svo áhuga- vert. Hún er mjög sátt við sitt hlut- skipti sem skúringakona. Þú sérð samfélagið með augum hennar. Þetta er nýtt íslenskt verk með rödd úr samtímanum. Um málefni sem eru mikið í umræðinni og eru að koma mikið upp á yfirborðið,“ segir hún. María segir leikhúsið kjörinn vettvang til að fjalla um þjóðfélags- mál. „Það þarf ekki að vera drama- tískt og leiðinlegt þótt það sé póli- tískt,“ segir María sem vill að fólk opni hjarta sig fyrir þessari rödd. „Með því að tala um hlutina þá eru möguleikar á að breyta og bæta. Ég held að áhorfandans sé bara að hlusta á þessa sögu. Taka hana inn. Því það var ekki mikið hlustað á Sól- eyju Rós,“ segir María og vonast hún til að sem flestir komi og upplifi þessa samfélagsrödd og skemmti sér um leið. Saga hvunndagshetju  Sóley Rós ræstitæknir frumsýnt í kvöld í Tjarnarbíói  Sterk rödd skúringakonu sem deilir á heilbrigðiskerfið Ádeila Sveinn Ólafur Gunnarsson og Sólveig Guðmundsdóttir leika hjón sem ganga í gegnum súrt og sætt. Verkið, sem er eftir Maríu Reyndal og Sólveigu, er byggt á sannri sögu skúringakonu sem missti barn á meðgöngu. María Reyndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.