Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 10. september 2016 Kjósum Helgu í 2.-4. sæti Ég vil: „Lækka tryggingagjaldið í 5,35%“ „Lögfesta rétt barna til dagvistunar frá 1. árs aldri“ „Afnema skerðingu á bótagreiðslum vegna atvinnutekna öryrkja og eldri borgara að fullu“ Myndin af því hvað varð tilþess að Píratar tóku þá ótrúlegu ákvörðun að láta end- urtaka prófkjör í Norðvest- urkjördæmi er tekin að skýrast.    Nú hafa flokks-menn í kjör- dæminu komið fram og greint frá símtölum kapteins- ins og þrýstingi frá öðrum úr for- ystunni um að breyta þyrfti listanum eftir fyrra prófkjörið.    Kapteinninn neitar þessu en áalmenningur að trúa því að ekkert sé hæft í þessu, að það séu samantekin ráð annarra í flokkn- um að ljúga upp á kapteininn og nánustu samstarfsmenn?    Og ef svo er, getur forystaflokksins þá útskýrt hvernig á því stendur að kosningin var endurtekin eftir að frambjóðandi henni ekki handgenginn leyfði sér að sigra í prófkjörinu?    Í leiðinni er fleira sem æskilegtværi að kapteinninn útskýrði. Til dæmis það hvernig á því stendur að kapteinninn sjálfur lenti í fyrsta sæti í sínu prófkjöri með aðeins 15% stuðning í fyrsta sætið.    Og því tengt mætti útskýrafyrir kjósendum hvað olli því að sá sem fékk langflest atkvæði í fyrsta sætið í Norðvest- urkjördæmi í seinni kosningunum endaði ekki í fyrsta sæti.    Væri ekki ráð að Píratarendurtækju öll sín prófkjör og leyfðu lýðræðinu jafnvel að hafa sinn gang í hinni end- urteknu kosningu? Birgitta Jónsdóttir Hvað með að láta lýðræðið njóta sín? STAKSTEINAR Veður víða um heim 9.9., kl. 18.00 Reykjavík 10 skúrir Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 14 skýjað Nuuk 6 heiðskírt Þórshöfn 11 rigning Ósló 19 léttskýjað Kaupmannahöfn 20 þoka Stokkhólmur 18 skýjað Helsinki 15 heiðskírt Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 22 heiðskírt Dublin 16 rigning Glasgow 15 rigning London 21 skýjað París 19 heiðskírt Amsterdam 23 léttskýjað Hamborg 23 léttskýjað Berlín 26 léttskýjað Vín 27 heiðskírt Moskva 13 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 30 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 25 þrumuveður Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 14 skýjað Montreal 24 léttskýjað New York 26 alskýjað Chicago 25 alskýjað Orlando 31 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:39 20:12 ÍSAFJÖRÐUR 6:39 20:21 SIGLUFJÖRÐUR 6:22 20:04 DJÚPIVOGUR 6:07 19:42 Framkvæmdir við endurnýjun Hverfisgötu milli Klapparstígs og Smiðjustígs hafa tafist. Til stóð að opna götuna fyrir bílaumferð um miðj- an september en því mun seinka þar til í lok mánaðarins. Að sögn Þórs Gunnarssonar hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar er vinnu við fyrstu tvo áfangana frá Klappar- stíg og að Smiðjustíg að mestu lokið og verið er að vinna við þriðja áfanga verksins, þ.e. Smiðjustígsgatnamótin. Núna er verið að vinna við veitulagnir í þriðja áfanganum og í seinni hluta næstu viku er áætlað að byrjað verði á yfirborðsfrágangi. Þór segir að tekist hafi að hleypa gangandi umferð á gatnamótin fyrir Menningarnótt. Þá var eftir töluverð vinna við veitulagn- ir, sem hafa reynst tímafrekari en áætlað var vegna þrengsla vegna eldri lagna. sisi@mbl.is Opnun Hverfisgötunnar tefst  Tímafrek vinna við veitulagnir í götunni Morgunblaðið/Ófeigur Hverfisgata Opnun fyrir bílaumferð tefst til mánaðamóta. Hjólreiðakeppnin Tour of Reykja- vik verður haldin í fyrsta sinn á morgun, sunnudaginn 11. septem- ber. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur, í samvinnu við hjól- reiðafélögin í Reykjavík, sem hefur veg og vanda af skipulagningunni. Tour of Reykjavík býður upp á fjölbreyttar hjólaleiðir en keppnin sjálf er haldin í Laugardalnum og ýmist hjólað alla leið að Þingvalla- vatni eða styttri hringi í Laugardal og miðborginni. Víðtækar götulokanir og truflun á umferð verða vegna keppninnar. Aðallega er um að ræða lokanir á götum frá Laugardal að Hörpu en einnig verða Hafravatnsvegur, Nesjavallaleið og Grafningur lokuð í 1-2 klukkustundir fyrir hádegi. Miklabraut er alltaf opin. Kort yfir lokanir er að finna á reykjavik.is. Lokanir vegna hjól- reiðakeppni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.