Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 VE R T Leikur? Þetta verður veisla Skipting milli lína getur valdið misskiningi, sbr. það þegar orðið mann-apar verður manna-par. Þá erum við komin út úr frumskóginum.Velta má fyrir sér framburði orðsins m.t.t. mismunandi merkingar.Sú örlitla áhersla, sem er á a-inu, færist yfir á p-ið þegar mann-apar verða manna-par. Í framhaldinu má svo benda á að kven-apar og kvenna-par valda ekki misskilningi á prenti vegna þess að stafsetningin er ekki sú sama; en framburðurinn er nánast eins. Kennari getur nýtt sér svona lagað í hljóð- fræði- og merkingarfræðitímum. Sami kennari getur varpað fram snöggri málfræðispurningu: Hver er orðabókarmynd eftirtalinna orða sem eru hér utan sviga, og hvert er kyn þeirra og tala: ganga(vörður), gangna(menn), (Hvalfjarðar)göng? Auka- spurning (sem gefur 5 prik): Hvert er eignarfall fleirtölu sömu orða? (Svarið er neðst í pistlinum.) Kennarinn heldur áfram og vitnar í orð slökkviliðsmanns í útvarpsviðtali: „Slökkviliðsmenn verða að hafa brennandi áhuga á starfinu.“ Úr öðrum út- varpsþætti: „Vaka segir ís- lensk börn sofa of lítið.“ Ég lagði stundum eft- irfarandi verkefni fyrir nem- endur til að athuga hvort þeir þyrftu að bæta sig í réttritun: Stafsetjið: „Ég fyndi til ef ég stigi í hver- inn.“ Aðeins einn af hverjum tíu stóðst þessa raun. En það var eins og mér hefndist fyrir framkomu mína við þetta unga og saklausa fólk: Ég steig sjálf- ur í hver í Námaskarði eitt sumarið. Í gamla daga sögðu menn „einmitt“ þegar þeir tóku heils hugar undir orð viðmælanda síns. Svo liðu árin og menn fóru að segja „nákvæmlega“ við sömu aðstæður. Og nú á „nákvæmlega“ í vök að verjast frammi fyrir skæð- um keppinaut: „Algerlega“. Fyrir nokkru minntist ég á það að óþarfi væri að úthýsa orðalaginu „helm- ingi meira“ (allir áttu að segja „tvöfalt meira“ því hitt væri rökleysa). Í kjöl- farið fékk ég stuðning frá lesanda sem benti á að sjálfur Laxness hefði verið óhræddur við „helmingi meira“, sbr. þessi orð úr Brekkukotsannál (3. kafla): „… ég skal kaupa af þér alt sem þú hefur á börunum í dag við helmíngi eða jafnvel þrisvar sinnum hærra verði en vant er…“ Viti menn: Mér finnst ég nú vera farinn að heyra „helmingi meira“ í útvarpinu á ný. Laxness talaði um „tilviks-íslensku“ í Guðsgjafaþulu (18. kafla, sjá einnig upphaf 5. kafla). Honum virðist ekki hafa líkað sú krafa málvöndunarmanna að úthýsa „tilfellinu“. Í menntaskólaminningunni er „tilfelli“ bannorð: allir áttu að segja „tilvik“ því að hitt væri danska. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég gluggaði í Þorvalds þátt tasalda um daginn og rakst þar á „tilfelli“. „Tilfelli“ er semsagt ævagamalt orð í málinu og kemur fyrir í fornum textum víðar en í Þorvalds þætti; „tilvik“ er reyndar gamalt líka. Svar við málfræðispurningum: gangur (kk.et.); göngur (kvk.ft.); göng hk.ft.). Svar við aukaspurningunni um ef.ft.: ganga; gangna(menn); (Hval- fjarðar)ganga. Mann-apar – manna-par Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Sundurgreining á niðurstöðum Gallup-könnunar áfylgi flokka, sem RÚV birti fyrir skömmu sýndiað gagnstætt því sem margir héldu var hinn nýistjórnmálaflokkur Viðreisn ekki fyrst og fremst að taka fylgi frá Sjálfstæðisflokki, heldur Bjartri fram- tíð, Samfylkingu og Framsókn. Þetta kann að breytast nú, þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram á vegum Viðreisnar í komandi þing- kosningum og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins í rúm 7 ár, hefur lýst stuðningi við þann flokk. Rót þess ágreinings sem þar er á ferð er augljóslega afstaðan til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Það er ekkert nýtt að ágreiningur um það mál valdi flokkum, sem eiga eitthvað skylt við Sjálfstæðisflokkinn í öðrum löndum, vandkvæðum. Skýrasta dæmið um það er Íhaldsflokkurinn í Bretlandi. Það var ótti við vaxandi gengi UKIP, sem er flokkur til hægri við Íhaldsflokkinn, sem leiddi til þess að David Cameron lofaði þjóð- aratkvæðagreiðslu um ESB í Bretlandi. Með því loforði tókst honum að halda UKIP í skefjum en tapaði atkvæða- greiðslunni og þar með forsætis- ráðherraembættinu. Ef núverandi stjórnarflokkar hefðu staðið við fyrirheit um þjóð- aratkvæðagreiðslu um afstöðu Ís- lendinga til aðildar að ESB á þessu kjörtímabili hefði verið mun erfiðara fyrir Þorgerði Katrínu og Þorstein að yfirgefa sinn gamla flokk. Þau hefðu þá átt erfitt með að færa málefnaleg rök fyrir þeirri brottför. Með kjöri Þor- steins til formanns Sjálfstæðisflokksins 1983 komust ungir frjálshyggjumenn til valda í flokknum, en þeir höfðu látið að sér kveða frá kosningaósigrunum miklu vorið og sumarið 1978. Þorsteinn var sá sjávarútvegs- ráðherra, sem fylgdi kvótakerfinu og hinu frjálsa fram- sali kvótans eftir frá 1991. Þorgerður Katrín átti sæti í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, þegar hrunið varð haustið 2008. Hvorugt þeirra hefði átt auðvelt með að fóta sig á málefnalegum ágreiningi við Sjálfstæðisflokkinn nú í ljósi ábyrgðar á fyrri verkum hans, ef grundvall- arágreiningur um aðild hefði ekki komið til sögunnar. En það er annað mál. Nú stendur forystusveit Sjálfstæðisflokksins frammi fyrir þeirri spurningu hvernig hún eigi að bregðast við þessum tíðindum, sem hljóta að teljast alvarlegasti klofningur, sem upp hefur komið í sögu Sjálfstæð- isflokksins ásamt stjórnarmyndun Gunnars Thorodd- sens í byrjun febrúar 1980. Þá þegar var ljóst að stærsta verkefni Geir Hallgríms- sonar, þáverandi formanns flokksins, var að halda flokknum sameinuðum þrátt fyrir þær óvenjulegu að- stæður. Geir tókst að halda flokknum saman og skila honum í hendur eftirmanni sínum, Þorsteini Pálssyni, með 38,6% fylgi á landsvísu í þingkosningunum 1983. Það var afrek út af fyrir sig. Nú er verkefni Bjarna Benediktssonar og samstarfs- manna hans í forystu Sjálfstæðisflokksins annað. Í þing- kosningunum 2009 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 23,7% fylgi og 2013 26,7%. Skv. nýjustu skoðanakönnun Gall- ups er flokkurinn með 26,3% fylgi. Færi svo að framboð Þorgerðar Katrínar á vegum Viðreisnar og stuðningur Þorsteins við þann flokk saxaði eitthvað að ráði á það fylgi Sjálfstæðisflokks, sem eftir er, má ljóst vera að þá væri enn alvarlegri brestur kominn í áhrifastöðu flokks- ins. Og þar sem Viðreisn sækir að Sjálfstæðisflokknum frá miðju má ljóst vera að verkefni forystusveitar flokksins er að verjast á þeim vígstöðvum og jafnvel hefja gagn- sókn. Nú vill svo vel til, hvort sem það er tilviljun eða með ráðum gert, að Bjarni Benedikts- son lagði grundvöll að slíkri vörn og slíkri gagnsókn í samtali við Morgunblaðið hinn 16. júlí sl. þeg- ar hann sagði: „Það sem ég á m.a. við er að 20% sjúklinga treysta sér ekki til þess að leita heilbrigðisþjónustu vegna bágrar fjárhags- stöðu; við erum með langa biðlista eftir lífsnauðsyn- legum aðgerðum eins og hjartaþræðingum; við erum með stefnu um að 80% kostnaðar við tannlækningar eldri borgara eigi að greiðast af ríkinu, en búum hins vegar við þann raunveruleika að sjúklingarnir sjálfir bera um 80% kostnaðarins…það er okkar forgangsmál núna að koma samfélagsþjónustunni í betra lag…Ég vil sjá samfélag, þar sem við bjóðum jöfn tækifæri fyrir þegnana, þar sem aðgengi að grunnþjónustu svo sem heilbrigðisþjónustu og menntun sé óháð efnahag. Eitt skref í þá átt er að sjá til þess að sjúklingar finni ekki fyrir greiðsluþátttökunni sem þröskuldi, þegar kemur að aðgengi að heilbrigð- isþjónustunni í landinu.“ Skilgreining á orðinu „frjálslyndur“ í stjórnmálum er mjög á reiki. Þau Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson lögðu mikla áherzlu á það orð til að sýna sérstöðu sína gagnvart Sjálfstæðisflokknum í samtölum við fjölmiðla sl.miðvikudag. En spyrja má: Er til meira „frjálslyndi“ í viðhorfum til þjóðfélagsmála en fram kemur í tilvitn- uðum orðum formanns Sjálfstæðisflokksins? Og jafnvel spurning hvort höfundar Uppreisnar frjálshyggjunnar, bókar sem út kom 1979 (en Þorsteinn var einn af þeim) hefðu kannski kallað viðhorf Bjarna nú „miðjumoð“! En: Orð eru eitt og efndir annað. Svo vel vill til fyrir Sjálfstæðisflokkinn að nú er góð- æri. Og aðstaða til að fylgja ofangreindum orðum fjár- málaráðherra eftir í verki – fyrir kosningar. Þar í liggur bæði vörn og gagnsókn Sjálfstæðisflokks- ins vegna tangarsóknar úr óvæntri átt. Hvernig á Sjálfstæðisflokkur að bregðast við Viðreisn? Hvert þeirra er „frjálslynd- ast“, Bjarni, Þorgerður Katr- ín eða Þorsteinn?! Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Vitað er um tvo Íslendinga, semáttu orðastað við rússneska byltingarmanninn Vladímir Íljítsj Úljanov, sem kallaði sig Lenín og var einn mesti örlagavaldur 20. ald- ar. Annar var dr. Jón Stefánsson, sem lagði fyrir sig enskar bók- menntir og sat um aldamótin 1900 og lengi eftir það á Bretasafni í Lundúnum við margvíslegt grúsk. Árin 1902-1903 bjó Lenín í Lund- únum, sat þá iðulega á safninu í næsta sæti við Jón og gekk undir dulnefninu Richter, þótt Jón þekkti hann strax af myndum. „Ennið var hátt og kúpt, hann var nærri al- sköllóttur með leifar af rauðbirknu hári, alskeggjaður. Hann yrti á engan mann, og enginn þorði að yrða á hann,“ sagði Jón. Eitt sinn missti Lenín skrifað blað í gólfið. Jón tók það upp og rétti honum, og sagði Lenín þá „Thanks“ með þýskum hreim. Ekki fór þeim Jóni fleira á milli. Hinn viðmælandi Leníns var blaðamaðurinn Hendrik S. Ottós- son, sem var 22 ára, þegar honum var boðið ásamt Brynjólfi Bjarna- syni á annað þing Alþjóðasambands kommúnista, Kominterns, í Moskvu 1920. Hendrik var kallaður á fund framkvæmdastjórnar sambandsins til að segja frá Íslandi. Þar var Lenín, og lýsti Hendrik honum svo: „Hann var í lægra meðallagi, herðabreiður og virtist við fyrstu sýn hafa herðakistil. Höfuðið var stórt, hárið hafði verið ljósjarpt, en var nú að mestu horfið. Skegghýj- ung hafði hann á efri vör og höku.“ Hendrik lét þau orð falla, að senni- lega vissu fæstir fundarmenn mikið um land sitt. Lenín greip þá fram í og kvað framverði verkalýðsins vel að sér. Ísland yrði hernaðarlega mikilvægt í framtíðarstyrjöld, eink- um vegna flug- og kafbátahern- aðar. Löngu síðar efaðist Brynjólfur Bjarnason um, að Hendrik hefði skipst á orðum við Lenín. Hefði hann misminnt um það. En prentuð gögn fundarins staðfesta, að Hend- rik flutti skýrslu fyrir fram- kvæmdastjórn Kominterns um Ís- land, og er ástæðulaust að rengja frásögn hans. Sjálfur sagðist Brynjólfur hafa hlustað á allar fimm ræður Leníns á þinginu. Það getur þó ekki verið, því að þeir Hendrik voru ekki komnir til þingsins, þegar Lenín flutti þrjár af þessum fimm ræðum. Þær hafa því sennilega vitrast Brynjólfi. Á efri árum reyndi Brynjólfur að sameina andatrú og kommúnisma. Ef til vill hófst sú viðleitni miklu fyrr en marga grunaði. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Tveir á tali við Lenín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.