Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Ráðgjöf og þjálfun nolta.is Hausttilboð á völdumVOLVO PENTA vélapökkum Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is D-4 225 hö. með hældrifi verð frá 3,9 millj. án. vsk D-6 330 hö. með hældrifi verð frá 4,9 millj. án. vsk Tilboðin gilda til og með 28. október Við verðum á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöllinni 28-30 september. BAKSVIÐ Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Hér áður fyrr var ekki litið á blá- skelina sem herramannsmat. Oftast var hún tínd og notuð til beitu. Nú er öldin önnur. Bláskelin er orðin mjög vinsæl á veitingahúsum bæj- arins og er í huga ferðamanna réttur sem sérstaklega tengist Stykk- ishólmi, nokkurs konar „Local fo- od“. Sem dæmi um vinsældir bláskelj- arinnar seldi Sjávarpakkhúsið, sem er lítill veitingastaður við höfnina 1,2,tonn af bláskel bara í ágústmán- uði. Bláskelin er ræktuð á línum sem eru í sjó rétt fyrir utan Stykkishólm og hefur vöxtur hennar verið mjög góður í sumar. Það er Íslensk blás- kel ehf sem ræktar skelina og er Símon Sturluson framkvæmda- stjóri. Gott að rækta bláskel Símon segir að vel komi út að rækta bláskel í Breiðafirði. Hér eru miklir straumar sem skapa mikið fæðuframboð fyrir skelina og svo tandurhreinn sjórinn. Holdfylling skeljarinnar er um 30%. Að sögn Símonar er mikil aukning í sölu blá- skeljar í sumar Fyrirtækið hóf ræktunina fyrir tæpum 10 árum og árið 2010 var hún komin í söluhæfa stærð. Til að byrja með var erfitt að koma henni á markað innanlands og seldi fyrirtækið allt það ár um fjög- ur tonn, sem er svipað magn og heimamenn notuðu í nýliðnum ágústmánuði. Íslendingar kunnu ekki að meta þessa nýja sjávarafurð. En með mikilli fjölgun erlendra ferðamanna hefur orðið breyting á og eins er það með Íslendinga, nú láta þeir freistast. Nú er bláskel orð- in valkostur á helstu sjávarréttaveit- ingahúsum landsins. Helmingur gesta vill skel Sara Hjörleifsdóttir rekur veit- ingahúsið Sjávarpakkhúsið og tekur staðurinn 29 gesti í sæti. Sara segir að reksturinn gangi vel og hjálpar bláskelin til þess. Bláskelin er lang- vinsælasti rétturinn og suma dagana panta yfir 50% gesta bláskel. Það kemur Söru á óvart hvað erlendu gestirnir vita mikið um bláskelina og að hún sé ræktuð við Stykkishólm. Þeir þurfa ekki að spyrja, bara panta. Þar koma samfélagsmiðlarnir sterkir inn. Gestirnir eru sífellt að taka myndir þegar bláskelin er bor- in fram og eins af sjálfum sér borð- andi skel. Þessar myndir fljúga svo út um allan heim og vekja athygli. Bláskelin auglýsir sig sjálf. Erlend- um gestum þykir stemming í að borða bláskel, það er handavinna í kringum að borða í stað þess að nota hnífa og gafla. Þá segir Sara að dæmi séu um það gestirnir biðji um poka til að taka skeljarnar með sér sem minjagripi. Það sé lagður metn- aður í að matreiða bláskel og hafa hana grinilega svo hún veki vænt- ingar sem ekki bregðist. Að mati Söru er bláskelin búin að vinna sér sess á matseðlinum. Í sumar hefur orðið helmings auking á skelréttum hjá Sjávarpakkhúsinu og hún er viss um að vinsældir blás- keljarinnar muni bara aukast og það sama eigi við söluna hjá sér og Sím- oni skeljabónda. Bláskelin í Hólminum liggur ekki brotin milli steina  Bláskelin langvinsælust á Sjávarpakkhúsinu  Ræktuð rétt fyrir utan Hólminn Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Vinsæll réttur Sara Hjörleifsdóttir veitingamaður og Símon Sturluson bláskeljabóndi. Höfnin er í baksýn. Bláskeljaréttur Hann lítur vel út og nýtur vinsælda. Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn panta hann. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Héraðslæknir Austurumdæmis stendur fyrir rannsókn á smitandi veirusjúkdómi í hreindýrum. Veldur hann bólgum og roða á júgrum hrein- kúa. Líklegast er talið að þetta sé svokölluð kindabóla (orf) sem þekkt er í sauðfé og geitum og getur smit- ast í fólk. „Það er ekki staðfest hvað þetta er,“ segir Hjörtur Magnason, dýra- læknir á Egilsstöðum. Málið kom til hans kasta fyrir um þremur vikum þegar komið var með sýni úr júgri hreindýrs sem fellt hafði verið. Sáust bólgur og roði á júgrinu. Hjörtur seg- ist strax hafa talið að þetta gæti verið sjúkdómurinn orf sem þekktur er í sauðfé en hefur aldrei greinst í hrein- dýrum, að minnsta kosti ekki hér á landi. Sigurður Sigurðarson sem lengi var dýralæknir á Keldum komst að sömu niðurstöðu þegar Hjörtur leitaði til hans. Sömu skoðunar er hreindýrameinafræðingur í Noregi sem Sigurður leitaði til. Málið er þó enn til skoðunar. 8-10 sýktar kýr Hjörtur hefur fengið fleiri sýni og talið er að 8-10 kýr sem felldar hafa verið í haust hafi haft þessi sjúkdóms- einkenni á júgri. Hann segir augljóst að sjúkdómurinn sé mjög smitandi. Ef þetta er veirusjúkdómurinn orf, sem sumir kalla kindabólu, getur hann smitast á milli kálfs og júgurs. Í lömbum er talað um smitandi munn- angur. Hjörtur segir að veiran geti valdið ígerðum og júgurbólgu og jafnvel hita og í versta falli dauða hreindýrsins. Engar upplýsingar liggja fyrir um að dýr hafi drepist úr þessu. Telur Hjörtur það raunar ósennilegt og hreindýrastofninum stafi engin hætta af þessum sjúk- dómi. Kindabóla getur smitast í fólk og eru fjölmörg dæmi úr sögunni um það. Fólkið fær þá gjarnan bólur á hendur. Hjörtur hefur varað veiðieft- irlitsmenn við þessum möguleika og ráðlagt þeim að snerta ekki sýkta parta felldra hreindýra með berum höndum. Morgunblaðið/Ásdís Hreinkýr Verið er að rannsaka smitandi veirusjúkdóm. Óþekkt veirusýking í hreinkúm Hinn árlegi haustmark- aður kristni- boðsins verður hald- inn í Kristni- boðssalnum, Miðbæ, Háa- leitisbraut 58-60, í dag, laugar- daginn 10. september, frá kl. 12-16. Til sölu verður grænmeti, ávextir, sultur, kökur, blóm og ýmislegt til heim- ilishalds. Nýbakaðar vöfflur verða á boðstólum og kaffi á könnunni. Ágóðinn fer m.a. í námssjóð fyrir efnalitla en áhugasama nemendur í Eþíópíu og Keníu, segir í fréttatilkynningu. Haustmarkaður til styrktar kristniboði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.