Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 QUICKREFRESH™ ÁKLÆÐI Rennilás gerir það afar einfalt er að taka QuickRefresh áklæðið af dýnunni og þvo. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Háþróað TEMPUR® efni Precision™ Micro gormar AFSLÁTTUR 25% KOMDU NÚNA! TEMPUR-DAGAR Við höfum endurskapað heilsudýnuna. Aftur. Rennilásinn er líklega það eina sem við endurhönnuðum ekki. NÝJA TEMPUR® Hybrid heilsudýnan Með því að sameina háþróaða TEMPUR® efnið og hina vönduðu Precision™ micro gorma aðlagar nýja TEMPUR® Hybrid heilsudýnan sig fullkomlega að líkama þínum og bregst við hreyfingum þínum þannig að þú upplifir réttan stuðning og hámarksþægindi. Til enn frekari þægindaauka er dýnan klædd QuickRefresh™ áklæði sem taka má af með rennilás og þvo. TEMPUR® HYBRID HEILSUDÝNAN Frumlegasta hönnun TEMPUR til þessa! STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eftir að einungis hefur verið leyfð fluguveiði í Ytri-Rangá í sumar var allt agn leyft í liðinni viku og viti menn; þótt veiðin hafi verið fín í sum- ar ruku tölurnar upp þegar laxinn sá spón og maðk birtast í hyljum. Viku- veiðin var 1.119 laxar. Nær átta laxar á stöng á dag. Minni veiði en það hef- ur verið kölluð mok … Miðfjarðará er næst á metveiði- lista veiðisumarsins sem senn lýkur; enn eitt frábæra sumarið þar og liðin vika gaf 174 laxa. Dofnað hefur yfir Blöndu, þar sem veiddust 35, í Þverá og Kjarrá veiddust 53, 72 í Vatns- dalsá og 57 í Víðidalsá. Maður sem var við veiðar þar sagði að tökur hefðu verið einstaklega viðkvæmn- islegar og menn hefðu misst marga laxa; félagarnir lönduði fjórtán á stöngina en misstu eina tuttugu, svo grannt var tekið. Vikan var býsna góð í Laxá í Að- aldal, 113 laxar og nánast daglega veiðast laxar 20 pund og yfir. Ef litið er til Vesturlands veiddust 49 í Laxá í Dölum sem hefur verið furðu góð í sumar. Nú er tekið að rigna þar og konur sem luku veiðum í gær og höfðu landað átta eftir þrjár vaktir, voru ánægðar með tökugleðina sem óx í takt við hækkandi vatnsborð. Þá sáu þær hvar stórar torfur gengu inn ána og staðfestir það enn og aftur frásagnir af löxum sem bíða í Hvammsfirðinum fyrir utan og gangi svo „þaralegnir“ þegar tekur að rigna. Dauft í Grímsá og Kjós Í Langá, þar sem veiðimenn hafa kvartað yfir miklu tökuleysi laxins, náðust 53 á land í vikunni. Og í Grímsá, sem hefur verið dauf, hefur 441 lax verið færður til bókar, sem er aðeins betra en 2014 en engu að síður lítil veiði. Enn daprara er það í Laxá í Kjós þar sem vikan gaf fjórtán laxa og eru sumir líklega spenntari fyrir sjóbirtingnum sem er farinn að verða áberandi á „frísvæðinu“ svokallaða. Fínasta silungsveiði Sjóbirtingstíminn er runninn upp og víða að berast fréttir af vænum birtingum sem veiðast og stundum margir. Fyrsta holl í þeirri góðu veiðiá Tungufljóti í Skaftártungum, þar sem sverð fornkappa finnast á árbökkum, landaði 45 fiskum en nú má einungis veiða með flugu í ánni ólíkt því sem áður var þegar Toby- spúnninn var gjöfulasta agnið. Menn og konur hafa einnig veitt vel í Jónskvísl og Eldvatni, Fossálum og Vatnamótum en veiðimenn sem tjáð hafa sig á samfélagsmiðlum segja mikið af fiski á síðastnefnda svæðinu og á eitthvað af honum á ef- laust eftir að dreifast í bergvatns- árnar sem falla í Skaftá. Og góðir birtingar veiðast ekki bara í Skafta- fellssýslum; fínir fiskar hafa til að mynda fallið fyrir flugum veiðimanna í Kjósinni, Víðidals- og Vatnsdalsá. „Ég trúði ekki mínum eigin aug- um,“ sagði veiðimaður sem var í fyrsta skipti í Víðidalsá á dögunum og var ekki að lýsa laxatorfum sem hann sá þar heldur bleikjuflekkj- unum. „Sú stærsta sem ég landaði var fimm pund. Þetta eru alvöru- fiskar!“ sagði hann undrandi. Og hefði getað dundað sér lengur við sil- unginn en hann gerði en fékk líka fína laxa. Annað veiðimaður, sem blaðamaður heyrði í í gær, þekkir vel til í Víðidal og sagðist „alltaf taka svona tíu bleikjur með heim“. Það væri hægt að ná miklu fleiri, ef menn legðu sig eftir því. Í Vatnsdalsá er einnig fín bleikjuveiði eins go svo oft áður, sem og í Hópinu. Sigtryggur Bjarni Baldvinsson hefur veitt þrisvar sinum í sumar í Héðinsfirði, þar sem hann telst til heimamanna og þekkir ána vel. Hann segir göngurnar í ána hafa verið fínar í ár og hafi hann veitt vel í öll skiptin. En bleikjan getur verið dyntótt eins og sannaðist á dögunum þegar hún tók nær aðeins eina flugu sem henni var boðin og það var ein sú fyrsta sem Sigtryggur hafði hnýtt sjálfur og notaði í hár úr forláta mar- okkóskum inniskóm. Mjög góð bleikjuveiði er sögð vera í Fljótaá í Fljótum og þá segir aðdá- andi Eyjafjarðarár, hvar veiðin hef- ur verið í lægð, sem honum finnst bleikjan vera að ná sér á strik aftur. Sem er gott að heyra enda er rétt að minna á að silungsveiði með réttum og nettum græjum getur verið jafn skemmtileg, og oft enn skemmtilegri en laxveiði. Morgunblaðið/Einar Falur Bleikjutog Fín sjóbleikjuveiði hefur verið víða á Norðurlandi, þegar liðið hefur á veiðitíðina á hefðbundinni bleikju- slóð. Hér togast Þorsteinn J. Vilhjálmsson á við eina spræka í Hópinu en fín silungsveiði er í sumum húnvetnskum ám. Allt agn í boði og mokveiði í Ytri-Rangá  1.119 laxar veiddust í Ytri-Rangá í liðinni viku  Með- alveiðin átta á stöng á dag  Sjóbirtingsveiði fer vel af stað Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Staðan 7. september 2016 Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra Á sama tíma 2014 Ytri-Rangá & Hólsá (20) 6.609 2.074 Miðfjarðará (10) 5.485 1.501 Eystri-Rangá (18) 2.523 2.289 Blanda (14) 4.665 1.901 Þverá - Kjarrá (14) 2.274 1.137 Norðurá (15) 2.886 924 Haffjarðará (6) 1.624 777 Langá (12) 2.167 524 Laxá í Aðaldal (18) 1.067 802 Laxá í Dölum (6) 1.291 145 Víðidalsá(8) 1.400 574 Haukadalsá (5) 556 177 Selá í Vopnafirði (6) 1.068 924 Hítará (6) 1.222 381 Vatnsdalsá (6) 1.146 684 7.428 3.677 2.976 2.330 1.808 1.297 1.218 1.159 1.075 1.021 927 885 794 728 756 Íslenska liðið í opnum flokki á heimsleikunum í brids, sem fara fram í Wroclaw í Póllandi, endaði í áttunda sæti í sínum riðli og komst ekki áfram í 16 liða úrslit mótsins, sem hefjast í dag. Keppt var í þremur riðlum og komust fimm efstu liðin áfram úr hverjum riðli auk stigahæsta liðsins í 6. sæti. Fyrir síðustu tvo leikina í gær var íslenska liðið í 6. sæti í sín- um riðli en eftir stórt tap fyrir Mónakó í næstsíðustu umferð var ljóst að úrslitasætið hefði gengið Ís- lendingunum úr greipum. Liðið vann Bosníu í síðasta leik en endaði eins og fyrr segir í 8. sæti í sínum riðli. Eina Norð- urlandaliðið, sem komst í 16. liða úrslitin að þessu sinni, var lið Svía. Íslenska kvennaliðið tap- aði fyrir Taívan í næstsíðustu um- ferð í gær og sat yfir í síðustu um- ferð og endaði í 14. sæti í sínum riðli. Ísland missti af úrslita- sæti á bridsmóti Snorri Karlsson, einn íslensku liðs- mannanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.