Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 ✝ GuðmundurHraunberg fæddist í Bolung- arvík 9. desember 1927. Hann lést þar 2. september 2016. Fullu nafni hét hann Guðmundur Sigvaldi Hraun- berg, en alla tíð kallaður Hraun- berg af Bolvíking- um og öðrum sem hann þekktu vel. Foreldrar Hraunbergs voru hjónin Steinunn Sigrún Júlíusdóttir, fædd á Hóli í Bol- ungarvík 25. apríl 1905, dáin í Bolungarvík 14. mars 1972, og Egill Guðmundsson, fæddur í Efstadal í Ísafjarðardjúpi 6. nóvember 1884, dáinn 20. mars 1953. Þau bjuggu öll sín bú- skaparár í Bolungarvík. Hraun- berg var elstur fjögurra bræðra, hinir eru Gunnar Júl, f. 4. mars 1933, Jón Magnús, f. 7. september 1940, og Þorberg- ur Maron, f. 30. desember 1945, þeir lifa allir bróður sinn. Þann 9. desember 1950 gift- ist Hraunberg Helgu Svönu Ólafsdóttur, f. 3. ágúst 1926 í Tjaldtanga í Hestfirði. For- eldrar hennar voru hjónin María Rögnvaldsdóttir frá Uppsölum í Seyðisfirði, f. 13. sem til féllu í Bolungarvík, svo sem við sjóróðra og beitingu, en mest við verslunarstörf hjá verslun Bjarna Eiríkssonar. Hann vann um tíma í Vél- smiðju Bolungarvíkur og hugð- ist gerast vélsmiður og nam við Iðnskólann á Ísafirði, en varð að leggja iðnnámið til hliðar vegna heilsubrests. Eftir það réð hann sig aftur hjá þeim feðgum Bjarna og Benedikt í Bjarnabúð og vann þar við verslunar- og skrifstofustörf allt þar til hann lét af störfum sjötugur að aldri. Um áratuga- skeið sá Hraunberg til þess að sveitungar hans væru snyrti- legir til höfuðsins því hann var hinn ágætasti hárskeri þó ófag- lærður væri. Á yngri árum tók Hraunberg mikinn þátt í félagslífi Bolvíkinga, m.a. í skátastarfi og var einn af stofnendum skátafélagsins Gagnherja og stofnfélagi í Lionsklúbbnum í Bolungarvík. Hraunberg tók mikinn þátt í leiklistarlífi þorpsins og var liðtækur leikari. Einnig tók hann mikinn þátt í safnaðar- starfi kirkjunnar og var ára- tugum saman meðhjálpari og þjónaði mörgum prestum. Eftir að Hraunberg komst á eftir- laun beitti hann lengi vel nokkra bala á dag og tók þann- ig áfram þátt í atvinnulífi Bol- víkinga. Hraunberg verður jarðsung- inn frá Hólskirkju í Bolung- arvík í dag, 10. september 2016, og hefst athöfnin klukk- an 14. janúar 1891, d. í Bolungarvík 19. október 1989, og Ólafur Hálfdáns- son, f. 4. ágúst 1891, frá Hvítanesi Ögurhreppi, d. í Bolungarvík 26. mars 1973. Hraun- berg og Helga Svana bjuggu allan sinn búskap í Bol- ungarvík. Börn þeirra eru: 1) Ólöf Svanhildur, f. 14. febrúar 1950. Hún var gift Per Inge Laberg, þau skildu, og eiga þau tvö börn. 2) Steinunn, f. 4. janúar 1952, gift Pálma Á. Karvelssyni. Þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. 3) Egill, f. 20. febrúar 1953, giftur Kristinu Andersson. Þau eiga þrjú börn. 4) María, f. 12. júlí 1955, gift Karli J. Bald- urssyni. Þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn. 5) Ólafur Helgi, f. 16. júní 1959, giftur Sólveigu Guðjónsdóttur. Þau eiga tvö börn og eitt barna- barn. 6) Guðrún, f. 4. júlí 1960, gift Erni Ólafssyni. Þau eiga fjögur börn og tvö barnabörn. 7) Rögnvaldur, f. 23. ágúst 1963, giftur Sigríði Guðmars- dóttur. Þau eiga þrjá syni. Að loknum barnaskóla vann Hraunberg ýmis almenn störf Tengdafaðir minn, Guðmund- ur Hraunberg Egilsson, er lát- inn. Við Hraunberg hittumst fyrst um páskana 1985 þegar ég og yngsti sonur hans og Helgu Svönu vorum að draga okkur saman. Við skötuhjúin sátum að tafli þegar stórfjölskyldan geystist inn með ættarhöfðingjann fremstan í flokki. Mér leist strax vel á verðandi tengdaforeldrana, fannst þau vera fjörlegt og traust fólk og var svo uppnumin af fund- inum að ég steingleymdi skák- inni. Árið eftir fluttum við til Bol- ungarvíkur og fengum að búa í kjallaranum að Vitastíg 12 þang- að til við kæmumst í eigin hús- næði. Ég var hálfnuð með guð- fræðinám þegar ég fluttist vestur og hafði lítið kynnst kirkjustarfi. Úr því var bætt þegar ég kom í hornið hjá Helgu og Hraunberg. Tengdapabbi vann í Bjarna- búð á virkum dögum og gegndi kirkjuvörslu og meðhjálpara- starfi fyrir Hólssöfnuð með versl- unarstörfunum. Hann hafði ein- staka þjónustulund og sá eiginleiki hans prýddi bæði versl- unarstörf og kirkjustörf. Hraun- berg var tryggur í störfum sínum og leysti allt það sem honum var trúað fyrir af nákvæmni og alúð. Hann hugsaði vel um kirkju- húsið og gætti þess að allir hlutir væru á réttum stað í guðshúsinu. Á gamlárskvöld hringdum við klukkunum og horfðum á rakett- urnar springa í byggðinni fyrir neðan. Í sunnudagaskólanum var Hraunberg sjálfkjörinn sem les- ari framhaldssögunnar „Emils og Skunda“. Hann las svo skemmti- lega að krakkarnir veltust um af hlátri. Þegar jarðað var í kirkj- unni var Hraunberg útfararstjóri og sinnti syrgjandi fólki af hlýju og fagmennsku. Hraunberg var mér mikilvæg fyrirmynd í starfi. Allar sálma- bækur skyldu snúa rétt í hillunni með bandið niður, messuskrárn- ar allar snúa eins, og skrúðhúsið átti að líta vel út. Hann hafði ákveðnar skoðanir á helgihaldi, það skyldi vera fallegt og án til- gerðar. Ég geng um kirkjur næstum hvern dag og get ekki gengið fram hjá sálmabókahillu án þess að snúa öllum bókunum rétt. Og þar sem ég stend og sný bókum og greiði úr bókarböndum hugsa ég til Hraunbergs. Þessi næstum ósjálfráða natni við sálmabækur og skrúða er arf- ur og skólun frá góða meðhjálp- aranum sem ég kynntist í Bolungarvík þegar ég steig mín fyrstu skref í þjónustu við kirkj- una. Hraunberg var góður ljós- myndari. Ég man hvað það var gaman þegar hann tók fram slidesmyndavélina og sýndi okk- ur skemmtilegu myndirnar frá æskuárum barnanna. Hann tók bæði fjölskyldumyndir og lands- lagsmyndir, var heillaður af brimi og bátum og kirkjumyndir átti hann ófáar. Þrátt fyrir mikla vinnu og barnalán hafði hann margvísleg áhugamál og gegndi fjölmörgum félagsstörfum í Bolungarvík. Hann var fróður maður, gest- risinn og veitull, lítillátur og dag- farsprúður, hláturmildur og glað- lyndur. Umfram allt var hann góðmenni. Hraunberg reyndist mér ein- staklega vel og var sonum mínum frábær afi. Ég minnist hans með mikilli hlýju og þakka fyrir rúm- lega þrjátíu ára tengdir og vin- áttu. Ég gæti ekki óskað mér betri tengdaföður og er þakklát fyrir að hafa kynnst honum. Guð blessi minningu Guðmundar Hraun- bergs Egilssonar og geymi hann í náðarfaðmi sínum. Sigríður Guðmarsdóttir. Ég man það alltaf þegar ég settist upp í rakarastólinn hjá afa og hann spurði: „Jæja nafni, hvað má bjóða þér í dag?“ „Ha, nafni?“ svaraði ég hissa enda alveg með það á hreinu að afi hét Hraun- berg. Þá hló afi og spurði hvort ég væri ekki GHE, Guðmundur H. Egilsson, rétt eins og hann? Síðan þá hef ég verið stoltur af því að vera nafni hans afa. Mér fannst afi alltaf mikill töff- ari, með hártoppinn greiddan í sveip og axlaböndin á sínum stað. Enginn harðfiskur var betri en harðfiskurinn sem afi verkaði sjálfur og fátt betra en að sitja við eldhúsborðið og borða harðfisk með smjöri með honum afa. Þrátt fyrir að hafa alist upp á þeim tíma þegar hvorki var renn- andi vatn né rafmagn í húsum var afi alltaf með á nótunum hvað varðaði nýjustu tækni og fannst mér fjöldi símtóla á Vitastígnum endalaus og bílsíminn hans stór- merkilegt apparat. Ekkert var þó skemmtilegra en að fara á sjó með afa á trillunni sem hann hafði í höfninni í Bol- ungarvík á sumrin. Um borð í trillunni var afi óbrigðull skip- stjóri sem vissi alltaf hvar fisk- urinn hélt sig, en um borð í bátn- um var lítið pláss fyrir ærslalæti og best að gera eins og afi sagði. Undir það síðasta var líkam- legt þrek afa farið að þverra en mér fannst hann alltaf bera sig með reisn og stutt í gamansem- ina hjá þeim gamla. Ég minnist afa míns og nafna með mikilli hlýju og er afar þakk- látur fyrir þær stundir sem ég átti með honum vestur í Bolung- arvík, hvort sem var á sjó á litlu Þjóðarskútunni eða við eldhús- borðið að borða harðfisk. Guðmundur Hjálmar Egilsson. Guðmundur Hraunberg Egils- son hefur lokið jarðvist sinni og verður útför hans gerð frá Hóls- kirkju í dag. Hann átti mörg sporin upp á Hólinn, þar sem kirkja okkar Bolvíkinga stendur svo fallega, sýnileg hvaðanæva úr byggðinni. Um árabil var hann kirkju- vörður og meðhjálpari auk þess að sitja í sóknarnefnd sem ritari. Hann og Helga Svana áttu sín föstu sæti í kirkjunni eftir að hún hætti að syngja með kirkjukórn- um og hann hafði lokið formleg- um störfum fyrir sóknina. Þau unnu bæði kirkju sinni og safnaðarstarfinu og hafa um ára- tugaskeið verið miklir hollvinir og stuðningsfólk kirkjunnar. Hraunberg var afar vandaður maður til orðs og æðis. Hann vann öll störf sín af stakri trú- mennsku og samviskusemi. Hann var annálað snyrtimenni og hag- ur bæði á járn og tré, auk þess sem hann gat gert við flest sem aflaga fór. Þess naut sóknin í rík- um mæli. Þau Helga Svana færðu kirkjunni ýmsar gjafir, m.a. gerði Hraunberg upp rafljósastjaka sem prýtt höfðu altari Hólskirkju um áratuga skeið og gaf söfnuð- inum vinnu sína. Ljósin prýða nú safnaðarheimilið. Hraunberg var ávallt tilbúinn að leysa af við athafnir og inna af hendi störf í þágu kirkjunnar meðan hann hafði heilsu til. Áhuginn á málefnum safnaðarins hélst allt til dauðadags. Hann var hafsjór af fróðleik varðandi kirkjuhúsið, kirkjugarðana og allt kirkjulegt starf í Bolungar- vík. Það hefur því verið mikils virði í gegnum árin að hafa getað leitað í smiðju hans. Hraunberg var ómetanlegur nýjum prestum sem komu til starfa í Bolungar- vík. Hann gat leiðbeint á ýmsa lund, enda var hann ekki skoð- analaus um framkvæmd kirkju- legra athafna. Sóknarnefnd Hóls- sóknar þakkar af heilum hug fórnfúst starf Hraunbergs í gegnum árin. Guðmundur Hraunberg var mikill heiðursmaður og minnis- stæður þeim er honum kynntust. Í áratugi var hann nánast aldurs- laus, breyttist lítið í útliti þótt ár- in færðust yfir. Hann var í senn alvörugefinn og glaðsinna, kvikur í hreyfingum og dálítið suðrænn í útliti. Hraunberg var mikill gæfu- maður í sínu einkalífi. Eiginkona hans, Helga Svana Ólafsdóttir, var einn virtasti og vinsælasti kennari sem Bolungarvík hefur alið. Hún náði á starfsævinni að kenna þremur kynslóðum. Þau voru afar samrýnd hjón og nutu mikils barnaláns. Alla tíð var gott að koma á þeirra hlýlega og menningarlega heimili Hraunberg vann margvísleg störf um ævina enda vel gefinn, vandvirkur og verklaginn. Að leiðarlokum koma upp í hugann minningar um Hraunberg í Vél- smiðjunni, Hraunberg að klippa okkur strákana í kjallaranum á heimili sínu og Hraunberg við skrifstofu- og verslunarstörf í verslun Bjarna Eiríkssonar. Góð- ar minningar frá heimilinu eru tengdar góðri og langri vináttu okkar Egils sonar hans. Við Guðrún erum þakklát fyrir að hafa átt vináttu Hraunbergs og sendum Helgu Svönu, börnum og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Guð- mundar Hraunbergs Egilssonar. Einar Jónatansson. Hraunberg, eins og hann var alltaf kallaður í heimabyggð, var nánasti samstarfsmaður föður okkar í rekstri Verslunar Bjarna Eiríkssonar, sem enn starfar og verður 90 ára á næsta ári, og út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækis- ins Græðis hf. Á milli þeirra ríkti mikið traust og þar starfaði Hraunberg nær alla sína starfs- ævi af einstakri trúmennsku og þau Helga Svana góðir fjöl- skylduvinir frá því við munum eftir okkur. Hraunberg var mikið snyrti- menni, reglufastur, agaður og nýtinn og einstakur hagleiksmað- ur í höndum, gat gert við hvað sem var og fundið góðar lausir á öllu sem laut að góðu verkviti. Allt var aðgengilegt og á sín- um stað. Það kom því ekki á óvart að hann hafði einstaklega fallega rithönd. Sem dæmi um reglusemi og nýtni voru bönd um kassa aldrei skorin í Bjarnabúð, heldur hnút- ar leystir og hönkin sett í sér- staka skúffu, þar til hún kom aft- ur að notum. Við frágang á seðlum að lokn- um verslunardegi skyldu allir seðlar sléttaðir, án hornbrota og allir áttu þeir að snúa eins. Við lærðum því margt af Hraunberg, sem dugað hefur okkur á lífsleiðinni. Við systkinin erum sammála um, að Hraunberg hafi átt all- nokkurn þátt í okkar uppeldi og verkviti, þótt þau Helga ættu sjö börn sjálf. Eitt af mörgu sem við lærðum og gerðum, þegar við unnum tímabundið í Bjarnabúð, en nýt- ist okkur þó ekki lengur, var að saga kjötskrokka og salta kjöt í tunnur eftir uppskriftinni úr Kvennafræðaranum. Var pækilstyrkurinn þá mæld- ur með því hvernig kartafla flaut í pæklinum. Það er minnisstætt að þegar Hraunberg hafði leyst eitthvert flókið viðfangsefni, átti faðir okk- ar oft til að brosa og segja „já, það stendur ekkert fyrir gamla skátanum“. Síðar áttuðum við okkur á að „gamli skátinn“ var tilvitnun til þess að Hraunberg var einn af fimm stofnendum skátafélagsins Gagnherja, sem stofnað var árið 1944 í stofunni hjá ömmu og afa í Bjarnahúsi og hafði mjög mót- andi félagsleg áhrif á uppheldi og þroska bolvískra ungmenna um áratuga skeið. Í gegnum árin hafa Hraun- berg og Helga lagt ómetanlega til velferðarmála í bænum, hann með þátttöku í ýmsum fé- lagsstörfum og hún sem barna- kennari alla sína starfsævi. Sem dæmi má nefna að Hraunberg var um áratuga skeið meðhjálp- ari í Hólskirkju og umsjónarmað- ur kirkjunnar og lét sér ekkert óviðkomandi um hag og útlit kirkjunnar. Kom þar sér þá vel hagleiksgáfa Hraunbergs. Í kirkjustarfinu áttu þeir faðir okkar og Hraunberg einnig sam- eiginlegt áhugmál og langt og gott samstarf. Það er merkileg tilviljun eða forsjón almættisins, að Hraun- berg fór á vit feðra sinna sama mánaðardag og afi okkar og amma, Bjarni og Halldóra, sem bæði féllu frá sama mánaðardag og lengst af sínum búskap bjuggu í sama húsi og Hraunberg starf- aði í mestan hluta sinnar starfs- ævi, húsi sem honum þótti einkar vænt um. Við systkinin sendum Helgu Svönu, börnum þeirra Hraun- bergs og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan vin mun lifa. Einar, Halldóra, Bjarni og Ómar, Benedikts og Hildar börn. „Ég ætla að biðja þig að kalla hann pabba ekki Guðmund. Það þekkir hann ekki nokkur maður undir því nafni,“ sagði Egill son- ur Hraunbergs við mig þegar ég í aðdraganda jóla 1982 hringdi vestur til að falast eftir verustað næstu vikur eða mánuði. Hrökk- brauðsprestur, blautur á bak við eyrun, hafði fengið það verkefni að þjóna Bolvíkingum um hátíð- irnar og þar til sóknarprestur hefði verið skipaður til frambúð- ar. Símtalið var upphaf kynna og samstarfs okkar Hraunbergs. Þau Helga Svana skutu skjóls- húsi yfir prestinn og vinátta þeirra og elskusemi og kynnin við þeirra stóra og samheldna barna- hóp og fjölskyldu áttu ekki minnstan þátt í því að mér leið frá fyrsta degi vel í Bolungarvík og ílentist þar næstu sjö árin. Hjá þeim voru mín „föðurhús“ í Víkinni, eitt af nokkrum heim- ilum þar í bæ, sem ég gekk inn á án þess að berja að dyrum. Það var hlýtt hús að vitja, bóka- og menningarheimili, og viðmótið alltaf einlægt og alþýðlegt og gott að eiga þar athvarf. Kynnin við þau og þeirra fólk auðvelduðu mér einnig kynnin við samfélagið í Víkinni, siði þess og venjur, allt frá því að verka harðfisk með þeim Hálfdáni Ólafssyni, ýmsar aðstæður og kjör fólks, til þess hvernig vel og réttilega er staðið að kirkjuathöfnum á helgum og hátíðum og viðkvæmustu stund- unum í lífi einstaklinga og sam- félags. Egill, faðir Hraunbergs, var sagður hafa haft yfirbragð og fas fransks aðalsmanns. Hraunberg var sannarlega líka dökkur yfir- litum, kvikur í hreyfingum, og hafði meðfædda háttvísi og hóg- værð, sem voru hans aðal og prýddu allt hans dagfar og störf. Hann maður hefðanna og það kom fram í störfum hans og öllu hans lífi. Gildi voru gildi og þeim var ekki offrað á altari tískudynta og tíðaranda, hvorki í Bjarnabúð né Hólskirkju. Öllu var sinnt af alúð og elju, samviskusemi og smekk- vísi. Góður meðhjálpari er ómetan- legur samstarfsmaður hverjum presti og sem trúnaðarmaður sóknarinnar í öllu sem að helgi- haldi og kirkjuathöfnum lýtur. Enginn endist í því starfi sem ekki býr að einlægri trú og löng- un til að þjóna kirkju sinni og samferðarfólki heilum huga. Ég hef stundum sagt, að ég hafi notið þess að hafa haft í Hraunberg – að öðrum góðum ólöstuðum – „hinn fullkomna meðhjálpara“ (og ekki mundi honum hafa líkað lofið), en það er nærri sanni. Hann hafði vakandi auga fyrir því sem vel mátti fara í öllum að- búnaði, umgjörð og framkvæmd athafna og leiðbeindi og leiðrétti af látleysi, ef eitthvað brá út af, svo að engin truflun varð og varla eftir tekið. Hólskirkja var honum, sem og öðrum Bolvíkingum afar kær, og hann hirti um hana af þeirri virð- ingu, sem henni bar, svo að aldrei mátti þar að neinu finna. Allt var í föstum skorðum og samkvæmt reglum og hefðum. Áramótum fagnaði Hraunberg í Hólskirkju. Hringdi klukkum, sló upp í sálmabók og las sálminn, sem upp kom, undir klukkna- hljómum. Lauk ferðinni með því að skjóta flugeldum af Hólnum. Þetta var hans hefð. Hraunberg var farsæll gæfu- maður og það var gæfa að eiga hann að samstarfsmanni og vini. Guð geymi hann blessi ástvini hans alla. Jón Ragnarsson. Guðmundur Hraunberg Egilsson Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Snævar Jón Andrésson Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánar- bússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.