Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 51
DÆGRADVÖL 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 www.kemi.is - kemi@kemi.is Fyrir börn - Fyrir fullorðna - Fyrir fagmenn Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú virðist sakleysið uppmálað og engu líkara en að þú hafir enga ákveðna stefnu í lífinu. Það er hins vegar langt frá því að vera rétt, innst inni ertu ákveðin og metnaðargjörn manneskja. 20. apríl - 20. maí  Naut Vinir og félagar þínir gera miklar kröf- ur til þín. Gefðu þér líka tíma til þess að staldra við og vega og meta stöðu þína. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það eru skemmtilegar blikur á lofti og ef þú heldur rétt á spöðunum getur þú átt ánægjulega stund með þínum nánustu. Hafðu ekki áhyggjur af öðrum – þeir sjá um sig sjálfir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki alltaf rétta ráðið að grípa inn í líf annarra þótt aðstæður séu til þess. Þú lest á milli lína í tölvupósti sem þú færð. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef þú gerir mistök veist þú einn af þeim. Það er einn af kostum þess að vinna einn. Farðu varlega í skemmtanalífinu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú gefst upplagt tækifæri til þess að svara pósti og öðrum skilaboðum sem þú hefur ekki komist yfir að svara í vikunni. Fé- lagslíf þitt blómstrar sem aldrei fyrr. 23. sept. - 22. okt.  Vog Meiriháttar breytingar liggja í loftinu svo þú þarft að undirbúa þig vel. Treystu á sjálfan þig, aðrir hafa nóg með sig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þú vilt breyta einhverju þá skaltu strax ganga í málin og sannfæra aðra um ágæti hugmynda þinna. Hægt er að blanda saman viðskiptum og ánægju án vandkvæða. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gleymdu ekki að þakka það sem vel er gert. Hvettu ástvini til þess að styðja þig með því að gefa þér svigrúm. Þú færð góðar fréttir af fjölskyldumeðlimum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Kærum vini liggur eitthvað á hjarta en segir ekkert af ótta við viðbrögð þín. Þér hættir til að sjá ofsjónum yfir eyðslu annarra. Líttu í eigin barm áður en þú lætur eitthvað út úr þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú mátt ekki vanrækja líkama þinn; þú færð ekki annan. Reyndu að hafa í huga að þér líður best þegar þú ert í góðu sambandi við vini þína. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu að finna leið til að tjá alla þessa iðandi gleði sem þú geymir innra með þér. Ekki ofmetnast þó að margir hæli þér. Laugardagsgátan var semendranær eftir Guðmund Arn- finnsson: Á helgum tíðum hann er framinn. Hann er af rímnaskáldum saminn. Hungraðir þann hefja enn. Hálsi fullum iðka menn. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Um helgar kyrja kirkjusöng. Kveða skáldin rímnasöng. Oft má heyra sultarsöng. Sönginn fjölda í mannþröng. Árni Blöndal svarar: Sungnar tíðir muna menn. Mansöng rímnasmiðir yrkja. Hungursöngur heyrist enn. Hálsi fullum sönginn styrkja. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Tíðasöng má tauta í þröng og textasönginn frjálsan ríma. Ruglast það við sultarsöng, sunginn fullum hálsi í tíma? Helgi R. Einarsson svarar: Lausnin síðast reyndist röng, reisn breyttist í angur, en málið núna snýst um söng. Svona er lífsins gangur. Helgi Seljan á þessa lausn: Tíðasöngur tíðkast enn taldist rímnasöngur góður. Kyrja sultarsönginn menn, söngsins ríkir gleðihróður. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Tíðasöngur heyrðist hljóma. Hjálmar skáld kvað mansönginn. Víða sultarsöngvar óma. Söng Fóstbræðra vil ég róma. Lætur limru fylgja: Við raust kvað hinn rómsterki Bragi, sín raddbönd er þandi sá gæi, hve rammfalskt hann söng um síðkvöldin löng var fáheyrt og fjarri lagi. Og að sjálfsögðu gáta í lokin: Varla réttu ráði með, risinn upp að nýju, árla dags ég ennþá kveð eina gáturýju. Milli landa liggur ver. Létt mun hann að sverja. Blettur í hestsins auga er. Eflaust þennan margur sér. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sannkveðið er söngurinn besti Í klípu „ÉG SKIL. ÞANNIG AÐ ÞÚ LÍTUR Á ÞIG SEM Á-REIÐ-AN-LYGI-LEGT VITNI?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „OG HVAÐ FÉKK ÞIG TIL ÞESS AÐ LÁTA AF HNEFALEIKUM?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að búa til sykurlausa eftirrétti. HALLÓ, LÆKNIR ALLT ER Í ÞESSU FÍNA ÞVÍ MINNA SEM HÚN VEIT, ÞVÍ BETRA HÉRNA… FÁÐU SMÁ SILFUR… FARÐU ÚT OG FÆRÐU MÉR ALLT Á ÞESSUM LISTA! ENGIN ÞÖRF… ÉG HEF STÁL! Víkverji skellti sér á tónleika meðkanadísku stórstjörnunni Just- in Bieber á fimmtudagskvöldið í Kórnum. Hann var líkt og margir aðrir á hans aldri í yngri fé- lagsskap. Hann var með ungri frænku sinni og skemmti sér kon- unglega. Víkverji veltir fyrir sér hvort margir hafi ekki gripið tæki- færið og keypt miða með það fyrir augum að gleðja börnin sín með því að sjá stórstjörnuna. Þegar þeir innst inni vildu sjálfir sjá Bieber og fara á tónleika með honum. Það er ekkert óeðlilegt enda kann dreng- urinn að syngja og er prýðilegur tónlistarmaður. Hins vegar var Vík- verji heppinn að fá frían miða á tónleikana á síðustu stundu. Hann rétt missti af fyrstu lögunum en það kom ekki að sök x x x Aldurssamsetning hópsins varfrekar í yngri kantinum. For- eldrar, frænkur og frændur með yngri börn voru fyrirferðarmikil á dansgólfinu enda er yngsta kyn- slóðin heilluð af honum. Víkverji er hæstánægður með tónleikana. Það sem stendur upp úr eru dans- ararnir og „showið“ allt. Minna fór fyrir söng Biebersins sem „mæm- aði“ flest lögin en þó ekki alveg öll. Tónlistarmaðurinn fetar í fótspor margra stórstjarna sem gera slíkt hið sama á tónleikum sínum en margir hafa þennan háttinn á þegar þeir flytja lögin sín á tónleikum. x x x Víkverji er samt spenntastur fyrirþví sem gerist næst þegar hann ætlar út að skokka. Víkverji var nefnilega kominn í skokkgallann og var að fara út að taka einn léttan hring þegar honum bauðst ókeypis miði kl. 20.20 en þá voru tíu mín- útur í að Bieber færi á svið. Vík- verji var ekki lengi að skella sér í sturtu og í bingógallann og af stað enda býr hann við hliðina á Kórn- um. x x x Tónleikar með Bieber voru síðastaafsökun Víkverja fyrir að fara ekki út að skokka. Þar áður voru það óklipptar táneglur sem héldu Víkverja frá skokkinu. Hver verður næsta afsökun? víkverji@mbl.is Víkverji Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gerir (Fil. 4:13).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.