Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fimmta kjarnorkutilraun Norður- Kóreumanna í fyrrinótt sýnir að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn þeim duga ekki nema Kínverj- ar beiti áhrifum sínum og knýi ein- ræðisstjórnina í Pjongjang til að hætta að þróa kjarnavopn, að mati fréttaskýrenda. Þeir eru þó efins um að stjórnvöld í Kína vilji eða geti það. Nokkrir fréttaskýrendanna telja að ríki heims þurfi að beita nýjum aðferðum til að binda enda á kjarn- orku- og eldflaugatilraunir Norður- Kóreumanna og Bandaríkjastjórn eigi einskis annars úrkosti en að hefja samningaviðræður við þá. Ljóst sé að prikið dugi ekki til að breyta hegðun ráðamannanna í Pjongjang og nú þurfi að ota að þeim gulrót. Sagan sýnir þó að ekki er víst að umbun dugi frekar en refsing. Stjórnvöld í Bandaríkjunum náðu samkomulagi við stjórnina í Pjongj- ang í febrúar 2012 um að hún léti af tilraunum sínum til að þróa kjarna- vopn gegn því að Bandaríkin sæju Norður-Kóreu fyrir 240.000 tonnum af matvælum. Þau áttu að duga handa öllum börnum yngri en tíu ára og barnshafandi konum í Norður- Kóreu í eitt ár. Einræðisstjórnin braut samkomulagið um tveimur mánuðum síðar þótt tæpar tvær milljónir N-Kóreumanna hefðu dáið úr hungri frá síðasta áratug aldar- innar sem leið og milljónir manna þjáðust enn af vannæringu vegna viðvarandi matvælaskorts í landinu. Kínverjar óttast glundroða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur nú þegar fimm sinnum sam- þykkt refsiaðgerðir gegn Norður- Kóreustjórn. Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins, Steve Evans, segir að svo geti farið að fimmta kjarn- orkutilraun Norður-Kóreumanna í fyrrinótt verði til þess að öryggisráð- ið herði refsiaðgerðirnar. Til að mynda sé hugsanlegt að ráðið banni útflutning á olíu til Norður-Kóreu. Sá hængur er hins vegar á að slík- ar aðgerðir gætu valdið algeru efna- hagshruni og aukið á þjáningar al- mennings í Norður-Kóreu, fólks sem einræðisherrarnir kæra sig kollótta um. Kínverjar hafa verið helstu bandamenn einræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu og vilja ekki að hún hrökklist frá völdum vegna þess að þeir óttast að það geti valdið glund- roða og valdatómarúmi sem gæti orðið til þess að bandamenn stjórn- valda í Suður-Kóreu og Bandaríkj- unum kæmust til valda í Pjongjang. Algert efnahagshrun gæti einnig orðið til þess að milljónir Norður- Kóreumanna flýðu yfir landamærin til Kína. Þótt Kínverjar hafi lengi verið helstu bandamenn stjórnarinnar í Pjongjang, verið helsta viðskipta- þjóð N-Kóreu og séð landinu fyrir ol- íu hafa þeir mótmælt tilraunum þeirra til að þróa kjarnavopn sem hægt væri að nota til árása með eld- flaugum. Ráðamönnunum í Peking hefur gramist framganga N-Kóreu- stjórnar í málinu og óánægja þeirra lýsir sér meðal annars í því að þeir hafa ekki enn boðið einræðisherran- um Kim Jong-Il í heimsókn til Kína. Kínverjar vilja þó ekki ganga svo langt í andstöðunni við kjarnorkutil- raunirnar að hún verði stjórn Norður-Kóreu að falli. „Ólíklegt er að stjórnin í Peking fallist á að auka verulega þrýsting- inn á Norður-Kóreustjórn,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Bonnie Glas- er, sérfræðingi hugveitunnar Center for Strategic and International Stu- dies (CSIS) í Washington. Glaser segir að stjórnvöld í Kína vilji „frek- ar að hafnar verði samningaviðræð- ur við stjórnina í Pjongjang með það markmiði að ná friðarsamkomulagi sem feli í sér að Norður-Kóreumenn afsali sér kjarnavopnum gegn því að þeir fái efnahagsaðstoð og Banda- ríkjamenn viðurkenni ríkisstjórn Norður-Kóreu“. Spenna milli Kínverja og Bandaríkjamanna Stjórn Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, hefur hvatt Kínverja til að beita áhrifum sínum og auka þrýstinginn á stjórnina í Pjongjang. Gætt hefur vaxandi spennu í sam- skiptum Bandaríkjamanna og Kín- verja síðustu mánuði og þótt Kín- verjar hafi stutt ályktanir öryggis- ráðs SÞ um refsiaðgerðirnar leikur vafi á því að þeir hafi fylgt þeim eftir af fullum krafti. Fréttaskýrendur eru á einu máli um að án fulltingis Kínverja sé borin von að refsiað- gerðir dugi til að knýja Norður- Kóreumenn til að hætta þróun kjarnavopna. „Án Kínverja er þessi barátta töp- uð, við þurfum samstarf og sam- vinnu til að finna lausn á deilunni,“ hefur AFP eftir einum fréttaskýr- endanna, Jenny Town, aðalritstjóra 38 North, vefseturs sem er helgað rannsóknum á málefnum Norður- Kóreu. Litlar líkur eru þó taldar á því að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu fallist á viðræður við Norður-Kóreustjórn. Ekki hafa komið fram neinar vísbendingar um að Barack Obama ljái máls á því að breyta stefnu sinni í málinu og for- seti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, hefur ekki heldur léð máls á viðræð- um við stjórnina í Pjongjang. Nýlegt samkomulag um að Bandaríkjamenn komi upp eld- flaugavarnakerfi í Suður-Kóreu hef- ur vakið reiði stjórnvalda í Peking sem segja að það sé ógn við þjóðar- öryggi Kína. Samkomulagið gæti reynst afdrifaríkt þar sem það hefur orðið til þess að Kínverjar hafa leit- ast við að bæta samskiptin við stjórn Norður-Kóreu síðustu mánuði, að sögn Johns Delury, sagnfræðings við Yonsei-háskóla í Seoul. Adam Cathcart, breskur sérfræð- ingur í sögu Kína og málefnum Kóreuríkjanna, telur líklegt að Norður-Kóreumenn hafi gert Kín- verjum viðvart fyrr í vikunni um fimmtu kjarnorkutilraunina. Hann segir að án aðstoðar Kínverja verði lítið hægt að gera til að refsa stjórn- inni í Pjongjang. „Norður-Kóreu- menn hafa lagt mikla vinnu í að ein- angra landið almennt og eru orðnir vanir refsiaðgerðum annarra ríkja,“ hefur AFP eftir honum. Í fjölmiðlunum í Norður-Kóreu er hamrað á því á hverjum degi að land- ið þurfi á kjarnavopnum að halda vegna hættu á að Bandaríkin ráðist inn í landið til að steypa stjórninni. Breska blaðið The Guardian hefur eftir fréttaskýrendum að þessi þrá- hyggja geti komið einræðisstjórn- inni sjálfri í koll, ýtt undir vígbún- aðarkapphlaup í grannríkjunum og kröfur um að gerð verði árás á Norður-Kóreu til af afstýra því að þeir eignist kjarnavopn sem hægt væri að skjóta á önnur lönd. Kelsey Davenport, sérfræðingur í afvopn- unarmálum, telur þó ólíklegt að svo stöddu að lönd á borð við Suður-Kór- eu og Japan grípi til þess ráðs að segja upp samningnum um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna, NPT, þar sem það geti haft alvarlegar af- leiðingar fyrir ríkin sjálf. Fyrsta vetnissprengjan ** Samkvæmt mati varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu Nokkrar kjarnorku- tilraunir sem vöktu mikla athygli * Heimildum ber ekki alltaf saman um orkuna sem losnaði Norður-Kórea 1954 Bandaríkin 2006 1 2009 1-2 2013 6-9 4-6 10** Sept. 2016 Jan. 2016 Tilraunir 1998 Indland 40 1968 Frakkland 2.600 1967 Kína 3.300 1961 Sovétríkin 50.000 1955 Sovétríkin 1.600 1957 Bretland 1.800 15.000 1952 Bandaríkin 10.400 Sprengjuárásir á Japan Bandaríkin 1945 Hiroshima 12-18 Nagasaki 18-23 Pakistan 40 1998 Kjarnorkusprengingar bornar saman Norður-Kórea Heildarfjöldi kjarnorkusprenginga í tilraunaskyni Pakistan Indland Frakkland Kína Sovétríkin Bretland 1.032 715 45 210 45 3 2 5 Bandaríkin Áætluð orka sem losnaði* í kílótonnum Heimildir: CTBTO/nuclearweaponarchive.org/ArmyTechnology.com/FAS Kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna Kim Jong-Il 1994 - 2011 Kim Jong-Un 2011 - 9. okt. 2006 Minna en 1 kílótonn 25. maí 2009 Um það bil 2 kílótonn 12. febrúar 2013 Líklega 6-7 kílótonn 6. janúar 2016 Líklega 4-6 kílótonn Sohae Eldflauga- stöðvar KÍNA Yongbyon- kjarnorkumiðstöðin Sinpo Wonsan *Að sögn varnar- málaráðuneytis Suður-Kóreu Heimild: Bandaríska jarðfræðistofnunin USGS PJONGJANG 75 km SEOUL SUÐUR- KÓRA Punggye-ri kjarnorku- tilraunastöðin Síðasta kjarnorku- sprengingin er talin sú öflugasta í Norður-Kóreu til þessa* 9. september 2016 Orkan sem losnaði talin hafa numið 10 kílótonnum Úran- sprengja Massa af úrani skotið á annan úranmassa til að valda sprengingu „Byssukúlu-aðferðin“ Hvel af kleyfu efni látið falla um sjálft sig þegar hvellhettur springa til að valda sprengingu í plútonkjarna Innsprenging Plúton- sprengja Dæmi til skýringar Kjarnaoddar Heimildir : Manhattan Project/techinsider.io Keðjuverkun Vetnis- sprengja Skjöldur úr úrani hafður utan um hólf þar sem kjarnasamruni fer fram. Nifteindir frá samrunanum valda klofnun úransins. Þannig stóreykst sprengikrafturinn Baráttan töpuð án Kínverja  Hvorki umbun né refsingar hafa dugað til að stöðva kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna  Ólíklegt talið að Kínverjar vilji eða geti knúið N-Kóreustjórn til að hætta að smíða kjarnavopn Sú öflugasta til þessa » Stjórnvöld í Suður-Kóreu segja að sprengingin í fyrrinótt sé öflugasta kjarnorkuspreng- ing í Norður-Kóreu til þessa. Hún hafi mælst um tíu kíló- tonn, tvöfalt öflugri en í fjórðu kjarnorkutilraun N-Kóreu- manna 6. janúar. » Eitt kílótonn jafngildir sprengikrafti 1000 tonna af hefðbundna sprengiefninu TNT. Kjarnorkusprengingin í Hiroshima 1945 mældist 15 kílótonn. » Stjórn N-Kóreu fullyrti að sprengjan sem sprengd var í fyrrinótt væri nógu lítil til að hægt hefði verið að beita henni í árás með langdrægri eld- flaug. Vopnasérfræðingar hafa dregið þá fullyrðingu í efa. » Melissa Hanham, sérfræð- ingur í baráttunni gegn út- breiðslu kjarnavopna, segir að ekki sé hægt að staðfesta full- yrðingu N-Kóreumanna nema þeir skjóti eldflaug með kjarna- oddi. „Enginn vill sjá slíka til- raun. Útilokað er að þeir geti gert slíka tilraun með öruggum hætti og hún gæti hæglega orðið kveikja að stríði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.