Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Tveir af helstu stuðningsmönnum að- ildar Íslands að ESB hafa sagt skilið við flokk sinn, þegar skammt er í kosn- ingar. Þeir hafa geng- ið til liðs við Viðreisn. Sá flokkur var stofn- aður af fáum sjálf- stæðismönnum, sem vildu fá að ráða stefnu síns gamla flokks gegn vilja meirihlutans og ganga í ESB. Hinir nýju liðsmenn Viðreisnar segja, að liðhlaup þeirra hafi ekkert með að- ild að ESB að gera. Annar hinn nýi flokksmaður Við- reisnar hefur setið á hliðarlínunni í nokkur ár og beðið færis að koma höggi á forystu Sjálfstæðisflokks- ins. Þessi nýi Viðreisnarmaður hafði með fádæma stjórnheimsku glutrað niður æðstu embættum í stærsta stjórnmálaflokki Íslands. Nú var færi á að ná hefndum á gömlum félögum fyrir eigin glópsku. Þegar fréttamaður RÚV spurði hann þann 7. þ.m. um ástæðu liðhlaupsins, hafði hann ekkert að segja, sem hægt var að skilja sem rök eða réttlætingu lið- hlaupsins. Það þurfti ekki. Rökin voru augljós, og allar málalengingar urðu aðeins til að kasta ljósi á hans „hugsjónir“. Hinn nýi flokksmaður Viðreisnar talaði hins vegar mikið í fréttatíma RÚV og í Kastljósi. Ef til vill talaði hún of mikið. Ef til vill var hún ekki spurð rétt. Þegar upp var staðið, lá fyrir að hún studdi Sjálfstæðisflokkinn í öllum hans baráttu- málum: Stjórnarskrár- málinu, heilbrigð- ismálum, sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum, jöfnun atkvæðisréttar o.fl. Hún talaði fallega um formann flokksins, og sagði hann hafa skorað á sig að taka þátt í prófkjöri flokksins nú. Af hverju hljóp hún þá til liðs við Viðreisn í stað þess að beita sér fyr- ir samvinnu Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar í þessum málum? Ekki spurði spyrill Kastljóss, enda vond spurning fyrir svaranda. Ekki þarf ég að spyrja. Svarið liggur í augum uppi án málalenginga og fagurgala. Ég finn óþef af þessu liðhlaupi nú. Sjálfstæðisflokkurinn þarf á öll- um sínum styrk að halda til að berja góð mál í gegnum andstöðu athyglissjúkra en misviturra þing- manna stjórnarandstöðu. Þeir þing- menn vilja ekki, að sjálfstæðismenn komi góðum málum í gegn nú. Þeir höfðu sjálfir ekki manndóm til að ljúka þeim, þegar þeir höfðu að- stöðu til. Pólitískur óþefur Eftir Axel Kristjánsson Axel Kristjánsson »Ég finn óþef af þessu liðhlaupi nú. Höfundur er lögmaður. Mercedes Benz E200 árgerð 1982. Rafdrifin sóllúga, samlæsing, höfuð- og armpúðar í aftursæti. Lakk yfirfarið árið 2013, bremsur og kveikjubúnaður yfirfarin nýlega, óslitin dekk. Tveir eigendur frá uppphafi, kom til Íslands árið 2001, ekinn aðeins 195.000. Verð 1.290.000 og staðgreiðsluafsláttur. Til sýnis og sölu hjá Öskju notaðir bílar að Kletthálsi 2, www.notadir.is GLÆSILEGUR E BENZ – EINSTAKT EINTAK, GOTT VERÐ! Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V. S. Wiium | hdl., lögg. fasteignasali. | s. 896 4013 Höfum úrval sérbýliseigna á skrá. Einbýlishús, raðhús og sérhæðir. m.a.: TIL SÖLU Sérbýliseignir Upplýsingar gefa sölumenn Kjöreignar í síma 533-4040 Fossvogur, Kvíslarnar, Vesturbær, Grafavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kópavogur Það fróðlega við að taka þátt í forvali VG nú á síðustu vikum sumars er að fara um hið víðfeðma Norð- vesturkjördæmi og hitta fólk. Allt frá Hvalfjarðarbotni um Akranes, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali , um Vestfirði til Ísa- fjarðar, um Strandir, Hólmavík í Árneshrepp, um Húna- vatns- og Skagafjarðasýslur, norð- ur í Fljót að austan. Ég hef farið víða um þessi svæði á undanförnum árum starfs míns vegna og þekkti því vega- lengdirnar af eign raun. Það er stundum sagt að stjórnmál snúist um að tala – og það kann að vera satt upp að ákveðnu marki. En að mínu viti er oft mikilvægara að hlusta. Er mér það fullljóst að til þess að geta talað máli íbúanna í vegabótum, flugsamgöngum, póst- flutningum heilbrigðismálum eða skólamálum verður maður að fara til fólksins, aka vegina þar til þeir enda. Og það hef ég reynt að gera. Holóttir og harðið malarvegir Í Norðvesturkjördæmi er fyrsta umræðuefnið ávallt samgöngur, eða vegirnir öllu heldur. Þetta á einkum við um þá sem búa fjarri meginsamgönguæðunum – s.s. eins og þjóðvegi 1, eða hringveginum, sem liggur í gegnum kjördæmið. Norðvesturkjör- dæmið er víða strjál- býlt og langt á milli byggða. Og oftar en ekki eru það mjóir holóttir malarvegir sem tengja fólk fram með fjörðum, kring- um fjöll inn til dala og yfir heiðar. Þessum vegum hefur lítt eða ekki verið haldið við síðustu ár – enda hafa framlög til vegamála að- eins verið um helmingur þess sem var t.d. fyrir árið 2008. Það gerist þrátt fyrir að tekjustofnar ríkisins af eldsneyti, bílum og umferð sem renna eiga til samgöngumála sam- kvæmt lögum hafi margfaldast. Þeir peningar fara annað. Þeir litlu fjármunir sem hefur verið varið í vegakerfið hafa runn- ið til stórra umferðamannvirkja en ekki til hinna dreifðu byggða. Mikil fjölgun ferðamanna hefur einnig margfaldað umferðina á þessum vegum og aukið slitið á þeim. Þannig hafa þeir látið veru- lega á sjá á síðustu árum, holóttir, harðir malarvegir og stórhættu- legir í sívaxandi umferð. Vegirnir eru lífæðar byggðanna En þessir héraðs- eða sveitaveg- ir eru jafnframt lífæðar heilu byggðarlaganna, börnum ekið dag- lega í skóla og fólk sækir vinnu til næstu þéttbýlisstaða. Viðmælendur mínir höfðu marg- ir á orði að þingmenn eða fram- bjóðendur sæjust sumir aldrei en aðrir sjaldséðir. Það væri þá helst fyrir kosningar. Þá væru þeir ósparir á loforðin: Bundið slitlag hér og bætt heilsugæsla annars staðar og aukið framlag til skóla þar. Síðan að loknum kosningum er loforðið fyrnt eða því er svarað til „að ekki hafi fengist stuðningur til þess að koma því í fram- kvæmd“. Einn viðmælandi orðaði þetta svo að kosningar hefðu ekki orðið til þess að bæta við neinum malarhlössum á veginn heim til hans. Svo mörg voru þau orð. Ekki ætla ég að dæma um það. „Ég segi fyrir mig“ Þar sem ég hef hlustað á þessi orð hefur mér stundum orðið hugsað til afa míns og nafna, Bjarna Jónassonar bónda á Asp- arvík á Ströndum og síðar á Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Það var viðkvæði afa í samtölum við fólk: „ég segi aðeins fyrir mig“. Og trúr þessu viðhorfi byggði hann brú yfir Fossá í Asparvík- urdal árið 1950 eða um tíu árum áður en vegur var lagður. Þetta gerði hann að eigin frumkvæði og brúin var í notkun allt fram á þessa öld. Afa mínum fannst betra að segja ekki meir en hann gæti staðið við. Það þarf stórátak í vegamálum, tekjustofnar og peningar eru fyrir hendi. Vilji og skilningur er allt sem þarf. Ég treysti mér ekki til þess að byggja brýr með malarskóflu og sementi einu saman. Hins vegar „segi ég aðeins fyrir mig“ að ég treysti mér til þess að bera fram óskir fólks úr hinum dreifðu byggðum um bætt vegakerfi við fjárveitingarvaldið „fyrir sunnan“ og fylgja þeim eftir. Vegina í forgang Eftir Bjarna Jónsson » Það þarf stórátak í vegamálum, tekju- stofnar og peningar eru fyrir hendi. Bjarni Jónsson Er fiskifræðingur, sveitarstjórn- arfulltrúi og formaður Vg í Skaga- firði. Býður sig fram til að leiða lista Vg í Norðvesturkjördæmi. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Málefni eldri borg- ara er nokkuð sem ég tel nauðsynlegt að við stjórnmálamenn tök- um þétt utan um á næstu árum. Eldri borgarar eru mjög margþættur hópur fólks á 30 ára aldurs- bili og þarfirnar eru margvíslegar með til- liti til heilsufars og efnahags. Það er ánægjulegt að sjá þau góðu lífsgæði sem margir hinna eldri búa við í dag; meira starfsþrek, lífsorku og virkni til að taka fullan þátt í sam- félaginu. En á sama tíma er það einnig staðreynd að margir eldri borgarar eru ekki svo heppnir og búa við veikindi og skert lífsgæði. Nú er í undirbúningi breytt bóta- kerfi almannatrygginga í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að styðja aldraða til sjálfsbjargar og hvetja til atvinnuþátttöku. Stefnt er að því að einfalda almannatryggingakerfið og bæta samspil þess við lífeyr- issjóðakerfið ásamt því að auka stuðning við þann hóp aldraðra sem hefur mjög lágar eða engar tekjur sér til framfærslu aðrar en bætur almannatrygginga. Markmið nýja kerfisins er að bregðast við þeim áskorunum sem sam- félagið stendur frammi fyrir vegna hækkandi hlutfalls eldri borgara af mann- fjölda og lengingar meðalævinnar. Lagt er til að auka sveigj- anleika við starfslok og upphaf lífeyristöku og skapaður hvati fyr- ir aldraða til áfram- haldandi atvinnuþátt- töku eftir vilja og getu hvers og eins auk þess að lífeyr- istökualdur verður hækkaður í skrefum um þrjú ár yfir 24 ára tímabil. Ég sé afar margt mjög já- kvætt við þessar fyrirhuguðu breyt- ingar. Sterkur þrýstihópur Samtakamáttur eldri borgara er mikill og þeir verða stöðugt sterk- Eftir Elínu Hirst »Eldra fólk hefur kannski ekki verk- fallsrétt sem hópur, en það hefur samtakamátt og kosningarétt. Kraft- ur þess í sinni baráttu er aðdáunarverður. Elín Hirst Höfundur er þingmaður og gefur kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Suðvesturkjördæmi 10. september nk. ari þrýstihópur sem er gott. Félag eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni eru öflug samtök en auk þess má nefna Gráa herinn, sem er baráttuhópur innan Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Verkefni hans er að leita nýrra leiða til að vekja athygli á kjörum eldra fólks og stuðla að hugarfars- breytingu þegar kemur að mál- efnum þeirra sem eldri eru. Grái herinn leggur áherslu á þver- pólitískt starf. Hann vill vinna með öllum sem berjast fyrir sömu mál- efnum, hvar í flokki sem þeir standa. Við eigum að sýna eldra fólki virðingu og hlusta og læra af þeim sem reynsluna hafa. Eldra fólk er síður en svo baggi á þjóðfélaginu og það er afar eftirsóknarvert að mín- um dómi að börn og unglingar nú sem alast upp í hverfulum heimi, fái tækifæri til þess að umgangast þá sem eldri eru og læra af þeim og fá hjá þeim skjól. Eldra fólk hefur kannski ekki verkfallsrétt sem hóp- ur, en það hefur samtakamátt og kosningarétt. Kraftur þeirra eldri í sinni baráttu er aðdáunarverður. Ég hlakka til að starfa áfram með og fyrir eldri borgara þessa lands. Lífsgæði eldri borgara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.