Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 ✝ Jón Bjarnasonfæddist 27. apríl 1928 að Á á Skarðsströnd í Dalasýslu. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skóg- arbæ 7. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Bjarni Jóns- son, f. 5. mars 1896, d. 13. ágúst 1963, og Margrét Guðmunds- dóttir, f. 28. desember 1903, d. 19. mars 1988. Bræður Jóns: Ástvaldur Ragnar, f. 6. júní 1930, d. 14. september 1992, og Trausti Valgeir, f. 5. apríl 1936, bóndi á Á. Uppeldissystir þeirra bræðra er Svanhildur Theodóra Valdimarsdóttir. Þann 28. desember 1958 gift- ist Jón Helgu Sigríði Árnadótt- ur, kennara í Stóru-Vogaskóla, f. 31. mars 1937. Foreldrar hennar voru Árni Klemens Hallgrímsson, f. 17. október 1893, d. 9. ágúst 1965, og María Finnsdóttir, f. 25. mars 1894, d. ur og Hjalti Birkir. Jón ólst upp á Á við hefð- bundin sveitastörf. Hann fór ungur að heiman til vinnu. Hann gegndi ýmsum störfum, m.a. fiskvinnslu í Stykkishólmi og byggingavinnu í Reykjavík. Eftir að Jón flutti í Vogana vann hann í fyrstu hjá varnar- liðinu, en síðast sem verkstjóri á véladeildinni hjá Íslenskum aðalverktökum. Jón og Helga bjuggu lengst af í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar tók Jón þátt í að móta sitt nánasta um- hverfi með þátttöku sinni í fé- lagsstörfum. Hann sat í ýmsum nefndum á vegum sveitarfé- lagsins, m.a. barnaverndar- nefnd og var hann heiðraður með fálkaorðunni fyrir þau störf. Jón var einn af stofn- félögum Lionsklúbbsins Keilis og vann mikið fyrir Verk- stjórafélag Suðurnesja, sá m.a. um sumarhús félagsins. Hann var meðhjálpari í Kálfatjarn- arkirkju í mörg ár og einnig í sóknarnefnd. Síðustu árin eða frá 1999 bjuggu Jón og Helga í Garðabæ. Útför Jóns fór fram frá Garðakirkju 18. ágúst 2016 í kyrrþey að hans ósk. 1. október 1980. Börn Jóns og Helgu eru: 1) María, f. 10. ágúst 1954, gift Guð- mundi Viborg. Börn hennar eru: a) Berglind Harpa, gift Einari Kára. Börn þeirra eru Björgvin Dagur, Arnór Máni og Jök- ull Kári. b) Jón Bjarni, sambýliskona hans er Katrín Olafsson. c) Fannar Helgi, giftur Tinnu Ósk. Börn þeirra eru Aníta Ósk, Hjördís María og Fanney Erna. 2) Bjarney Margrét, f. 7. júlí 1963, dóttir hennar er Helga María, gift James McEwan. Börn þeirra eru Thomas Helgi og Jo- hann Daniel. 3) Árdís Hrönn, f. 1. nóvember 1966, gift Helga Þór Sigurbjörnssyni. Börn þeirra eru Hlynur Þór og Halla Margrét. 4) Jóhanna Kristín, f. 20. september 1971, sambýlis- maður hennar er Heimir Jóns- son. Börn þeirra eru Jón Bjart- Pabbi fæddist og ólst upp í gamla torfbænum á Á, ég er svo lánsöm að vera elst dætra hans og á svo ótal margar góð- ar minningar þaðan. Við bjugg- um í Vogunum, en ferðirnar voru margar í Dalina. Oftar en ekki varð ég eftir hjá ömmu og afa og dvaldi í nokkrar vikur á sumrin. Kynntist gömlum bú- skaparháttum, eftirminnilegum körlum og konum, vinum hans og samferðamönnum í sveitinni. Þekktist af honum, gjarnan var sagt: „Þú ert dóttir hans Jóns á Á, það fer ekki á milli mála.“ Það er gott að ylja sér við minningarnar núna, þegar pabbi minn er farinn í Sum- arlandið, réttirnar á haustin, rúning á vorin, amma að þvo þvott á hlóðum í gamla eldhús- inu, skola í ánni, alltaf við sama steininn, heyskap og margt margt fleira. Góða matinn sem ég lærði að borða, sel og sel- spik, skarf og lunda, saltaðan mat og súrsaðan. Við pabbi og amma Margrét vorum þau sem borðuðu þennan mat á okkar heimili, mér fannst það skemmtilegt, við áttum það sameiginlegt, en amma Margrét bjó heima hjá mömmu og pabba á veturna í rúmlega tuttugu ár. Uppeldissystir afa Bjarna bjó líka á Á. Ninna, sem varð ör- lagavaldur í lífi pabba og mömmu, hún flutti í Vogana. Þegar pabbi fór að vinna á Suð- urnesjum dvaldi hann hjá Ninnu, þannig kynntist hann mömmu, en hún átti heima þar. Þau giftu sig og áttu saman 62 ár, eignuðust okkur fjórar syst- urnar, bjuggu í Vogunum, þar til þau fluttu í Garðabæinn 1999. Við pabbi áttum annað sam- eiginlegt og það var áhugi á fé- lagsmálum, ekki endilega að við værum alltaf sammála, en deildum áhuganum, oftar en ekki tekist á um menn og mál- efni. Pabbi sinnti ýmsum trúnað- arstörfum á vegum sveitarfé- lagsins, kirkjunnar og í félaga- samtökum. Hann var mjög skipulagður og nákvæmur, gerði kröfur til sjálfs sín, var einnig kröfuharður á aðra að gera slíkt hið sama. Hann lá ekki á skoðunum sínum og var ófeiminn við að koma þeim á framfæri, hvar og hvenær sem tækifæri gafst. Hann hafði afskaplega fal- lega rithönd, var vel máli farinn þó skólagangan væri ekki löng, las mikið og var fróður um landið og söguna. Ég man pabba minn ekki öðruvísi en fínan, uppábúinn þegar tæki- færi gafst, svo myndarlegan og flottan. Örlátur var hann, vildi láta alla njóta ef hann hafði eitthvað að gefa og þá ekki síst okkur systur og fjölskyldur okkar. Hann var ekki að tjá okkur væntumþykju sína í orð- um, en gerði það á ýmsan ann- an máta, vildi sjá okkur njóta og hafa gleði af því sem hann og mamma gáfu okkur. Hann var stoltur af okkur systrum, barnabörnunum og langafa- börnum, sennilega sagt það öðr- um oftar en okkur, en það var allt í lagi, við vissum það. Síðustu mánuðir hans voru erfiðir, þegar hann smátt og smátt tapaði líkamlegum þrótti og varð öðrum háður við alla daglega umönnun, þung spor að yfirgefa fallega heimilið í Garðabæ og mömmu sem hugs- að um hann heima eins lengi og hún gat. Útför hans var í kyrrþey að hans ósk, skipulögð af honum eins og honum var einum lagið, fallegur söngur og fiðluspil Hlyns Þórs. Hvíl þú í friði, elsku pabbi minn, og takk fyrir allt. María. Pabbi kvaddi þetta líf og hélt í Sumarlandið á fallegum sum- ardegi, þann 7. ágúst síðastlið- inn. Ég trúi því að núna sé hann farinn að hlaupa um sveit- ina og sinna þeim störfum sem þar þarf að sinna eða standi úti í miðri á að veiða. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann. Pabbi var duglegur að ferðast með okkur og voru farn- ar margar ferðir um landið. Helst man ég eftir ferðunum í Húsafell þar sem gist var í hjól- hýsi og sumarbústaðarferðum í Þverárhlíð. Það var líka oft far- ið í sunnudagsbíltúr, t.d. í Hveragerði eða um Reykjanes- ið. Pabbi hafði gaman af því að bjóða út að borða og voru nokk- ur skiptin sem stoppað var í Laugarási eða á Aski þegar far- ið var í bæinn. Hann passaði upp á það að allir væru saddir. Pabbi var alltaf viljugur að skutla mér þegar þess þurfti. Þegar ég kom í Vogana að vinna um helgar keyrði hann mig oftast aftur heim á sunnu- dögum og passaði að ég hefði afganga af sunnudagssteikinni með mér. Stundum keyrði hann mig upp á veg til að taka rútuna og alltaf var ég kvödd með þeim orðum: „Láttu mig vita þegar þú ert komin heim.“ Það voru margar lífsins regl- urnar sem pabbi kenndi mér, m.a stundvísi og að passa mig á öllu mögulegu. Hann var alltaf hræddur um okkur; við áttum ekkert með að vera að leika okkur í fjörunni og bryggjan var algjört bann- svæði. Ekkert að vera að príla og að passa okkur á bílunum. Eftir að barnabörnin fæddust heyrðist oft „passaðu barnið“. Þetta fór mismikið í taugarnar á mér en ég veit að þetta var hans leið til að segja að honum þætti vænt um okkur. Eftir að pabbi var hættur að vinna fluttu þau mamma í Garðabæinn og bjuggu lengst af í Brekkubyggðinni. Pabbi var alltaf glaður þegar afastrákarn- ir, Jón Bjartur og Hjalti Birkir, komu í heimsókn og talaði oft um að þeir væru einstaklega ljúfir og góðir. Hann var mest glaður þegar hann græddi út á þá ís eða eitthvað gott með kaffinu og vildi því helst að þeir kæmu sem oftast. Hann passaði upp á það að alltaf væri til opal, tyggjó eða ís sem hægt væri að gefa þeim. Mest spennandi þótti þó strák- unum þegar þeir fengu smápen- inga í poka frá afa. Þegar Jón Bjartur fékk fyrsta peninga- pokann fannst honum þetta mikill fjársjóður. Hann ætlaði að kaupa fyrir þetta flugvél og fljúga til útlanda til að kaupa fullt af nammi. Það var líka ótrúlega gaman að fá að skoða alla jólasveinana hjá ömmu og afa og var alltaf spurning um hver hafði mest gaman af því að hlusta á þá spila og dansa, afa- strákarnir eða afi sjálfur. Ég er þakklát fyrir allt sem pabbi minn kenndi mér, þó að ég hafi ekki alltaf kunnað að meta það hér áður fyrr. Ég ætla allavega að taka það frá honum að halda áfram að vera stundvís, passa mig í umferð- inni og að leggja mig fram um að vinna verkin mín af sam- viskusemi og heilindum. Jóhanna Kristín Jónsdóttir. Jón afi var sérstakur maður. Hann vildi að menn færu að reglum, hvort sem það voru lög og reglur samfélagsins eða hans reglur. Þetta tvennt stangaðist þó sjaldan á. Helstu minningar okkar bræðra um afa eru ann- ars vegar hann að sofa í sóf- anum yfir sjónvarpinu eftir góða máltíð og svo ferðirnar vestur í Dali þegar við vorum yngri. Það var miklu skemmti- legra að vera í bíl með afa en einhverjum öðrum. Vegna þess að hann kunni svo margar sög- ur. Stundum hafði ég það á til- finningunni að hann kynni sögu af hverjum einasta steini á leið- inni vestur. Kannski var það heldur engin ímyndun. Eftir því sem við urðum eldri þá áttuðum við okkur betur á því að þó svo að samskiptin við Jón afa gætu stundum reynt á vegna sífelldra leiðbeininga um hvað maður ætti og ætti ekki að gera þá var manni það alltaf fullkomlega ljóst hversu vænt honum þótti um allt sitt nán- asta fólk. Þannig vissi maður alltaf að ef eitthvað kæmi upp á þá hefði maður í afa mann sem maður gat verið hundrað prósent viss um að myndi gera allt sem hann mögulega gæti fyrir mann ef leitað væri til hans. Við bræður áttum eiginlega bara einn afa sem við höfðum einhver samskipti við og erum mjög þakklátir fyrir að sá afi skyldi vera Jón Bjarnason. Því hann kenndi okkur ekki bara margt gott heldur tókst honum sérlega vel við uppeldi á dætr- um sínum fjórum, mömmu og systrum hennar sem síðan sáu í sameiningu um uppeldið á okk- ur. Jón Bjarnason skilur eftir sig fjölskyldu af afskaplega góðu fólki og þar á hann stóran þátt. Öfugt við marga af hans kyn- slóð þá var hann fullkomlega fordómalaus og tók fólki ein- faldlega eins og það var. Það er kannski ekki fyrr en nú þegar hann er farinn sem við sem eft- ir erum tökum eftir öllum þeim jákvæðu áhrifum sem hann hafði á sitt fólk. Jón Bjarnason var sérlega minnugur, mundi allt sem hann hafði lesið – fyrir ekki löngu þegar nafni hans og annar þeirra sem hér rita var í heim- sókn hjá honum fór hann að lesa Góða dátann eftir Jaroslav Hasek. Með mjög reglulegu millibili spurði afi nafna sinn hvert hann væri kominn, eftir að svarið kom hló hann og fór yfir vitleysuna í honum Svejk á næstu blaðsíðum þar á eftir. Bless, afi, og takk fyrir allt Fannar Helgi og Jón Bjarni. Ég fylgdi honum afa mínum, Jóni Bjarnasyni, síðasta spölinn hinn 18. ágúst síðastliðinn. Mig langar að kveðja hann með þessu ljóði Jóhannesar úr Kötl- um: Þó að þreyttar litlar lóur leiti norður bláan geim, enn er kalt – því vorið virðist vera langt á eftir þeim. – Þú varst líka þreyttur, vinur, þráðir mjög að komast heim. Eins og þær þín önd er flogin yfir torsótt reginhaf – hún í gegnum hylji blámans hefur einnig komist af. Lofuð veri himnesk hátign hans, sem líf þitt tók og gaf. Margt er hér að muna og þakka – mjúklát þögnin geymir allt. Innst og dýpst í okkar vitund áfram heill þú lifa skalt. Vorið kemur – lóuljóðin lifna brátt, þó enn sé kalt. Seinna, þegar sólin bjarta sumarblómið fagurlitt vefur örmum yndislegum, eins og móðir barnið sitt, þá mun enn sem gullið glóa góða, trygga hjartað þitt. Þá mun ástrík öðlingshöndin eins og geisli strjúka um kinn, fjallablær þíns heiða hugar hljóður leita í brjóstið inn, augun horfa af hæðum nýjum heim í gamla dalinn sinn. Takk fyrir margar ógleyman- legar stundir, elsku afi minn. Þegar ég var barn í Vogunum. Þegar ég var unglingur, sem bjó hjá ykkur ömmu þegar ég vann uppi á Keflavíkurflugvelli á sumrin. Eftir að ég varð fullorðin og kom til ykkar ömmu í kaffi og lagaði fyrir þig tölvuna eða prentarann. Jökli þinn kveikir reglulega á kerti og sendir langafa góðar hugsanir. Berglind Harpa. Jón Bjarnason ✝ Óli JóhannKlein fæddist 7. júlí 1945 í Reykjavík. Hann lést í bílslysi á Þingskálavegi, Rangárvöllum, 20. ágúst 2016. Hann var sonur hjónanna Elínar Færseth frá Siglu- firði og Jens Christian Klein, kjötiðnaðarmanns úr Reykjavík, sem bæði eru látin. Átti hann eina systur, Önnu Margarethe, en hún lést í lok apríl 2015. Óli Jóhann lætur eftir sig þrjá syni: 1) Sigurður Óskar, fæddur 10. mars 1968. 2) Jens Krist- ján, fæddur 10. febrúar 1972. 3) Elías, fæddur 5. apríl 1973. Barnabörnin eru sex og eitt barna- barnabarn. Óli Jóhann ólst upp í Reykjavík þar sem hann starfaði sem bifvélavirki og rútubílstjóri mestan hluta ævi sinnar. Útför Óla Jóhanns fór fram í kyrrþey 31. ágúst 2016 frá Foss- vogskirkju. Það var okkur áfall þegar við fengum þær fréttir hingað til Flórída að vinur okkar og félagi til margra ára Óli Jóhann Klein hefði látið lífið í bílslysi. Kynni okkar Óla hófust fyrir hartnær fjörutíu árum, þar sem við vor- um samstarfsmenn um skeið. Fljótlega þróuðust þessi kynni yfir í vináttu sem aldrei bar skugga á. Í mörg ár leið ekki svo dagur að við hittumst ekki eða töluðum saman í síma. Fyrir um þrjátíu árum fórum við ásamt góðum félögum í hringflug um landið á þrem einkaflugvélum. Þá var Óli í ess- inu sínu enda vandfundinn skemmtilegri ferðafélagi. Fyrir stuttu leit Óli inn hjá okkur í kaffi og spjall og bar þá margt á góma frá liðnum árum. Þegar hann kvaddi var ekki að sjá að þar færi maður sem ný- lokið hefði starfsævi sinni. Hann var að vanda kvikur og hress enda minnumst við þess ekki að honum hafi nokkurn tíma orðið misdægurt. Starfsævi Óla tengd- ist akstri hópferða- og flutninga- bíla og einnig viðgerðum en hann var bifvélavirki að mennt og rak um skeið sitt eigið verk- stæði. Við sendum sonum Óla og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Farðu vel, kæri vinur og fé- lagi, með hjartans þökk fyrir all- ar samverustundirnar Eyjólfur Sigurðsson, Ásdís Gunnarsdóttir. Óli Jóhann Klein Elsku pabbi minn. Með miklum söknuði vil ég kveðja þig með þessum orðum. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kallaður á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – mig setur hljóðan. Við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigfús Sig.) Þinn sonur, Ásmundur. Gunnar Pétur Pétursson ✝ Gunnar Pétur Pétursson fæddist 7. júní 1947. Hann lést 3. ágúst 2016. Jarðsungið var 5. september 2016. Elsku Pétur minn, tengdapabbi minn og afi dætra minna. Þetta er erf- iðara en ég gerði mér grein fyrir að kveðja þig, elsku Pétur minn. Þú varst alltaf kátur og hress þó það hafi nú farið mjög vel um þig í sófanum heima í Lækjargötu. Bríana og Klara hlupu inn til ykkar og leituðu alltaf fyrst að þér þar, ef þú varst ekki í róleg- heitum þar varstu líklega ekki heima. Ég á eftir að sakna þín og sím- talanna þar sem þig vantaði klippingu og það helst í gær og kannski smá strípur líka. Þér þótti ég nú oft rosalega flott í tauinu og þá helst ef ég var með fallegt glimmer á augum, þá sagðir þú mér alltaf hvað ég væri glæsileg. Elsku Pétur, ég og öll fjöl- skyldan munum sakna þín sárt en þú mátt vita það að við munum hugsa vel um hana Björgu þína og hlúum vel að hvert öðru. Elsk- um þig endalaust. Kveðja, þín tengdadóttir, Barbara og stelpurnar. FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is KYNNINGAR VERÐ Verið velkomin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.