Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 BAKSVIÐ Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Forsætisráðuneytið fól Fram- kvæmdasýslu ríkisins það verkefni í vor að kanna húsnæðisþörf ráðu- neytanna og athuga hvort mögu- legt væri að koma starfsemi þeirra allra fyrir á stjórnarráðs- reitnum svonefnda, milli Lind- argötu, Ingólfsstrætis, Klapp- arstígs og Skúlagötu. Að sögn Halldóru Vífilsdóttur, forstjóra Framkvæmdasýslunnar, hefur verið rót á húsnæðismálum nokkurra ráðuneyta. Til að mynda geti velferðarráðu- neytið ekki starfað árfam við Tryggvagötu vegna galla í hús- næði, forsætisráðuneytið muni einnig missa leiguhúsnæði sitt við Hverfisgötu á næstunni auk þess sem húsnæði mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins þyki bæði of stórt og óhentugt fyrir starf- semi þess. Einnig standi yfir end- urgerð Arnarhvols, aðseturs fjár- málaráðuneytisins. Of margir fermetrar í notkun Niðurstaða úttektarinnar var að mögulegt væri að koma ráðuneyt- unum öllum fyrir á reitnum, auk fleiri opinberra stofnana. Í henni kom einnig fram að ráðuneytin noti nú fleiri fermetra undir hvern starfsmann en þörf er á samkvæmt viðmiðum fjár- málaráðuneytisins, sem notast hefur verið við allt frá árinu 2009. Samkvæmt grófri athugun Fram- kvæmdasýslunnar notast hver starfsmaður ráðuneytanna við tæplega helmingi meira rými en viðmiðin gera ráð fyrir. Samkvæmt þeim viðmiðum sem notast var við, þarf hver starfs- maður u.þ.b. 23 fermetra en raun- in nú er að hver starfsmaður í ráðuneyti notar um 40 fermetra, en mælst er til þess að brúttóflat- armál hefðbundins skrifstofu- húsnæðis á hvert stöðugildi fari ekki yfir 23 fermetra á stöðugildi og þá eru rými á borð við kaffi- stofur og fundarherbergi tekin með í reikninginn. „Við sáum það að heildarþörfin væri u.þ.b. 15 þúsund fermetrar, en ráðuneytin eru í dag að nota um 24 þúsund fermetra. Þetta er auðvitað gróf skoðun, tölur sem myndu breytast eitthvað þegar farið væri lengra ofan í málið. Við sjáum samt að þarna er hægt að hagræða. Hugsanlega um níu þús- und fermetra, hugsanlega meira, hugsanlega eitthvað minna, segir Halldóra. Verkefnamiðað starfsum- hverfi í framtíðinni Halldóra segir að munurinn skýrist af aldri þeirra bygginga sem nú hýsa ráðuneytin og að í sumum þeirra hafi litlar breyt- ingar verið gerðar í áranna rás. Í úttekt Framkvæmdasýslunnar er litið til nýstárlegri leiða til nýt- ingar skrifstofuhúsnæðis á borð við svonefnt verkefnamiðað starfs- umhverfi. Öll húsnæðisöfl- unarverkefni taki mið af slíkum hugmyndum. „Þegar við gerum þessar þarfa- greiningar í dag gerum við t.d. ráð fyrir næðisrými og reynum að uppfylla allar þarfirnar, þannig sé líka gott rými fyrir teymisvinnu, gert sé ráð fyrir félagsrýmum og öðru. Í hefðbundu skipulagi höfum við verið að skipuleggja m.t.t. for- tíðar en ekki til framtíðar. Það þekkja allir að vinnuumhverfi hef- ur breyst mjög mikið. Þú ert ekki bundinn af því að vera að vinna á sama stað, fólk er að vinna á ýms- um stöðum, fer með fartöluvna sína eða símann og vinnur í þeim, fer á fundi og annað. Dagurinn samanstendur af ýmsum athöfnum sem eru ekki allar einskorðaðar við einn stað eða eitt og sama skrifborðið. Þessir 23 fermetrar eru rúmir og talan mun örugglega minnka, en hinar Norðurlanda- þjóðirnar eru komnar niður í 17 til 18 fermetra á starfsmann, segir Halldóra. Engar ákvarðanir teknar Hún segir engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar um framhaldið, en mikilvægt sé að hafa skýra framtíðarsýn í húsnæð- ismálum ríkisins og hentugt og hagkvæmt húsnæði. Verkefnið verður kynnt fyrir ráðuneytisstjórum síðar í sept- ember en þegar hefur niðurstaðan verið kynnt forsætisráðuneytinu, fulltrúum nokkurra ráðuneyta og fjárlaganefnd Alþingis. Stjórnarráðsreitur til skoðunar  Hægt að koma öllum ráðuneytunum og fleiri opinberum stofnunum fyrir á reit milli Lindargötu, Ingólfsstrætis, Klapparstígs og Skúlagötu  Hver starfsmaður notar nú meira rými en þörf er talin á Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stjórnarráðshúsið Stjórnarráðið við Lækjargötu. Skoðað er hvort hægt sé að koma öllum húsnæði allra ráðuneyta fyrir á einum reit í miðborg Reykjavíkur og hefur Framkvæmdasýsla ríkisins gert úttekt á málinu. Framtíðarsýn fyrir stjórnarráðsreitinn Heimild: framkvæmdasýsla ríkisins Mögulegt svæði fyrir staðsetningu ráðuneytisbygginga Möguleg staðsetning bílastæðahúss Kalkofnsvegur Skúlagata Arnarhóll In gó lfs st ræ ti Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is KælingHiti HreinleikiLoftraki fyrir heimilið SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Vinnuvéla & bílablað fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 13. sept Meðal efnis verður: • Sendibílar og pallbílar • Vörubílar • Langferðabílar • Skurðgröfur og beltagröfur • Sérútbúnaður og græjur fyrir atvinnubíla • Umhirða, viðhald og umhyggja fyrir atvinnubílum • Hefðbundið efni Bílablaðsins. NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMUM: 569 1390 569 1180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.