Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Hluti Vífilsjökuls, sem er skál- arjökull á Tröllaskaga, hefur hlaup- ið fram um 50-100 metra og átti það sér líklega stað á árunum 2011- 2013. Það rennir stoðum undir þá kenningu að sveiflur framhlaups- jökla tengist ekki beint veðurfari eða afkomu jökla. Þekktir fram- hlaupsjöklar á þessu svæði eru nú fjórir en athuganir Náttúru- fræðistofnunar Íslands benda til að þeir séu fleiri, samkvæmt því sem fram kemur í pistli Skafta Brynj- ólfssonar, jarðfræðings á Nátt- úrufræðistofnun, á vef stofnunar- innar. Vífilsjökull liggur í botni Vífils- dals er liggur til suðurs úr fram- hluta Svarfaðardals. Jökullinn er um 0,6 ferkílómetrar að flatarmáli og er einn af minni smájöklum Tröllaskaga, sem eru um 150 tals- ins. Vífilsjökull og nágranni hans Teigarjökull eru sennilega minnstu framhlaupsjöklar sem lýst hefur verið í heiminum, skrifar Skafti á vef ni.is Vífilsjökull meðal fram- hlaupsjökla á Tröllaskaga Ljósmynd/Skafti Brynjólfsson Framhlaup Vífilsjökull er í botni Vífilsdals í Svarfaðardal. Sprunginn og fremur úfinn hluti jökulsins til hægri á myndinni hefur hlaupið fram. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Makrílpottur smábáta hefur verið stækkaður um tvö þúsund tonn, en samkvæmt lögum hefur ráðherra til ráðstöfunar tvö þúsund tonn í norsk- íslenskri síld, íslenskri sumargots- síld og makríl. Samkvæmt reglugerð sem ráðherra hefur sett hefur Fiski- stofa nú heimild til að úthluta makríl úr þessum tvö þúsund tonna potti. Heildarheimildir smábáta í makríl eru þannig komnar yfir 10 þúsund tonn á vertíðinni. Þá hefur atvinnuveganefnd lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem lagt er til lækkað gjald fyrir þessar heimildir, en veiðigjöld í makríl hafa lækkað frá síðasta fiskveiðiári. Í stað þess að greiða átta krónur og svip- aða upphæð í veiðigjald fyrir hvert kíló eins og var á síðasta fiskveiðiári þarf samkvæmt frumvarpinu að greiða 2,78 krónur í veiðigjald á þessu fiskveiðiári. Leigugjald svipað veiðigjaldi Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segist reikna með að gjald fyrir leigu á makrílheimildum verði svipað og veiðigjaldið Sambandið fór í lok síð- asta mánaðar fram á það við sjávar- útvegsráðherra að leigugjaldið yrði lækkað til samræmis við lækkun á veiðigjaldi. Þá verður hámarksmagn sem mögulegt er að fá úthlutað í einu hækkað. Samkvæmt frumvarpinu geta útgerðir fengið 35 tonn á hvert skip í stað 20 tonna áður. Mokveiði hefur verið hjá smábát- unum að undanförnu, einkum við Keflavík, Snæfellsnes og þessa vik- una í Steingrímsfirði. Alls hafa þeir landað tæplega 6.300 tonnum og hafa 48 bátar landað afla af þeim 188 sem hafa aflaheimildir í makríl. Allt fullt í vinnslunni Már Ólafsson á Straumi ST 65 hefur ekki þurft að sækja langt eftir að makríll gekk inn á Steingríms- fjörð í vikunni. Á miðvikudag tók það hann tvær mínútur að sigla frá bryggju þar til hann var byrjaður að veiða fyrir utan hafnarkjaftinn. Þá tvíhlóð hann bát sinn og á fimmtu- dag fyllti hann einu sinni áður en helgarfríið hófst. Hann er kom- inn með 18 tonn og reiknar ekki með að róa aftur fyrr en á morgun, sunnudag, því allt er fullt í vinnsl- unni á Drangs- nesi þar sem makríllinn er heilfrystur. Um 60 krónur fást fyrir kílóið og segir Már verðið alltof lágt, en sleppi til ef hægt sé að moka makrílnum upp. Félagsskapur af hnúfubak Már segir að hann hafi verið að svipast um eftir makríl frá því í byrj- un ágúst, minnugur makrílævintýr- isins 2013 þegar bátar af öllu landinu veiddu makríl grimmt inni á Stein- grímsfirði. Makríllinn hafi síðan birst í vikunni, um mánuði seinna en í ævintýrinu fyrir þremur árum, en magnið virðist þó ekki vera eins mik- ið og þá. Már hefur verið einn á makrílveið- um við Hólmavík og helst að hann hafi haft félagsskap af hnúfubak, sem hann segir mikið hafa verið af undanfarið. „Einn daginn taldi ég 16 hnúfubaka, sem voru að andskotast í makrílnum með manni. Það var mik- ið líf í þeim og mér sýndist hvalur vera inn allan fjörð,“ segir Már. Makrílpottur smábáta stækkaður  Gjald fyrir leiguheimildir lækkað  Tvær mínútur á miðin frá Hólmavík Morgunblaðið/Þórður Löndun Makrílnum hefur verið mokað upp í grennd við Keflavík . Már Ólafsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mikil umsvif hafa verið á Eskifirði í sumar, en þar hefur risið nýtt upp- sjávarfrystihús á um hálfu ári. Fyrirhugað er að taka það í notkun um miðjan nóvember og frysta þá norsk- íslenska síld. Af- kastagetan í hús- inu verður um 800 tonn á sólar- hring. Áætlað er að um 50 manns starfi í nýja fisk- iðjuverinu. Páll Snorrason, framkvæmdastjóri Eskju, segir að til þessa hafi gengið ágætlega að ráða fólk og búið sé að ráða í flestar lykilstöður. Þessa daga er unnið að því að loka frystihúsinu og á því verki að ljúka í byrjun október. Mikið af tækjum í húsið er komið austur en þegar kem- ur fram í október taka rafvirkjar og tæknifólk til við uppsetningu. Vinnslan verður mjög tæknivædd og sjálfvirkni mikil. Þegar samningar um þessa framkvæmd voru undirrit- aðir í byrjun mars í vetur kom fram að áætlaður kostnaður yrði um fimm milljarðar króna. Nýtt skip í nóvember Samið var um kaup á búnaði frá Skaganum hf. á Akranesi, Kæli- smiðjunni Frost og Rafeyri á Akur- eyri, en mörg fyrirtæki koma að verkefninu. Stýribúnaður í vinnsl- unni kemur frá Marel. Þá var samið við VHE á Austurlandi um byggingu stálgrindarhússins, sem er 7.000 fer- metrar, hannað af verkfræðistofunni Eflu á Austurlandi. Húsið stendur á uppfyllingu við höfnina innst í Eski- firði, þar sem fyrir eru fjölmörg fyrirtæki. Nefna má fiskimjölsverk- smiðju fyrirtækisins, nótastöð Eger- sund, olíubirgðastöð Skeljungs og Vélsmiðju Hamars. Í byrjun nóvember er nýtt skip væntanlegt til Eskifjarðar, Libas frá Noregi. Það var byggt 2004, er eitt stærsta uppsjávarskip í NA-Atlants- hafi og er búið fullkomnum kælibún- aði, sem á að tryggja gæði hráefnis- ins. Frystiskipið Aðalsteinn Jónsson SU er í söluferli, en þangað til það verður selt aflar það hráefnis fyrir Eskju og getur hvort sem er flutt aflann kældan eða frystan í land. Þriðja uppsjávarskip Eskju er Jón Kjartansson SU. Vonandi góð loðnuvertíð Eskja á eftir að veiða talsvert af makrílkvóta fyrirtækisins, en heim- ilt er að geyma 20% heimilda í makríl á milli ára. Að makrílvertíð lokinni taka veiðar á norsk íslenskri síld við og svo „vonandi góð loðnuvertíð eftir áramót,“ eins og Páll Snorrason orðar það. Ljósmynd/Benedikt Jóhannsson Uppbygging Mörg fyrirtæki koma að byggingu frystihúss Eskju á Eskifirði og framleiðslu og uppsetningu á tækni- búnaði. Húsið stendur á uppfyllingu innst í firðinum og var m.a. notað grjót í hana úr nýjum Norðfjarðargöngum. Nýtt frystihús á Eski- firði reist á hálfu ári  Um 50 manns í fiskiðjuverinu  Vel gengur að ráða fólk Breyting Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju, við byggingarstað- inn í byrjun mars síðasta vetur. Páll Snorrason Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn. Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl með Thealoz dropana. Elín Björk Ragnarsdóttir Þurrkur í augum? Thealozaugndropar Fæst í öllum helstu apótekum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.