Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Þetta eru allt dálítið dökkar myndir en þetta eru annaðhvort myndir sem hafa að geyma hrylling eða hafa eitt- hvað svart við sig – svartan húmor eða annað slíkt. Þær hafa flestar gengið í gegnum endurnýjun lífdaga víðast hvar og því hafa þær þennan ákveðna költ-status,“ segir Sigurjón Kjartansson en hann er einn af skipuleggjendum fyrstu költmyn- dahátíðarinnar sem haldin hefur verið á Íslandi. Hátíðin, sem ber heitið Svartur september, fer fram dagana 11.- 18. september en þar verða sýndar átta myndir í Bíó Paradís. Mynd- irnar verða allar í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum eins og segir í tilkynningu. Byrja veturinn með trukki Sigurjón stendur að hátíðinni ásamt Hugleiki Dagssyni og Sjón en saman mynda þeir Költkvikmynda- hópinn „Svartir sunnudagar“ sem hefur staðið fyrir költmyndaveislu fyrir kvikmyndaunnendur hvern sunnudag í Bíó Paradís undanfarna fjóra vetur. „Við erum að byrja vet- urinn með trukki og erum með nokkrar myndir sem við höfum sýnt áður undanfarna vetur en líka nýjar sem við höfum aldrei sýnt – meist- araverk.“ Kvikmyndaunnendur hafa tekið Svörtum sunnudögum vel í gegnum árin fjögur en Sigurjón segir þó aldrei hafa gengið betur en í fyrra. „Í fyrravetur var uppselt ansi oft þannig að þetta er að vaxa með hverjum vetri. Það er komin hefð á þetta og fólk veit að hverju það gengur – sem er það sem við stefnd- um að í fyrstu.“ Fólk sé farið að geta treyst því að þó að það þekki ekki myndina þá sé hægt að gera ráð fyr- ir að hún sé forvitnileg og ákveðin lífsreynsla. Bíó Paradís hefur staðið að þessu með költmyndahópnum frá upphafi og sér um að nálgast myndirnar. Sigurjón, Hugleikur og Sjón raða upp myndunum og hafa allir sameig- inlega sýn á það hvað gerir mynd að mynd sem verðskuldar sæti á Svört- um sunnudögum. Hafa hneykslað í gegnum tíðina Myndirnar átta sem verða til sýn- is eru fjölbreyttar að efni og aldri. „Pælingin er að þarna eru myndir sem hafa hneykslað mikið í gegnum tíðina, eins og Saló og Pink Flam- ingos. Síðan eru þarna költ klass- íkerar af gömlu týpunni og svart- hvítar eins og The Bride of Frankenstein sem við höfum ekki sýnt áður. Okkur langaði líka að heiðra Franco sem var mikið í C- myndum en hann lést,“ segir Sig- urjón en markmiðið hjá þeim hafi verið að búa til góða og spennandi viku. „Költmynd er í eðli sínu mynd sem einhver hópur fólks hefur tekið sig saman um að vilja horfa á aftur og aftur og þá myndast einhvers konar költ í kringum myndina,“ seg- ir hann aðspurður hvað geri kvik- mynd að költmynd. „Þær eiga allar sinn tíma í bíóhúsum úti um allan heim og það er hægt að setja þær í sýningar og það mætir góður slatti af fólki.“ Átta fjölbreyttar myndir Svartur september hefst á sýn- ingu myndarinnar Saló eftir Pier Paolo Pasolini annað kvöld kl. 20. Henni er lýst á vefsíðu Bíó Paradísar sem viðbjóðslegustu kvikmynd sem gerð hefur verið en hún var svana- söngur Pasolinis sem var myrtur skömmu eftir frumsýninguna. Hinn 12. september verður svo The Bride of Frankenstein eftir James Whale sýnd og The Good, the Bad and the Ugly eftir Sergio Leone hinn 13. september. Því næst verður hægt að sjá myndina What Ever Happened to Baby Jane eftir Robert Aldrich en henni hefur verið lýst sem sálfræðitrylli. Myndin fjallar um leikkonu sem heldur örkumla systur sinni fanginni í gamalli Villu í Hollywood. Creature from the Black Lagoon eftir Jack Arnold er sýnd hinn 15. september og Pink Flamingos fer á skjáinn 16. september. Myndin olli mikilli hneykslan þegar hún var frumsýnd en öðlaðist fljótlega költ- status og hefur verið sýnd reglulega í bíóhúsum heimsins í rúm fjörutíu ár. Hún fjallar um glæpakvendið Di- vine sem orðin er fræg í fjölmiðlum sem „ógeðslegasta manneskja í heiminum“. Vampiros Lesbos verður svo sýnd hinn 17. september en henni er lýst sem erótískri hryllingssögu sem fjallar um harðsvíraða vampýru sem þrífst á því að þefa uppi konur til að svala þorsta sínum eftir kvenkyns blóði. Áttunda myndin á hátíðinni og jafnframt sú síðasta er stórvirkið The Shining eftir Stanley Kubrick sem sýnd verður hinn 18. sept- ember. Myndin er byggð á sögu Stephen King og fjallar um Jack Torrance sem leikinn er af Jack Nic- holson. „Sturlun og drápseðli, draugalegt tímaflakk og stórkostleg- ur leikur einkenna kvikmyndina sem fær svo sannarlega hárin til að rísa,“ segir í lýsingu á myndinni „Ég hvet fólk til að „go wild“ og ögra sjálfu sér því þessar myndir eru allar brilliant, hver á sinn hátt“, segir Sigurjón að lokum. Svartur september The Bride of Frankenstein verður til sýnis á fyrstu Költmyndahátíð Íslands í Bíó Paradís. Átta myndir eru á dagskránni. Svartur húmor og hryllingur  Költmyndahátíðin Svartur september Sigurjón Kjartansson Hættulegasti leigumorðingi í heimi, Arthur Bis- hop, hélt að sér hefði tekist að breyta um lífstíl og segja skilið við líf leigumorðingjans, þegar hættulegasti óvinur hans rænir kærustunni hans. Núna neyðist hann til að ferðast um allan heim til að ljúka þremur erfiðum verkefnum, og gera það sem hann er bestur í, að láta morðin líta út eins og slys. Sambíóin Álfabakka 13.00, 20.00, 22.10, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 17.50, 20.00 Sambíóin Akureyri 22.10 Sambíóin Keflavík 22.10 Mechanic: Resurrection 16 Páfagaukurinn Tuesday býr á lítill framandi paradísareyju, ásamt skrýtnum vinum sínum. En Tuesday langar að sjá heim- inn. Sambíóin Álfabakka 12.00, 13.00, 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.10, 17.30 Sambíóin Kringlunni 13.00, 13.30, 15.00, 15.40 Sambíóin Akureyri 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Keflavík 14.00, 18.00 Robinson Crusoe Kubo kallar óvart fram drungalegan anda með hefndarþorsta. Metacritic 84/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 14.00, 15.50, 18.00 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Keflavík 13.00, 15.20, 17.40 Smárabíó 13.00, 15.20, 17.30 Háskólabíó 15.00, 18.00, 21.10 Borgarbíó Akureyri 13.50, 15.50, 17.50 Kubo og Strengirnir Tveir Eiðurinn 12 Laugarásbíó 17.00, 17.45, 20.00, 22.20 Smárabíó 14.00, 17.00, 17.30, 19.00, 19.30, 20.00, 22.00, 22.30 Háskólabíó 15.00, 18.00, 21.00, 21.30 Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00, 22.10 Sully 12 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 22.10 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 War dogs 16 Metacritic 57/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 20.00, 22.25 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 17.40, 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Lights Out 16 Metacritic 58/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 Sambíóin Egilshöll 22.30 Pelé: Birth of a Legend Metacritic 39/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Kringlunni 17.40, 20.00 The Shallows 16 Metacritic 59/100 IMDb 6,7/10 Smárabíó 22.20 Háskólabíó 18.10 Borgarbíó Akureyri 22.00 Sausage Party 16 Metacritic 67/100 IMDb 7,3/10 Smárabíó 20.10 Háskólabíó 21.00 Suicide Squad 12 Metacritic 40/100 IMDb 6,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 22.10 Sambíóin Kringlunni 17.20 Sambíóin Akureyri 17.20 Hell or High Water 12 Metacritic 86/100 IMDb 8,2/10 Laugarásbíó 17.50, 20.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Ben-Hur 12 Metacritic 38/100 IMDb 5,4/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 22.20 Bad Moms Morgunblaðið bbbmn Metacritic 60/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 20.00 Háskólabíó 15.00 Jason Bourne 12 Metacritic 62/100 IMDb 8,9/100 Laugarásbíó 22.10 Ghostbusters 12 Morgunblaðið bmnnn Metacritic 60/100 IMDb 5,3/10 Smárabíó 17.40 Háskólabíó 18.10 Pete’s Dragon Bönnuð yngri en 6 ára. Metacritic 72/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.00, 17.30 Sambíóin Kringlunni 13.00, 15.20 Sambíóin Akureyri 14.00 Leynilíf Gæludýra Metacritic 61/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 13.45, 13.50, 15.45, 15.50 Sambíóin Álfabakka 12.00, 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Keflavík 16.00 Smárabíó 13.00, 15.10 Níu líf Smárabíó 13.00, 15.20 Háskólabíó 15.00 Leitin að Dóru Metacritic 75/100 IMDb 9/10 Sambíóin Álfabakka 12.50 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20 The BFG Bönnið innan 6 ára. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 65/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 15.00 The neon demon Þegar upprennandi módelið Jesse flytur til Los Angeles verður hópur kvenna með fegurðarþráhyggju á vegi hennar. Metacritic 51/100 IMDb 6,7/10 Bíó Paradís 17.30, 20.00, 22.30 Yarn Prjón og hekl er orðið partur af vinsælli bylgju í nútíma og götulist. Metacritic 61/100 IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 18.00 Race Metacritic 56/100 IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 22.30 Hross í oss 12 Bíó Paradís 20.00 101 Reykjavík Metacritic 68/100 IMDb 6.9/10 Bíó Paradís 22.00 The Addams Family Bíó Paradís 20.00 One More Time With Feeling Bíó Paradís 17.45 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.