Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 254. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Höfðu nætursetu undir brú … 2. Búið að ræna bestu árum … 3. Strætó keyrði á hópferðabíl 4. Verður stórfurðulegt að …  Kór Akureyrarkirkju, undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, heldur ásamt djasshljómsveit tónleika í Fríkirkj- unni í Reykjavík í kvöld kl. 20, þar sem flutt verða sönglög eftir Tómas R. Einarsson og Sigurð Flosason. Í öðrum takti  Innrás úr austri er yfirskrift tón- leika sem fram fara í Norður- ljósum Hörpu í kvöld kl. 20.30. Þar leika hljóm- sveitirnar Blind, Fura, Vax og Dútl, en allar eiga þær rætur að rekja til Austurlands. Að sögn skipuleggjenda verða tónleik- arnir fjölbreyttir þar sem gestir fá að upplifa ævintýraheim Blind, gít- arbræðing frá Dútl, rokk og ról frá Vax og elektróníska tóna með vídeó- listaverkum frá Furu. Innrás úr austri  Kristniboðssambandið efnir til styrktartónleika á morgun, sunnu- dag, kl. 17 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við gjöfum til skóla- sjónvarps fyrir flóttabörn í Mið- Austurlöndum og Norður-Afríku sem er sent út af sjónvarps- stöðinni Sat7. Meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum eru Greta Salóme, Elsa Waage og Keith Reed sem stýrir tónleik- unum. Styrktartónleikar fyrir flóttabörn FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan og síðar norðan 8-15 m/s, hvassast á annesjum norðantil síðdegis. Áfram víða rigning, en mikil rigning norðantil á landinu. Á sunnudag Norðvestan 5-13 m/s, hvassast norðantil og rigning, en úrkomulítið um landið sunnanvert. Hægari og styttir að mestu upp síðdegis en vaxandi norðaustanátt þegar líður á kvöldið. Hiti 3 til 11 stig, mildast sunnantil. Á mánudag Allhvöss eða hvöss norðanátt á mánudag. Hiti 5 til 12 stig. „Hún er með rosalega flottan karakt- er og alveg gífurlega öflugan vinstri fót sem nýtist mjög vel á vellinum. Hún getur bæði gefið langar og góðar sendingar og er með frábær skot.“ Þessa umsögn fær Anna Rakel Pétursdóttir, knattspyrnukona úr Þór/KA, frá samherja sínum eftir góða frammistöðu með liðinu í 15. umferð deildarinnar. »2 Hún er með gífurlega öflugan vinstri fót Þorsteinn Halldórsson verð- ur í dag fyrsti íslenski ólympíufarinn til að keppa í bogfimi, þegar hann keppir á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó. Tvö slys hafa gert Þor- steini erfitt fyrir í undirbún- ingi fyrir mótið en hann ber sig vel. Thelma Björg Björnsdóttir keppir einnig í dag, í sinni fyrstu grein af fimm sundgreinum sem hún keppir í á mótinu. »4 Þorsteinn skráir nýjan kafla Meisturunum velt af stalli í vetur? Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég byrjaði fyrst að vinna við bakstur 15 ára gamall en móðir mín er bakari svo það má segja að bakstur sé mér í blóð borinn,“ segir Axel Þorsteinsson, bakari og kondi- tor. Axel hefur að undanförnu unnið hjá veitingastaðnum Apótekinu í miðbæ Reykjavíkur en nú hefur hann ákveðið að söðla um og halda til Kúveit þar sem hann mun starfa hjá Bouchon Bakery, sem er í eigu matreiðslumannsins Thomas Keller. Er um að ræða vel þekkta banda- ríska bakarískeðju og mun Axel vinna sem yfirbakari á glænýjum stað sem opnaður verður í byrjun næsta árs. „Mig var farið að þyrsta í meiri þekkingu og fannst ekki mikið vera í gangi hér heima. Ég var því byrj- aður að líta í kringum mig,“ segir Axel spurður hvernig hið nýja starf kom til. „Síðan hafði maður frá Cul- inary Institute of America samband við mig, eftir að hafa verið bent á mig. Hann gaf svo meðmæli sín áfram til skrifstofu sem er að opna fyrir viðskipti í Kúveit, Katar og Dúbaí. Loks höfðu þeir svo sam- band við mig og var ég tekinn í þrjú atvinnuviðtöl og að lokum boð- ið starf yfirbakara hjá Bouchon Bakery.“ Fer í þjálfun til New York Þegar Morgunblaðið náði tali af Axel var hann staddur í Vest- mannaeyjum þangað sem hann heimsótti vin sinn, sem einnig er bakari. Á Axel von á því að vera úti í Eyjum þar til hann heldur utan. „Maður er náttúrlega enn að reyna að átta sig á þessu öllu saman. Ég er núna í Eyjum og fer líklega beint héðan til Kúveit – það verður eflaust mikil breyting,“ segir Axel. Axel hefur störf á næstu vikum og hefst ævintýrið fyrir alvöru þeg- ar hann fer til New York í þjálfun. Áður mun Axel þó ferðast til Kúv- eit, þar sem stjórnvöld þar í landi þurfa m.a. að veita honum vega- bréfsáritun áður en hann getur haf- ið störf á nýja veitingastaðnum. Aðspurður segir hann áformað að opna annan stað í Kúveit í febrúar. „Síðan eftir ár opnum við tvær búð- ir í Dúbaí og ári síðar verður ein opnuð í Katar,“ segir Axel og bætir við að hann muni sækja alla þessa staði heim og taka þátt í uppbygg- ingu þeirra og þjálfun starfsmanna. „Þetta er algjör draumur – að fá Thomas Keller á ferilskrána.“ Verður yfirbakari í Kúveit  Var boðið starf yfirbakara hjá Bouchon Bakery Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson Fagmaður Axel Þorsteinsson, bakari og konditor, hefur ákveðið að söðla um og halda á framandi slóðir, en hann tekur brátt við starfi yfirbakara hjá þekktri bakarískeðju í Kúveit. Sjálfur segir hann þetta vera „algjöran draum“. Árið 1998 opnuðu bræðurnir Thomas og Joseph Keller veit- ingastaðinn Bouchon í Yountville í Kaliforníu í Banda- ríkjunum, en um er að ræða franskan bistro. Fimm árum síðar, í júlí 2003, opnaði Thomas Keller fyrsta bakaríið undir heitinu Bouchon Bakery og er það skammt frá áður- nefndum veitingastað í Kaliforníu. Óhætt er að segja að bakaríið hafi slegið í gegn og má nú m.a. finna bakaríin í Yountville, Las Vegas, Beverly Hills og New York. Thomas Keller hóf feril sinn ungur að aldri á veitingahúsi í Palm Beach á Flórída. Árið 1983 flutti hann til Frakklands, þar sem hann vann m.a. á Michelin- stöðum á borð við Guy Savoy og Taillevent. Fyrst opnað 2003 í Kaliforníu BAKARÍ MEÐ FRANSKRI ÁHERSLU Thomas Keller Íslandsmótið í handknattleik kvenna hefst í dag, en þar er í fyrsta skipti um árabil leikið í tveimur deildum. Grótta hefur orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð en nú er líklegra að Stjarnan og Valur sláist um titlana, þar sem Seltirningar hafa misst sterka leikmenn. Fjallað er um lið Gróttu, Stjörnunnar, Vals og ÍBV í dag. »2-3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.