Morgunblaðið - 10.09.2016, Side 42

Morgunblaðið - 10.09.2016, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 ✝ Óli Stefánssonfrá Merki, Jök- uldal, fæddist 23. október 1923. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Dyngju á Egilsstöðum 3. september 2016. Foreldrar hans voru Stefán Júlíus Benediktsson, bóndi í Merki, f. 1875, d. 1954, og Stefanía Óladóttir, húsfreyja í Merki, f. 1886, d. 1934. Fyrri kona Stefáns hét Guðný Björns- dóttir, f. 1875, d. 1917. Systkini Óla voru Helga, f. 1922, Lilja, f. 1925, d. 2015, Jó- hann, f. 1930. Hálfsystkini Óla, samfeðra, voru Aðalheiður, Benedikt, Guðrún Brynhildur, Þórey, Sólveig Ásgerður, Unnur og Valborg. Þau eru öll látin. Uppeldisbróðir þeirra var Óli Jóhannes Sigurðsson frá Hauks- stöðum á Jökuldal, einnig látinn. Hinn 13. júlí 1957 giftust þau Óli og Elín Sigríður Benedikts- dóttir frá Hvanná, Jökuldal, f. 1938, d. 1972. Þau eignuðust í sambúð með Báru Dögg, þau eiga eina dóttur. b) Elín, f. 1990, í sambúð með Sigurði Vilberg, þau eiga eina dóttur, Svövu Dís. c) Sara, f. 2000. 5) Benedikt, f. 1967, giftur Ágústu Júníusdóttur. Synir þeirra eru: a) Logi, f. 2001, b) Máni 2004, c) Tumi, f. 2009. Óli fæddist og ólst upp í Merki á Jökuldal. Hann bjó þar alla sína tíð fyrir utan tvö síð- ustu æviárin, en þá dvaldi hann á hjúkrunarheimili á Egilsstöð- um. Óli var gagnfræðimennt- aður frá Alþýðuskólanum á Eið- um. Árið 1954 tók hann við búskap í Merki ásamt bróður sínum, Benedikt. Hjónin Óli og Elín Sigríður hófu búskap á ný- býlinu Arnarhóli árið 1960. Þau samnýttu samt sem áður íbúðar- hús með Benedikt, bróður Óla. Auk búskapar var Óli hrein- dýraeftirlitsmaður og skytta. Óli hafði gaman af því að stúss- ast í eldhúsi og var listakokkur, einnig sá hann vinum og vanda- mönnum fyrir nýprjónuðum sokkum. Útför Óla fer fram frá Egils- staðakirkju í dag, 10. september 2016, kl. 11. Hann verður jarð- settur í Merki. fimm börn: 1) Lilja Hafdís, f. 1956, maki Björn Hallur Gunnars- son, dóttir þeirra er Guðný Halla Sól- lilja, f. 2000. Dóttir Lilju er Helga, f. 1978, ættleidd til Hrefnu Sigfúsdótt- ur og Ágústs Ágústssonar, gift Jóhannesi Bald- vini. Börn þeirra eru: a) Stein- unn Marsilía, b) Anna Hrefna, c) Ágúst Baldvin. 2) Stefán, f. 1958, giftur Sól- rúnu Hauksdóttur. Börn þeirra eru: a) Dagmar Ýr, f. 1982, gift Guðmundi Hinrik, þau eiga tvö börn, Hinrik Nóa og Óliver Ara. b) Óli, f. 1987, sonur hans er Stefán Teitur. 3) Brynhildur, f. 1964, börn hennar eru: a) Guðrún Margrét, f. 1999, b) Njáll, f. 2001, c) Himri, f. 2003, d) Þórey Lára, f. 2004. 4) Kári, f. 1965, maki er Ingi- björg Birna Elísdóttir, f. 1966. Börn þeirra eru: a) Bogi, f. 1988, „Þetta er viska!“ Þessi orð eru búin að hljóma stanslaust í huga mér síðustu daga enda má segja að þau hafi verið hálfgerð einkunnarorð afa. Hann hafði afskaplega gaman af því að hneykslast á hinu og þessu. Ég var svo heppin að fá að alast upp með afa á heimilinu. Við bjuggum niðri og hann og syst- ir pabba uppi. Þetta fyrirkomulag hafði ótal marga kosti fyrir barn. Ef mér var á einhvern hátt misboðið á neðri hæðinni, hvort sem það var í mat eða framkomu, þá var hægðarleikur að skjótast upp stigann í öruggt skjól hjá afa þar sem allt var látið eftir litlu stelpuskotti. Það gefur kannski ákveðna vísbendingu að eitt fyrsta orðið sem ég lét út úr mér var „lúlú“ og stóð fyrir súkkulaði. Ef það var eitthvað sem afi átti alltaf í sínum fórum þá var það súkkulaði eða annað gotterí til að gauka að börnum. Þá passaði hann upp á að við systkinin á bænum ættum ein- hverja aura þegar við vorum að fara í kaupstaðarferð svo við gætum nú örugglega keypt okkur eitthvert góðgæti. Hann Óli afi minn í Merki var gull af manni en gat stund- um verið með hrjúft yfirborð og nokkuð óvæginn – en það tók því aldrei neinn illa, svona var hann bara. Hann var órag- ur við að segja nákvæmlega sína skoðun á hinu og þessu, eins og til dæmis líkamsvexti fólks. Og af einhverjum ástæðum gat hann látið hárið á mér fara mikið í taugarnar á sér. Ég var alltaf með sítt hár sem ungling- ur og hann var sífellt að segja mér að klippa það. Og ekki tók betra við þegar ég fór að lita á mér hárið – þá var honum öll- um lokið og tilkynnti mér margoft að það væri „ógeðslegt að lita svona á sér hausinn“. Afi fór nánast aldrei af bæ – ekki nema hann hafði erindi og þegar því var lokið þá vildi hann flýta sér strax heim aftur. Honum fannst almennt að fólk ætti að vera heima hjá sér en ekki vera að „þvælast einhvers staðar“, eins og hann sagði svo gjarnan. En þótt hann sjálfur væri ekki mikið gefinn fyrir að vera á „þvælingi“ þá þótti honum fátt skemmtilegra en að taka á móti gestum og gefa þeim að borða. Hann bar á borð ýmsar kræsingar sem hann sjálfur bakaði eða eldaði. Margir kann- ast við að hafa komið til Óla og fengið hreindýrabuff, kjöt, steiktan silung, jólaköku, klein- ur eða vöfflur. Best þekktur var hann þó líklega fyrir það sem hann geymdi bak við stólinn og dró upp þegar fólk sem honum lík- aði vel við kíkti á hann í eldhús- inu á loftinu. Við afi spiluðum oft, jafnt ól- sen, þjóf og lönguvitleysu. Þá kenndi hann mér að telja punktana í brids, en hann skipti oft spilastokknum í fjóra bunka og dundaði sér svo við að telja punktana í hverjum fyrir sig en svo var aldrei spil- að neitt meira í því spili. Hans helsta tómstundagaman var þó prjónaskapurinn. Hann var alltaf að prjóna sokka og stundum vettlinga líka. Hann var ansi grobbinn af þessum sokkum sínum enda voru þeir altalaðir sem bestu sokkar sem hægt væri að eign- ast, þykkir, vel þæfðir og óskaplega hlýir. Ég er mjög glöð að ég á enn nokkur pör en nú er ljóst að þau verða að end- ast mér út lífið því fleiri sokka prjónar hann afi ekki úr þessu. Dagmar Ýr Stefánsdóttir. Óli Stefánsson Allt í heiminum er hverfult og það er einmitt þess vegna sem ég set þessi orð á blað. Svanur minn hefur kvatt þenn- an heim allt of snemma. Mér líður pínulítið eins og að hafa lent í stormi sem ég vissi innst inni að myndi taka enda, en aldrei grunaði mig að hann myndi taka þig svona snemma. Við hin sem eftir lifum þurfum að læra að lifa upp á nýtt með öllu tómarúminu sem því fylgir – því Svanur er ekki með okkur lengur. Svanur Pálsson ✝ Svanur Páls-son fæddist 14. maí 1974. Hann lést 22. ágúst 2016. Útför Svans fór fram 9. september 2016. Gítarinn er þagnaður, húmor- inn horfinn og bar- áttan á enda. Ég get ekki með orð- um lýst söknuðin- um sem hellist yfir mig þegar ég minn- ist litla bróður míns, Svans. Alveg frá upp- hafi vorum við mjög náin systkini. Við deildum saman herbergi, áttum sama dótið og gengum jafnvel í eins fötum – heima- gerðum prjónafötum eftir mömmu. Oft á tíðum hélt fólk að við værum tvíburar sem var þvílík móðgun fyrir mig því ég var þremur árum eldri. Svo komu unglingsárin, ég ungling- ur á undan þér, treysti þér fyr- ir öllum mínum leyndarmálum. Þá var ég komin í hljómsveit og þú að byrja að æfa fyrstu gít- argripin. Það kom snemma í ljós hversu mögnuðum músíkölsk- um hæfileikum þú varst gædd- ur og fóru unglingsárin mest í að spila og syngja. Það voru ekki ófáar stundirnar sem við áttum úti í bílskúr þegar allir hinir voru sofnaðir. Þá vorum við að taka upp blúslög sem við bulluðum jafn- óðum. Tónlistin tengdi okkur ávallt sterkum böndum og oftar en ekki skemmtum við okkur saman um helgar, þú með þín- um vinum og ég með mínum. Svo skildi leiðir og við fórum út í heim – ég til Danmerkur og þú til Noregs. Ég man svo vel jólin sem ég kom heim frá Dan- mörku en þú ætlaðir að vera áfram í Noregi. Þau jól voru tómleg án þín og mér fannst varla taka því að halda upp á gamlárskvöld þar sem þú varst ekki með okkur. Um hádegi á gamlársdag birtist þú allt í einu upp úr þurru og stökkst fram á gólf. Þið mamma höfðuð ákveðið að koma mér á óvart og hún þagði yfir þessu öll jólin. Því- líkir fagnaðarfundir. Kvöldið breyttist í eintóma gleði og við skemmtum okkur fram á næsta morgun. Alltaf gat ég hringt í þig þegar mér leið illa og þurfti hjálp til að greiða úr lífsins flækjum. Þú sást ávallt hlutina í réttu ljósi og sagðir mér alltaf sann- leikann – þótt hann væri oft á tíðum sár. Þegar ég var ófrísk að mínu fyrsta barni þurfti ég að ganga í gegnum allskyns erfiðar rannsóknir þá verðandi einstæð móðir að flytja heim frá útlöndum. Þú tókst ekki í mál að ég færi ein í gegnum þetta heldur stóðst eins og klettur mér við hlið allan tím- ann. Á þessum tíma bjó ég hjá þér og þú hjálpaðir mér í gegn- um erfiða tíma. Því verð ég ei- líflega þakklát. Stuttu síðar kom elsku Guðný inn í líf þitt og þú eignaðist yndislega fjöl- skyldu sem varð þinn klettur í lífinu. Það er komið að erfiðri kveðjustund. Það verður þungt að fylgja þér síðasta spölinn því sársaukinn er svo mikill. Ég bið englana og allt okkar fólk sem á undan þér fór að hjálpa þér yfir í Sumarlandið. Þar hitt- umst við á ný þegar minn tími kemur og þá tekur þú á móti mér. Minning þín mun ávallt lifa. Þín systir, Gyða. Að gamall vinur sé fallinn frá í blóma lífsins er meira áfall en orð fá lýst. Drengur sem maður hefur þekkt frá þeim tíma er við hóf- um skólagöngu í Engidalsskóla sex ára gamlir. Svanur er lík- lega einn sá hæfileikaríkasti sem ég hef kynnst; átti afar auðvelt með bóklegt nám, teiknaði sem fæddur listamað- ur, spilaði á gítar svo fátt eitt sé nefnt. Á unglingsárum okkar í Hafnarfirði þekkti líklega önn- ur hver manneskja Svan, enda var gítarinn vinsæll hjá mörg- um og hélt hann oft uppi góðri stemningu í partýum eða bara hreinlega utandyra, t.d. á Stöð- inni. Hann naut sviðsljóssins og var oft hrókur alls fagnaðar. Þegar ég frétti af veikindum Svans þá sló ég á þráðinn til hans, smá stressaður eins fá- ránlegt og það kann jafnvel að hljóma. En það var að sjálf- sögðu ástæðulaust. Svanur var hinn hressasti og sló á létta strengi. Húmorinn aldrei langt undan eins og við fengum að upplifa við skrif hans á Facebo- ok. Minningarnar eru margar. Góðar minningar sem munu ávallt lifa í hjörtum okkar sem vorum svo heppin að kynnast Svani. Við munum muna eftir afar hugrökkum vini, hlýjum og traustum, þar sem stutt var í húmorinn. Ég sendi Guðnýju, börnum, foreldrum og systkinum Svans innilegar samúðarkveðjur. Halldór Jón Garðarsson. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 • Skattaleg ráðgjöf • Skattauppgjör dánarbús og erfingja • Erfðafjárskýrslugerð • Önnur þjónusta Spekt ehf. • S. 587 7600 • Borgartúni 3 jon@spekt.is • petur@spekt.is Þjónusta við dánarbússkipti Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ALDÍSAR DÚU ÞÓRARINSDÓTTUR. . Unnur Sigtryggsdóttir, Ásgrímur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR KATRÍNAR VALDIMARSDÓTTUR, áður til heimils að Ölduslóð 44, Hafnarfirði, sem lést 10. júlí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun og hlýju í veikindum hennar. . Steingrímur Guðjónsson, Sigríður Inga Svavarsdóttir, Valdís Birna Guðjónsdóttir, Einar Kristján Jónsson, Þórdís Guðjónsdóttir, Sigurður Björgvinsson, Ólafía S. Guðjónsdóttir, Jón Auðunn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför DAGNÝJAR MARÍU SIGURÐARDÓTTUR, félagsráðgjafa MA og sjúkraliða. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E, Landspítalanum við Hringbraut, fyrir góða umönnun og virðingu. . Jón Garðar Hafsteinsson, Ragnar Heiðar Jónsson, Axel Ingi Jónsson, Birna Styrmisdóttir, Páll Grétar Jónsson, Ingibjörg St. Sigurðardóttir, Jóhann Sigurðsson, Sigurður K. Sigurðsson, Hallfríður G. Blöndal og fjölskylda. Þökkum auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts elskulegs eigin- manns, föður og afa, HELMOUTS KARLS KREIDLER sjónfræðings, sem lést 19. ágúst við heimili sitt við Vatnsendablett. . Steinunn Kristjánsdóttir, Einar Victor Karlsson, Dagur Freyr Einarsson, Eydís Lára Einarsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AUÐAR ÁSU BENEDIKTSDÓTTUR. . Hildur Hrönn Hreiðarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Ingibjörg Hreiðarsdóttir, Guðmundur Magnússon, Bogey Hreiðarsdóttir, Árni Alfreðsson, Logi Snævar Hreiðarsson, Hreiðar Hugi Hreiðarsson, Tove Gulbrandsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug með heitum faðmlögum, símhringingum, blómum og skeytum við andlát og útför elsku besta pabba okkar, tengdapabba og afa, EINARS HALLGRÍMSSONAR bónda á Urðum í Svarfaðardal. Guð blessi ykkur öll. Halla Soffía Einarsdóttir, Hafliði Ólafsson, Jóhanna Guðný Einarsdóttir, Hallgrímur Einarsson, Einar Hafliðason, Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.