Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Það er sárt að sakna og erfitt að breyta venjum og hefðum sem fylgt hafa manni alla ævi. Það er skrítið að geta ekki tekið upp símann og spjallað við mömmu, sagt fréttir, spurt álits eða bara heyrt röddina. Við mægður töluðum saman í síma flesta daga og undir það síðasta tvisvar til þrisvar á dag. Við voru ekki bara mæðgur við vorum líka vinkonur. Mamma var hlédræg, hógvær og ekki mikið fyrir að láta á sér bera eða í sér heyra í marg- menni. Hún gat þó alveg látið gamminn geisa við okkur fjöl- skylduna og látið í sér heyra. Mamma hafði sínar skoðanir og fylgdi þeim eftir af þunga ef á þurfti að halda. Mömmu var mikið í mun að börnin hennar væru kurteis og sýndu fólki virðingu. Ég man bara eftir að hún hafi skammað mig einu sinni og þá átti ég það full- komlega skilið. Enda eiga börn ekki að brjóta rúður. Mamma var ljúf en staðföst og hafði svo gott lag á að leiðbeina á jákvæð- an og notalegan máta. „Það á ekki að skamma börn með hávaða,“ sagði hún oft og lagði áherslu á hvert orð, það á að tala við þau. Ég hugsa að þau skipti hundruðum börnin sem hún hefur „talað“ við í gegnum tíðina. Með góðum ár- angri. Hún átti ekki bara okkur börnin sín heldur heilan hóp af börnum sem hún kynntist á gæsluvöllunum og leikskólanum. Og svo átti hún heilmikið í frændsystkinum sínum og öðr- um börnum sem komu til dvalar í sveitinni. Sveitin var mömmu afar kær og fylgdist hún þar með öllu al- veg fram á það síðasta. Hvernig gengur heyskapurinn? Hvað vantar margar kindur af fjalli? Hvenær byrjar sauðburðurinn? Hvað með þetta og hvað með hitt? Svandís Hallsdóttir ✝ Svandís Halls-dóttir fæddist 25. febrúar 1943. Hún lést 27. ágúst 2016. Útför Svandísar fór fram 7. sept- ember 2016. Sálin var oft í sveitinni og við nut- um góðs af. Mamma hugsaði alltaf fyrst um aðra og ekkert var mik- ilvægara en að okk- ur börnunum og fjölskyldunni liði sem best. Hún fylgdist vel með okkur öllum og var í miklu sambandi við sitt fólk. Samband hennar og systkina hennar var líka afar náið. Systrahringurinn eins og við köllum þær systur gjarnan tala saman eins oft og mögulegt er. Samstaða var málið en það mátti alveg rökræða um hlutina. Samband mömmu og Sverris var líka náið en þau deildu sam- eiginlegum áhugamálum s.s. ferðalögum um hálendi Íslands, leikhúsferðum og bókalestri. Einnig nutu þau sín vel hér hjá okkur í Hallkelsstaðahlíð en hálfsmánaðar stopp yfir sumar- ið var orðið regla eins og viku vetrarheimsóknin. En áhugamál þeirra númer eitt, tvö og þrjú var fjölskyldan og núna síðustu árin þegar ömmu- og afabörnunum fjölgaði hratt var gleðin mikil. Ég trúi því að þau bæði fylg- ist með hópnum sínum frá öðr- um stað. Þær eru margar góða minningarnar sem rifjast hafa upp síðustu daga. Lítil stelpa í sveitinni sem skottast með mömmu í öll úti- verk, labbar í reykkofann og spáir í tunglið. Lítil stelpa sem fylgdist með eldamennsku, hannyrðum og daglegum heimilisstörfum. Lítil stelpa sem naut þess að heyra sögur og kúra í notalegu bóli. Lítil stelpa sem ólst upp við þau forréttindi að hafa mömmu hjá sér mestallan sólarhringinn. Þó að söknuðurinn sé sár þá er fyrir svo margt að þakka. Þakka fyrir það sem hún var, það sem hún gerði, það sem hún sagði og það sem hún kenndi. Það mikilvægasta er samt að þakka fyrir bestu mömmu í heimi. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Þín dóttir, Sigrún Ólafsdóttir. ✝ Einar Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 31. mars 1943. Hann lést á heimili sínu í Søvik í Noregi 25. júlí 2016. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Gísladóttir, f. 2. maí 1911 á Stokkseyri, d. 30. janúar 1994, og Sigurður Einarsson, f. 29. febrúar 1908 á Meðalfelli í Hornafirði, d. 27. febrúar 1988. Systkini Einars eru Katla, f. 1933, d. 1935, Þórdís Katla, f. 1935, maki Hilmar Bjartmarz, Jóhanna Sigríður, f. 1937, d. 15.11. 2015, maki Brynjólfur Gunnar Halldórsson, Magnea ember 1972. Foreldrar Odd- hild voru Jenny Eiken og Andreas Eiken. Einar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963. Árið 1964 fór hann til til náms í Norges Tekniske Høg- skole í Þrándheimi og lauk þaðan prófi í arkitektúr 1970. Einnig nám í rekstrarfræði við Bedriftslederskolen 1985- 1987. Rekstrarfræðingur það- an 1987. Félagi í norska arki- tektafélaginu NAL frá 1982. Einar starfaði sem arkitekt á nokkrum stöðum bæði í Ála- sundi og Reykjavík, en eftir að hann fluttist aftur til Nor- egs 1981 starfaði hann við skipasmíðastöðina í Brattvåg og seinna í skipasmiðastöðinni í Søvik sem innanhúsarkitekt og rekstrarfræðingur allt til ársins 2015. Útför Einars fór fram frá kirkjunni í Brattvåg 5. ágúst 2016. Kolbrún, f. 1939, maki Bjarni Pét- ursson, Gísli, f. 1941, maki 1) Sif Huld Sigurðar- dóttir, maki 2) Sigurrós Guð- mundsdótttir. Þau skildu. Örlygur, f. 1945, maki Sigrún Björnsdóttir, Sig- urjón, f. 1947, maki Sigríður Haraldsdóttir, Þorleifur Garð- ar, f. 1948, Sigrún, f. 1951, maki Terry Nilsen, og Flosi, f. 1955, maki Helga Krist- insdóttir, þau skildu. Einar kvæntist Oddhild Eiken, f. 21.5. 1945 í Noregi 1967. Börn þeirra eru Andri, f. 7. janúar 1968,d. 14. júlí 1980, og Gylfi, f. 19. sept- Hann Einar, bróðir okkar, er látinn langt um aldur fram að okkar mati. Hann sem alltaf var svo frískur og hraustur og hugsaði vel um heilsuna sína. – En allt hefur sinn tíma. Við systkinin frá Brávallagötunni, eins og við vorum og erum oft nefnd af ættingjum okkar, vor- um 10 talsins í 60 ár. Nú hafa tvö okkar látist með stuttu millibili, Jóhanna Sigríður og Einar. Það er margs að minnast frá okkar æskuárum þar sem við ól- umst upp í litlum húsakynnum í verkamannabústöðunum og all- ir urðu að taka tillit hver til annars. Foreldrar okkar vildu hag okkar sem bestan. Þau voru hraust og unnu mikið. Við vorum snemma send í sveit á sumrin til ættingja okk- ar austur á Hornafirði. Þau elstu fóru strax á stríðsárunum. Amma okkar bjó þá á Meðal- felli og systkini pabba á nokkr- um bæjum í Nesjum. Það var góður skóli fyrir lífið að hafa fengið að dvelja þar. Einar fór austur fimm ára gamall og var alltaf hjá ömmu á Meðalfelli öll sumur fram yfir fermingu. Foreldrum okkar var líka kappsmál að við menntuðum okkur. Fyrir það erum við þeim ævinlega þakklát. Hann Einar, bróðir okkar, var alltaf dagfars- prúður, yfirvegaður og jákvæð- ur drengur og ber okkur öllum saman um ljúfmennsku hans og rólegheit. Einar og Oddhild bjuggu flest sín hjúskaparár í Noregi að undanskildum árunum 1974- 1981, þegar hann vann hér á Ís- landi. Þegar þau voru nýflutt til landsins veiktist Andri sonur þeirra af hvítblæði og var inni og úti af spítölum í sex ár. Þrátt fyrir það lauk hann allt- af skólagöngu eins og jafnaldrar hans. Hann lést úti í Noregi árið 1980 er hann var í einni meðferð þar. Árið 1981 fluttu þau svo aftur til Noregs og hafa búið þar síðan. Þau byggðu sér fal- legt heimili í Søvik í Noregi, timburhús með torfþaki. Þau voru samhent hjón sem höfðu gaman af að ferðast og skoða áhugaverða staði svo sem söfn og gamlar og nýjar byggingar . Nú seinni árin komu þau oft- ar til Íslands og nutu þess að ferðast hér um landið. Við Brávallagötusystkinin og fjölskyldur okkar sendum Odd- hild og Gylfa okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Fyrir hönd systkinanna, Þórdís Katla Sigurðardóttir. Enn eitt skarðið hefur verið höggvið í hóp okkar bekkjar- félaganna úr 6. X í MR 1963 ár- gangsins við skyndilegt andlát vinar og félaga frá mennta- skólaárunum, en þar áttum við fjögur ár samfellt í sama bekk og vináttu æ síðan. Einar var frekar hæglátur í fasi, en var ávallt með í öllu, hvort sem var bíóferð, dansleikur eða ferð upp í sveit. Það draup ekki af hon- um, en var ávallt staðfastur fyr- ir og traustur félagi í alla staði. Hann stundaði nám í arkitektúr í Þrándheimi þaðan sem hann útskrifaðist. Einar náði sér ekki aðeins í háskólapróf í Noregi heldur einnig í norska stúlku, Oddhild Eiken, sem átti eftir að verða lífsförunautur hans alla ævi. Þau eignuðust tvo syni, Andra og Gylfa. Stofnuðu síðan heimili í Reykjavík, þar sem Einar starfaði í fagi sínu, m.a. á arkitektastofu Gísla Halldórs- sonar. Minnisstætt er ferðalag sem við fórum fjölskyldurnar á þessum tíma norður í land, alla leið til Melrakkasléttu, skemmtileg ferð sem treysti enn frekar á vináttuböndin. Skyndilega dró ský fyrir sólu. Andri, sonur þeirra, greindist með hvítblæði og lést 12 ára gamall á spítala í Noregi og var hann þeim mikill harmdauði. Eftir þetta áttu þau sér heimili æ síðan í Noregi, fyrst í Bratt- våg, þar sem Einar hóf vinnu í skipasmíðastöð þar sem hann teiknaði innréttingar í skip, einkum ætluð fyrir birgðaflutn- inga fyrir olíuvinnsluborpallana en síðan byggðu þau sér hús í Hamnsund í Søvik, nálægt Ála- sundi og þar hélt hann áfram starfi sínu við skipasmíðastöð- ina, sem þá hafði sameinast annarri á sama stað. Hann var mjög stoltur af vinnu sinni og sýndi okkur oft myndir af inn- réttingunum sem hann hafði teiknað. Með námi og prófi í rekstrarstjórnun var honum fal- in enn meiri ábyrgð. Einar var virkur félagi í félagsskapnum „Round Table“ og hann gekk í Frímúrararegluna á Íslandi þegar þau bjuggu hér og varð síðar virkur félagi í norsku regl- unni í Álasundi. Þau hjónin voru einnig í sérstökum listvin- aklúbbi í heimabyggð og ferðað- ist klúbburinn vítt og breytt um Evrópu til að skoða listasöfn og frægar byggingar. Eftir andlát Andra höfðu þau frekar hægt um sig en fóru síð- an oftar að koma í heimsókn enda átti Einar stóran systkina- hóp og þá foreldra á lífi. Vorið 1988 þegar við hjónin vorum ný- flutt í hús okkar og ferming yngri sonar okkar á næsta leiti, börðu þau óvænt á dyr hjá okk- ur með son sinn Gylfa og buðum við þeim að gista hjá okkur. Reyndust þau mikil hjálparhella við að hnýta alla lausa enda eins og ávallt verða við flutning í nýtt húsnæði og að auki veisla í aðsigi. Ávallt síðan þegar þau komu í heimsókn til Íslands heimsóttu þau okkur hjónin, síðast á sl. ári. Blessuð sé minn- ing okkar góða vinar. Samúð okkar Maríu er með Oddhild, Gylfa, systkinum og fjölskyldu hans, og aðrir X-bekkjarbræður minnast hans einnig með sam- úðarkveðju til þeirra allra. Birgir Arnar. Einar Sigurðsson ✝ María ElfriedeTómasson fæddist 26. júlí 1921 í Köln í Þýzkalandi, dóttir hjónanna Mariu og Ernst Bell, kaup- manns þar í borg. Hún lést 18. ágúst 2016. Þann 12. mars 1943 giftist Maria Elfriede, eða „Frie- del“ eins og hún var jafnan köll- uð, Geir Reyni Tómassyni tann- lækni. Synir þeirra eru: 1) Reynir Tómas, f. 13. maí 1946, giftur Steinunni J. Sveinsdóttur og eru dætur þeirra: a) Ásta Kristín, gift Justin A. Parker, og b) María, gift Brynjólfi B. Jónssyni. 2) Ernst Elmar, f. 25. júlí 1948, giftur Sigríði Hjalte- ar þar sem Geir vann sem tann- læknir, lengst af í norðurhluta Svíþjóðar. Þau Geir fluttu til Ís- lands árið 1946 og hafði Friedel því búið hér í Reykjavík í 70 ár er hún lést, – fyrst í Skerjafirði, svo á Þórsgötu og síðar á Lang- holtsvegi, en lengst af við Há- vallagötu. Friedel var húsmóðir og vann iðulega einnig á tann- læknastofu eiginmanns síns. Hún studdi mann sinn í starfi hans fyrir Tannlæknafélag Ís- lands, þau áttu góðan hóp vina meðal tannlækna og gamalla vina hér á landi og erlendis, og hún sjálf meðal þýskra kvenna sem líkt og hún höfðu flust til Íslands með íslenskum eigin- mönnum. Hún talaði nær lýta- lausa íslensku og aðlagaðist ís- lensku samfélagi. Þau hjónin byggðu árið 1972 sumarbústað rétt innan við Hvolsvöll, þar sem ræktunarstarf þeirra leiddi til viðurkenningar sveitarfé- lagsins á framlagi þeirra til skógræktar. Útförin fór fram í kyrrþey þann 26. ágúst 2016. sted og eru dætur þeirra: a) Karin Erna, gift Elmari F. Kristjánssyni, og b) Fríða Hrönn, gift Magnúsi G. Erlendssyni. 3) Gunnar Kristinn, f. 27. október 1949. Barnabarnabörnin eru ellefu. Hún átti albróðurinn Ernst Bell og fósturbróð- urinn Erik Regel. Friedel ólst upp í Köln. Hún lauk stúdentsprófi og síðan snyrtifræðinámi áður en hún giftist hinum unga Íslendingi sem þá hafði lokið tannlækn- anámi við Kölnarháskóla, en orðið innlyksa í Þýzkalandi í stríðinu. Þau komust nokkru síðar um Danmörku til Svíþjóð- Mig langar að kveðja móður mína með nokkrum orðum og þakka henni fyrir allt sem hún gaf mér og okkur bræðrum í lífinu, í uppeldinu og fyrir allan hennar kærleika. Hún fæddist í Köln í Þýska- landi 1921 og átti sterkar rætur þar og var sannur Rínarlend- ingur, en var einnig samgróin íslenskri menningu og átti hér marga vini. Eftir tveggja ára veru í Svíþjóð kom hún ásamt eiginmanni sínum, Geir R. Tómassyni, sem hún kynntist í Köln, til Íslands árið 1946. Hún var okkur bræðrum kær og góð móðir og var alltaf til staðar í blíðu og stríðu, – fyrir það þakka ég sérstaklega. Um blómum stráða, græna grund mig Guðs míns leiðir föðurmund, að svalarlindum silfurskærum og svalar mér úr lækjum tærum. Hans líknarhöndin hressir mig. Og hjálpar mér á réttan stig. (Valdimar Briem) Þökk fyrir allt og hvíl í Guðs friði. Þinn sonur, Gunnar. Elskuleg amma okkar, María Elfriede, eða Oma eins og við kölluðum hana, var jarðsungin 26. ágúst síðastlið- inn í kyrrþey. Oma fæddist og bjó í Köln þar sem hún kynntist íslensk- um strák úr Reykjavík, Geir Reyni Tómassyni, sem hafði stundaði tannlæknanám þar. Í skugga yfirgangs nasista í Þýskalandi giftu þau sig í skyndi og komust eftir króka- leiðum til Svíþjóðar þar sem afi vann í rúm tvö ár. Engar myndir eru til af brúðkaupinu því vinafólk þeirra geymdi filmuna í bankahólfi en stuttu síðar var bankinn sprengdur upp og filman með. Árið 1946 komu þau til Íslands. Það hefur ver- ið skrítið skref fyrir unga millistéttardömu frá Köln að flytja þangað. Skemmtileg saga er af því þegar Oma sauð í fyrsta skipti fisk fyrir afa, en þá setti hún fiskinn heilan í pott með innvolsi og beinum. Hún var þó fljót að læra og rak heimili sitt af myndar- skap. Oma var hjartahlý amma og langamma og var gott að koma til þeirra hjóna, hvort sem var á Hávallagötuna eða upp í sumarbústaðinn Gils- bakka í Hvolhreppnum. Oma lagði mikið upp úr því að fræða okkur um þýska menningu og eru páskahefð- irnar þar minnisstæðastar. Hún kenndi okkur að mála egg í skrautlegum litum og var tilhlökkun mikil á páska- dagsmorgun þegar upphófst fjörug leit að litlum, litríkum páskaeggjum sem falin voru á ólíklegustu stöðum. Þessar hefðir höfum við systur haldið í heiðri og hafa okkar börn jafngaman af því og við. Með Omu og afa Geir upp- lifðum við margar og ánægju- legar stundir og fyrir það þökkum við innilega. Elsku Oma, takk fyrir allt. Minning þín mun ávallt lifa áfram í litlu páskaeggjunum. Þínar, Karin og Fríða Elmarsdætur. Maria Elfriede Tómasson Dal einn vænan ég veit, verndar Drottinn þann reit. Allt hið besta þar blómgast hann lætur. … (Hugrún.) Föstudaginn 2. september síð- astliðinn skartaði Svarfaðardalur sínu fegursta, haust sólin hellti geislaglóði á menn og málleys- ingja. Það var verið að kveðja heiðursmanninn Einar Hall- grímsson, bónda á Urðum, hinstu kveðju þennan dag. Við kynntumst Einari þegar hann mætti til að dansa með fé- lögum úr Félagi eldri borgara á Dalvík, en við stýrðum dansi þar. Einar sýndi ætíð af sér mikla ljúfmennsku, jákvæðni – gleði, brosið hans er mér minnisstætt. Þó að við hjónin flyttum svo burt Einar Hallgrímsson ✝ Einar Hall-grímsson fædd- ist 23. maí 1921. Hann lést 26. ágúst 2016. Útför Einars fór fram 2. september 2016. af svæðinu gleymd- umst við ekki, falleg jólakort og smágjaf- ir handa Jónínu dóttur okkar bárust gjarnan um jól frá Urðum. Svo er það sem okkur finnst eiginlega besta minningin, er að Einar hefur lagt það á sig að koma til Dalvíkur á Fiski- daginn mikla undanfarin ár til að sjá núverandi danshóp okkar dansa, síðast mætti hann á bryggjuna núna í ágúst, með sitt bjarta bros, Hafliði tengdasonur hans á þakkir skildar fyrir að sjá til þess að þessi ósk gamla mannsins gæti ræst. Ég er íslenski bóndinn sem elskar sitt land og ævilangt bind við það tryggðanna band. Að lokum þá æfinnar sígur mín sól, seinast þá fæ ég í moldinni skjól. (Höf. G.Þ.G.) Samúðarkveðjur sendum við til aðstandenda allra, með þökk fyrir góðar stundir. Margrét og Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.